Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. maí 1957 — 3, árgangm- 17. tötublað ' á Verðlaunagáta nr. 2 Þessa gátu fengum við senda í vetur, rétt eftir að gáta Einars Beinteinssonar kom í blaðinu Sú gáta vakti mikla eftirtekt og við fengum fjölda ráðninga. Nú höfum við á- kveðið að birta þessa gátu sem verðlauna- gátu og veita þrenn bókaverðlaun. Frestur- inn er til 17. júní. Gátunni fylgdi þetta bréf: Kæra Óskastund! Mamma bjó til gátu um Grímsnesbæina og segir að þið megið birta hana, ef þið viljið. Gunna. (Bæjamafn eða örnefni í hverri línu). Réðist ég' heiman frá ránfuglslireiðri, fór yfir þann, sem fötum spillir, stefndi beint að bjargi ungviða. Héit svo þaðan að húsdýri stóru, eai þaðan aftur að öðru miima. Kom að landi smáu og litlum firði, viðdviil hafði í veröldum sólar, en hélt þaðan að háum klettum. Bjó uin nótt þar, sein búsinali nýttist. Dokaði við í dvalarstað hjarða, en gisti svo aftur á gómsætu brauði. Arkaði síðan að ilmtré fögru. Flýtti mér því næst að fjölda af húsuin, stökk svo fram hjá stríðri vatnsbunu og stefndi þá á slægjuland gott. Mvíidist lengi á heimili guða en gekk svo þaðan sem gengið er yfir. Beina þá að björtum straumi. Kom að sundstað fagurra fugla. Gekk þaðan heim um grjót mjög brunnið. ineð viðkomu í vatnsgöngutanga. S. Á. Skozkt blóð Skozk stúlka kom til Afriku og innfæddir tóku henni mjög vinsamlega og sýndu henni hina mestu kurteisi. Á einum stað var henni haldin jr.ikií veizla og eftir mat- Inn settust Afríkanar kringum bál og sungu og börðu bumbur, sem er þeirra máti. Skozka stúlk- an sat í hringnum og undi hið bezta við hliðina á kolsvörtum herra. Hann vildi gjaman hefja sam- ræður og snéri sér að stúlkunni og sagði með Ijúfu brosi: „Það er nú talsvert af skozku blóði 1 mér“. Stúlkan gat ekki dulið vantrú sína, þar sem henni fannst mað- urinn heldur lítið Skota- legur. „En sjáið nú til“ sagði hann, „langafi minn, át einu sinni Skota“. LITLA KROSSGÁTAN Lárétt skýring: 1 tala, 3 spjl, 5 éta 7 kven- rnannsnafn, 8 ending, 9 bók. Lóðrétt skýring: 1 kvenmannsnafn, 2 líkams- hluti, 4 stoppa, 6 kven- niannsnafn. Lausn á síðustu gátu. Lárétt: 1 synd, 3 ís, 5 mund, 7 auða, 8 ræ, 9 ótal. Lóðrétt: 1 sumar, 2 Nína, 4 skall, 6 duft. Litla Krossgátau er að- send í þetta sinn og henni fylgdi eftirfarandi bréf: Kæra Óskastund; Ég ætla að skrifa þér og biðja þig að birta þessa krossgátu þó að lít- ið sé í hana varið. Með kæru þakklæti fyrir alla skemmtunina. Vertu bless. Ingigerður Jónsdóttir, 12 ára, Eyri, Fáskrúðsfirði. Ritstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir — Útgefandi: Þjóðviljinn DYRMÆTASTA EIGNIN Það, sem kannski fyrst og fremst markar þjóð- erni manna er tungan, bin sérkennda þjóðtunga. Þegar ^mgan fer að glata sérkennum sinum og smámsaman að laga sig eftir annarri tungu er hætt við, að þjóðin verði ekki mikið lengur sérstök þjóð. Það er þess vegna, sem okkur ber framar öðru að gæta þess fjör- eggs, sem okkur liefur verið fengið í hendur frá forfeðrum okkar. Það er unga fólkið eitt, sem megnar að bjargr eða farga tungunni, því það mun erfa landið. Við eigum daglega að vanda mál okkar, minnug þess, að það er okkur heilagt tákn um tilverurétt okk- av' sem frjálsrar þjóðar. Okkur er ljóst, að við lifum á erfiðum tímum; við, sem erum svo ung, að við munum ekki eftir þessu landi án erlendra gesta. Við erum alin upp við að heyra sífellt fram-' andi tungu í landi okkar þess vegna finnst okkur afsakanlegt að gæla við nýjar sagnir, svo sem eins og sögnina að teika. þó við vitum, að hún er leidd beint af ensku sögninni to take. Vissu- lega er þetta eðlileg af- leiðjing allra aðstæðna, | en við megum ekki af-' sska okkur. Hér hafa fyrr verið vondir tímar og erlendir dátar, en unga fólkið, sem þá var til, hristi þá af sér og skilaði tungunni í umsjá okkar hreinni og fegurri en nokkru sinni fyrr. Jónas Hallgrímsso i sagði um samtíð sína: Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða húfu og yfirvöldin illa dönsk á annarri hverri þúfu. En hver hefur ort á: fegurra máli en Jónas?; Við skulum daglega minnast hans og hafa yfir þetta erindi: Astkæra, ylhýra málið allri rödd fegra, Svör við vitið þið ísland er fjórir fjórð- ungar. Tunglið er fjögur kvartél. Sjórinn er eitt stein- snar. blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvitu; móðurmálið mitt góða, ið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Það er gaman í sveitinni Ég sendi þér mynd af tjögra ára snáða, sem var um tíma í sveit eins og myndin og vísan ber með sér. Gísli Jónsson gaman á við glaðan Smaja. Á sumardegi saman tala sveinn og hundur fram til daja. H. H. ÍÞSÓTTIR RJTSTJÓRl: FRtMANN HELGASON ,,Handknattleiksmenn íslands geta nóð eins iangt og leikmenn annarra NorSurlanda" — segir danski handknattleiksþjálíarinn Aksel Koldste við heimkomuna Aksel Koldste, handknattleiks- Þjálfarinn sem hér var í vetur, átti viðtal við „Jótlands-Póstinn" t>egar hann kom heim, og fer það viðtal hér á eftir, svolítið stytt. Efiir því sem Aksel Koldste skýrir frá, segir blaðið, var dvöl- in a íslandi mjög skemmtileg, þrátt fyrir það að vinnan hafi verið mikil. Og Koldste vill fara •aftur til íslands innan fárra ára. — Danmörk ætti ekki að van- æeta fslendinga, ef við eigum að ðeyja við þá landsleik i hand- Miattleik, Eg og kona mín urðum ■mjög undrandi yfir skotfestu þeirra og frábæru þoli. Að vísu ieikE þeir á velli sem er aðeins ÚtbreiSiS ÞjóSviljann 12x28 m, en þýzka meistaraliðið frá 1956, sem var þar í heimsókn nýlega, átti erfitt með að sigra íslendingana. En handknattleiks- mennirnir hafa fyrst komizt í kynni við alþjóðareglurnar eftir að við höfðum komið til Reykja- víkur. Leikmennirnir þekktu ekk- ert til, hvernig gæta skyldi mót- herja eða hindra, auk þess sem þeir höfðu fengið rangan skiln- ing á knattreki. Taka þátt í lieiinsmeistara- keppni 1958 — Getur ísland sigrað Dan- mörku? — Það held ég ekki. ísland hefur aðeins háð fáa leiki við erlend lið fram að þessu. En það er mikill áhugi fyrir leiknum, og íslenzka íþróttasambandið hefur ákveðið að taka þátt í Heims- meistarakeppninni í handknatt- leik 1958, sem fram fer í Austur- Þýzkalandi. Hvað skothörku og þol snertir, geta íslendingarnir kennt dönsk- um handknattleiksmönnum nokk- uð, þótt við með skipulögðum leik mundum vinna þá hér heima. í Reykjavík er t. d. leik- maður sem er hálfu höfði hærri en Poul Winge frá Vejlby Ris- skov. Þegar hann skaut á mark, beygði markmaðurinn sig alltaf fyrir skotinu. Þótt hann væri svona stór og sterkur var hann mjög hreyfanlegur á leikvelli. — Vinna okkar byrjaði kl. 18 og henni lauk um miðnætti. Á þessum tíma þjálfuðum við lið 6 félaga, kenndum þeim skipu- lag, leikni og lagaskýringar. Mesta vandamál handknattleiks- manna á íslandi eru þjálfai-arnir. Það er svo að segja enginn hæf- ur þjálfari á íslandi, en við munum reyna, með samþykki danska handknattleikssambands- ins að koma tveimur á sumar- námskeið sambandsins, þar sem þeim verða kenndar reglur leiks- ins til fulls. % — Við dvöl okkar á íslandi, sannfærðumst við um að þjóðin á efnivið með meðfædda liæfi- leika, sem með góðri tilsögn geta náð eins langt og leikmenn hinna Norðurlandanna. Laugardagur 4. maí ÁGÚST BJART3IAKZ fslandsmeistari í badminton 1957. íslandsmótið í badminton í dag hefst hér í Reykja- vik, í KR-húsinu við Kapla- skjólsveg, íslandsmeistaramótið í badminton. Þar leiða saman hesta sína flestir beztu badmin- tonleikarar landsins og munu úr- slit íslandsmótsins aldrei hafa verið óvissari en nú. Með hvað mestri óþreyju er beðið eftir úr- slitum í einliðaleik karla. Á s.l. íslandsmóti, sem haldið var í maí f.á. sigraði Ágúst Bjart- marz frá Stykkishólmi Wagner Walbom mjög óvænt en verð- skuldað. Mótið hefst kl. 2. 957 _ ÞJÓÐVILJINN — (9 Hverfakeppni ' KKRR 1 Bæjahlutakeppni Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur hófst s.1. fimmtudagskvöld. Eins og und- anfarin ár eru 4 lið þátttakendur í karlakeppninni. en 3 í kvenna- keppninni Úrslit s.l. fimmtudag urðu: Kvenfl.: Úthverfi:Austurbær 11:8 Karlafl.: Kleppsholt:Vesturbær 29:1S Hlíðar:Austurbær 19:15 Keppninni verður haldið áfram í kvöld kl 8 og mætast þá eftir- talin hverfi: Kvenfl.: Vesturbær:Úthverfi Karlfl.: Vetsurbær:Austurbær. Hlíðar:Kleppsholt. Leikir þessir verða vafalaust spennandi og tvísýnir. Má eink- um búast við skemmtilegum leik í kvennaflokki. F imleikanámskeið Vornámskeið í fimleikum eru að hefjast hjá ÍR. Verður kennt í tveimur frúarflokkum, annar á daginn en hinn á kvöld- in, tvisvar í viku hvor flokkur. Þá verður einnig flokkur fyrir ungar stúlkur 13—16 ára og fyrir telpur 10—12 ára. Kennd verður létt músikleikfimi ea auk þess dýnu- og áhaldaæf- ingar fyrir ungu stúlkumar. Kennarar verða: frú Sigriður Valgeirsdóttir, frú Unnr- Bjarnadóttir og frk. Guðlau Guðjónsdótir. Tímarnir verðj. þannig: Prúarf lokku r (eldr; > Framhald á 11. siðflf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.