Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN -—Summdagur 28. apríl 1957 Farfuglar á Tind'afjöllum. — Báöar myndirnar tók Guð- mundur Erlendsson, er um mörg ár var form. Farfugla. 'FarfugLar hafa fengið Sleppugilið í Þórsmörk til umhirðu og ræktunar og hafa plantað par állmiklu af barrplönt- um. Hér sjást þeir að starfi. Þeir ferðösf á eigin vegum Aöalfundur Farfugladeildar Reykjavíkur var haldinn 4. marz s.l. á Café Höll. Starfsemi félagsins var með blóma eins og undanfarin ár. Á þingi Alþjóðasambands Farfugla, sem haldið varíSkot- < landi í ágúst sl. var Bandalag • ísienzkra Farfugla gert að að- - almeðlim samtakanna, en und- anfarin ár hefur það verið ■ - aukameðlimur. Farnár voru tvær hópferðir til Skotlands á vegum félags- ins og ferðast þar á hjólum. . Þátttakendur í ferðum þessum tóku þátt í alþjóðamóti Far- . fugla, sem haldið var í Edin- borg d.agana 10.—12. ágúst sl. . Næsta alþjóðamót og þing Far- fugla verður haldið í Hollandi í ágúst n.k. Und.mfarin ár hefur þeim stöðugt fjölgað, sem ferðast hafa erlendis og notið gisting- ar á farfuglaheimilum Árið 1955 gistu íslenzkir Farfuglar í 9 löndum 1928 nætur, en ár- ið áður voru gistinætur erlend- is 435. Undanfarin sumur hafa Farfuglar haft skólastofu í Austurbæjarskólanum tij gist- inga fyrir erlenda Farfugla. Einnig hafa Farfuglar haft að- gang að gistingu að Reynihlíð við Mývatn og í Hreðavatns- skála. Síðastliðið sumar gistu erlendir Farfuglar hér á landi í samtals 637 nætur, en árið áður í 420 nætur. Fyrirkomu- lg gistinga fyrir erlenda Far- fugla verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Reynt verður að fjölga gisti- stöðum úti á landi eins og auðið er Farnar voru helgar- og sum- arleyfisferðir hér innanlands á vegum. félagsins. Meðal sumar- leyfisferða voru tvær ferðir í Þórsmörk og dvalið þar í tjöld- -um vikutíma í senn. Þátttaka í öllum þessum ferðum var mjög góð. Um hvfítasunnuna rvar að venju farin skógræktarferð í Sleppugil í Þórsmörk, en það hafa Farfuglar fengið tii um- ráða og heíur verið unnið þar mikið að slcógrækt. Þetta var í sjötta skipti, sem farin var skógræktarferð í Þórsmörk og eru þessar ferðir orðnar fastur liður í starfi félagsins. Unnið var jöfnum höndum að gróð- ursetningu, grisjun og við að hefta uppblástur. Haldið hefur verið uppi miklu félagsstarfj á vetnnum. Skemmtifundir voru haldnir og sáu félagsmenn um skemmti- atriði. Einnig voru haldin regluleg tómstundakvöld og voru J>au til húsa í Golfskálan- um. Þar hittast félagsmenn og ræða sín áhugamál og stytta sér stundir við tafl, spil, handaviimu o.fl. Þessi þáttur i félagsstarfinu hefur tekizt mjög vel og verið mikið sótt- ur. Eitt mesta velferðarmál fé- lagsins er að koma upp gisti- og félagsheimili hér í Reykja- vík. A síðastliðnu ári var fé- laginu úthlutað lóð við Rauða- læk fyrir væntanlegt félags- heimili, en það hefur ekki enn verið hægt að hefjast handa um byggingu, vegna þess að fjárfestingarieyfi hefur ekki fengizt. í urdirbúningi er að hefja útgáfu á félagsblaði, er fiytji innlendai- og erlendar fréttir af félagsstarfseminni ásamt ferðasögum og fleiru. í. fundarlok var lesin upp ferðaáætlun sumarsins, og er Framhald á 11. síðu WELLIT plötur eru mjög léttar og auðveldar í meðferð WELLIT einangrunarplötur kosta aðeinsv 5 cm þykkt; kr. 35.00 ferm. 1 1 1 1 I Birgðir fyririiggjandi Y) Mars Trading Co. Klapparstíg 20 — Sími 7373. Fermingar í dag Framhald af 2. síðu. -jBpv ‘UOSSJBAJBAS JBglOUH Í8 uniqjntsaA ‘uossjjcbji shjSia stræti 12; Jónas Helgi Guð- jónsson, Langholtsveg 101; Kristján Þorkelsson, Vestur- brún 8. Nils Nilsen, Laugar- nesveg 86; Ólafur Þór Bjarna- son Langlioltsveg 190; Skafti Axel Ragnarsson, Langholtsveg 13; Sveinbjörn Jónsson, Nökkvavog 20; Steingrímur Jó- hannes Leifsson, Karfavog 54; Össur Kristinsson, Laugarnes- veg 78. Fermingarbörn í Dóm- kirkjunni, sunnudaginn 28. apríl kl. 2. Prestur séra Ó. J. Þorláksson), DRENGIR Arthur Roos Moon, Lindar- götu 51; Elías Árnason, Berg- staðastræti 11; Friðrik Rafn Tónleikar Framhald af 12. síðu ur Atburð sé ég anda mínum nær eftir Áskel Snorrason, dr. Urbancic leikur Sónötu fyrir orgel eftir Þórarin Jónsson, strengjakvavtett Björns Ólafs- sonar leikur Inngangsþátt og fúgu fyrir strokkvartett eftir Hallgrim Helgason, þá syngur kórinn Tvö íslenzk sálmalög eftir Jón Þóraiinsson og Ó faðir, gjör mig lítið Ijós eftir Jónas Tómasson, Urbancic leik- ur á orgelið Þrjár prelúdíur eftir Friðrik Bjarnason og loks flytur Dómkirkjukórinn ásamt einsöngvurunum Þuríði Páls- dóttur og Guðmundi Jónssyni Tvo þætti úr Skálholtskantötu eftir Pál Isólfsson, höfundur- inn leikur á orgelið. Kristjánsson, Bogahlíð 15; Guð- laugur Tryggvi Karlsson, Drápuhlíð 32; Guðmundur Skjöldur Pálsson, Hverfisgötu 70B; Guðmundur Haraldsson, Óðinsgötu 24; Gunnar Benedikt Friðriksson Weisshappel, Lauf- ásvegi 54; Hafsteinn Sigurðs- son, Lindargötu 29; Hálfdan Henrysson, Brávallagötu 4; Helgi Tómasson, Fornliaga 22; Hjörleifur Einarsson, Berg-- staðastræti 64; Jóhann Levi Guðmundsson, Þingholtsstræti 26; Jón Þorvaldsson. Hólm- garði 12; Markus Kari Torfa- son, Lindargötu 6; Ólafur Gamalíel Sveinsson, Öðinsgötu 16c; Ólafur Þór Jóhannesson, Skólavörðustíg 38; Sigtryggur Sveinn Bragason, Miklubraut 20; Tómas J. K. Kristjánsson, Ránargötu 5A; Valdimar S. V. Jörgeuson, Seljalandi við Selja- landsveg; Þórður Eiríksson, Hverfisgötu 83; Öra. Árnason, Hallveigarstíg 2. STÓLKUR Anna Guðlaug Ólafsdóttir, Hæðargarði 20; Auður Dagný Abrahamsen, Hverfisgötu 83; Dagmar Erla Gjermundsen, Bergstaðastræti 64; Edda Þor- varðsdóttir, Smiðjustíg , 11; Guðfinna Iris Þórarinsdóttir, Bræðraborgarstíg 24; Guðrán Frímannsdóttir, Laugavegi 128; Guðríðúr Káradóttir, Háaleitis- vegi 59; 'Hjördís Torfadóttir, Lindargötu 6; Kristjana Ein- arsdóttir, Ægissíðu 46; Nína Valgerður Kristjánsd., Grund- arstíg 5; Sigríður Jónína Ólafs- dóttir, Lækjargötu 12A; Sigur- dis Sveinsdóttir, Óðinsgötu 18C; Þóra Stefánsdóttir, Lauf- ásvegi 12; Þórunn Magnúsdótt- ir, Frakkastíg 22. Askriftarsíml BLrtings 5597 i I | Trésmiðafélag Reykjavíkur i heldur skenrmtun í Sjálfstæðishúsinu, þriðjudaginn j 30. apríl, kl. 8.30 — stundvíslega. Húsið opnað kl. 8, SKEMMTIATRIÐI: levían, Gullöldin ohkar ■ ■ Daas ■ Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins, mánudaginn 29, þriðjudaginn 30 og eftir kl. 5 sama dag í ! Sjálfstæðishúsinu. | Félagar fjölmennið, — Takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.