Þjóðviljinn - 03.09.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 03.09.1957, Side 7
---- Þriðjudagur 3. séptember 1957 — ÞJÓÐVILJINN _______ (7 E I i -i itt af mörgu sem ungir listamenn, skáld og rithöfund- ar barma sér yfir er skortur á ferðapeningum. Talsmenn þeirra nota líka hvert tæki- færi til að sannfæra fólk um að þeim sé það andleg lífs- nauðsyn að skoða sig um í heiminum og fyrst og fremst að kornast til Parísar. Eitt er þeim þó að mínum dómi enn- þá nauðsynlegra sumum hverj- um: að komast burt úr París. Hér á ég við þá sem virðist hafa legið svo á að komast til Parísar og verða franskir að þeir gáfu sér ekki tíma til að verða íslenzkir áður en þeir fóru, og eftir heimkomuna halda þeir áfram að vera franskir og dveljast í þeim heimi þar sem blaseruð fegurð- ardýrkun fyllir sali eins og ilmurinn Soir de Paris og menn éta nýjustu tízkufirrur hver úr annars lófa eins og Hors d'euvre. Enginn skilji þó orð mín svo að ég sé andvígur því að ung skáld og rithöfundar skoði sig um í heiminum. Víst getur það orðið þeim til ómetanlegs þroska að kynnast því mann- lífi sem lifað er í öðrum iönd- um, og þar á meðal París. En ef það félli í minn hlut að útbýta ferðapeningum handa þessum mönnum, þá mundi ég fyrst vilja leggja fyrir þá nokkrar spurningar: Hvað veiztu um líf íslenzkra verka- manna? Hvað veiztu um líf íslenzkra sjómanna? Hvað veiztu um líf íslenzkra bænda? Og ef ég kæmist að raun um það, sem mig grunar reyndar að verða mundi um þá suma, að þeir hefðu ekki einu sinni fund- ið hvöt hjá sér til að skreppa niður í Verkamannaskýli í kaffi- tímanum til að tala við eyrar- karlana, né labba niður á ver- búðarbryggjur þegar bátarnir koma að til að rabba við sjó- mennina, hvað þá að ráðast í það fyrirtæki að fara með rútubíl upp í sveit að hitta einhvern bóndann að máli, en hefðu skipt öllum tíma sínum milli veitingaborðs og skrif- borðs, þá mundi ég segja við þá: Nehei, mínir elskanlegu, þið fáið enga ferðapeninga. Þið hafið ekkert t.'l útlanda að gera. Sá sem hefur ekki minnsta áhuga á mannlífi sinna eigin heimkynna, hann bætir engu við mannlegan þroska sinn í Parfs. N Ji ^ æst nauðsyninni að skoða s:g um í heiminum skilst manni gangi nauðsynin að lesa bækur. Ýmsir talsmenn ungra höfunda og rnargir gáfuðustu gagnrýnendur klifa á þvi sí og æ að voniaust sé fyrir þá að ná máli í grein sinni nema þeir hafi öðlazt fullkomna þekkingu á bókmenntum he'msins og kynnt sér einkum og sér í lagi nákvæmlega allar nýjustu stefnur á sviði ritlist- ar og skáldskapar. Þegar þess- ir ungu menn taka sér hvíld frá að sitja við skrifborð og fága stíl sinn og form, eiga þeir sem sé að sitja í hæg'nda- stóli og iesa bækur. Þetta er ein þeira kenninga sem ég tel að geti orðið, og hafi orðið, nokkuð svo hættu- leg ungum skáldum og rithöf- undum. Þeim er að vísu hollt að hafa góða þekkingu á bók- menntum he'msins, kunna skil á nýjum stefnum í ritlist og skáldskap. En einnig bóklest- ur getur gengið út í öfgar. Og hér koma hugleiðingar mínar enn í sama stað niður: Hithöf- undur á ekki að eyða svo mikl- um tíma í lestur bóka, að hann hafi engan tima aflögu til að kynnast fólki. Mér liggur við að segja að bækur eigi við flesta menn meira erindi en rithöf- und. En hin iifandi manneskja á við rithöfundjnn meira er- indi en nokkurn mann annan. Flestar manneskjur eru auk þess merkilegri en flestar bæk- ur. En það er að mínum dómi frumskylda hvers rithöfundar að kynnast sem bezt því lífi sem lifað er í kringum hann, draga saman sem mqst af þeim mannlegum þroska sem býr breyttir lesendum veltum þvi fyrir okkur af hverju þetta stafar. Til dæmis allur þessi þrýstingur kringum hjartað, gæti ekki hugsazt hann stafaði af þvi hvað mennirnir remb- ast mikið við hvert orð, hvað þeir taka ógurlega mikið á þarna sem þeir sitja við skrif- borðið sitt lon og don? Helztu aðdáendur þeirra hafa þó á takteinum aðrar og tiikomu- meiri skýringar: Þessir ungu menn eru að túlka viðhorf samtíðar sinnar Þeir eru sann- ir og einlægir í skáldskap sin- um, þessvegna tjá þeir okkur sorg lífsins, og þeir tjá okkur ekki annað en sorg lifsins, af því að lífið er ekki annað en sorg. Þetta ér eitt af mörgu varð- andi, verk ungra skálda og rit- höfunda sem ég á erfitt með að kingja. í fyrsta lagi neita dag ævi sinnar á meðan þið sátuð við skrifborð eða veit- ingaborð og rembduzt við að vera séní. Gerið þetta, og þið munuð finna gleðina og skilja að hún á erjndi í bókmenntir nútímans engu siður en sorgin. Og þið munuð finna fegurðina, hina einu sönnu fegurð, hina tilgerðarlausu fegurð hvers- dagslega lífs. Og þið munuð finna bjartsýnina og skilja að sá sem vill túlka raunverulegt viðhorf samtíðar s.'nnar getur, þrátt fyrir allt, verið bjartsýnn á að vera bjartsýnn. Því að líf- ið er yfirleitt bjartsýnt, og fólk Þess, þetta óbrotna alþýðufólk, það er yfirleitt bjartsýnt. Aust- ur á Norðfirði var að vísu einn gamall maður sem spáði því á hverjum sólskinsmorgni að hann mundi .rigna upp úr há- deginu, en að öðru leyti var fólk þar yfirleitt sannfært um að þessi blessuð blíða mundi haldast að minnsta kosti þrjár vikur. Enda kom varia fyrir að hann r gndi upp úr hádeg- Jónas írnason: Hugleiðingar út af HAUSNUM með því fólki sem er honum samtíða og festa hann á bæk- ur eftir beztu getu, svo að á- hrjfa þessa þroska megi halda áfram að gæta eftir að viðkom- andi fólk er horfið af sjónar- sviðinu. Þetta kann að virðast þversagnakennt, en það sem ég, óbreyttur lesandi, vildi í þessu sambandi segja við þann ungan höfund sem ef til vill nennti að hlusta er á einföldu máli þetta: E girðu tveggja kosta völ, að tala við manneskju eða lesa bók, þá skaltu að öðru jöfnu tala við manneskjuna. Það er ekki víst að þú hafir nema þetta eina tækifæri til þess. Sittu það ekki af þér við lest- ur bókar. Bókina hefurðu á vísum stað i skápnum. Þú get- ur alltaf lesið hana þegar ekk- ert betra er að gera. Og jafn- vel þó hún glatist er oftast hægur vandj að útvega sér nýtt eintak. Því að af flestum bókum eru mörg eintök. En af hverri manneskju er aðeins eitt. o sem fór til TUNGLSINS g þegar hér er komið væri ekki úr vegi að minnast ofuriítið á bölsýnina Bölsýnin er eitt helzta ein- kennið á verkum ungra skálda. Sumir þeirra yrkja bókstaflega eins og þeir hafi étið arsenik og séu að semja þetta meðan þeir bíða þess að eitrið verki. Nær undantekningarlaust er sál þeirra þrúguð af alvöru heimsins eins og rúilupylsa undir þungu fargi. Oftast er hjaría þeirra alveg að springa. Margir þeirrg virðast vera í stöðugri iífshættu við skri- borðið. Það er eðlilegt að við ó- ég því að lífið sé ekki annað en sorg. Það skáld sem ekki finnur í lífinu annað en sorg hlýtur að vera eitthvað bilað. Og ef ég tryði því að ungu skáldunum væri full alvara með allri þessari sorg, þá mundi ég ráðleggja þeim — Síðari hluti áður en þau yrkja meira — að tala fyrst við Helga Tóm- asson. En ég er sannfærður um að megnið af þessu er — sem bet- ur fer — ekki annað en upp- gerð. Ungu skáldin eru yfirleitt hvergi nærri eins sorgbitin og þau látast vera. Alvara þeirra flestra er engin alvara, heldur skáldskapur, leiðinlegur skáld- skapur. Sorg þeirra er ræktuð sorg, eins og þau skegg sem ungl'ngar láta sér vaxa til að sýnast rosknir menn. Og hvað viðvikur þrýstingn- um kringum hjartað, þá á hann sér mjög eðlilega orsök. Hann stafar af hreyfingarleysi. Mennirnir eru búnir að sitja svo lengi við veit'ngaborð eða skrifborð að blóðrásin er farin úr lagi Og ég skal benda þeirn á einfalda lækningu. Standið upp og teygið úr ykkur. Farið út og andið að ykkur hreinu lofti. Fáið ykkur andlega og líkamlega heilsubótargöngu út í lifið, til fundar við fólkið í landinu, þetta prýðilega ó- breytta alþýðufólk sem þekkir lífið, þekkir það eins vel og þið eruð ókunnugir því, af því að það hefur lifað því hvern inu, og stundum hélzt þessi blessuð blíða í þrisvar sinnum þrjár vikur. Og sorgina, já sorgina Hka, vinnulega munuð þið líká finna sorgina. En ekki þá sorg sem er ræktuð við skrifborð til að vera uppistaða í fáguðu ljóði, heldur hina djúpu sorg er dynur yfir sem andstæða hinnar björtu og einföldu gleði lífsins, og þá munuð þið tala um sorgina af minni tilgerð og meiri alvöru á eftir. o g nú er kominn tími til að fara að slá botninn í þess- ar hugleiðingar. En það sem ég vildi helzt leggja áherzlu á er í fám orð- um þetta: Nýjungar í stíl og formi geta vissulega orðið til að hressa upp á íslenzkar bók- menntir. En nýjungar eru ekki einhlítar, frumlegur og fágað- ur stíll er ekkert takmark í sjálfu sér, form ekki heldur. Við dæmum ekki náungann eftir þejm fötum sem hann kann að klæðast, heldur þeirri persónu sem hann hefur að geyma. Við eigum ekki heldur að dæma bókmennt'.r eftir stíl og formi eingöngu, heldur fyrst og fremst eftir þvi lífi sem í þeim er að finna, eftir þeim mannlega þroska sem í þeim er fólginn. Og það er hlutverk íslenzkra skálda og rithöfunda að skapa íslenzkar bókmenntir, en til, að skapa íslenzkar bók- menntir verða þeir að hafa til að bera islenzka reynslu, þekkja íslenzkt líf eins og því er lifað í „þjpðardjúpinu" sem Kiljan ka laði svo í nóbelsverð- launaræðunni. Það er kannski hægt að læra vinnubrögð í París, læra að verða stil- og formsnillingur, en slík snilld er- íslenzku skáldi eða rithöfundi einskisvirði nema hann eigi hiéí innra með sér, í huga sínum og. þó umfram allt i hjarta sínu þann mannlega þroska og þau þjóðiegu verðmæti sem eini geta orðið efniviður sannra ís- lenzkra bókmennta. Það væri eins og að eiga hefi) en enga spýtu. Að lokum vil ég svo, til aö fyrirbyggja m;sskilning, tjá ýmsum þeim mönnum, sem. hafa tekið að sér að vera tals- menn og forustumenn ungra listamanna, skálda og rithöf- unda, virðingu mína. Eg veit að í hópi þeirra er að finna. meiri og einlægari hugsjóna— menn en víðast hvar annars- staðar, menn sem eiga þá ósk: heitasta að veita nýju lífi £ íslenzkar bókmenntir, ekki að— eins • vegna bókmenntanna sjálfra heldur fyrst og fremst. vegna fólksins í landinu, þjóð- arinnar allrar, að bókmennt rn- ar megi hefja hana til hærrS menningar og þroskaðra and- legs lifs, og mér er vel kunn- ugt að þessari hugsjón fórna. þeir tíma sínum, gáfum og starfskröftum af dæmafárri ó- sérplægni. Þó langar' mig aö gauka að þeim einu litlu heil- ræði: Farið ekki og geyst. Var- izt að breikka enn það biií milli ungra skálda og almenn- ings sem þegar er orðið í- skygg'lega breitt. Gerið skýrar greinarmun á menningarlegumt nýjungum og skrípalátum. Bar- átta ykkar er til einskis ncma almenningur fái traust á ykkur ,. vilji hlýða á mál ykkar og lærL þannig að meta það sem gott kann að vera í verkum ungra. skálda og rithöfunda. En al- menningur mun aldrei fást til að lúta menningarlegri leiðsögR; manna sem _h'ann álítur verss. „andlega krossfiska". Verk serrs. birt eru almenningi sem dæmí um verðleika nútímabók- mennta, fagurra lista og menn- ingar, en orka á hann sem geð- veiki eða argasti prakkar- skapur, geta haft mjög háska- legar afleiðingar. Þau eru tii þess líklegust að espa hinsi eldri og þroskaðri alþýðumemt: tT heiftúðugrar andstöðu gegrx öllum nútímabókmenntum og listum, en vekja með hinum. yngri vantrú og ógeð á allri sannri menningu. Alvarleg að- vörun um þetta síðastnefnda voru viðbrögð félaga minna á síldarskipinu sem, eftlr lestur sögunnar um hausinn sem fór til tunglsjns, sökktu sér enn dýpra en áður niður í þau rit þar sem fullkomið andleysi rik- ir í félagi við menningarlegars: sora. En sá sem bar mesta sök á þessu var ekki höfundurinn. sem eflaust hafði samið söguna af helberum ungæðishætti. heldur ritstjórinn sem sendi hana fyrir augu almennings með stimpil háleitrar menning- ar og merkilegra bókmennta. Það er sem sé mikil ábyrgð að berjast fyrir viðurkenningu nýja tímans í bókmenntum og listum. f stuttu máli sagt og umfram allt: Látið ekki ungu skáldin leika sér að því fyrir augum almennings að senda hausana af sér til tunglsins. Hafnarfirði, ágúst 1957.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.