Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 10
2 c -----------——-....................-—— HÁRLOKKURINN Hér birtum við marg umbeðinn texta eftir Loft Guðmundsson. Erla Þorsteinsdóttir hef- ur sungið lagið inn á hljómplötu ODEON nr. DK1415. Platan fæst í Fálkanum h.f. Allt er hljótt nema liafið sem gnauðar, 14 og- í húmi ég stjörnurnar spyr, hvort liún sjái ekki fley þitt á sævi sigla heimleiðis óskljúfau byr. Því ég veit, að þú kemur, minn vinur og ég veit, hvar sem ber mig uni tröf, berð þú lokk mér úr hári við hjarta, \ mína heitvígðu skilnaðargjöf. Og ég veit, að sú stjarna, er við völdum stciðugt vakir og skín okkur tveim. Að hún lýsir þér leiðir um höfin, að hún lýsir þér stefnuna heim. Hverja nótt, er þú heim til mín hugsar, og minn hárlokk berð dapur að vör, bið ég stjörnuna að vaka og vernda, þig minn vinur, unz heim snýrðu för. Loftur Guðmundsson síðasta vetrardag og þá var sýning á handavinn- unni okkar. Alls héldum við þrjár skemmtanir í fyrravetur. Svo fór kenn- arinn með okkur norður í Þingeyjarsýslu í fyrra- vor og það var nú skemmtilegt ferðalag. Neinandi lir Barna- skólanum í Búðardal Hann langar í sveitina Kæra Óskastund! Komdu nú blessuð og sæl. Mér datt í l*ig að skrifa þér, af því að ég hef ekkert að gera. Hvernig er skriftin mín? Mig langar mikið að fara í sveit. Ég er 10 ára, bráðum 11 og heiti Guð- rrundur Kr. Sæmundsson. Ég á heima í Efstasundi 28 í Reykjavík. Gleðilegt sumar og vertu svo bless- uð og sæl. Gummi, Handavinnukennslan í Búðardal Mig langar til að leið- rétta mismæli í frétta- bréfi úr Dalasýslu, sem birtist 23. marz síðastiið- ínn. Þar var sagt að handavinna hafi ekki ver- ið kennd í barnaskólan- um í Búðardal, fyrr en í vetur. En það er ekki rétt. fyrir fáurn árum var kona búsett í Búðardal, sem kenndi barnaskóla- stelpunum handavinnu. Og kennarinn, sem við Hjörtur Guðmundsson, sem var hér í fyrravetur keimdi okkur handa- vjnnu, þó hann kenndi ekki að prjóna, sauma eða hekla. Hann kenndi okkur að gera ýmsa muni úr pappa og hann kenndi okkur að saga út. Hvert einasta bam í skólanum tók þátt í þessum tímum og þar ríkti ósvikin vinnugleði. Við gerðum hús og húsgögn og alls- konar dýr og fugla. Ein stelpan gerði líkan af landinu okkar, íslandi, og það var undrafallegt á að líta, útsagað í kross- viðinn. Við máluðum alla þessa muni okkar. Svo héldum við skemmtun PÖSTHÖLFIÐ Mig langar til að kom- ast í bréfasamband við strák á aldrinum 9—10 ara. Guðm. Kr. Sæmundsson, Pósthólf 1321, Reykjavík. Talnagaldur Hugsaðu þér tölu, marg- faldaðu hana með tveim- ur, bættu svo hundrað við, deildu í það með tveimur og dragðu nú upphaflegu töluna frá — og nú eru eftir fimmtíu. 3 — Bíttu haim, Snati, bíttu hann! Svör við spumingum í 14. tölublaði birtum við nokkrar spurningar og óskuðum eftir svörum ykkar og vonuðum að þið senduð okkur smá rit- gerðir. Spurningarnar voru þannig: 1. Hvað mundir þú gera ef þú værir ósýnilegur? 2. Hvers mundir þú óska ef þú ættir eina ósk? 3. Hvað viltu verða, þegar þú ert orðinn stór? Við höfum fengið bréf frá dreng og stúlku og birtum þau hér með. Theodóra Ingvarsdóttir 9 ára, Arnarholti í Biskups- tungum, svarar svo: 1. Ég mundi þá vera allsstaðar. 2. Ég vildi alltaf vera góð stúlka. 3. Ég vil vera sauma- kona. Júmbó, sem er 10 ára og vill ekki láta rétta nafnið uppi, segir svo: Kæra Óskastund; Ég get svarað ’tveimur síð- ustu spumingunum en ekki þeirri fyrstu Nú skrifa ég svörin: 2. Að vera góður og reglusamur maður. 3. Að verða flugmaður. Þau vilja bæði verða rýtir og góðir borgarar og okkur er mikil ánægja að birta svona hjarta- hrein svör. Nú viljum við HVEK er lítill rauður í því hann flýgur fellur hann dauður? Meira vatn Presturinn: Hvað á bamið að heita? Konan: Gústaf, Adólf, Aíexander, Cæsar, Shake- speare, Goethe, Napoleon. Presturinn: Hm, hm! (lágt við meðhjálparann) Ofurlítið meira vatn Bjami minn. Kvenfólk! Kennarinn: Hvað get- ui þú sagt mér um hest- inn, Jóhanna? Jóhanna: Það er hægt að matreiða hann eins og nautakjöt en verður að steikja hann svolítið meira. Þessar tvær skrýtlur sendu okkur systkini z Reykjavík, minna ykkur hin á þess- ar spurningar og gjaman mættu svörin vera dá- litlar ritgerðir og það þarf ekki frekar að svara öllum spurningunum i einu. Bara þeirri, sem þið eigið bezt með að svara. Felumynd Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér felumynd og biðja þig að birta hana, þó að hún sé ekki merkileg. Að end- ingu ætla ég að biðja þig að birta textann Gamla Kvíabryggja, sem Hauk- ur Morthens syngur og Vagg og velta, sem Erla Þorsteins syngur. Með beztu þökk fyrir allt gamalt og gott, Sigríður Jónsdóttir, 9 ára, Eyri, Fáskrúðsfirðí, Þarna sjáið þið stúlku, sem er að fara að gifta sig. Nún bíður eftir brúð- gumanum og biður ykkur að hjálpa sér að finna hann. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. maí 1957 íbúðabyggingar Framhald af 7. síðu. Utan Oslóborgar er starf- andi fjöldi byggingarfélaga. En þau ásamt OBOS mynda sambandsfélag sín á milli sem (hefur aðsetur í Osló Þessi fé- lagsstofnun gegnir líku hlut- verki fyrir byggingarfélög Btan Oslóar og OBOS fyrir pndirfélögin í Oslóborg. Þessi Btofnun undirbýr byggingar- framkvæmdir deildanna með í tvegun teikninga, gerð á byggingarlýsingum og með því að annast byggingarút- boðin. Til þessarar stofnunar er leitað með útvegun á byggingarefni, sem erfitt er að fá á hinum smærri stöð- um. En sjálf rekur stofnunin hvorki verzlun með bygging- arvörur né gegnir hlutverki b.yggingarmeistara. Þessi Stofnun annast einnig fram- íkvæmdir að verulegu leyti á byggingum ríkisins víðsvegar um landið, enda á ríkisstjórn- in fulltrúa í stjórn stofnunar- innar. Lögð er áherzla á vandaðan frágang og að nýtízku þæg- indi fylgi hverri íbúð. Hinar nýju íbúðir eru nokkru stærri en áður var og fara heldur Btækkandi. Miðað við her- bergjafjölda í íbúðum byggð- um á árinu 1905 eru hlut- föllin eftirfarandi í %: 1 herbergi með eldhúskrók 1.4. 1 herbergi með eldhúsi 4.7. 2 herbergi með eldhúsi 14.3. 3 herbergi með eldhúsi 39.5. 4 herbergi með eldhúsi 22.7 5 herbergi o. fl. 17.4. Algengasta gólfflatarstærð 3 herbergja íbúðar er um 80—90 ferm. í Noregi er mikill hluti hinna nýju íbúða enn í smá- húsum. Aðeins i hinum stærstu borgum mun veruleg- ur hluti íbúðanna byggður í fjölbýlishúsum. Samkv. skýrslu Húsbank- ans er flokkun íbúðarhúsa sem byggð voru á árinu 1955 sem hér segir: Einbýli 30.9% Tvíbýli 34.4% 3- og 4-býli 7.6% 5—6 íbúðir í húsi 3.6% 10 íbúðir o. fl. 15.3% Ýmisl. 8.2% (Niðurlag á morgun) ru liggnx leiðln SÉÐog LIFAÐ ÍFSREYNSU • MANNRAUNIR • /EFINTYRI Maíblaðið komið út Ný verzlun Nýjar vörur BILLABÚÐ Laugavegi 76 Nýlenduvörur — Hreinlætisvörur Ö1 — Tóbak — Sælgæti Lítið inn um leið og þér gangið Laugaveginn. B I L L A B Ú Ð, Laugavegi 76 - Sími 6811 Röskur unglingur getur fengið atvinnu við sendiferðii og fleira á að- alskrifstofu vovri, hið allra fyrst-a. Umsækjendur komi til viðtals á skrifstofuna mánudaginn 6. maí, klukkan 10—12 fyrir hádegi. Upplýsingar ekki gefnar í síma. RAFORKUMÁLASKRIFTSOFAN Laugavegi 118 Framhaldsaðaifuudur Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur verður hald- inn í Tjamarcafé (niðri), mánudagimi 6. maí og hefst kl. 8.30 s.d. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Fasteignc.málin og löggjafarvaldið 4. Önnur mál Félagsstjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.