Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 4
41) JÓLABLAÐ) ÞJÓÐVILJANS 19ST í smábæ einum við fjörðinn, skammt frá Björgvin, lokast heimferðargatan af fólki fyrir framan okkur. Heilt haf af fólki, óteljandi börn veifandi norskum fánum, hljómsveit. Hvað er um að Börn og fánar vera? Jú, þetta fólk er að fagna frændunum frá íslandi. Það er ekki á dagskrá að staðnæmast hér, og fararstjórinn bannar okkur að fara út úr bílnum, því þá verðum við of sein í veizluna hjá bænum! Óstundvísi og uppreisnar- hugur mörlandans er brott sigldi forðum ólgar gegn heragastundvísi. Maturinn getur átt sig! Eg vil sjá þetta fólk! Nú er gott að vera blaðamaður. Fararstjór- inn er starfsbróðir og hleypir mér umyrðalaust út á eftir manni til að þakka fyrir móttökurnar. Bíllinn er á alla vegu umkringdur brosandi fólki og börnum er veifa litlum fánum. Blómahlið. Hljómsveitin leikur þjóðsöngvana. Svo þokast bíllinn af stað út úr veifandi mannhafinu. — Þessi atburður er mér einn hinh minn- isstæðasti úr Noregsförinni. Mér var tjáð að hér hefði alls ekki átt að staðnæmast, en fólkið frétt að við færum þar um. Þetta fólk gat því ekki verið hingað komið af forvitni og nýungagirni einum saman, heldur var þetta mannamót óræk sönnun þess vinarhugar sem fjölmargt fólk vestanfjalls ber til íslendinga. Þeir í hópnum sem um kvöldið koma í fyrsta sinn • upp á Flöjfjallið ofan Björgvinjar (eitt hinna sjö fjalla ' bæjarins) falla í stafi af hrifningu. Ást við fyrstu Það verður ást við fyrstu sýn. Út- sýn sýnið þar uppi mun það fegursta sem nokkur bær í Skandinavíu hef- ur að bjóða. En það er ekki tími til að sinna slíkum ástum, því við erum dálítið skömmustulegir: orðnir of seinir að mörlanda sið, en hér eru gestgjafar okk- ar bæjarstjórn, generálar og fleira fyrirmanna. Það er mikil veizla um kvöldið. Gnótt fagurra orða af beggja hálfu. Þegar staðið er upp frá langborðum kemst ég í hóp starfs- bræðra minna og fleiri | góðra manna. Er m. a. kynntur fyrir bæjarfull- trúa kommúnista, því hér er mér gerður sá óverð- skuldaði heiður að vera talinn fulltrúi kommún- ista á íslandi. Verka- mannafl. og Kommúnista- flokkurinn stjórna Björg- vinjarbæ í bróðerni, kapí- talistum til mikillar hreil- ingar. Morguninn eftir er Jer- dal ekki í rónni fyrr en hann hefur gengið úr skugga um að enginn ís- lendinganna hafi gert sig sekan um þá sveita- að verða strandaglópur. Við þökk- um honum ágæta gest- risni og leiðsögn með fer- földu húrra þegar lestin 'JÍÉ! mennsku Það er ekki staðnæmzt Jerdal vinur okkar og for- sjá á brautarstöðinni í Björgvin er hann hefur rennur af stað. endahlega 1 fullvissað sig nm aff ! enginn fslending- Ú'rr en UPPÍ í Voss. Eg anna !hafi orffiff stranda- ^er með Sigurði glópur! Greipssyni, „manninum sem á Geysi“, en hér eiga Þeir Guðm. Hagalín margar góðar endurminn- ingar frá æskudögum. Hér lét Sigurður á ungum aldri ýmsa norska jafnaldra finna, að á íslandi lifa enn hamramir afkomendur fornra víkinga við góða heilsu. Uppi í Mýrdal skiptum við Bær Auðar um lest. Við snúum frá „Stórskafl- djúpúðgu inum“ og höldum með flaumsbraut- inni niður að Flaumi (Flám). Þessi stutti brautarkafli er frægur víða vegu fyrir hrikaleik og fegurð. Brautin liggur ýmist yfir hrikagljúfur, utan í þeim, inni í þeim eða framan í hlíðum og hömrum. Hér er það Grönlien o. fl. góðir Sognbúar sem leið- . e-. sögnina annast. Og löngu áður en við erum mett af hrikaleik hengifluganna erum við komin niður £ græna hlíð. Dalurinn er stuttur, við botn fjarðarins lítill bær, en rúmgott hótel. Svo göngum við á skip; sigling um Sognsæ er hafin. Til hægri við fjarðar- Þeir segja aff Björgvin sé byggð milli — og utani — 7 fjöllum og hér sjáið þiff aff allvíða er bratt þar. botninn er staður sem nefnist Aurland. Norðmenn fræða okkur á því, að frá þessum slóðum sé Auður djúpúðga komin. (Ekki tek ég ábyrgð á þeirri sagn- fræði). Suðureyskur sveitungi hennar tekur að leggja við eyrun. Á hvammmynduðum hjalla, skammt utan Aurlands, er bær sem enn kvað bera nafnið Hvamm- ur (Kvam), en svo heitir enn í dag bær Auðar heima i Dölum vestur. Við íslendingarnir munum flestir vanir fjörðum all- þröngum, með há fjöll til beggja handa. Hér sjáum við flestir í fyrsta skipti til beggja handa standberg er virðist % af hæð fjallanna. Sumstaðar er siglt svo nærri að hægt væri að kasta steini í land. Hér kváðu hafskip óhikað geta farið leiðar sinnar. Sognfjörður er hyldjúpur. Við leggjum að landi í Leikvangi (Leik- anger), ökum um í Kaupvangi (Kaupanger) og náum náttstað á Balaströnd (Balestrand) rétt fyrir rökk- ur. Margir telja þar fegurstan stað í Sogni. Kvöldið var dásamlegt; skógi vaxnar hlíðar, hrikaleg fjöll og jöklar að baki. Fullur máninn lagði lognkyrran Sogn- sæinn síkviku silfurbandi, gæddi myrkur skógarins dulri birtu, sindraði á jöklinum, Fyrr en nokkur vissi af myndu vera komnar nokkr- ar bækur ef ég ætlaði að skýra frá öllu því ágæta Reykvíkingum er máski lítil huggun í aff sjá hvernig pósthús geta litiff út — þetta er pósthúsiff í Björgviu, fólki sem á einn eða annan hátt lagði sig fram um að láta okkur íslendingana finna, að í Noregi værum við velkomnir gestir, hvað þá ef ég reyndi að skýra frá, þó ekki væri nema bezta hlutanum af ræðum þeim öllum er fluttar voru á þessu ferðalagi. Sem dæmi þessara ræðuhalda eru eftirfarandi slitur úr ræðu Schei fylkismanns: Að taka á móti íslendingum er eins og að taka móti nákomnum ættingjum, — sem hafa verið lengi að heiman. Það var okkar fólk sem nam ísland. Ef til vill voru það einmitt sterkustu og kjarkmestu mennirnir, þeir sem erfiðast var að stjórna, þeir sem þoldu ekki kúgun, er tóku sig upp og settust að á íslandi. Þeir tóku með sér sögur og sagnir frá heimalandinu. íslending- Aff taka á móti arnir varðveittu málið; skópu bók- nákomnum menntir.... Fyrir okkur er ísland ættingjum á margan hátt draumaeyja. í þjóð- - •<* ’ -• ’ - ’ i ; t - _ ' • _ . í þeim byggðum hér sem landnámsmennirnir yfir- gáfu.... Við viljum ekki aðeins láta í ljós þakklæti okkar fyrir þjóðlega vakningu, sem við eigum íslend- ingum að þakka, heldur viljum við og tjá óskir okkar um hinn bezta árangur í því að byggja upp gott nú- tímaþjóðfélag á íslandi.... Einu sinni var ísland eyja lengst úti í hafi, Nú er það ekki fjarri lengur: í stað vikna áður tekur nú aðeins nokkrar stundir að fara þangað með flugvélunum. ísland er útvörður Norð- urlanda í vestri, og það yrði rekið upp ramakvein hér, ef það hyrfi úr þeim röðum. Öllu minnisstæðari er mér þó frá þessu kvöldi ræða Skásheim. Hann er nú á áttræðisaldri, en hugur hans enn ungur. Á yngri árum dvaldi hann á íslandi og mun þá ekki aðeins hafa kynnzt mörgu fólki, heldur og kjörum lands og þjóðar — þá. Þá væri vel Hann talaði af miklum kunnugleika ,) um íslendingasögurnar, landnáms- mennina, Úlfljót og Gulaþingslög, Björn bunu í Sogni — „því miður vitum við ekki hvar hann bjó“, Grím hersi í Sogni, fornminjafundi við Sogn, er vitna um siglingar til forna, rannsóknarför Guðbrandar Vigfús- sonar í Sogni 1855, og síðast en ekki sízt ísland. — Ef allir íslendingar minntust íslands af slíkum kær- leika og þessi áttræði Norðmaður gerir, þá væri vel. Þamiig eru margir hinna norsku fjarffa: þröngir, en svo djúpir aff hafskip geta siglt inn aff botni. Beggja vegna há, snarbrött fjöll. — Úr Geirangursfirffi. Eg óska meira hagnýts samstarfs en verið hefur. ís- lendingar og Norðmenn eiga að vekja og örga hvorir aðra, sagði hann. Að morgni er haldið af stað í björtu sólskini. Leiðin liggur yfir Gaularfjallið. Uppi við snjóinn sofa róman- tizk, en niðurlögð, gömul sel. í skarðinu milli fjalls-- hnúkanna ná snjótraðirnar á veginum þriggja álna manni yfir höfuð. En rétt um leið og við kveðjum snjóinn hinumegin tekur laufgaður skógurinn aftur við. Að afliðnu hádegi erum við komin niður að Hey- vangi (Höyanger) er stendur við botn lítils fjarðar norður úr Sognsæ. Það er sunnudagur og við erum gestir á ungmennafélagsmóti. Fé- Á ungmenna- lögin gengu fylktu liði undir fánum félagsmóti sínum gegnum bæinn til mótsstað- arins, og var margt af þessu unga fólki í þjóðbúningum, Af okkar hálfu talaði hér Guð- mundur Hagalín. Hann talar hér sem innfæddur — sendur í áróðursferðir á þessar slóðir á yngri árum! Hann verður ungur í annað sinn, sér lieimalandið í liillingum sumardagsins yfir okkur. Mælskan verður eins og gæðingur sem knapinn hefur naumast taum- hald á, enda fræðir hann norska ungmennafélaga á því að á íslandi séu lömbin flutt í flugvélum til slátrunar. Næst á eftir flutti Árni Eylands mikið kvæði um Sogn. — Það er skylt að skýra íslenzkum ungmennafélögum frá því að seint um kvöldið litum við tveir gamlir ungmennafélagar inn á „ballið“: þar sá ekki vín á nokkrum manni. Síðdegis sátum við veizlu Kirkjubæjarhrepps, í stórri byggingu í fögru umhverfi úti á ströndinni, fjarri bænum. A efri hæð byggingarinnar elliheimili, en á neðri hæðinni lítt þjáðir langdvalai-sjúklingar. T’i A '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.