Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. maí 1957
Tilkynning
um lágmarksverð á kátafisks-
úrgangi
Þa,r eð ekki hafa verið gerðir heildarsamningar um
verð á úrgangi úr bátafiski, hefur stjórn Útflutnings-
sjóðs samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 86 frá 1956
sett fyrir árið 1957 á bátafisksúrgang lágmarksverð sem
hér segir:
I. Verksmiðjur, sem árið 1956 frumleiddu meira en
750 tonn af fiskimjöli, skulu greiða að minnsta kosti
42,5 aura fyrir kílóið.
II. Verksmiðjur, sem árið 1956 framleiddu milli 301
og 750 tonn af fiskimjöli, skulu greiða að minnsta kosti
35 aura fyrir kílóið.
III. Verksmiðjur, sem árið 1956 framleiddu 300 tonn
eða minna af fiskimjöli, skulu greiða að minnsta kosti
30 aura fyrir kilóið.
Fiskmjölsverksmiðjumar skulu við móttöku fiskúr-
gangsins eða við mánaðarlegt uppgjör borga út iág-
marksverðið að undanskildum 15 aurum, sem borgaðir
skuiu, þegar útflutningsuppbætur hafa verið greiddar.
Lágmarksverð þessi miðast við fiskúrgang kominn í
þrær verksmiðjanna.
'Skirrist fiskmjölsverksmiðjur við að greiða lágmarks-
verð þessi, verða útflutningsuppbætur ekki greiddar á
fiskmjöl þeirra. Greiðsla útflutningsuppbóta er ennfrem-
ur háð þessum skilyrðum: að verð á bátafisksúrgangi,
þar sem það er hærra en lágmarksverð þessi, verði ekki
lækkað; að útborgunarverð verði hvergi lægra en það
var hæst árið 1956; að verð á togarafisksúrgangi verði
hvergi lægra en það var hæst árið 1956.
Verði teljandi breytingar erlendis á fiskmjölsverði á
árinu, verða lágmarksverð þessi endurskoðuð.
Útflutningssjóður
Söiuskattur í Kópavogi
Hérmeö tilkynnist söluskattsgreiöendum í Kópa-
vogi, aö atvinnurekstur verður stöövaöur hinn 15.
maí 1957 hjá öllum þeim söluskattsgreiðendum,
sem ekki hafa fyrir þann tíma gert full skil á sölu-
skatti ársins 1956.
Bœjarfógetinn í Kópavogi.
Sveinspróf
í þeim iöngreinum sem löggiltar eru, fara fram í
þessum og næsta mánuöi (maí-júní).
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber aö senda for-
manni viðkomandi prófnefndar umsóknir um
próftöku fyrir nemendur sína, ásamt venjulegum
gögnum.
Reykjavík, 2. maí 1957
Iðnfrœösluráð.
Mænusóttarbólusetning
í Reykjavík
Fólk sem bólusett var í fyrsta sinn í apríimán-
uöi er minnt á aö koma til annarrar bólusetning-
ar sem næst 4 vikum eftir fyrstu bólusetningu.
Opiö alla virka daga kl. 9-11 f.h. og 4-7 e.h.,
nema laugardaga kl. 9-1 í.
Reykvíkingar, 45 ára og yngri, sem enn hafa
ekki látið bólusetja sig, geta komiö á sama tíma
tíl 11. mai n.k.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
Höíuðbólið og hjáleigan — Vísir reiður út í Rússa
— Vísur um ritdóm — Fyrirspurn til stjórnar Iðju
SNOÐKOLLUR skrifar: „Hátt
rís ráðhús Lundúnaborgar", og
hátt rís musteri vizkunnar í
Aus.turstræti, hvar faðir
Mammon veitir sínum kæru
börnum huggun í peningamót-
læti lífsins, og ýmsir okkar
stóru hafa inngengið til að
finna menninguna og rétta pólí-
tík. Það er myndarlegra að
vera á höfuðbólinu en hjáleig-
unni, er haft eftir Ilagalín, og
ég er á sama máli:
Alla vega veltist hjólið
veraldar í striti og basli.
Hagalín flutti á höfuðbólið,
— á hjáleigunni er allt í drasli.
ÉG VAR annars að lítá i blöðin.
Víslir er enn argur út í Rússa,
að þeir skuli éta íslenzkan
ritdóm R. Á. um Gei'plu í
Tímanum fyrir nokkrum vik-
um:
Enn fara garpar um íslandsslóð
orðum og jámi beita.
Þótt görpunum þyki ei Gerpla
góð,
grand mun það neinu breyta.
Bændanna tof um byggð við
fjörð,
og böm að leik í varpa,
þess konar hrós um þessa jörð
það verkar illa á garpa.“
ÁLFUR skrifar: „Ég sá í biöðum,
að stjórn Iðju hefði samið við
atvinnurekendur um nokkrar
kjarabætur og lagfæringar á
töxtum félagsins. Nú hef ég
heyrt, að ýmsir iðnrekendur
neiti að flytja inn ýmis hrá-
efni til iðnaðarins nema þeir
fái að hækka þau (leggja á
þau) að vild, og af þessum
sökum hafi iðnverkafólki verið
sagt upp vinnu í stórum stíl.
Ef þetta er rétt, hefur þá stjórn
Iðju engar ráðsafanir gert til
• þess að tryggja atvinnuöryggi
meðlima félagsins. Það tel ég
eitt meginatriðið í þjóðarbú-
skap okkar, að allir sem geta
unnið, hafi næga atvinnu við
sitt hæfi.“
Listaverk keypt fyrir 180 þúsisnd kr.
Á árinu sem leið- voru gestir í Listasafni ríkisins 5571
á 137 sýningardögum. Hin siöustu ár hafa árlega verið
keypt listaverk til safnsins fyrir 180 þús. kr.
Sýningardagar og gestir
Árið 1956 voru sýningardag-
ar 137 og heimsóttu safnið
5571 gestir. Safngestir voru
færri en á undanförnum árum.
Menntamálaráð íslands hefur
þorsk, því að það eru bara vin- frá upphafi haft með höndum
ir okkar, sem eiga að éta ís- yfirstjórn Listasafns ríkisins
lenzkan þorsk. En ég er nú 0g séð um kaup á listaverkum
samt ekkert á móti því, að til safnsins. Til listaverkakaupa
þessir vondu menn fái að éta safninu til handa ganga árlega
íslenzkan þorsk, sem þeir borga tekjur listadeildar Menningar-
fullu verði, og vinir okkar hafa &jóðs, en þær neraa Vs af heild-
ekki viljað og látið okkur vera artekjurn sjóðsins. Hafa tekjur
í vandræðum með.
listadeildar hin siðustu ár num-
ið um kr. 180.000.00 á ári.
Hér fer á eftir stuttur út-
aráttur úr skýrslu þeirri, er
Vísir karlinn virðist leiður,
þó verið hafi áður gleíður,
skeytir hvorki um skömm né safnvörður Listasafns ríkisins,
frú Selma Jónsdóttir, hefur
sent menntamálaráði um starf-
semi safnsins á árinu 1956, en
BESSI skrifar: „Þessar visur það var fimmta starfsár safns-
flugu mér í hug, þegar ég las ins.
skammast og er
heiður,
alltaf reiður."
Tillioð óskast
í nokkra gamla strætisvagna
Vagnanir eru til sýnis við verkstæði SVR á Kirkju-
sandi. Tilboðunum ber að skiia á skrifstofu SVR,
Traðarkotssimdi 6 fyrir klukkan 3 e.h. þriðju-
daginn 7. maí 1957, og verða þau opnuð klulrkan
5 e.h. sama öag.
Ennfremur eru til sölu nokkrir gamlir mótorar,
gearkassar, fjaðrir og aðrir varahlutir.
Strætisvacnar Reykjavíku?
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og aö und-
angengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara
án frekari fyriivara, á kostnaö gjaldenda en á-
byrgð ríkissjóð^, að átta dögum liönum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld-
um: Söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi, svo og
farmiða- og iögjaldaskatti samkv. 20.-22.gr. laga
nr. 86 frá 1956, fyrir 1. ársfjóröung 1957, en gjöld
þessi féllu í gjalddaga 15. apríl s.l., lestagjaldi og
vitagjaldi fyrir áriö 1957, svo og vélaeftirlitsgjaldi
fyrir árið 1956.
BorgíU'fógetinn i Reykjavík, 3. maí 1957,
KR. KRISTJÁNSSON.
Stafar það af því, að safnið
var ýmist lokað vegna undir-
búnings sýnmga eða. hagnýtt til
aérsýninga 5 fyrstu mánuði
ársins.
Gjafir og kaup
Listasafninu áskotnuðust 13
myndir á árinu, 11 olíumálverk
og 2 vatnslitamyndir. Meimta-
málaráð keypti 12 myndir eftir
eftirtalda listamenn: 5 olíumál-
verk eftir Þórarin B. Þorláks-
son, 2 vatnslitamyndir eftir
Ásgrím Jónsson og 1 olíumál-
verk eftir hvern þessara list-
málara; Gunnar B. Magnússon,
Hafstein Austmann, Veturliða
Gunnarsson, Valtý Pétursson
og danska málarann Vilhelm
Lundström. — Safninu barst
ein mynd að gjöf, stórt olíu-
málverk eftir Gunnlaug Schev-
ing, sem Ásgrimur Jónsson af-
lienti.
Sýningar
Tvær sýningar voru haldnar
í safninu árið 1956: Yfirlits-
og afmælissýning Ásgríms
Jónssonar og dönsk myndlistar-
sýning, sem boðið var til vegna
komu dönsku konungshjónanna.
Hinn 21. janúar var safnið
opnað eftir Kjarvalssýningmia.
Þá var komið fyrir málverkum
úr frumstofni safnsins til að
minnast aldarafmælis Björns
Bjarnasonar sýslumanns.
Frá og með 1. febrúar var
listasafnið lokað vegna undir-
búnings að yfirlitssýningu Ás-
gríms Jónssonar, sem opnuð var
18. febrúar að viðstöddu fjöl-
menni. Forseti Islands og for-
setafrú ásamt ríkisstjórn voru
■viðstödd opnunina. Þáverandi
menntamálaráðherra Bjanii
Benediktsson opnaði sýninguna.
Stóð sýningin til 11. marz og
sóttu hana um 20.000 maims.
Strax og Ásgrímssýningin var
tekin niður, hófst undirbúning-
ur að danskri listsýningu, sem
ríkisstjórnin bauð til vegna
komu dönsku konungshjónanna.
Er það stærsta sýning sem hér
hefur verið haldin. Sýningin
var opnuð 7. apríl. Sendilierra
Dana, frú Bodil Begtrup, opn-
Framhald á 11. siðu.