Þjóðviljinn - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1957, Blaðsíða 6
g)B) — ÞJÖÐVILJINN — Suimudagur 1. desember 1957 ÞIÓÐVILIINN ÚtBefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósialistaílokkurinn. - Ritstiórar Maenús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prent- smiðia: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur). — Askriítarverð kr. 25 á mán. í Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. íslenzk hugsun dag eru Iiðjn 39 ár síðan ísland endurheimti fullveldi sitt og náð var e'inum mikil- Vægasta áfanga í íslenzkri sjál|staeðisbaráttu. Sú langa barátta sem leiddi til sigurs- ins, verður ekki rifjuð upp hér, en rík ástæða er til að minna á að vopn íslend’inga í þeirri baráttu voru ævinlega rök, sem sótt voru í hagsmuni og óháð viðhorf íslendinga sjálfra. For- ustumenn þjóðarinnar voru alltaf' íslenzkir í hugsun sinni og sóttu röksemdir sínar í ís- lenzkan veruleika. jkví er þetta rifjað upp, að þeir menn, sem kallað hafa nýtt hernám yfir íslendinga og vilja . halda því, eru fyrir löngu hættir að beita rökum í málflutningi sínum, þaðan af síður örlar nokkurn tínia á því að þeir hugsi eins og fslending- ar. Segja má að í upphafi haíi þespir menn reynt að styðja verk sín röksemdum; þeir bjuggu til þá kenningu að hætta væri á styrjöld og því þyrfti að tryggja íslendingum vernd, og þótt forsendurnar væru upplognar og fjarri öllu skynsamlegu viti, var reynt að réttlæta afleiðingarnar á rökrænan hátt. En reynslan sjálf hefur fyrir löngu hrakið þennan málflutning gersam- le*a; sá maður fyrirfinnst ekki leigur í landinu sem dirfist af nefna „vernd“ og „öryggi" í ;ambandi vjð hemám íslands; al.ir vita að ef til stýrjaldar kemur er engum hættara en þeim sem heimilað hafa víg- hileiður í landi sínu. ! !, Cliðan hafa hemámssinnar ver- M ið þess ómegnugir sð stýðja óþokkaverk sín nokkr- urh rökum. í stað.inn hafa þeir rejynt að magna með sem flesf- urji áhangendum sínum móður- sjúkt ofstæki, þeir hafa reynt «ð gera íslendinga að þátttak- endum í „krossferðinni gegn kommúnismanum“, þeir hafa skorað á íslendinga að fórna hagsmunum sínum og lands- rélúindum til þess eins að þjjina hrynjand.i heimsauð- vajdi. Einkanlega hefur verið kl fað á þessu ofstæki i Morg- unblaðinu og ekki sízt eftir að 5j aiTii Benediktsson tók þar ,vii! ritstjóm og hóf til æðstu snetorða í kringum sig í flokkn- ,um þá menn sem áður voru á- íjiðastir aðdáendur Hitlers á fslandi. f þessari ofstækisklíku örlar ekki á íslenzkri hugsun; hún_ talar aðeins um ísland sem „hlekk í keðju“. á her- iræðilegan hátt út frá stríðs- sjónarmiðum einhverra band- óðrja ; hershöfðingja í Atlanz- hafsbandalaginu. Framtíð ís- lenzku þjóðarinnar skiptir þessa menn engu máli; þeir hugsa aðeihs um ættjörð sína eins og peð á taflborði stór- veldanna og sízt víla þeir fyrir sér að fórna peði í skák ef það tryggir betri stöðu. Obrúanlegt djúp er staðfest milli þessa sjónarmiðs og hugarfars þe.irra míklu leiðtoga sem leiddu sjálfstæðisbarátt- una við Dani til sigurs. Þeir forustumenn í sjálfstæðisbar- áttunni, sem þjóðin dá;r og þakkar, settu Ísíand ævinlega öllu ofar og mátu aðstæðurnar einvörðungu af þeim sjónar- hóli. Hverja erlenda atburða- rás reyndu þeir að hagnýta til að tryggja þjóð sinni frelsi og sjálfstæði; þeir hugsuðu alltaf fyrst um ísland, hvaða skoðan- ir sem þeir höfðu á erlendum atburðum. Að vísu voru einn- ig þá til menn sem ekkí höfðu fest rætur í ættjörð sinni — dansklundaðir íslendingar, andlegir forfeður Bjarna Bene- diktssonar og félaga hans — en almenningur hefur kosið að láta gröf gleymskunnar geyma þá, og allur þorri þjóðarinnar hafði íslenzka hugsun að leið- arljósþ kað er fullvist -að enn lifir íslenzk hugsun með megin- þorra þjóðarinnar, og sjálf- stæðið verður ekki endurheimt með öðru móti en því að sú hugsun drottni. Menn greinir á um margt, jafnt innanlands sem erlendis, en þá er illa komið; ef íslendingar geta ekki þrátt fyrir það sameinazt um augljósustu hagsmuni sína, sjálfstæði sitt og frelsi. Vand- inn er sá einn að Íslendingar úr öllum flokkum sameinist um grundvallarátriði í sjálfstæðis- baráttu sínni og hafi hags- muni fslands eina að mæli- síiku. Þessi sameining er meg- inatriði, sem úrslitum ræður, og engir eru óþarfari íslenzk- um málstað en þeir sem reyna að torvelda slíka einingu með því að sundra hernámsand- stæðingum og telja sig eina réttlátá, eins og hinir fáráðu menn sem stjórna Frjálsri þjóð. TTýrir hálfu öðru ári sam- þykkti meirihluti Alþingis- manna að aflétta hernáminu; sú samþykkt var síðan staðfest af þjóðinni og áréttuð í stjóm- málayfirlýsingu núverandi stjórnar. Illu heilli og af ann- arlegum ástæðum hafa fram- kvæmd’r dregizt, en það skipt- ir ekki meginmáli ef sigur verður tryggður skjótlega, Þann 'sigur er hægt að tryggja á næstu mánuðum ef hemáms- andstaíðingar hefja nýja sókn og hafa að vopnum íslenzka hagsmuní gegn þeim annariegu öflum sem t fiafa fyrir löngu týnt síðuslú föksemdum sínum og slitið síðustu tengsl sín við íslenzka sögu og íslenzkan verulcika. ■ , „Ef einn einasti Islendirtgur er til.. u í kvöld hefur Sigurður Bjarnason, ritstjóri Morgun- blaðsins, verið valinn til þess að tala í ríkisútvarpið á fullveldisdegi íslendinga. Síð- ast liélt Sigurður ræðu í út- varpið þennan dag fyrir réttum 12 árum, skömmu eftir að Bandaríkin höfðu krafizt þess að fá þrjár her- stöðvar í landinu til 99 ára. Hér fer á eftir í heild nið- urlag þeirrar ræðu, og geta hlustendur borið það saman við það sem Sigurður kann að hafa að segja um sömu efni í kvökl: „En þegar framtíðina ber á góma vaknar strax spum- ingin: hvernig verður sjálf- stæði íslands örugglegast trjggt. Eigum vér að selja eða leigja hinum glæsilegu lýð- veldum Vesturheims land vort eða hluta þess undir hernaðarbækistöðvar til þess að þau taki eiliflega að sér vernd Islands, eins og nokk- nr erlend og innlend blöð hafa rætt um undanfarnar vikur? Eða eigum vér að leita verndar úr annarri átt með svipuðum skilyrðum? Það er hvorki hægt að hugsa né tala nú, 1. desem- ber, án þess að minnast á þessar spurningar og svara þeim. Og mitt svar er á reiðum höndum: íslendingar eiga ekki að leigja neinu erlendu ríki hemaðarbækistöðvar í landi sínu. Það er óþarfi að spyrja vegna hvers. í fyrsta lagi er sú leið hæpin til aukins öryggis. Fomstumenn stórþjóðanna lýsa því nú stöðugt yfir, að ef til nýrrar styrjaldar komi með þeim vopnum, sem nú em til sé ekkert öryggi til, hvar sem sé á hnettinum. íslenzka þjóðin er því jafn öryggislaus í landi sínu, ef til styrjaldar kemur, þótt hún hafi leigt hluta af því undir hernaðarbækistöðvar erlends stórveldis. í cðru lagi vilja íslend- ingar hvorki leigja land sitt né selja. Slíkt getur engin þjóð gert sem ann sóma sínum og frelsi. Til þess að slíkur gerningur teljist hyggiiegur og annað en hreint pólitískt gjaldþrot, þarf áreiðanlega. að leggja annan mælikvarða á stjórn- aratliafnir á íslandi, en hingað til hefur tíðkazt hér. Vér vitum að gærdagurinn er liðinn. Vér vitum, að sjálfstæði Islands er ekki lengur skjól í einangrim landsins eða hlutleysisbók- staf stjórnarskrár þess. En þrátt fyrir það getur engmn trúað því, að vér tryggjum öryggi sjálfstæðis vors með afsali eða leigu sjálfra landsréttinda vorra. Ef einn einasti Islending- ur er til, sem vill til fram- búðar leigja Bandaríkjum Norður-Ameríku eða nokkru öðm ríki hernaðarstöðvar á íslandi hefur það verið dregið of lengi að ræða þessi mál fyrir opnum’tjöldum. En hvar er öryggið handa sjálfstæði vom, lífi og lim- um þessara 120 þúsund manna, sem byggja þetta land. Að því er ekki aðeins verið að leita handa íslend- ingum. — Milljónaþjóðirnar, stórveldin, em einnig að leita að því handa sér. Og lausnarorðið er alþjóðasam- vinna. Það er ekkert ör- yggi til, ef sii samvinna tekst ekki. Um það virðast stói-veldin vera sammála, enda þótt brydda sjáist á viðleitni þeirra til þess að skapa sér öryggi hvert gagn- vart öðm með því að hefja kapphlaup um hernaðar- bækistöðvar víða um heim. En stórveldin vita að í raun réttri finna þau ekkert ör- yggi í þessum ráðstöfunum, enda þótt þau reyni að telja einstökum þjóðum trú um, að þær séu þeim til verndar. Þess vegna er stöðugt unnið að því að treysta gmndvöll hins sam- eiginlega öryggis. Framtíðaröryggi Islend- inga og lýðvelöis þeirra veltur á því, eins og allra annarra þjóða að þessi grundvcllur finnist og verði traustur og varanlegur. Þar og hvergi annarsstaðar er skjóls að leita, ef afdrep verður á annað borð nokk- ursstaðar að finna. Þess vegna getum vér í enga átt liorft til öryggis fyrir ís- lenzkt sjálfstæði. Það er fjarstæða, sem furðulegt er að heyra rædda af Islendingum, að þátttaka vor í alþjóðasaimrinnu þurfi óhjákvæmilega að þýða framtíðardvöl setuliðs frá mörgum stcrveldum hér á landi. Ekkert slíkt liggur fyrir í þeim samþykktam, sem hinar sameinuðu þjóðir hafa sett öi-yggisstofnun sinni og vér höfum óskað að gerast aðili að. Það er ósk og von alira íslendinga, að þátttaka þeirra í alþjöðasamvinnu þurfi yfirleitt ekki að þýða dvöl herliðs frá nokkurri þjóð í landinu. Vírðist og torskilið, hvaða. ásræða ætti að vera til slíks eftir að refjalaus samviona hefur tekizt meðal þjóðanna, en á slíkri samvinnu einni er hægt að byggja varaniegt cryggi. Islendingar þurfa að hug- leiða þessi mál. Vér veróum að varast að láta getgátur eða æsifregnir innlendra eða erlendra blaða gera öryggis- mál vor út á við að deílu- efni milli flokka í landinu. Öryggis- og fullveldismál vor verða að vera hafin jcfir hið pólitiska dægiirþras. Til þess ber brýnni nauðsyn en vér e. t. v. gemm oss Ijóst nú. Megi íslenzka þjóðin bera giftu til þess að standa sam- einuð á verðinum um það, sem henni er dýrmætast af öllu dýrmætu, sjáift sjálf- stæði sitt, eilíft frelsi og fullveldi þess lýðveldis, er hún vígði sjálfri sér með einstæðum glæsibrag". LeiSréfting Eítirfarandi kafli úr Erlendum tíðindum í blaðinu í gær ruglað- ist svo í umbroti, að hann varð ólæsilegur. Lesendur eru beðn- ir afsökunar á mistökunum. T umræðunum um þetta mál er víða vitnað í bók sem út kom siðastliðið sumar. Höf- undur hennar er bandarískur herfræðingur, Henry A. Kiss- inger, sem falið var að gera grein fyrir níðurstöðum ráð- stefnu forustumanna í banda- riskum hermálum, en þeir höfðu verið kallaðír saman- til' að ræða núverandi hemaðar- aðstæður í heiminum. Kissing- er setur fram í bókinni „Nu- clear Weapons and Foreign FoIicy“ (Kjarnorkuvopn og utanrikisstefna) þá skoðun, að telja verði allsherjar kjarn- orkustyrjöld útilokaða. Af því leiði að Bandaríkin verði að búa sig undir að heyja smærri styrjaldir, þar sem kjarnorku- vopnum verði beitt á vígvöll- um, til þess að ná skýrt af- mörkuðum markmlðum. Hætt- an á vetniseyðingu heimsbyggð- arinnar þurfi ekki að verða til þess að Bandaríkin og Sovét- ríkin neiti sér um að berjast, ef þau gæti þess nógu vand- lega að beita öðrum fyrir sig og stilli sig um að ráðast be’nt hvort á annað. Tónninn í síð- ustu prédikunum Dullesar þyk- ir benda til þess* að kenningar Kissingers séu á góðri leið að verða hemaðarleg biblia Banda- ríkjastjómar. M.s. Drmining Alexamdrine fer frá Kaapmaniiahöfn 6. desember til Færeyja og Reykjavikur. Flutningur ósk- ast tilkynntur sem fyrst til skrifstofu Sanaeinaða í Kaup- mannahöfn. Frá Reykja.vik fer skipið 14. des. til Thorshavn og Kaupmannaliafnar. Tilkynn- ingar um flutning óskast sem fyrst, Skipaaígreiðsla Jes Zimsen Erlendur .FeMnrsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.