Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 lilil A sýnjiiguimi eru einnig og sjást hér brenndir leirmunir, seni börnin eiga sjálf fjórir gripir gerðir úr lelr. yndlistarskólinn géfur Listasafninu merka gjöf 60 myndir eítir börn; íyrsti vísirinn að sérstöku listasafni barnanna 1 clag, kl. 2, opnar Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, sýmngu í Bogasalnum á myndum þeim, er Listasafninu Þarst að gjöf frá Myndlistarskólanum í Rvík. Sýningin verður opin í 10 daga og verða þær myndir, sem nú eru eign Listasafns rikisins, sýndar fram á mið- vikudag, en síðan myndir sem börn hafa gert í skólanum í vetur. Myndirnar sem eni á sýningunni eru gerðar á und- anfömum. 5 árum og eru eftir börn á aldrinum 8-12 ára. I Myndlistarskólanum stund- uðri um 180 börn nám í vetur, og var kennt í námskeiðum bæði fyrir og eftir hádegi. Kennarar hafa verið Valgerður Hafstað, Guðmunda Andrés- dóttir og Ragnar Kjartansson. Þessi sýning er sérstaklega skemmtileg, og eru margar mvndir undurfallegar og hug- ftreiðfirðingar fjölmennið í Heið- nsörk í dag Breiðfirðingafélagið fer skóg- ræktarför í Heiðmörk í dag kl. 2. Farið verður frá Breiðfirð- ingabúð. Breiðfirðingafélagið myndaríkar. Fullorðnir jafnt sem börn ættu að hafa gaman af að sjá þessa sýningu. Forráðamenn Myndlistarskól- ans eiga mikinn heiður skilið fyrir þessa ágætu gjöf. Er ekki að efa, að börn kunna að meta það að eiga sína fulltrúa á Listasafni ríkisins. 80 biis. kr. söfnuð- ust á mæðradag Fjársöfnunin á mæðradaginn, sl. sunnudag, nam rúmum 80 þús. krónum eða allmiklu hærri upphæð en í fyrra. Hefur Þjóð- viljinn verið beðinn að flytja öllum bæjarbúum og öðrum, er stuðluðu að þessum ágæta söfnunarárangri, hinar beztu þakkir. Góð síldveiði Akranessbáta Síldveiðibátar frá Akranesi hafa aflað ágætlega síðustu daga. í fyrradag bárust þar á land 915 tunnur. Aflahæsti bát- urinn var Höfrungur með 204 tunnur. Aðeins 5 bátanna kom- ust á sjó í gær, og öfluðu þeir allir ágætlega, frá 100—150 tunnur hver. Keilir var þeirra aflahæstur. Bænadagui'- iiau er á muFgun Hinn almenni bænadagur ís- lenzku þjóðkirkjunnar er á morgun 26. maí. Höfuðefni bænadagsins að þessu sinni er heimilið. Munu prestar tala um það í prédikunum sínum og fyr- ir því beðið. Messað verður í allflestum kirkjum landsins þennan dag. Bandalag kvenna í Reykjavík 40 ára á fimmtudaginn í bandalaginu eru nú 20 kveníélög í bænum Hinn 30. þ.m. eru 40 ár liðin frá stofnun Bandalags kvenna í Reykjavík. Verður afmælisins minnzt með hófi n.k. miðvikudagskvöld, en þá munu konur jafnframfc minnast sjötugsafmælis formanns bandalagsins, Aðal- bjargar Sigurðardóttur. Afmælishófið hefst með borð- haldi í Sjálfstæðishúsinu kl. 7 á miðvikudagskvöld. Verða þar ræður fluttar og ýms skemmti- atriði. Öllum konum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, en einkum er þó heitið á félags- konur í bandalagsfélögunum að fjölmenna. ♦ 20 félög innan banilalagsins. Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí 1917 og höfðu aðallega forgöngu um stofnun þess þær Steinunn H. Bjarnason, Inga Lára Lárus- dóttir og Hólmfríður Árnadótt- ir. Stofnendur bandalagsins voru 9 kvenfélög hér í bæ; nú eru bandalagsfélögin 20 talsins, Þjóðleikhúsið frumsýnir „Sumar í Týról44 í kvöld í kvöld er frumsýning í Þjóðleikhúsinu á óperettunni „Sumar í Týról“ eftir Hans Muller og austurríska tón- skáldið Ralph Benatzky. Leikstjóri er Sven Áge Larsen, sem setti „Kátu ekkjuna" á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrra, en hljómsveitarstjóri er dr. Victor Urbancic. Óperettan „Sumar í Týról“ var frimisýnd í Vínarborg ár- ið 1931. Á frummálinu heitir hún „Im weissen Rössel“ (I Hvíta hestinum) en það er nafn á frægu gistihúsi í austurrísku Ölpunum. í nágrannalöndunum hefur hún hinsvegar jafnan verið nefnd eins og hér, „Sum- ar í Týról“. Óperettan hefur verið afar vinsæl erlendis og sýnd í flestum löndum Evrópu. Tíunda uppeldismálaþingið hefsi á Akureyri 12. júní Tíunda uppeldismálaþing Sambands íslenzkra barna- heitir á félagsmenn sína aðkennara og Landssambands framhaldsskólakennara hefst fjölmenna og láta ekki hlut Breiðfirðinga eftir liggja við skógræktina í Heiðmörk. — Breiðfirðingar, mætið kl. 2 e.li. í d.ag við Breiðfirðingabúð. N emendatónleikar Tónlistarskólans Hinir árlegu nemendatónleik- ar Tónlistarskólans verða haldnir í dag kl. 2 í Austur- bæjarbíói. Þar koma fram 19 nemendur skólans og leika á ýms hljóð- færi, svo sem píanó, fiðlu og klarinettu. Meðal þessara nem- enda eru þrír sem ljúka burt- fararprófi í vor. Aðgangur að tónleikunum er ókéypis og öllum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða afhentir hjá Eymundsson og í Tónlist- ai'skólanum til hádegis í dag. á Akureyri 12. júní n.k. og mun því ljúka 15. júní. Þatta er þriðja uppeldismála- þingið sem Samband ísl. barna- kennara og Landssamband framhaldsskólakennai'a halda sameiginlegt. Þetta er ekki full trúaþing og er öllum kennurum heimill aðgangur að þinginu. Ný náinsskrá. Nefnd hefur verið starfandi að undirbúningi nýrrar náms- skrár fyrir barnaskólana og flytur Helgí Elíasson fræðslu- málastjóri framsöguerindi á þinginu um hina nýju náms- skrá. Aðrir sem erindi fl.ytja á þinginu verða Jóhann Frímann, dr. Matthías Jónasson, Stefán Jónsson námsstjóri og Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi mun segja frá för sinni til Banda- ríkjanna. Ríkisútgáfa námsbólfa. Á tveim uppeldismálaþingum hefur móðunnálskennslan ver- ið eitt aðalmálið, en á þessu þingi verður einkum rætt um kennslumál og kennslutæki og alveg sérstaklega um náms- bækur, en samkvæmt lögum á Ríkisútgáfa námsbóka nú einn- ig að gefa út námsbækur fyr- ir 2 fyrstu ár gagnfræðastigs- ins. Skólasýning. Annan dag þingsins verður opnuð skólasýning og verður á henni handavinna og teikning barna á Akureyri. Þá hefur upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna boðizt til að leggja til sérstaka. námsbókásýningu. Formaður Sambands ís- lenzkra barnakennara er Gunn- ar Guðmundsson, yfirkennari við Laugarnesskólann, en for- maður Landssambands fram- lialdsskólakennara er Helgi Þorláksson, yfirkennari við við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Auk þess hefur hún verið kvik- mynduð oftar en einu sinni og var ein útgáfan sýnd hér fyr- ir mörgum árum. Lögin í óperettunni eru flest vel þekkt og vinsæl hér á landi sem annars staðar. Meðal þeirra er eitt, sem eitt sinn var sungið hér í revýu við textann „Hvað getur liann Stebbi gert að því þótt hann sé sætur“. Eins og i flestum óperettum er mikið dansað í „Sumar í Týról", en dansana hefur leik- stjórinn Sven Age Larsen sam- ið. Þau Bryndís Schram, Anna Guðný Brandsdóttir og Helgi Tómasson dansa sóló, en auk þeirra eru 10 aðrir dansendur. — Þjóðleikhúskórinn kemur einnig fram á sýningunni. Hlutverk í óperettunni eru 25. Sænska óperusöngkonan Evy Tibell fer með aðalhlutverk ið en helztu leikarar aðrir eru Bessi Bjarnason, Ævar Kvaran, Hanna. iBjarnadóttir, Ólafur Jónsson, Helgi Skúlason, Bald- vin Halldórsson, Rósa Sigurð- ardóttir, Gestur Pálsson, Helgi Tómasson. Óperettan er í þrem þáttum og ier fram úti fyrir gistihús- inu „Hvíta hestinum“ og í um- hverfi þess í Týról, nokkrum árum fyrir fyrri lieimsstyrjöld- ina. Búningar eru mjög skraut- legir og fallegir. Þeir eru saum- aðir í saumastofu Þjóðleikhúss- ins, undir stjórn Nönnu Magn- ússon, eftir teikningum Lárus- ar Ingólfssonar. Lárus hefur einnig teiknað leiktjöldin. Loft- ur Guðmundsson hefur þýtt textann. Önnur sýning á óperettunni verður annað kvöld og þriðja sýning á miðvikudagskvöld. þ.á.m. öll pólitísku kvenfélögin. Fyrsti formaður Bandalaga kvenna í Reykjavík var kjörin Steinunn H. Bjarnason og gengdi hún því starfi til ársins 1925, er Inga Lára Lárusdóttir tók við formennsku. Ragnhild- ur Pétursdóttir var formaður bandalagsins frá 1931 til 1943» er Aðalbjörg Sigurðardóttir var kosin til formennsku. Aðalbjörg liefur verið formaður Banda- lags kvenna síðan ,en með henni í stjórn eru nú Jónírtá Guðmundsdóttir og Guðlaug Bergsdóttir. Stuðningur rfð margvísleg málefní. Tilgangur Bandalags kvenna í Reykjavík var í upphafi; 1)] að efla samúð og samvinnií meðal kvenna, 2) styrkja sér- hvert gott málefni, 3) styðja stofnun héraðssambanda kven- félaga, og 4) koma fram fyrir íslands hönd á kvennafundum erlendis. Gekk bandalagið S upphafi í Alþjóðakvennasam- bandið og átti nokkrum sinnumi fulltrúa á fundum þess. Er Kvenfélagasamband Islanda var stofnað 1930 tók það við tveim síðarnefndu verkefnumi Bandalags kvenna í Reykjavík. Síðan hefur bandalagið veriS eitt af þeim héraðasamböndumi sem skipa kvenfélagasamband-í ið. Bandalag kvenna í ReykjavíK hefur látið fjölmörg mál til sía taka. Til dæmis má nefna að Barnavinafélagið Sumargjöfi var á sínum tíma stofnað a® tilhlutan bandalagsins og þaðí kom fyrst fram með liugmynd- ina um kvennaheimili í Reykja- vík, Hallveigarstaði. Bandalag- ið hefur þó einkum látið séE annt um skólamálin í bænum, einnig látið sig miklu skipta ýmis almenn mál, svo sena skatta- og tryggngamál. Eno má nefna, að bandalagið varð fyrst til að hreyfa málinu unn byggingu fæðingardeildarinna® nýju í Reykjavík. í Uppboð ] áóskilamunum ^ í gær var haldið f jörugt upp- boð á óskilamunum, sem veri§ hafa í vörzlu lögreglunnar. Fór það fram við Templara- liöllina við Fríkirkjuveg og val talsverður mannfjöldi viðstadd- ur. Talsvert var þar eigulegra muna, svo sem reiðhjól, og þrí- hjól og var boðið í þau af kappi. Seðlaveski og buddux voru boðin upp í kippunt, kassar með allskyns dóti, ráp- tuðrur og minnkaskinn máttS einnig sjá þar. Lögreglan hef- ur uppboð á óskilamunurffl tvisvar á ári og er af nógis að taka, því fólk virðist ekki telja það ómaksins vert a® reyna að hafa upp á munum, sem það týnir. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.