Þjóðviljinn - 20.12.1957, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1957, Síða 7
ÍFöstudagur 20. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN __________ (7 Horfnum stœrðfrœðisnillingi veitt doktorsnafnbót í París Frönsk yfirvöld verjast allra frétta af , afdrifum Maurice Audin Rektor og prófessorar Sorbonneháskóla í París hafa á sinn hátt fellt dóm yfir böð'ulsstjórn franskra yfirvalda í Alsír. í síðustu viku kom háskóta- rað Sorbonne sarnan og veitti 25 ára gömlum stærðfræðisnill- ingi doktorsnafnbót að honum fjarverandi. Iiiginkonan Ieitar Maurice Audin, efnilegasti ! stærðfræðingur sem komið lief- ur fram í Frakldandi um langt skeið, hafði sent doktorsritgerð sina til Sorbonne frá Algeirs- borg, þar sem ■ hann var að- stoðarprófessor. hlífarhermennirnir hafi gengiat af manni liennar dauðum. .1 „Hvað haíið þið gert af honum ?“ 1 Þrautalending frú Audin var að biðja opinbera rannsóknar- nefnd að taka mál manna hennar að sér. Mollet fyrrver- andi forsætisráðherra, skipaði þessa nefnd, til að kanna ákær- ur á hendur yfirvöldunum í AI- sír um pyndingar, fangamorð og önnur óhæfuverk. Tveir Níu ára telpa elur 12 marka dóttur landlæg! í Perú að börn ali born, sonur sex ára telpu uppkominn í fyrri viku ól níu og hálfs árs gömul telpa tólf marka dóttur í fæðingarheimili í Lima, höfuðborg Perú. Telpan heitir Hilda Trujillo og var nákvæmlega níu ára, sjö mánaða og 28 daga, þegar frurphiurður hennar kom í heim- inn. Ðeyfingarlaust Fæðingin var í alla staði eðli- leg, hríðir stóðu í fimm klukku- tíma og móðirin fæddi án deyf- ingar. Barnið var heiibrigt en Jæknar töldu að það myndi Sérstaða Júgóslava Miðstjórn Kommúnistabanda- iags Júgóslavíu birti nýlega sanx- þykkt, þar sem lýst er sam- þykki við þá ák’vörðun fulltrúa þandalagsins við þyltingarhátiða- höldin í Moskva að undirriía ekki sameiginleg'a yfirlýsingu kommúnista- og verkalýðsflokka 12 sósíalistiskra ríkja. Segja Júgóslavar, að þeir telji rang- ar ýmsar skoðanir, sem settar séu fram í yfirlýsingunni, en sá ágreiningur megi ekki og eigi ekki að hindra framvindu bróð- uriegs samstarfs' í baráttunni fyrir friði og sósíalisma. Komm- únistabandalag Júgóslavíu sé sem fyrr þeirrar skoðunar, að friður. friðsamleg samkeppni mismunandi hagkerfa og barátta framfarasinnaðra og lýðrseðis- legra afla innan hvers þjóðfélags um sig nxuni megna að létta af þeirrj kreppu, sem nú ríki í al- þjóðasamskiptum. Fréttamer.n í Belgrad hafa eftir embættismönnum þar, að Titó Júgóslavíuforseti hafi til- kynnt bandariska sendiherran- um. áð Júgóslavar óski ekki eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. hafa komið um mánuði fyrir tímann. Móðir Hildu, sem er þjón- ustustúlka, varð þess vör í júlí að ekki var allt með felldu með dóttur hennar. Fór hún til læknis, sem komst að raun um að telpan gekk með barni á fimmta mánuði. Faðir Hildu fór til lögregl- unnar og kærði 22 ára gamlan frænda hennar, sem búið hafði með f jölskyldunni í hreysi hennar, fyrir nauðgun. Fjögur dæmi I síðasta mánuði var Hildaj tekin til dvalar á fæðingar- heimili læknis að nafni Rol- ando Colareta. Þar skoðuðu lxana 16 læknar, fæðingarlækn- ar, kirtlasérfræðingar, geisla- læknar, geðlæknar og enn fleiri, Þeir komust að þeirri j niðurstöðu að hún væri í alla staði eðlilegt barn, einungis of- uriítið þroskalegri en flestar télpur á hennar aldri. Coiareta hefur starfað að ■fæðingarlækningum í 30 ár og á þeim tíma tekið á móti börn- um fiögurra mæðra undir ell- efu ára aldri. „Það er ekki fátítt, hvorki liér né annars- staðar, að börnum sé nauðgað", segir hann. „En það .er sjald- gæft að þungun e'gi sér stað á þessum aldri“. N.ú eru 18 j ár liðin síðan læknirinn hafði j undir höndum yngstu móðurj sem menn hafa sannar sagnir nf. Lina Medina varð þunguð fimm ára og átta mánaða og burður hennar var tekinn með keisaraskurði þegar hún var sex ái'a og fimm mánaða. Barnið var drengur og dafn- aði vel. Nú er Linda 21 ára og starfar á lækninsastofu dr. Gerados Lozada. læknisins sem gerði á henni keisaraskurðinn. Lozada sendi hana í skóla og kostar nú son hennar til mennta. Hann segir að nxltur- ínn hafi tekið eðlilegum þroska o°; sé góðum gáfum gæddur. Hann er að hugsa iim að læra til rafeindafræðings. Framtíð W'iMis sragen Miklar deilur erxi í Vestxir- Þýzltalandi um framtíð eins blómlegasta fyrirtækis landsins, Volkswagen bíla- smiðjanna í Wolfsburg. Verksrmiðjurnar liafa frá upphafi verlð reknar sem ríkisfyrirtæki, en nxi liefur ríkisstjórn Adenauers á döf- inni fyrirætlánir xim að gera þær að einkafyrirtæki með sölu lilutabréfa. Vestur- þýzka vefkalýðshreyfingin er því sindvíg' og verka- menn Volksxvagen, 37.000 talsins, gerðu verkfall til að mótnxæla sölu íyrirtækisins. Myndin sýnir forstjóra Volksxvagen, dr. lleinz Nordhoff, og starfsiiðið komið saman útifyrir verlc- smiðjuhyggingunni þegar milljónasta Volks-wagenbíln- unx var ekiff af færibandinu árið 1955. i-------------------1 Hermálaráðstelna A-bandaíagsins Spaak, framkvæmdastjóri A- bandalagsins hefur tilkynnt að í marz muni koma saman her- málaráðstefna allra 15 banda- lagsríkjanna. Hlutverk hennar verður að ákvcða endurbætur og breytingar á hernaðaráætl- un og vopnabunaði bandalags- inu. Doktorsritgerðin var tekin gild, en áður en doktorsvörn gat farið fram hvarf doktors- efnið. Það síðasta sem vi'tað er um hann með vissu er að franskir fallhlífarhermenn drógu hann brott af heimili sínu í Algeirsborg 11. júní í sumar. Siðan hefur kona Audins leit- að allra bragða til að hafa upp á manni sínum, en frönsk yfir- völd, bæði í Alsír og Paris, hafa. ekki virt fyrirspúrnir hennar svars. menn sögðu sig brátt úr nefnd- inni, vegna þess að þeir töldu að ríkisstjórn Mollets og yfir- völdin í Alsír legðu svo marga steina í götu hennar að rann- sóknarstarfið gæti ekki orðið annað en kák. Þeir sem eftir voru í nefndinni hafa skilað skýrslu um mál Audins og margra fleiri, sem ýmist hafa horfið í Alsír eða verið pynd- aðir til sagna í pyndingaklefum Massou hershöfðingja og manna. hans. Þær ríkisstjórnir borgara- flokkanna og sósíaldemókrata, sem setið hafa að völdum Pyndaður til bana Þegar fallhlífarhermennirnir, sem notaðir eru til að vinna verstu illvirkin í nýlendustyrj- öldinni í Alsír, tóku Maurice Audin fastan, sögðu þeir konu hans, að hann væri handtekinn vegna þess að grunur léki á að hann hefði haft samband við sjálfstæðishreyfingu Alsírbúa. Frú Aidin hefur krafið Massou hersliöfðingja, yfirfor- ingja fallhlífarliðsins í Alsír, sósíaldemókratann Robert La- coste, Alsírmálaráðherra og raunverulegan einræðisherra í Alsír, og aðra valdamenn sagna af afdrifum eiginmanns síns. Þeir hafa neitað henni um á- heyrn og látið bréfum ósvarað. Frá cðrum heimildum hefur fi'ú Audin fengið þær fregnir, að maður hennar hafi verið látinn sæta þeim hroðalegu pyndingum, sem frönsku yfir- völdin í Alsír gera sér að regiu að beita fanga sína, jafnt Evr- ópumenn og Serki, konur og karla. Frú Audin telur að fall- uði hafa allar verið sámmála um að stinga skýrslunni undir stól. Kaþólska nóhelsvei’ðlauna- skáldið Francois Mauriac liefur skrifað í l’Express um athöfu- ina, þegar Maurice Audin var sæmdur doktorsnafnbót fjar- verandi og að öllum líkinduin fallinn fyrir böðulshendi. Frá- sögn hans lýkur á þessa leið: „Menntamaður, vinstrisinnað- ur menntamaður —. Mér verS- ur hugsað til, af hvílíkri fyrir- litningu sum blöð nota þessi orð. Maurice Audin var einn af þeim. Hann var hluti af því göfugasta, því hreinasta, sem til er okkar á meðal. Hvað haf- ið þið gert við hann?“ Verðfali í Wall Street Sannana leitað með spútnikum fyrir keuningum Einsteins Sovézku gervitunglin rnunu gera kleift að fá tilrauna- sannanir fyrir vissum atriðum í hinni almennu afstæö- iskenningu Einsteins, segir sovézki vísindamaðurinn Vit- ali Ginsburg. Það verður nefnilega hægt að nota spútnikana til að ganga úr skugga um ósamræmið milli geimtímans og jarðtímans, breytingar á sporbaugsbrautum himintunglanna vegan aðdrátt- artruflana, tilveru enn fleiri aðdráttarsviða vegna möndul- snúnings hinna stóru stjarna og brevtingar á tíðni rafsegul- bylgna sem aðdráttaraflið veld- ui. Ginsburg sagði að hægt væri að ná meiri árangri rrieð því að fylgjast með ferðum gervi- tunglsins í eitt ár en með alda- löngum athugunum á plánet- unni Merkúr, þar sem breyting- ar á braut spútnikanna séu þrjátíu sinnum meiri en plánet- unnar. Verðbréí hafa fallið í verði á kauphöllinni í Wall Street í New York undanfarna daga. I fyrradag var verð- fallið að meðaltali einn ti! tveir dollarar á bréf. Fréttamenn segja að helzta' orsök verðfallsins sé versn- andi horfur í bandarísku at- , vinnulífi. Opinberar hag- skýrslur, sem birtar voru um síðustu heigi, sýna að iðnaðarframleiðsla Banda- ríkjanna dróst enn saman í síðasta mánuði og atvinnu- leysi jókst meira en í nokkr- um nóvembermánuði síðan 1949. I síðasta mánuði fjölg- aði atvinnuleysingjum í Bandaríkjunum um 680.000 og komust við það upp x 3.188.000.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.