Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.04.1957, Blaðsíða 11
Suimudagur 28. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 FYRIRHEITNA LANDIÐ Nevii Shnte \ , ■ . /•'*«: - . ’ .. 64. dagur andviröi eins vörubíls handa henni? Þá ættum við eft- ir nóg fyrir tuttugu og sjö vörubílum, ef við þyrftum á þeim að halda“. „Með öðrum orðum, þér hafið í hyggju að gefa henni sjö þúsund pund í vasapeninga, herra Regan? Það er næstum andviröi sjö jeppabíla. Ég held næstum að það sé of mikið handa ungri stúlku“. Tom Regan sagði: „Það er eins hægt að trúa Black and Tan morðingja fyrir peningum eins og kvenmanni. Hún kemur okkur öllum á kaldan klaka og gerir okkur gjaldþrota og við verðum ekki varir við neitt fyrr en um seinan. Þetta er allt með í leikreglunum“. Dómarinn sagöi: „Ef ég; má koma með uppástungu, herra Regan, þá gætum viö látið hana hafa farseðil fram og til baka, svo'að hún gæti farið tafarlaust upp í flugvélina, án þess að þurfa að biðja neinn um hjálp, ef það dytti í hana að vilja fara heim aftur. Og í vasa- peninga, föt og þess háttar, gæti hún fengið fimm hundruö pund. Það jafnast á við fimmtíu benzínbrúsa". Pat Regan kinkaði kolli meö hægð. „Ég man eftir kjól sem ég keypti handa konunni minni fyrir tveim árum. Hann kostaöi þrjátíu og fimm shillinga í Caina- von, og hann var svo fínn að sjálfir kardínálarnir í hinni heilögu borg hefðu getað keypt hann handa hverjum sem var. Já, stúlka getur sannarlega keypt sér öll hugsanleg föt fyrir fimmtíu benzíntunnur“. . Dómarinn sagði: „Hún þai'f fleira en fatnað, herra Regan. Hún þarf aö borga gistingu á leiöinni og ýmis- legt fleira smávegis. En ef við látum hana hafa fimm hundruð pund hefur hún nóg handa á milli í Ameríku". Pat Regan reis á fætur með erfiði.\munum. „Já, þetta er sjálfsagt laukrétt dómari“, sagði hann. „Og nú ætla ég að draga mig í kojuna. Skrifið Mikael á morgun og segið honum að þetta fái hún fyrir fötum og í vasa- peninga“. „Takið það rólega“, sagði fjárbóndinn. „Hugsið ekki um það. Ég held ég muni hvernig það yar þegar við komurn hingað á sínum tíma. Skömmu eftir þaö, það var árið 1929, byrjuðum viö með ellefu þúsund fjár fyrir þurrkana, en þegar regntíminn byrjaði voru að- eins eftir þrjú þúsund, og hver rolla var varia skildmgs virði. Þetta. er allt í leikreglunum eins og Tom segir. En þaö næst góður árangur, ef maður lætur þetta ekki buga sig“. Davíð sagði: „Er þetta er satt, herra Regan? Gerðist petta hér á Laragh?“ „Já, guð hjálpi okkur. Oft og iðulega höfðum við ekki lyst á matnum, vegna þess að hrælyktin ætfaði að kæfa okkur, og í marga mánuöi átum við ekki ann- að en kindakjöt og ögn af brauöi með, því að við höfðum ekki peninga til aö kaupa annan mat. En sjá, við stóðumst þá raun, því að blessaöir englarnir héldu verndarhendi yfir okkur, og allt fór vel að lokum'. Þau dvöldust í Perth í vikutíma. Þau fengu fæðingar- vottorð og vegabréf og bandaríska vegabréfsáritun. Þau keyptu föt og ferðatöskur og þegar þau fórii til Perth og lögðu af stað til Laragh var regntíminn byrjaður. Það var komimi miður júní og meðan þau voru í burtu hafði verið hellirigning í Onslow og lengra inni í land- inu. Þegar James Conolly kom til aö sækja þau á flug- völlinn kom hann akandi í gamla vömbílnum. Hann hafði meðferöis tösku fulla af nankinsbuxum og skyrt- um sem þau gátu farið í. í tvo daga veltist og sullaöi bíllinn yfir landið áleiðis til Lunatie. Þau gistu á Mal- vem á leiðinni. Það rigndi alla leiðina milli Malvern og Laragh. Landið var þegar búið aö breyta um svip. Þegar þau fóru framhjá staðnum, þar sem Mollie og Stanton Laird höfðu fundið horfna Englendinginn var meira en metradjúpt vatn i ánni og þau óku í bílnum gegnum straumiðuna. Mollie reyndi að finna staðinn, þar sém hann hafði legið í broddgresinu, en það var erfitt. Nýtt, hávaxiö gras hafði skotið upp kollinum í hitanum og rekjunni. Rauð moldin var þakin þéttu, grænu lagi. Hún hafð'i séð þessa snöggu breytingu oft og mörgum sinnum, en þó var þetta eins og nýr og óvæntur viðburður. Dagarnir hjá Mollie liðu nú mjög hratt. Hún var önnum kafin við að taka til föt, gera viö, setja niður í töskurnar, vega farangurinn, taka hluti uppúr aftur til þess að töskumar yrðu ekki of þungar í flugvél- amar. Hún sendi Mikael Regan mörg símskeyt.i og spuröi hann ráða og hún leitaði líka ráða hjá Stan Laird. Það var nóg aö gera. Hin venjulega ró sem ríkti . á Laragh hafði orðið að víkja fyrir önnum og athaf.na- . semi, og karlmennimir voru sem mest aö heiman. Meðan á öllu þessu stóö sótti Davíð Cope kindur sínar, því að grasiö var einnig fariö að' spretta á jörð hans. Það tók hann heillar viku þrotlaust strit í úrhellis- rigningu, en kindurnar komu aftur til Lucinda betur á sig komnar en þær höfðu verið þegar þær vom flutt- ar til Laragh. Dagimi eftir að þessu var lokið kom hann til Laragh til aö þakka Pat Regan fj"rir hjálp- ina. Hann átti ériitt með að látá í ljós þakkiæti sitt. Stúlkur — Vinna strax Afgreiðslustúlkur og aðstoðarstúlkur í eldhús óskast nú þegar. — Talið vio ráðskonuna CAFÉTERÍA, Haínarstræii 15 Ráðnin«arskrifstofa landbúnaðarins er tekin til starfa i húsi Búnaðarfélags íslands, Lækjargótu 14b, Reyk.javík, undir forstöðu Mag'núsar Gúðmundssonar. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9—12 og 1—5, á iaugardögum þó aðeins fyrir hádegi. x Sími 82200. BÚNABARFÉLAG ISLANDS eimilis páttur Falleg; blússa úr injaUlivítu gervlsilki <>K baðinullarplls nieð stórgérðu; og Htskrúðugu myoatrl. FaUegúr ílikur og hentugar, þegar hlýna tckur í veðri Kvísker oz ... \ 'V) -1 1 i Framhald af 3. síðu. strandgóss á jaka úti í miðju lóni, Það verður mjög jafnsnemma1 að við setjum ferjuna í naust og Guðmundur Jónasson ' rénn- ir bílnum sínum fram á bakk- ann. Býst hann í snafheituin rosabullum miklum, tekur fram stafinn góða, Gríðarvöl, er Jöklarannsóknafélagið heiðraði hann með fyrir vasklega fram- göngu. Skrúfar hann siðan hett- una af efri enda stafsins, og streymir þá fram koníak Þeg- ar hann hefur veitt okkur a£ rausnarskap snýr hann sér að ánni og veður út og austur yf-l ir. Við þremenningarnir ferðj búumst „heim“, en fyite^ skreppum við niður að sjó. Sjái um við það síðast til Guðj niundar Jónassonar að hónumi hefur þótt vaðið of grunntj Vesturyfir setur hann sig þverlj í álinn. Það er orðið furðulitiðí eftir af honum uppúr ánni. Enj svo taka þeir Guðmundur og Gríðar.völur að lengjast óðfluga aftur. Við ökum sem hraðas^ á brott áður hann steypi sér í ána þriðja sinn. J. B. F artualar Framhald af 4. síðu. hún m.ipg fjölbreytt að vanda.l J stjórn félagsins voru kósnf ir: Arj Jóhannsson, formaðurj Rágnar Guðmundsson. várafori maður; Helga Kristinsöótti.í!, gjaidkeri; Helga Þórarinsdótt- ir,- spjaldskrárritarí; Þorstéiná Magnússon, ritari; Þórður Jóns- son og Svavar Björnsson. með- stjórnendur. Varamenn: Ólafu’ Björn Guðmundsson og Hauk- ur Helgason. trúlofunarhringir ; Fjölbreytt úrval af STEINHRINGUM 'Ji'f r**i -T liggo’r leiðin Í.O.G.T V íkingur Sumarfagnaður í GT-þúsinu: annað kvöld, mánudag, kl.i 8 30. Fjölbreytt dagskrú: Ávarp. Upplestur. Gamanlcik- Karl Guðniundsson leikari. 11 r i 3 þáttuni. Skemnitiþáltuni Allir velkomnir. Nel'ndin. ÚtbreiSiS ÞfóSviljann IhmMHI imu ÚtKriwull: Snœeintng&rOokkur *JþíBu - SðdalUtaLnokkurlim. - RttctI6r»r: Ktar;i,r.««m KlB|SPBif|i|LIip»PB (ib-l. Sldursur Ouefmundsson. - Príu*rlMtWrl: Wu BJarnurn. - BlaKamenu: iamunnur s;cur- F . iVT v >«nsson, OuBmundur Vlgtöasan, frar H. .Jdnaaon, ld*«núí Torfl ólafaeon, Blgurlón JAtiai'nr.son. AfcíyjjtkaatíArtð Onketir Ukmúiron. Hitatíórn, afgretBal*. auclfalnaaa. prentamlKía: SkótarórBueUc 1». - Símr ;ík>0 (R 'tinan; ~ aakrtítauwerB-Itr. «< á »fca. I Rarkfarlk o* ntgranniz kr. 23 ,. Catfswaiuv. kr. l.SO. - Prentam i'.Któ'iUaML tiisss*sssBei*íít»ii£i£íiM9amse8MassadiiiieiB3aia

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.