Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 1
VILJINN Laugardagur 25. maí 1957 — 22. árgangur — 117. tölublað fþróttarevýan: Munið að tryggja yklc* ur aðgöngumiða í tímaS 'Buglr bardagar í Taipeh, Formésu, herfög sett og útgöngubann AndúSin á Bandarikjamönnum brýzt út i múgárás á sendiráB þeirra, þarsem allt var brotiB og bramlaB Þrj ár herdeildir á vettvang Andúð íbúa kínversku eyjarinnar Formósu (Tai- van) í garð hins bandaríska hernámsliðs brauzt út í gær og hlutust aí miklar óeirðir og blóðugir bar- dagar í höíuðborginni, Taipeh. Uppreisnin sem hóíst með árás á byggingar bandaríska sendiráðsins og upplýsingaþjónustunnar var ekki bæld niður fyrr en þrjár herdeildir Sjang Kajséks, tugþúsundir hermanna, höfðu verið kvadd- er á vettvang. Herlög voru sett á eynni og lýst yfir útgongu- banni. Öll höfuðborgin var á valdi hersins þegar síðast fréttist. Óeirðimar hóíust í gærmorg- un með því að mikill mann- fjöldi safnaðist saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Taipah. Kom hann til að láta í ijós andúð sína í garð Banda- ríkjanna og óánægju með að bandarískur herréttur hafði sýknað liðþjálfa sem hafði orð- ið kínverskum mannj að bana. Allt brotið og bramlað. Múgurinn ruddist inn í sendi- ráðið og aðra byggingu þar sem bandaríska upplýsingaþjón- ustan hefur skrifstofur. Þar var alit brotið og braml- að, og húsgbgnum, ritvélum og öðrmn áhöldum hent út um gluggana. Fréttaritarar segja að 'allir innanstokksnnmir í þess- pm húsum hafi verið eyðilagðir. J afnframt var ráðizt á bif- reiðar starfsmanna sendiráðsins og þær allar gereyðilagðar. Hendur voru lagðar á þá starfs- menn sem til náðist og særðust a. m. k. á.tta þeirra í þeim á- tökum. Lögreglan lét á sér standa. Fréttamenn segja að lögregla Formósustjórnarinnar hafi látið ptanda á sér að grípa í taumana þegar árásin var gerð á send'- ráðið. Hún hafi ekki skorizt í leikinn fyrr en löngu eftir að hún hófst. Þá handtók hún nokkra tugi manna og fór með þá til aðalstöðva sinna. Skömmu eftir kom bandaríski sendiherrann á veitvang ásamt herforingja í Formósuher ti) að skoða verksummerki. Urðu þeir þá fyrir ’grjótkasti og fékk lög- reglan ekki við neitt ráðið. Blóðugur bardagi. Síðar um daginn safnaðist gif- urlegur niannfjöldi, a. m. k. 30.000 manns, fyrir framan aðal- stöðvar iögreglunnar og krafðist þess að menn þeir sem hand- teknir höfðu verið um morgun- inn yrðu látnir lausir. Þegar ekki var látið undan þeirri kröfu réðist mannfjöldinn á þá lögreglumenn sem gættu bygg- ingarinnar og tókst að afvopna marga þeirra. Þá var iiafin skotbríð á niann- fjöldann frá lögreglustöðinni og var henni svarað. Óvíst er um niaiuit.jón í þessari viðureign, en þó vitað að margir hafa beð- ið bana og enn fieiri særzt. Þrjár herdeildir á vettvang. Strax eflir að óeirðimar um morguninn sá stjórn Sjangs Kajséks sitt óvænna og setti Kortið sýnir Formósu (Taivan) og afstöðu hennar til megin- lands Kína. Höfuðborgin Taipeli er nyrzt á eynni. herlög í landinu og útgöngu- bann í höfuðborginni. Jafnframt voi'u sveitir úr her hennar send- ar til að vernda stöðvar og her- búðir bandaríska setuliðsins á eynni fyrir árás og öllum banda- rískum þegnum var ráðiagt að hætta sér ekki út fyrir hús sín. Þegar átökin í Taipeh á- gerðust eftir því sem leið á daginn og ljóst varð að hin fjöl- menna og vcl vopnum búna lög- regla fengi ekki við neitt ráðið var fjöimeimu heiliði, þrem herdeildum, stefnt til borgarinn- ar. Það var ekki fyrr en það kom á vettvang að unnt reynd- ist að bæla uppþotið niður. Þeg- ar síðast fréttist var borgin öll sögð á valdi hersins Sendiherra Formósustjórnar- innar í Washington baðst í gær fyrir hönd stjórnar sinnar form- lega afsökunar á því sem gerzt Framhald á 5. siðu Erich Ollenhauer f er til London Erich Ollenhauer, leiðtogi j vesturþýzkra sósíaldemókrat.a, {fór i gær óvænt til London. Hann átti viðræður við leiðtoga Verkamannaflokksins og fer sennilega heim aftur í dag. Ekkert hafði verið látið uppi um þessar viðræður í gær, en talið var sennilegt að þær hafi fjallað um afstöðu flokkanna tveggja í afvopnunarmálinu og öryggismálum Evrópu. Danmörku leyst ' Talið er víst að ný stjóra verði mvnduð í Danmörku í næstu viku. Sagt er að samn- ingar um stjórnarsamvinmí hafi tekizt milli sósíaldemó- krata, Róttæka flokksins og Réttarsambandsins, en flokkar þessir hafa hreinan meirihluta á þingi. Albanskur ráð- herra landflótta í Júgóslavíu Albanskur ráðherra án stjórnardeildar, Plaku hers- höfðingi,' sem einnig hefur átt sæti í miðstjórn Kommúnista- flokks Albaníu hefur beðið um liæli í Júgóslaviu sem pólitísk- ur flóttamaður og verið veitt það. Hann flýði frá Albaníu í siðustu viku, og dvelst nú í Belgrad. Sukselainen falin stjórnarmyndun V. J. Sukselainen, formanni finnska Bændaflokksins og for- seta finnska þingsins, hefur verið falið að mynda stjórn. Hann hóf viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokkanna í gær, en talið er að honum geti gengið erfiðlega að mynda stjórn, þar sem sósíaldemókratar hafa enn ítrekað að þeir telji nauðsyn- legt að veita launþegum kaup- hækkun, en samsteypustjórn þeirra og Bændaflokksins sprakk á ágreiningi um það mál. Húsnœðismálafrumvarpið lögfest Afgreiðsla málsins þýðir ákvörðun Aljbingis um stærsta átak sem ís- lenzkt þjóðfélag hefur gert til úrbóta á böli Imsnæðisleysisins Á síðdegisfundi neðri deildar Alþingis í gær va.r stjórnarfrumvarpið um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins, sparnað til íbúðabygginga gg breytingar á lögunum um verkamannabústaði af- greitt sem lög frá Alþingi. Með þeirri afgreiðslu hefur Alþingi lögfest að gert skuli stærsta átakið sem íslenzkt þjóðfélag hef- ur nokkru sinni gert, svó ráðin verði bót á böli hús- næðisskortsins, lagt grunn að varanlegri lausn hús- næðisvandamálsins. Við 3. umræðu málsins í neðri deild lagði Ragnhildur Helgadótir enn fram breytingar- tillögur, samskonar og íhalds- þingmenn höfðu áður lagt 'fram í efri deild. Voru þær sýndartil- lögur allar felldar og var íhald- inu ekki meiri alvara með þær en svo að sárafáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í deildinni nenntu að greiða þeim atkvæði. Voru ekki með þeim nema 3, 4, 5, 6 aíikvæði, en íhaldið á 15 þingmenn í deildinni. Voru eng- ar breytingar gei'ðar á frum- Frambald á 12. síðu. Stéreignaskattur- inn iögfestur Á fundi neðri deildar Alþingis í gærkvöld var stjórnarfrumvarpið um stóreignaskatt af- greitt sem lög. Fór frumvarpið aftur til neðri deildar vegna þess að efrideild samþykkti þá breyt- ingartillögu fjármálaráðherra, að við mat á eignum skuli flugvélar teljast með vátrygg- ingarverði að frádregnum 40% ( en hundr- aðstalan var áður 25%).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.