Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 12
Bartkaf rumvörpin ' , í l ái ild Þjóðvuj Laugardagur 25. maí 1957 — 22. árgangur — 117. tölublað Aðeins vondir menn láta sér koma til hugar að Sjálfstæðisflokks- menn í bönkunum hlynni að sínu fólki. segir Jóhann Hafstein Frumvörpin um Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands voru á kvöldfundi neðri deildar í gær afgreidd úr deildinni og fara uú til efri deildar. Við 2. umr. Landsbankafrum- varpsins á fyrsta fundi neðri Ueildar í gær flutti Skúli :mundsson framsöguræðu af liálfu meiri hluta fjárhagsnefnd- ar og lagði til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum smávægilegum breytingum. Jóhann Hafstein flut.ti fram- söguræðu minnihiuta nefndar- innar og lagði til að frumvarpið ' yrði fellt. Fiutii hann enn ‘ langa ræðu um vonzku þeirra manna og folaða sem iétu sér til hugar ioma að Sjálfstæðisflokkurinn hefði misbeitt valdi sínu í bönk- um landsins, eða hlynnt að ein- staklingum og fyrirtækjum Sjálfstæðisflokksmanna. Annað eins ódæðj hefði aldrei komið Sjálfstæðisflokksmönnum í bönkunum til hugar. Og þegar Tíminn og Þjóðviljinn hefðu bent á að stórfyrirtæki eins og KRON hefðu einungis fengið 60 ■þús. kr. rekstrarlán meðan gæð- íngar Sjálfstæðisflokksins fengu snöggt um meira. Þá væri sann- leikurinn sá, að í ágúst 1956 (eftir stjórnarskiptin!) hefði Tiahn sjálfur, Jóhann Hafstein, fooðið KRON að ferfalda þá Upphæð. Stjórnarflokkamenn töldu ekki tíma þingsins endast til að svara harmatölum Jóhanns og þeirra félaga. Benedikt Gröndal minnti þá á hve lítilnn hlut Hafnar- . fjörður hefði fengið af lánveit- íngum bankanna til sveitarfé- laga, og mundi hann ekki hafa verið í náðinni. Einar Olgeirsson skýrði frá sérstöðu sinni er hann hafði minnt á fjárhagsnefnd um af- ; greiðslu bankalöggjafarinnar. \ Verður skýrt frá þeirri ræðu hans í næsta blaði, en megin- atriði hennar var að hann taldi ekkí nægilega langt gengið þar sem ekkj væri stigið til fulls það skref að stofna sjálfstæðan seðlabanka. Við atkvæðagréiðslumar voru samþykktar breytingartillögur meirihluta fjárhagsnefndar. Guð-1 Vakti það athygli að þingmenn SjálfsOæðisfiokksins gleymdu flestir að greiða atkvæði gegn Bourguiba svarar stjórn Mollet Bourguiba, forsæ'.ásráðherra Túnis, lýsti yfir því í fyrra- kvöld að stjórn hans liti sva á að nú væru fallnir úr gildi allir samningar Túnis og Frakklands um fjármá),, efnahagsmái og tollamál. Þetta er svar Túnisstjórnar við þeirri ákvörðun stjómar Mollet að svipta Túnis allri efnahagsaðstoð, sem þó var samningsbundin. Pineau, utan- ríkisráðherra Mollet, sagði í gær, að stjórn Túnis hefði fyrir- gert rétiti sinum til þessarar að- stoðar með því að styðja upp- reisnarmenn í Alsír. frumvarpinu, enda þótt nefndar- minnihluti þeirra legði til að frumvarpið yrði fellt. Undir lok umræðnanna um bankamálafrumvarpið tók Hannibal Valdimarsson, félags- ípálaráðherra, svo rækilega í Jóhann Hafstein fyrir hræsnis- tal hans um hreinleika Sjálf- stæðisflokksins í bönkunum, að Jóhann missíi alla stjórn á sér og viðh'afði Heimdaiyarsiði í stað þingskapa. Stóð íhaldsbankastjórinn alveg berskjaldaður fyrir nokkrum hnitmiðuðum spurningum Hannibals varðandi skuld Kveldúlfs, Sigurðar Ágústssonar og lán til heildsalagæðinga í- haldsins og gat ekkert annað en reiðst. Framhald af 1. síðu. varpinu í neðri deild og varð því 3. umræða þar, síðasta um- ræða málsins í þinginu. Var frumvarpið samþykkt með samhljóða atkvæðum og af- greitt sem lög. Þeir fó að svitna á morgun JÚ, þið sjáið það rétt, þessi þreklegi maður þarna fremst á myndinni er Karl Isfeld blaðamaður, sem eitt sinn Mikilvæg menningarmál Nauðsyn lögfesíingar frumvarpanna um Menningarsjóð og Vísindasjóð Frumvörpin um Menningarsjóð og Menntamálaráð og tim Vísindasjóö flytja svo mikilvægt mál, að ekki má láta skoðanamun um smáatriði þeirra og heldur ekki skoðana- mun um fjáröflunina hindra afgreiðslu málsins á þessu þingi, sagði Finnbogi R. Valdimarsson er stjórnarfrum- varpið um Vísindasjóð var til 2. umr. í efri deild. Var Finnbogi framsögumaður menntamálanefndar, en hún hafði öll orðið sammála um meginefni frumvarpsins, Nokkrar breytingar voru gerð- ar á frumvarpinu, m. a. um stjórn Vísind_asjóðs, og mun efni frumvarpsins í heild kjnmt hér í blaðinu á næstunni. Finnbogi lýsti því sem sinni skoðun að réttast væri að fjáröflun ríkisins yfirleitt væri framkvæmd með sem heilleg- astri löggjöf, en ekkí tekin í mörgu lagi með sérstakri lög- gjöf hverju sinni. Hins vegar vildi hann ekki láta þá skoðun sína aftra sér frá að fylgja þessum málum, því ekki yrði þeim fram komið með því að tala fallega um .nauðsyn á auknu mennlingarstarfi, en vfilja svo ekkert á sig leggja til að fengizt það fé sem til þess þyrfti. Á síðasta fundi efri deildar í gær var frumvarpið um Vís- indasjóð samþykkt og afgreitt til neðri deildar. var glímukóngur S.-Þingey- inga, og að baki honum stendur Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi. Myndin var tekin af reipdráttaræf- ingu blaðamanna úti á I- þróttavelli. Enda. þótt þeir togi þarna hraustlega er þetta bara leikur hjá því sem það verður á morgun. Á morgun fá þeir háu herr- ar blaðamenn að horfast í augu við alvöruna: — lið leikkvenna. Það er skipað einvalaliði, sterkum konum og einbeittum, scm vita hvað þær vilja. Það þarf enginn að fara í grafgötur með að þær ætla sér að láta. blaða- mennina lúta í lægra haldi. En þótt lið blaðamanna hafi þegar svitnað við þá tilhugsun að eiga að takast á við leikkonur þykir göml- um glímukóngum illt að láta hlut sinn fyrr en i fulla hnefana. Mun því verða gaman að sjá þessa viður- eign. — Það er á morgun sem vesalings blaðamenn- irnir fá að svitna. Aðgöngu- miðar verða seldir við Út- vegsbankahornið í dag frá kl. 10-12 f.h. og 5-7 e.h. Helgi Skúlason og Rósa Sigurðardóttlr í hlutverkom slnum í óper- ettunni „Siunar í Týról“. — (Sjá frétt á 3. aiðu) Sýningarsalurinn: Samsýning í myndlistar- og listiðnaðardeild í dag klukkan 2, verður opnuð 2. samsýnirigin í mynd- bstadeildinni og einnig eru nýir gripii’ í listiðnaðardeild- inni. Það eru 4 ungir málarar sem sýna í myndlistardeild: Haf- steinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Kjartan Guðjóns- son og Hörður Ágústsson. Flest verkanna eru abstrakt. Einnig sýna bræðurnir Jón og Guðmundur Benediktssynir myndir unnar í tré og járn. I listiðnaðardeildinni sýnir Barbara Árnason veggteppi, rnyndskerma og mottur. Jó- hannes Jóhannesson, dider-rot og Sigríður Björnsdóttir sýna skartgripi. Sigrún Gunnlaugs- dóttir sýnir smeltieyrnarlokka og Guðrún Jónasdóitir vefnað. Nýir keramikgripir eru þarna frá Funa (Ragnar Kjartans- son). — Sýningin er opin dag- lega og stendur i hálfan mán- uð. I Orðsending I frá Kvenfélagi sósíalista \ | Vegna veðurútlits verður : i hætt við gróðursetningarferð- : i ina í Heiðmörk sem áforrn- : i uð var i dag og auglýst var : i á þessum stað i gær. Sjö Akurnesingar í iandsHöinu Landsliöiö sem keppa á við Frakka og Belgiu- menn 2. og 5. júní hefur nú verið endanlega valið og er skipað þessum mönnum: Markvörður llelgi Daníelsson lA Hægri bakvörður Vinstri hakvörður Kristinn Gunnlaugsson ÍA Ólafur Gíslason KK Hægri framv. Mið framv. Vinstri framv. Sveinn Teitss. Halld. Halldórss. Guðjón Finnbogas. IA Val ÍA Hægri útherji Vinstri útherji Dagbjartur Grímssoii Frani Þórður Jónsson ÍA Miðherji Vinstri innherji Þórðnr Þórðars. Gunnar Guðmannss. ÍA KR Varameun: Björgvin Hermannsson, Gunnar Leósson, Jón Leósson, Skúli Nielsson, Helgi Björg\dnsson. Hægri innherji Ríkarður Jónsson ÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.