Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 9
% ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI:. FRÍMANN HELGASON iihflokkur síúfaía í för i Svíþjóðar og Danmerkur íþróitalélag stúdenta 30 ára á þessurn veiri Surmudagur 28. april 1957 — ÞJÖÐVIL.TINN — (ö Handknattleiksmótið: Þróttur vann Aftureldingu 23:22 á síðustu mínútunum S.i, briðjudag fór keppnis- sveii í körfuknattleik úr f- þróttefélagi stúdenta áleiðis til Svíþjóðar eða nánar til tek- ið Gautaborgar. Var áformað að 24. þm yrði keppni í Gauta- borg við stúdenta þar. Þaðan var farið yfir að Lundi og keppt þar einnig við háskóla- stúdenta. *Þá er ákveðið að iflokkurinn keppi einnig í i Kaupmannahöfn við stúdenta jþar Qg fer sá leikur fram í dag. ILiðið sem flokkurinn mætir í Kaupmannahöfn, er tálið mjög' sterkt og nær jafngildi landsliðsins danska. Þeír félagar gera því ekki Táð fyrir miklum sigurvinning- um í for þessari, en þeir vænta þess að af henni megi fást nokkúr lærdómur ' sem síðar komi að notum hér heima. Þetta er fyrsti íslenzki flokk- urinn i körfuknattleik sem ræðst i það að heimsækja aðrar þjóðir til keppni, og er vel að það eru stúdentar sem í það ráðast og taka að sér brautryðjendastarfið í þessu efni. Margir hafa vænzt þess að þeir væru meiri framámenn i þessum málum en raun hefur verið, og vissulega bíði þeirra mörg verkefni tii eflingar í- þróttaiífinu í landinu. Til þess hafa þeir mjög góða aðstöðu þar sem eru hundruð manna sem lifa og hrærast í Háskólanum, fullkomið íþrótta- hús og ágætur kennari Benedikt Jakobsson, íþrótta- kennari, hefur haft með hönd- um undirbúning ferðarinnar, en hann hefur nú i vetur verið í 25 ár fastur íþróttakennari við Háskólann. Benedikt er einn reyndasti og lærðasti í- þróttakennari sem við eigum. Hann er einnig fararstjóri flok'ksins í þessari ferð. Aðrir þátttakendur í förinni eru: Helgi Jónsson, Helgi Jóhanns- son, Jón Hannesson, Matthías Kjeld, Kristinn Jóhannsson, Sigurður G. Sigurðsson, Sverr- ir Georgsson og Þórir Ólafs- son. Þeír kcma aftur í maí. Afmælisferð Á þessum vetri varð íþrótta- félag stúdenta 30 ára gamalt og má því segja að þessi för flokksins sé nokkurs konar af- mælisför. Það var fynr for- göngu Guðmundar Karls Pét- nrssonar að kosin var néfnd til að vekja áhuga á því að halda uppi æfingum fyrir stúdenta í leikfimi, en áður hafði há- skólaráð veitt 500 kr. til þess að halda uppi kennslu í fim- leikum fyrir háskólastúdenta. Fyrsta kennslan fór svo fram undir stjórn Björns Jakobs- sonar í íþróttasal Menntaskól- ans. Fyrsti formaður íþróttafélags stúdenta var Þorgrímur Sig- urðssön, nú prestur. Fyrsta stórverkefni félags- ins var að undirbúa glímuför til Þýzkalands, og það þegar árið eftir að það var stofnað, eða 1928. Förin gekk að ósk- um og vakti mikla athygli. Kennari þeirra í glímunni var Guðmundur Kr. Guðmundsson, en fararstjóri var Guðmundur Karl. Stúdentar héldu uppi glímu- æfingum eftir að þeii komu heim en árið 1932 lögðust þær alveg niður. Sama ár byrjuðu stúdentar að æfa handknattleik og hef- ur hann alla líð verið vinsæll meðal þeirra. Körfuknattleik- inn byrjuðu þeir að æfa 1946, og er nú vinsælasta íþrótt þeirra. íþróttafélag stúdenta hefur tekið mikinn þáli i framkvæmd Sundfélagið ÆGIR var stofn- að hinn 1. maí 1927 og verður því 30 ára 1. maí n.k. — Fyrsti formaður félagsins var Eiríkur Magnússon, en hann var for- maður samflej'tt í 15 ár. Þórð- ur Guðmundsson var formaður frá 1941—1951, síðan Ari Guð- mundsson 1951—1952 og Jón Ingimarsson frá 1952. — Nú- verandi stjórn skipa auk Jóns: Ólafur Johnson, varaformaður, Theodór Guðmundsson, gjald- keri, Ari Guðmundsson, ritari, Guðjón Sigurbjörnsson, vararit- ari og Elías Guðmundsson og Gunnar Júlíusson, meðstjórn- endur. — Guðjón er jafnframt formaður sunddeildarinnar og Elías formaður sundknattleiks- deildarinnar. Jón Pálsson, sundkennari, var aðalkennari félagsins fyrstu 15 árin, en síðan hafa verið aðal- kennarar Jón D. Jónsson í níu ár og Ari Guðmundsson síðustu sex árin. í tilefni af 30 ára afmælinu gefur félagið út afmælisrit, liið fimmta í röðinni. Þar er rakin saga félagsins síðustu fimm ár- in, greinar eru um æfingar og æfingakerfi, grein er um sundið fyrir stofnun ÆGIS, sagt er frá deildum félagsins o. m. fl. Þá er í ritinu fjöldi mynda frá fé- lagslífinu og starfi síðustu ára. Haldið verður upp á afmælið með hófi í Tjarnarkaffi, laug- ardaginn 4. maí n.k. — I hóf- inu verður m.a. afhjúpaður fé- lagsfáni, sá fyrsti, sem félagið eignast. Fáninn er saumaður af frú Unni Ólafsdóttur og er mik- ið listaverk, einn glæsilegasti fáni, sem hér hefur sézt og skólamóta í íþróttum og unn- ið þar gott verk. Þessar íþróttagreinar hafa verið iðkaðar á vegum félags- ins: Glíma, sund, fimleikar, hnefaleikar, handknattleikur, frjálsar íþróttir, skíðaíþróttir, knattspyrna og körfuknattleik- ur. Að þessu sinni mun félagið ekki efna til afmælismóts eins og á 25 ára afmælinu. Aftur á móti verður körfuknattleiks- föriri aðal íþróttaviðburðurinn í tilefni af 30 ára afmælinu. Hún verður ef betur er nð gáð, merk tírnamót í sögú skólaíþrótta á íslandi. f fyrsta lagi er þetta fyrsta körfuknatt- leiksförin til annarra landa, eins og áður er sagt, í öðru lagi er þetta í fyrsta sinn sem iþróttaflokkur frá Háskóla ís- lands keppir á erlendum vett- vangi, og í þriðja lagi er þetta í fyrsta sinn sem flokkur frá skóla keppir sjálfstætt er- lendis. Stjórn íþróttafélags stúdenta er nú þannig skipuð: Sverrir Georgsson formaður, Sigurður G. Sigurðsson og Kristinn Jó- hannsson. verður listakonunni án efa til verðugs sóma. Undanfarin ár hefur félagið unnið að því að fá til afnota félags- og íþróttasvæði hér í bænum, þar sem hægt væri að reisa félagsheimili og undirbúa sundlaugarbyggingu. Gísli Hall- dórsson, arkitekt, hefur teiknað svæðið og gerð mannvirkja þar, miðað við lóð, sem félagið hef- ur vilyrði fyrir og augastað á. Endanleg lóðarúthlutun er enn ekki fengin en félagið vonar að það fái lóðina á þessu vori, svo að hægt sé að nota sumarið til þess að skipuleggja starfið þar. Félagið hefur að undanförnu safnað nokkru fé í byggingar- sjóð, og skuldlausar eignir þess hafa tvöfaldazt að krónutölu sl. fimm ár. KR og FH leika til úrslita í meistaraflokki karla í kvöld kl. 8. Verður leikur þessi vafalaust spennandi og tvísýnn. Þessi fé- lög léku einnig til úrslita í fyrra og skildu þá jofn, en FH varð íslandsmeistari, þar sem þeir liöfðu hagstæðara marka- hlutfall. Einnig leika Valur og Ármann í kvöld og er einnig vandséð um úrslit í þeim leik, þar sem lið þessi ei*u mjög álíka. — Staðan í meistarafl. karla er nú þannig: KR 7 7 0 0 159:108 14 FH 7 7 0 0 170:118 14 ÍR 8 6 0 2 182:142 12 Fram 8 4 0 4 177:158 8 Þróttur hafði til þessa ekki fengið stig í mótinu, en þegar lið Aftureldingar var skipað aðeins sex mönnum þótti sem þar yrði auðfengin sigur, í lið Aftureldingar vantaði þá Helg- ana Jónsson og Jóhannsson sem af óskýranlegum ástæðum komu ekki til leiks. Þetta varð Þrótti enganvegin eins auðvelt og maður haiði gert ráð fyrir, því nær allan leikinn hafði Afturelding for- ustuna í leiknum og urr. skeið stóðu ieikar 10:4 henni í vil, og það er ekki fyrr en um það bil 15 sek. eru eftir af leikn- um sem Þrótti tekst að koma sigurmarkinu Þróttur b.vrjaði að skora, en hinir jafna, og gengur þannig þar til leikar standa 4:4, þá skorar Aftureld- ing 6 mörk i röð. Þróttarar • höfðu 'samt náð jöfnu 11:11, en það éru samt Aftureldingarmenn sem ,leiða“ 14:14 kemur á töflunu og í hálfleik eru félögin jöfn 15:15. í seinni hálfleik heldur sama áfram 16:16, - 17:17, - 19:19. Á 23. mín. tekst Þrótti að jafna 22:22, og eins og fyrr segir skoruðu Þróttarar sigurmark sitt á síðustu mín., það seint - að ekki var hægf að byrja aft- ur. Þessi frammistaða Aftureld- ingar var mcð miklum ágæt- um og sýnir bezt að liðið er í mikilli framför. Reyndí mikið á það einmitt þegar þeir urðu að leika einum færri. Þeir urðu að auka hraðann og vanda samleikinn til þess að mega við „margnum" Þetta hafði nærri dugað þeim til sig- urs. í liði Aftureldingar lék nú nýr maður sem ekki hefur ver- ið svo að kveði kenndur við handknattleik, en það vai Þór- ir Ólafsson sem er ágætur körfuknattleiksmaður. Var hann mikill styrkur fvrir lið- ið og átti ágætan leik, Reynir var skytta liðsins og samleik- ur þeirra bræðranna Halldórs og Tómasar var oft skemmti- legur. Lið Þróttar fékk ekki það út úr þessum leik sem ástæður gáfu tilefni til. Með einum manni fleira áttu þeir að geta ráðið gangi leiksins. Liðið vant- aði hugkvæmni til þess að fá útúr liðsmuninum. Æfingar- leysi má líka mikið um kenna því í leiknum á það að koma Ármann 7 3 0 4 152:155 6 Valur 7 2 1 4 140:143 5 Aftureld. 8 2 1 5 173:193 5 Þróttur 8 1 0 7 133:184 2 Víkingur 8 1 0 7 125:210 2 Eins og tafla þessi sýnir, þá hefur KR örlítið lvagstæðara markahlutfall en FH og endi úrslitaleikurinn með jafntefli, þá fellur sigurinn til KR. En sem sagt, engu er hægt að spá um úrslitin í þessum tvísýna leik. Sl. fimmtudag voru leiknir eftirtaldir leikir í mfl. karla: FH — ÍR 17:15 KR — Valur 30:18 Nánari umsögn um leiki þessa mun birtast síðar. fram sem unnið er á æfingum. f raun og veru var heppni yfir Þrótti að vinna þennan leik. Fyrir Þrótt skoruðu þessir mörkin: Guðmundur Axelsson 10, Hörður Guðmundsson 5, Grétar Guðmundsson 5, Jón Ásgeirsson 2, og Böðvar 1. Þessir skoruðu fyrir Aftureld- ingu: Reynir 9, Halldór Lárus- son 5, Þórir 4, Tómas 3 og Guð- jón 1. AðeLns 2 mörk skildu FH og Val að Það kom engum á óvart að hinir ágætu FH-ingar skyldu vinna Val, en það kom á óx*arf. að ekki skyldi muna meiru en 2 mörkum og að síðari hálí- leikur skyldi enda jafn 7:7. Næstum allur leikurinr var mun jafnari en maður gerði ráð fyrir. FH hafði forustuná allán fyrri hálfleikinn sem nam tveim til þrem mörkura og í hálfleik stóðu leikar 12:10 fyrir Hafnarfjörð í síðari hálfleik byrjuðu Hafnfirðinga'r vel og skoruðu hvað eftir annað, og virtist sem Valur myndi lítið koma við sögu í leik þessum meira, og rétt fyrir miðjan hálfleik- inn stóðu ieikar 18:11 fyrir FH. En þá skeður það ólíklega, að Valur jafnar síðari hálfleik- inn með því að skora 6 mörk gegn 1 á síðari liluta hálfleikjs- ins. Vörn FH var of opin og þó varði Hjalti í markinu oft < ágæta vel. Sennilega hafa þedr ekki lagt sig alla fram, því að þeir eiga eftir að leika tvi hörðustu leiki sína í þessari viku, en það eru leikirnir við IR og KR. Þó var það eins Og y þeim tækist ekki að opna vörn Vals og skapa sér möguleiká til að skora. í heild var leik- ur þeirra ekki eins góður og við höfum oft séð, og varla hægt að krefjast þess að li3 leiki alltaf bezt.. Til gamans má geta þess að þetta lið FH lék þetta kvöll 36. leik sinn í röð án þess asS tapa. Sennilega má fara víða um lönd þar sem handknatt- leilcur er leikinn til að finna hliðstæðu og segir það nokkvrð til um styrk liðsins og ágæti. Það reynir á að fara alltaf útí Teik þar sem mótherjinn hef- ur alltaf allt að vinna en hinti allt að verja. Hinir ungu Valsmenr. át:u ágætan leik og ættu ekki að þurfa að kvíða framtíðinni ef þeir halda vel saman og leiia að lærdómi í leiknum. Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum fyrir FH voru: Ragn- ar 9, Birgir 6, Sverrir 2. Ein- ar og Hörður skoruðu sitfc markið hvor. Fyrir Val skot>- uðu: Jóhann Gíslason 6, Ásgeir 4, Geir 4, og Hólmsteinn, Bo£t og Ingvar sitt markið hvor. Dómari var Magnús Pétut». son og dæmdi ágætlega. M U N I Ð Kaífísöluna í Hafnar- stræti 16. j Sundfélcxgið ÆGIR isilnnisf csfmælis síns --------1 ..............;----- Úrslitaleikur í kvöld kl. 8 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.