Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 10
z f seinasta blaði höfð- um við grænlenzkt ævintýri, sem Knútur Rasmussen hafði skrá- sett, en hann hefur safnað fjölda ævin- týra, sem Grænlend- ingar segja börnum sínum á löngum kvöld- um í hlýjunni frá lýsislampanum. Græn- leindingar eru næstu nágrannar okkar á- samt Færeyingum og alveg eins og við lúta yfirráðum Dana gerðum, þess vegna finnst okkur auðvitað, að þeir komi okkur heilmikið við og við munum segja betur frá þeim í blaðinu okkar. Nú fáið þið annað ævintýri, sem Knútur Rasmussen hefur skrásett. I>að heitir: lítið fyrir, rak framan í hana aðra stóru tána og hrópaði: „Varaðu þig á stórutánni, hún étur menn“. Þá varð ófreskjan svo hrædd að hún flýtti sér í dauðans ofboði langt út á haf, en drengurinn hljóp heim eins hratt og hann gat. Þar vildi hann ekki vera Nonni litli kom heim mjög vonsvikinn eftir fyrsta daginn í skólan- BARNA- RÆNINGINN Langt niðri á hafsbotni býr ógurleg ófreskja. Oft kemur hún upp á yfir- borðið og inn á strönd- öna — þá mega börnin vara sig, því ef þau orga og láta illa þegar þau eru að leika sér, þá tek- ur hún þau. Einu sinni var stór krakkahópur að leika sér niðri við fjöru. Þau æptu bátt, svo undir tók í klettunum. Þetta heyrði öfreskjan og læddist inn að ströndinni. Þegar börnin sáu til hennar, urðu þau yfirkomin af hræðslu og flýðu eins og Eætur toguðu upp í klettagjóturnar. En eitt barnið gat ekki flúið. Það var lítill foreldra- laus drengur, sem eng- an átti að. Hann var svo f átækur, að hann átti ekki einu sinni sóla und- ir skóna sína, og þess- vegna gat hann ekki Jhlaupið eins hratt í grjót- ínu og hin börnin Hann dróst fljótt aftur úr og ófreskjan var al- veg á hælunum á honum. Þá datt snáða ráð í hug. Hann fleygði sér niður og sparkaði út í loftið með fótunum, og allar tæmar stóðu út úr skón- um. Ókindin var nú kom- in . fast að honum, og ætlaði að grípa hann á loft, en hann gerði sér ORÐSEN Ásdis: við munum bráð- lega birta mynd af Ragn- ari Bjarnasyni, Agga Austurlandi og litla manneskjan fyr;r vestan, þið fáið textana, sem þið biðjið um þegar við fyrsta tækifæri Anna í Grænuhlíð; Við höldum að nóg sé að adr- essa þetta heiðursfólk í Hollywood, því þetta eru einu manneskjumar í heiminum með þessum nöfnum, það er að segja um. „Eg ætla ekki að fara á morgun", tilkynnti hann. „O, hvers vegna ekki það“, spurði mamma. „Ja,“ svaraði Nonni, „ég kann ekki að lesa, ekki að skrifa og þau banna mér að tala — svo til hvers á ég að vera þar?“ D 1 N G A R „frægu nöfnúnum". Þá hafa ótal margir látð 1 ljós að þeir vilau mjög gjarnan fá fram- haldssögu í blaðið og þá viljum við gleðja með því að við erum þegar farin að svipast um eft- ir heppilégri sögu. GÁTA Ég er ei nema skaft og skott skrautlega búin stundum. Engri skepnu geri ég gott geng í lið með hundum. SVÖR VIÐ SPURNINGUM Dagbjört sendir okkur eftirfarandi bréf og svar- ar spurningunum þrem- ur, sem við birtum um daginn: 1. Þegar ég verð stór langar mig helzt til að verða hjúkrunarkona. einnig vildi ég verða góð- ur og nýtur borgari, sem getur orðið þjóð sinni til sóma. Ef ég færi eitthvað út, þá ætla ég að haga mér skikkanlega. Frelsisdegi fagna megum frjáls og sjálfstæð ís- landsbörn. Þér ó, g'uð, við þakka megum þú ert lýðsins skjól og vörn. 2. Ef ég ætti eina ósk, þá vildi ég óska þess, að það væru hvergi til í heiminum betlarar eða neinir fátæklingar og emnig, að það væru PÖSTHÖLFIÐ Mig langar mjög mikið til að komast í bréfa- samband við dreng eða stelpu á aldrinum 12— 14 ára. Ég vil helzt að mynd fylgi. Utanáskrift mín er: Kjartan Þór Sigurðsson, Grímsstöðum, Mývatns- sveit Suður-Þingeyjar- sýslu. Ég óska að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 9 til 11 ára. Elín Ásta Skúladóttir Hveratúni, Biskups- tungum, Árnessýslu. aldrei nein strið eða ill- indi í heiminum. Mín ósk til þín er innileg þú unga vorsins rós, að mörgum síðar vísi veg þitt varnia trúarljós. 3. Þriðju spurningunni get ég því miður ekki svarað. En ég vildi að hitt tvennt kæmi fram, en það gerir það víst ábyggiiega ekki. Dagbjört Ásdís Jónsdóttir, 10 ára svarar einnig spurning- unum: 1, Ég mundi ferðast um öll lönd. 2 Ég mundi óska ]>»s a3 öllum í heiminum liði vel. 3. Ég vil verða flugmað- ur. Spurningin, sem Dag- björt svarar ekkj en Ás- dís svarar nr. 1 er. Hvað mundir þú gera ef þú værir ósýnilegur? Gerðu það sjálf Stóra systir: „Spurðu mömmu hvort við meg- um fara í bíó?“ Litli bróðir: „Það get- ur þú gert, þú hefur þekkt hana lengur". Krókur á f veitingahúsi einu í Álaborg á Jótlandi, sátu eitt sinn fjórir ungir menn að drykkju. Þeir j urðu að lokum talsvert ölvaðir og lentu í áflog- um, eins og oft ber við, og brothaði þá hjá þeim stólfótur. Einum þeirra dettur þá snjallræði í hug. Hann stingur upp á því, að þeir fari allir fjórir til læknis eins í grenndinni, og biðji hann að binda um brotið. Hinir féllust á þetta, og svo lögðu þeir af stað. Þeir vöktu lækninn og báðu hann að koma sem skjótast, því að einn félagi þeirra hafi fótbrotnað. Læknirinn tók um- búðatösku sína og fór með þeim. Þegar þeir komu í veit- ingahúsið, bentu þeir móti bragði honum skellihlæjandi á sjúklinginn. Þetta er nú inngangur- inn, en svo byrjar sorg- arleikurinn. Lækninum dettur lika snjallræði í hug. Hann. tekur stólinn með mestu alvörugefni, rétt eins og væri hann maður, þvær sárið vandlega, bindur um fótinn og afhendír þeim þvi næst sjúkling- inn og segir: „Gerið svo vel herrar mínir, ég hefi nú lokið starfi mínu. Það eru fimmtíu ki’ónur eftir næturtaxtanum". Gárungarnir voru fyrir löngu hættir að hlæja og urðu daginn eftir að1 gera svo vel að borga reikninginn til þess- að losna við frekari óþæg- indi. En læknirinn sendí góðgerðarfélagi einu upp- hæðina. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. maí 1957 Íþróttir Framhald af 9. síðu. leik. Skúli Nilsen og Jón Pálmason áttu hvað eftir ann- að skemmtilegar skiptingar sem rugluðu vörn landsliðsins, og ihefði verið gaman að sjá slíkt hjá landsliðinu. Skúli er líka úthcrji, sem ekki er langt frá jþví að fara í landsliðið, og Bvipað má segja um Einar í Hafnarfirði, það er varla annar eem er nær því að vera vara- imaður. Er það undravert hvað honum hefur farið fram á einu ári. Högni Gunnlaugsson kunni Býnilega ekki við sig í þessum félagsskap og komst ekki í nógu gott samband við sam- herjana, hann hafði heldur ekki íag á því að losna við Halldór Halldórsson, sem sagt ekki nógu hreyfanlegur, en hefur Býnilega margt í góðan mið- iherja. Hann átti tvö hættu- leg skot sem fóru rétt utan við störig. Sem heild féll lið þetta nokkuð vel saman og frammistaða þess er góð, þegar ■tillit er tekið til þess að nokkur ihluti þess hafði ekki mikla leikreynslu, og það lék viö landslið. Björgvin í markinu varði vel og er sjálfsagður varamaður í landsliðið. Ragnar sýndi enn að hann er furðu sterkur mið- vörður, miðað við leikaldur hans. Albert hafði litla yfir- ferð, en gerði margt vel og stjórnaði liði sínu vel. Því miður var of lítil knatt- spyrna í þessum leik og mikið af liáum, hugsunarlitlum send- ingum að kalla útí loftið og gerðu bæði liðin sig sek um þetta, og landsliðið þó sínu meir. Er þetta alvarlegt þar sem að ætla má að þarna hafi veríð að leik 22 beztu leikmenn Islands, og að • 16 þeirra á að senda til Belgíu og Frakklands til þess að leika vió þrautþjálf- aða atvinnumenn í knattspyrnu, sem leggja mikið kapp á að komast til Svíþjóðar næsta ár. Við skulum vona það bezta og að norrænn kraftur megi sín nokkurs, þó ekki sé alit eins og við hefðum óskað. Dómari var Þorlákur Þórðar- son. Áhorfendur voru mjög margir. Stormbræla var en þurrt veður. Eitt er nauðsyn: Framhald af 7. síðu. Áhrifavald verkalýðshreyf- ingarinnar yfir atvinnuleysis- tryggingunum hefur verið auk- ið frá því sem áður var. Fjár- veitingar til félags- og rnenn- ingarstarfs alþýðusamtakanna hafa værið auknar mikið á aðra milljón á þessu ári. Á þessu sumri verður undir- búin löggjöf um lífeyrissjóð sjómanna. Landhelgi verður stóraukin á þessu ári. En þar er um að ræða eitt stærsta hagsmuna- mál okkar í nútíð og framtíð og mikilvægan þátt í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. ÚfbreiSiB ÞJóSviljann S ý ii i n g á myndum úr barnadeildum Myndlistaskól- ans í Reykjavík í Bogasal Þjóðminjasaínsins opin klukkan 2 til 8 e.h. ►■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■^■■■■■■b ■■■■■■■■■*■ '■■■■i Bæjarpóstnr Framhala af 4. síðu. hér, komst hann upp í 105- 145 frídaga á ári hjá vinn- andi fólki. Eg vil ekki gera ráð fyrir að hagfræðingurinn hafi verið að telja eftir þriggja vikna orlof vinnandi fólks, en skilja mætti. orð hans þannig. Þegar launþegar „mæta ekki til vinnu“ á laug- ardögum, þá hygg ég það sé oftast vegna þess að þeir eru búnir að vinna af sér daginn, hafa unnið þeim mun leng- ur aðra daga. Það má vera, að sá draumur lifi ennþá í hjörtum sumra atvinnurek- enda, að þeir geti látið fólk vinna eins og þeim hentar; einn daginn til hádegis, næsta dag til miðnættis, og alltaf fyrir sama kaup; jafnt helga daga sem virka. Sem betur fer er þessu ekki þannig var- ið. En það eru önnur „frí,“ sem hagfræðingurinn hefði gjarnan mátt minnast á; það eru hin ólögboðnu frí, sem ýmsir menn í háum stöðum hafa tilhneygingu til að taka sér, þegar þehn sýnist. Það er ekki ósjaldan, þegar maður kemur í opinbera stofnun og þarf að fá fyrirgreiðslu ein- hverra mála að maðurinn sem hefur með þau mál að gera er því miður ekki við þann V0 02 daginn. Og það er ekki alltaf inflúenza sem veldur fjarveru. hans. Það er og alkunna, að forstjórar ýmsir og aðrir framámenn fyrirtækja eru iðulega fjarverandi misseris- langt eða meira, án þess að neinar skýringar séu gefnar á fjarverunni. Sömuleiðis ev vitað að margir embættis- menn hafa varla tíma til að gegna sínu aðalstarfi vegna ýmissa aukastarfa, sem þeir hafa tekizt á hendur; vinnu* gleðin virðist þannig hafa leitt þá í gönur. Þessi atriðí mætti vel taka til athugunar t. d. í útvarpserindi. Hershöfðingmn Framhald af 6. síðu. hefði hindrað virka þátttöku hans.“ • Þessi yfirlýsing birtist S þýzkum blöðum 1945, tit dæmis í Allgemeine Zeitung £ Berlín 3. október. Deilumar út af skipun Speidels í eitfc æðsta embætti A-bandalagsins hafa minnt á hana á ný. Hanm er ekki aðeins sannur að sök að hafa undirbúið árásar* styrjöld og framið stríðs* glæpi bæði í Vestur- og Aust- ur-Evrópu. Vitnisburður Mau- frieds Rommels, sem ekki hef- ur verið mótmælt, sýnir að hann sveik Rommel, vin sinnt og yfirboðara, þegar á reyndi, og varð með því valdur aS dauða hans. . >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.