Þjóðviljinn - 27.10.1957, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1957, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Suanudagur 27. október 1957 Lagt'orð í belg — Deilur lónasar Árnasonar og Ritstjóri: Sveinn Kmtinsson Haustmót Taflfél ags Reykj avíkur í þann mund, er Friðrik Ól- afsson er að ýta úr vör til að „höggva mann og annan“ í útlandinu, leiða milli 60 og 70 íslenzkir skákmenn saman hesta sína á innanfélagsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem nú er að hefjast. Teflt er í fjórum fJokkum: meistara- flokki, fyrsta flokki, öðrum flokki og uuglingaflokki, og er það vissulega ánægjuleg ' þiróun. að. skákáhugi unglinga iirnan fermingaraldurs skuli vera svo almennur að stofna skuli þurfa sérstakan flokk fyrir þessa uppvaxandi skák- menn framtíðarinnar. í unglingaflokknurn, sem telur 11 keppendur, tefla með- ai annars tveir bræður, harla ungir, sonarsynir hins látna skákjöfurs Péturs Zophonias- ■ sonar, sem var frumkvvðull að stofnun Taflfélags Reykja- víkur aldamótárið og fremsti skákmaður félagsins lengi síð- an. Hefur „skáksýkin" þannig reynzt vera arfgeng, auk þess sem hún ku vera bráðsmit- andi. Það var eldlegur áhugi í áugum þessara litlu hnokka, þegar þeir voru að draga númerin sín á sunnudaginn var. Og 'bótt þeir veiti að sjálfsögðu ekki þungu hlassi til að byrja með. ’þá gætu þeir þó fyrr en varir farið að velgja. sér eldri mönnum. í þessu sambandi dettur mér í hug haustið 1916, þeg- ar Friörík Ólafssou kom fyrst fram opinberlega í.skákkeppni á Skákþingi Isiendinga. Hann var þá 11 ára að aldri og eini unglingurinn á mótinu. 1 byrjun urðu nokkrar um- ræður um það, hvort hann væri tækur í annan flokk fyr- ir æsku sakir, enda mun hafa skort iágafyrirmæli þar að lútandi. Komst þá einhver spakur maður svo að orði, að réttast mundi að hleypa Frið- rik í mótið, enda mundi hann sjálfsagt ekki „gera neinum mein“. Friðrik náði nú að visu ekki hátt í þessari fyrs.tu keppni, en sú va.rð þó raunin, að hann átti eftir að gera fieiri mönnum og stærri, meira ,,mein“ við skákborðið en nokkrum landa hans hefur ennþá auðnazt. Eins gæti far- ið með marga þá unglinga, sern nú eru að hefja sína fyrstu skákkeppni, að þeir yrðu innan tíðar hættulegri hinum eldri skákmönr.um en hann gæti nú órað fyrir. 1 öllum hinum flokkunum á Haustmótinu eru ungir og upprénnandi skákmenn í meirihluta. í meistaraflokki t.d. er fátt liinna eldri, þékkt- ari meistara en nýliðar, upp- rennandi stjörnur, margir hverjir setja sinn svip á hóp- inn. Aðeins tveir keppenda Gunnar Gunnarsson og Sveinn Kristinsson hafa áður unnið þann titil sem nú er teflt um, þ.e. orðið ipnanféiagsmeistar- ar Taflfélagsins. Af öðrum keppendum sem líklegt má telja að harðast berjist um efstu sætin, má nefna þá Gunnar Ólafsson, Hauk Sveinsson og Kára Sólmurid- arson, sern allt eru harð- skeyttir skákmenn. með all- mikla reynslu að baki sár. Þá kemur Ólafur Magnús- son til með að verða mörguin erfiður þótt ungur sé að ár- um, og *kki má gleyma undra- manninum Guðmundi Arons- syni, sem kom öllum á óvart á Skákþingi Reykjavíkur í fyrra með því að smeygja sér upp í 3.-7. sæti og vinna meðal annars sjálfsn Reykja- víkurmeistarann lnga R. Jóhannsson í harkalega tefldri skák. Guðmundur er innan við tvítugt, og má því mikils af honum vænta. Ég rnun svo ekki hafa uppi frekari spádóma um úrslit Haustmótsins, hvorki í meist- araflokki né öðrum flokkum, held-ur bíða og sjá hverju fram vindur. Við munum nú skreppa átján ár aftur í tímann og líta á skák, sem tefld var á Olympíuskákmótinu í Buenos Aires árið 1939. Er skákin einkar gott dæmi þess, hve fjarri fer því, að skák þurfi að vera viðburðasnauð eða þunglamaJeg þótt drottningum sé skipt upp snemma tafls. í þessari skák fer sem sé fyrst að færast verulegt líf í tusk- urnar eftir að dagar drottn- inganna eru taldir: Hvítt: Pleci (Argentína) Svart: Endelius (Lettland) 1. el e6 2. d4 t!5 3. Kd2 (Þegar skákin var tefld, var þessi leikur nýjasta tízka í frönsku tafli. Nú til dags er riddaranum leikið til d2 ög c3 jöfnum höndum). 3. ---- c5 4. HÍ3 tlxe4 (Þessi leikur er fágætur og ekki vel rökréttur, þar sem hann auðveldar útkomu hvítu mannanna. Bezt er 4 Rf6). 5. Rxe4 Rd7 6. dxc5 Rxc5 (Eftir 6 — Bxc5 7. Rxc5, Da5|- 8. c3, Dxc5 9. Be3 héldi hvítur betra tafli. Svartur tel- ur væntanlega að missir hrókunarréttarins hafi ekki aðsteðjandi hættu í för með sér þar sem drottningarnar fara um leið, en þar skjöplast honum þó illa). 7. DxdSý Kxtl8 8. Bg'5ý f6 (Betra var að leika Ke8 og síðan Bd7) 9. o—o—oý Ke8 (Eftir 9. — Kc7. 10. Rxc5, Bxc5 11. Bf4(- o. s. frv. væri svartur í vanda. 11. — Rxe5). 10. Bb5ý 11. Hd8 Stöðumynd Svart: Boleslavskí e5 ? 12.1 Kf7 A B C O E F G H llB'All K&H: s m i m I # i á r* ; 1 ■' ■ á i; Uf - OJ | ir { §§! ■ ■£m m ---■ tÆæ ÍH * HP i - ■N ' 1 " á,BÍII ■ Mz - A Ð C O E F G H Hvítt: Pirc (Kostuleg staða! Hvítur á tvo menn í dauðanum, en svartur má livorugan drepa. Drepi hann biskupinn, mátar hvítur í öðrum leik : Re5 og Ile8 mát. Og eftir 11. — Rxe4 12. Re5f Ke7. Ekki 12. fxe5 vegna 13. Be8 mát). 13. He8f Kd6 14, Framhald á 5. síðu Jóhannes.ar Helga. ÞÓTT ORÐASKIPTI þeirra Jónasar Árnasonar og Jó- hannesar Helga hér í blaðinu séu orðin alllangt mál, þá langar Póstinn til að ieggja lítilsháttar orð í belg, ekki sizt þar sem a.m k. ein af greinum -þeirra rithöfundanna. var stiluð á Bæjarpóstinn, en var of löng til að birtast þar. Jónas hóf mál sitt á því að ræða þær bókmenntir, sem skipsféiagar hans lásu sér til afþreyingar, þegar bræla var á miðunum; þar voru hin margnefndu glæpa- sagnatímarit nær eini bóka- kosturinn um boið, og þótti Jónasi illt að una slíku. Reyndi hann að telja fclaga sína á að kynna sér verk ungra, íslenzkra rithöfunda, en þeir voru ekki ginnkeyptir fyrir þvi, og fannst lítið til um skáldskap ungu rithöfund- anna. Gekk á því um tíma að- hvor hélt sínu fram, Jónas verkum migra rithöfunda, fé- lagar hans glæpatímaritunum, unz þeir komust vfir sönnun- argagn, sem Jónasi tókst ekki að hrekja. En það var. sagan um nausinn, . sem fór til tunglsiris. Eftir það slógu fé- lagar Jónasar því föstu, að ungir rithöfundar hér væru „andlegir krossfiskar“, og Jónas gafst að því er virðist upp við að verja málstað kol- lega sinna, rithöfundanna. Af þessu dregur Jónas þá álykt- un, að alþýðan hafi orðið fyr- ir vonbrigðum með ungu skáldin, telji jafnvel, að þau reyni að. gabba hana og blekkja, og því taki hún ..glæparitin og reyfarana fram yfir verk þeirra. (Ég tek það fram, að þetta er aðeins minn skilningur á orðum Jcnasar). Síðan leitast Jónas við að finna orsakirnar til þessa á- stands, og kemst að þeirri niðurstöðu, að „alltof rnikið af veikum ungra skálda og ritliöfunda séu skrifborðsbók- menntir", ungu rithöfuridarnir standi fjarri alþýðunni og trassi að afla sér þekkingar á vettvangi hins striðandi lífs, en sitji þeim mun fastar- að molakaffidrykkju á Laugavegi 11. >ETTA FINIýST naér verða að teljast allharður dómur um eina skáldakynslóð, enda finnst mér líklegt, að Jónas mundi sjálfur vilja undan- skilja æði marga af hinurn ungu rithöfundum okkar frá skrifborðsbókmenntafram- leiðslunni og kaffidrykkjunni við nánari athugun. Ég leyfi mér að nefna af handahófi ýmis verk ungra skáida og rithöfunda, sem mér finnst að alþýðunni værí sómi að eiga og lesa. Ef Vögguvísa Elíasar Mar kannski ekki fullboðlegt skáldverk? Eru smásögur Kristjáns Bender aðeins inn- antómav skrifborðsbókmennt- ir? Bera sögur á borð við Ivaupverð gæfunnar eftir Jón Dan því helzt vitni, að höf- undurinn lmfi setið ion cg don yfir morakaffi á sjoppu, utan- garna við lífið í kringum sig og gersneyddir skilningi á sálarlif fólksins? Og hvað um Dimilviku Hannesai' Sig- urðssonar og Þorp Jóns úr Vör?— Nei, ef alþýða manna segir, að þetta séu skrifborðs- bókmenntir, sem henni sé van- sæmd að eiga og lesa, þá held ég því hiklaust fram, að sííkt stnfi eltki af því, að h'ífundar nefndra verka sévr „andlegir krossfiskar“, heldur vantar þá eitthvað í alþýð- una, eða að hún hefur glatað einum dýrmætum eiginVeika sínum. Ég segi ef, af því að ég trúi því ekki, að alþýðan neiti að viðurkenna nefnd verk cg 'miklu fleiri sambæri- leg veric ungra höfimda sem góðar bókmennir. Hitt er svo annað mál, að frá hendi sumra ungra höfunda kemur slíkt reginþivaður og Vtleysa, að mann furðar á því að nokkur sæmilegur maður skuli ætla sér þá dul að telja fólki trú mn, að samsetningur þessi sé tíginn skáldskapur. Og' hér standa ungir höfund.ar og talsmenn beirra illa að vígi: þeir hafa gengið of langt \ áróðrinum fyrir formtilraun- urn og ýmsum sýningum í framsctningu ritaðs máls. Það er afsakanlegt, þótt ung skáld og rithöfundar semji lé- leg og einskisnýt verk í og með, slíkt h.efur viljað, við brenna fyrr en á okkar tím- um, og eldri skáldakynslöðin Framhald á 10. síðu. Nýkomnir Tékkneskir karlmaiinask““ með leður og svampsólum. Þægilegir Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi38 Snorrabraut 38 — Garðastræti6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.