Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 4
'#) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. maí 3957 Moskva - mótssaður heimsœskunnar Nú eru 55 dagar þangað til íslenzki hópurinn heldur áleið- is til Moskvu á 6. heimsmót æskunnar. Moskva er talin grundvölluð fyrir meira en 800 árum, er Eitt kvöld í ágúst verður hlið- um Kreml slegið upp fyrir gtisti mótsins, sem munu leggja þetta gamla virki undir mikinn alþjóðlegan grímu- dansleik. Kreml liggur að Satnbygginfí í Moskvu. prins Yuri Dolgoruki í byrjun 12. aldar lét reisa trévirki á bökkum árinnar Moskvu, á sama stað og turnar Kreml gnæfa nú. Þarna reis s\ro borgin, sem átti eftir að hafa svo mikla þýðingu í sögu rúss- nesku þjóðarinnar. Margar rninjar fyrri tíma eru í borg- iruii og gefa henni, ásamt hin- tim nýju byggingum, sérstæð- an og ógleymanlegan svip. f hjarta Moskvu er Kreml. ,■ Tígulegt samsafn virðulegra halla, fornlegra kirkna og tuma. Þar er nú aðsetur stjómar og þings, söfn o.fl. Rauða torginu annarsvegar en hinsvegar að ánni Moskvu, sem liðast um borgina. Á ánni mun fara fram sérstök vatna- hátið á mótinu með skrúð- siglingu, hafmeyjum, flugeld- um o.s.frv. Eftir byltinguna var hafizt handa um endurbyggingu Moskvuborgar. í stað þröngra og bugðóttra stræta em nú víða komin bein og breið stræti og þægilegar bygging- ar. Þó er húsnæðisvandamálið enn eitt örðúgasta. viðfangs- efni þessarar borgar, svo sem annarra milljónaborga. Sam- fara endurreisninni er stöðugt unnið að stækkun hinnar kunnu neðanjarðarjárnbraut- ar borgarinnar. Hún er stolt íbúanna, heimsfræg fyrir margvíslegan glæsileik, skreytt fægðum marmara og högg- myndum. Annað mikið afrek í samgöngum borgarinnar er hinn 128 km langi Moskva- skipaskurður, sem var gerður árið 1937 og tengir borgina við Volgu. Skemmtigarðar Moskvu eru margir og fagrir. Vinsælastur er Gorky hvíldargarðurinn. Meðfram skuggsælum gang- brautum hans eru lestrarsal- ir, sýningarsalir ,leikhús, hljómleika- og danssalir ásamt barnaleikvöllum. Æðri menntastofnanir eru meira en hundrað talsins og þar stunda um 300 þúsundir nám. I háskólanum á Lenín- hæðum, sem er hæsta bygging í Evrópu, stunda nám 18 þús. stúdentar af 59 þjóðernum, þará meðal tveir frá Islandi. I sumar verður opinn alþjóð- legur stúdentaklúbbur á tveim neðstu hæðum skólans, þar sem stúdentar á mótinu geta ræðzt við og hlýtt á fyrirlesra og ýmis dagskráratriði. í Moskvu eru um það bil 200 bókasöfn. Það stærsta er Lenín-bókasafnið með um 17 milljón eintökum. Leikhús L Moskvu eru um í þróttarevýan 1957 Jiefst á iþróttavellinum á morgun kl. 3. Skrúðganga leikara. og blaðamanna í litklæðum 0 leggur af stað frá Þjóðleikhúsinu kl. 2.30. • Á íjiróttavellimim verður fjöl- breytt íþróttakeppni, gaman- vísur og ganianþættir. 140 leikarar og blaðamenn koma fram í revyunni * Fjölkreyttasia skemmtun ársins Mir á völiinn! Forsala aðgöngumiða heldur áfram við Lækjartorg í dag kl. 10—12 f.h. og kl. 5—7. Einnig á íþróttavellinum eftlr kL 10 I fyrramálið það bil 30 að tölu, flest stofn- uð eftir byltinguna. Má þar nefna Stanislavsky-leikhúsið og Mayakovsky-leikhúsið, sem ásamt Bolshoi-leikhúsinu og Maly-leikhúsinu eru stolt Moskvu og reyndar alira Sov- étríkjanna, því að þarna hef- ur hin heimskunna leiklist og ballet Rússa þróazt. Ymis há- tíðahöld í sambandi við heimsmótið munu fara fram í leikhúsum borgarinnar. Söfn eru milli 60 og 70 í borginni. Má þar nefna minja- safn um ævi Leníns, Bylting- arsafnið, safn fornminja frá staði í Moskvu má ekki gleyma að minnast á landbún- aðarsýninguna miklu, sem. opnuð var 1954. Hún gefur yfirlit yfir landbúnaðinn í Sovétríkjunum og er dreifð um 200 hektara svæði í nánd við nýja gistihúsahverfið, þar sem þátttakendur í heimsmót- inu munu gista. Æskulýður Moskvu hefur fyrir löngu hafið sinn marg- háttaða undirbúning til að taka á móti gestum sumars- ins. Það er unnið að bygg- ingum og skipulagningu og Götumynd frá Moskvu. Austurlöndum, og Puskin- listasafnið, sem er ágætt safn málvei’ka eftir vesturevrópska meistara. Þegar talað er um merkis- gerðar gjafir og minjagripir um heimsmótið. Allt er gert til að gestirnir geti ött ó- gleymanlega daga í Moslcvu 28. júlí til 11. ágúst í sumax. Umferðin — Bílum illa „lagt" — Sýnið lipurð og tillitssemi — lögboðnir frídagar og ólögboðin frí VEGFARANDI skrifar: „Það er oft talað um, að göturnar hér séu of þnöngar fyrir þá mildu bílaumferð, sem orðin er hér í bæ. Þetta er alveg rétt; göturnar eru flestar of þröngar, og um sumar göt- urnar ætti að baima eða tak- marka bílaumferð, þar eð þær eru svo þröngar að gangandi fólk og bílar geta tæplega mætzt á þeim. Einstefnuakst- ur þyrfti að taka upp á enn fleiri götum en nú er, og vafalaust verður það gert, einstefnuakstursgötunum hef- ur verið að fjölga smám sam- an. Þá finnst mér, að taka þurfi upp betra eftirlit með því, að bifreiðastjórar leggi ekki bílum sínum þar sem bifreiðastæði eru bönnuð, en nokkur’misbrestur held ég að sé á því, að því banni sé skeytt. Einnig held ég að það þyrfti að gauga mjög ríkt eftir því, að bifreiðastjórar leggi bílum sínum haganiega á götunni, þannig að þeir verði ekki til óþarfa trafala fyrir umferðina. Það er t. d. ekki óalgengt að sjá bílum lagt þannig við Laugaveginn, að afturendi þeirra stendur langt út á götuna; þ. e. þeir eru nærri því þversum á göt- unni. Þetta þrengir götuna og torveldar öðnim bílum að komast út í umferðina. Þá er það staðreynd, að stórir og þungir flutningabílar þurfa að komast um flestar götur bæjarins, því að alstaðar í bænum eru verzlanir, sem þarf að flytja vörur í, verk- stæði, þar sem gert er við bíla, o. fl. o. fl. Það er oft erfitt að komast áfram um bæinn á slíkum bílum, og mér finnst að ökumenn á minni bílum mættu oft sýna meiri tilhliðrunarsemi gagnvart kollegum sínum á stóru bílun- um. Mér hefur oft blöskrað að sjá stóra, yfirbyggða flutningabíla þurfa að bíða lengi eftir því að lcomast iim á aðalgötu, meðan litlir bílar renna framhjá í tugatali. I slíkum tilfellum ættu öku- menn á minni bílunum að „gefa hinum eftir réttinn," það munar þá sjálfa svo til engu, en getur verið til mik- ils hagræðis fyrir þá, sem bíða eftir því að komast inn á götuna á stórum og þung- um bíl. Bifreiðaumferðin um þessar þröngu götur getur svo hezt gengið sæmilega að ökumennirnir sýni hverjir öðrum lipurð og tillitssemi.“ — Eins og frá var sagt í út- varpsþætti blaðsins á þriðjud., flutti Magni Guðmundsson, hagfræðingur erindi í útvarp- ið á dögunum. Honum leizt m. a. ískyggilega á það, hve „vinnuhlé“ eru orðin mörg Framhald ó 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.