Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 7
Laugardagnr 4. mai 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (J Halldór Halldórsson: Ibnðabyggingar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku Hverfi nýrra sainbýJlsliúsa (punktliúsa) á Bellahöj í IHaildór Halidórsson arkítekt fér 'sl. haust ntan á veg- mm félagsmálaráðuneytisins og. kynnti sér fyrirkomulagr ífoúðabyggingra í Noregri, Sví- þjóð ogr Ííannjörku Með hlnu nýja húsnæðisináiafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er birt gi’einargerð eftir hann um ítoúðabyggingar í þessum lömdum og fer iyrri hluti hemnar hér á eftir, síðari Mimtiim birtist á morgun: Það, sem einkennir meðferð og framkvæmd nýbyggingar íbúða í ofangreindum lönd- um, er fastmótuð skipulagn- ing, byggð á samstarfi ríkis, bæjarfélaga, félagssamtökum og frjálsri samkeppni ein- - staklínga. Markmið þessarar skipulagningar er: a) full- • iiægt verði þörfrnn almenn- ings fyrir nóg og gott hús- næði, b) að tryggja sem bezta nýtingu þess fjármagns, sem varið er til bygginga, c) húsnæðiskostnaðurirm verði viðráðanlegur fyrir láglauna- stéttimar og d) að bygging- árvinnan verði sem jöfnust frá ári til árs. Með tilstyrk ríkisins er tryggður fjárhagslegur grund- Völlur byggingarstarfseminn- ar þannig, að veitt er lán til nýbyggingar frá 75% og allt að 95% bygging- arkostnaðar, þar af er al- ,'gengast að lánin séu milli 80% og 85%. I Svíþjóð fá bæjarfélögin lánað 100% byggingarkostnaðar. Auk þess sem ríkissjóður bak- tryggir lán þau, sem veitt em i:il bygginga, kemur jafnan mokkur hluti lánsfjárins beint frá ríkissjóði. Þannig munu lán út á 15—30% byggingar- kostnaðarins í Svíþjóð koma jbeint frá ríkissjóði; þar af helmingurinn sem afskriftar- 3án, þ. e. lán án afborgana og vaxta. í Noregi leggur írfkissjóður einnig til afskrift- arlán, frá 15—20%. 1 Dan- -mörku er þessu fé varið á -annan hátt, til niðurgreiðslu ihúsaleigunnar fyrir láglauna- fólk. í þéttbýlinu, þ. e. borgum •og bæjum, er framkvæmd byggingamiálanna aðallega í Siöndum byggingarféiaga. Þau annast allan undirbúning framkvæmda; kaup á landi, útvegun teikninga. bygging- arátboð og útvegun lánsfjár. Hlutverk þessara félaga er, í stómm dráttum, að skipu- íeggja byggingarframkvæmd- sr og að annast húsnæðisfjár- mál meðlima sinna. Þáttur byggingameistara og Ifoyggingarfyrirtækja er svo sá að framkvæma sjálfar hús- ■byggingarnar að undangeng- inni .útboðskeppni. Bygginga- félögin annast sjálf aldrei þennan þátt byggingarstarf- seminnar á eigin ábyrgð né eftir reikningi. Byggingarmeistarar eða byggingarfyrirtæki vita að umsamið byggingarfé er fyrir fram tryggt. 1 samkeppninni nýtur sin að fullu tækni, hag- sýni og reynsla hvers ein- staklings sem svo verður til þess að lækka byggingar- kostnaðinn og halda honum niðri á hverjum tíma. Noregwr Á styrjaldarárunum lá byggingarstarfsemi að mestu leyti niðri og í sumum bæj- um hafði orðið verulegt tjón á húsum. En auk þessa var hið gamla húsnæði að veru- legu leyti mjög ófullkomið. Yfirgnæfandi meiri hluti íbúð- anna voru aðeins 1 eða 2 her- bergi og eldhús eða eldhús- krókur og án allra nútíma þæginda. Þess vegna var þörf Norðmanna alveg sér- staklega brýn fyrir miklar og skjótar aðgerðir að styrjald- arlokum. Húsbankinn. Árið 1946 stofna Norðmenn sérstakan banka, sem eingöngu er helg- aður húsnæðismálinu, Hus- banken. Þessi banki hefur sið- an lánað 60—70% af stofn- kostnaði út á íbúðarhús. Fé sitt fær bankinn með skulda- bréfasölu frá öðrum peninga- stofnunum, bönkum, spari- sjóðum og tryggingarfélögum. En það, sem á vantaði, að hann fái þannig nægilegt fé til þess að fullnægja láns- fjárþörfinni, hefur hann feng- ið beint frá ríkissjóði. Lánin eru með 2%% vöxtum og 1% afborgun, þegar um steinhús er að ræða, en 1%% fyrir timburhús. Árleg greiðsla er því aðeins 3y2% (3%%) stofnláns. Vegna síhækkandi verðlags hafa Norðmenn nú liækkað vextina um 1%, í 31/2%, og þá hina árlegu greiðslu í 41/2% (4%%). Auk þessa fást 15—20% kostnaðarverðs sem lán út á nýbyggtngar, afborgana- og rentulaust. Þetta fé er að % hlutum frá ríkissjóði, en y3 hluta frá viðkomandi bæj- arsjóði. Þessi lán eru nefnd afskriftarlán. Auk hinna lágu vaxta og langa afborgunar- tíma stofnlánsins miðar þessi ráðstöfun að því að fá hús- næðiskostnaðinn sem allra lægstan og viðráðanlegan fyr- ir láglaunafólk. Sé hinum ár- legu greiðslum lánanna jafn- að niður á alla lánsupphæðina verða þær sem næst 2.6-3.0% af heildarlánsupp- hæð, miðað við 2%% vexti af stofnláni, en 3.4-3.8% mið- að við 31/2% vexti af stofn- láni. Fari verðlag mjög hækk- andi, er að 10 árum liðnum hægt að breyta afskriftarlán- um þannig, að af þeim verði greiddir vextir og afborgun líkt og af öðru lánsfé. Auk þess er hægt að hækka af- borgun grunnlánanna til sam- ræmis við húsnæðiskostnað á hverjum tíma. En vaxtastofn- inn, þ. e. 2%%, og af síðari lánum 3y2% af eftirstöðvum lánsupphæðarinnar. verður þó óbreyttur. Til viðbótar framangreindu um lánakjörin skal þess getið, að barnafjölskyldur fá lækk- un húsnæðiskostnaðarins, vissa upphæð á hvert bam, 5 kr. á mánuði, þó ekki fyrir eitt bam. Vegna hinna hærri vaxta, sem verulega auka hús- næðiskostnaðinn, á nú að hækka húsaleigustyrkinn. Eg kom í þriggja herbergja íbúð í sambyggingu. Húsið var byggt fyrir 2 árum. Leiga var þar 135.00 kr. norskar á mánuði og frádráttur vegna tveggja barna var 10 kr. Leigan því aðeins 125.00 kr. á mánuði. Mér var sagt að vegna hækkandi verðlags mundu sams konar íbúðir, byggðar á þessu ári, vera með 150—160 kr. mánaðai’- leigu. Sem skilyrði fyrir lánveit- ingum em settar ýmsar regl- ur. Stærð íbúða skal stillt í hóf, einangrun útveggja sé mjög góð, gluggar séu tvö- faldir, bað og vatnssalerni svo og miðstöðvar- eða raf- hitun eru skilyrðin fyrir lán- veitingu. Áður en veitt eru loforð fyrir láni, skal senda Húsbankanum teikningu, og sé uin fleiribýlishús að ræða, pkal fylgja teikningunni verð- tilboð frá byggingarfyrirtæki. Lán fæst því aðeins að tryggt sé að byggingarkostnaður sé innan viðurkennds ramma. Þegar öllum skilyrðum hefur verið fullnægt, veitir Hús- bankinn loforð fyrir láni. Að því loknu, en alls ekki fyrr, geta menn hafið byggingar- framkvæmdir. Húsbankinn greiðir lánsfé þó ekki fyrr en byggingu er að fullu lokið og trúnaðar- menn bankans hafa tekið út verkið. Á meðán á byggingu stendur verður að leita til hinna almennu peningastofn- ana um bráðabirgðalán. Framkvæmd húsbygging- u-ina. í bæjum eru bygging- arframkvæmdir að miklu leyti í höndum byggingarfélaga. Þó geta einstaklingar eða bygg- ingarfyrirtæki framkvæmt í- búðarhúsabyggingu til sölu og fengið til þess lán hjá Iiús- bankanum með hinum venju- legu kjörum. Að sjálfsögðu verða þeir að fullnægja sömu skilyrðum og sett eru al- mennt. En auk þess setja Norðmenn það skilyrði, að viðkomandi fyrirtæki afhendi bæjarfélögun húsin til sölu og fyrir það verð, sem Hús- bankinn hefur viðurkennt sem lántökuverð. Skipulag og starf bygging- arfélagannr er þannig, að mynduð eru smærr félög um takmarkaðar framkvæmdir. Síðan mynda þessi smáfélög sambandsfélag, er hefur á höndum aðalbyggingarfram- kvæmdirnar. 1 Osló er eitt slíkt sambandsfélag lang- stærst: Oslo Bolig- og Spare- lag, skammstafað OBOS. — Oslóborg er þátttakandi í þessu félagi og á fulltrúa í Kaupmannahöfn. stjóm þess. Þessi félagsstc in«- un undirbýr allar fr. m.- kvæmdir undirfélaganna, iie$ því að kaupa byggingarl: ;id, útvega eða láta gera te.kn- ingar, semja byggingarlýsin gu. og annast útboð byggingai .a. Það annast útvegun bráóa- birgðalána, á meðan á bygg- ingu stendur, og gengur sið- an frá lántöku hjá Húsbank- anum. Þangað gengur eigiðí framlag allra einstaklinga er“ sækja um byggingar. Á meðan húsnæðiseklan vari sem mest eftir stríð i Osló„; varð OBOS að afhenda bæjar- félaginu til ráðstöfunar helm— inginn af hinum byggðu íbúð— um. Nú er það aðeins 1/lOÍ hluti nýbyggðra íbúða sema bæjarfélagið fær til ráðstöf- unar. En það er nú ekki að- eins að OBOS annist bygg- ingu íbúðarhúsa, helc.ur flest- ar eða allar opinberar bygg- ingar fyrir Oslóborg, svo seiH skóla, sjúkrahús, ellihcimili s. frv. Auk þessa sér OBOS um gatnagerð að verulegu leyti í þeim hverfum, sem þaS byggir. Kostnaðurinn afi gatnagerðinni telst til stofn- kostnaður húsanna þegar umt hreinar íbúðargötur er að> ræða, og eru lánveitiugamar þá miðaðar við byggingar- kostnað + götukostnað og' lóðarverð. Auk OBOS er starfandi f Osló eitthvað af smærri bygg- ingarfélögum á sama grund- velli. Eins og áður er getið„ er Oslóborg þó aðeins þátt- takandi í OBOS. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.