Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 35
— Hvar liggja meginræt- ur skáldverka yðar — í sög- unni, persónulegri reynslu, óháðu ímyndunarafli o. s. frv. ? — Ég veit ekki nákvæm- lega hvað þér eigið við með „sögunni“. Öll verk mín fjalla um lífið eins og ég hef lifað það og eins og ég hygg að annað fólk í um- hverfi mínu hafi lifað það. Ég hef vitaskuld þekkt flestar þær persónur sem ég hef lýst; en ég hef gert þær stærri en lífið, bætt við vöxt þeirra — og þó: ef ég hefði mátt skoða þær betur niður 1 kjölinn, kynni að korna í ljós að ég hefði minnkað þær. Því að lífið — hve lítil- mótlegt sem það kann að virðast — er mikið efni. Sem sagt: lífið, reynsla mín af því og ást mín á því, Sean O’Cascy með dóttur sinni, skarpt auga og næmt eyrá’’' ásamt ímyndunarafíi — allt þetta er undirstaða verka Lr i* o \ * 1 * ,V (? « 111o er niikio eisii Skriílegt „viðtal" við O'Casey minna. — Hvaða atburðir í lífi yðar eða samtímasögu hafa haft sterkust áhrif á yður, þannig að þeirra gæti í verk- um yðar ? — Ég veit ekki hvaða at- burðir hafa valdið mér sterkustum áhrifum; það er margt sem hefur snortið mig. Fljúgandi máfur, kvak- andi þröstur, litfagurt blóm, ihrynjandi foss — allt snert- ur mig, því að allt er þetta hluti af lífinu. Einn kafli mannkynssögunnar varðar mig litlu meir en annar, því að báðir eru hlutar sí- streymandi flaums — þótt sumar bylgjur kunni að rísa öðrum hærra: Bunker Hill, Franska byltingin og Sovét- byltingin, sem gaf okkur „Tíu daga er skóku heim- inn“. En lífið hófst fyrir löngu, löngu löngu fyrir árið 1 eftir Krist; og við, sem nú lifum, erum aðeins hluti mikiliar heiidar. — Hvort leggið þér meiri áherzlu á að lýsa manninum eða kenna honum? — Ég reyni ekki að kenna neinum, og ég lýsi mannin- um ekki heldur. Ég lifi, og ég dvel með honum; og ég skrifa um reynslu mína af lífinu í hin.um viika heimi mannsins. Flytja leikrit yðar nokkurn sérstakan höfuð- boðskap? — Mér er ekki kunnugt um það. — Ætti höfundur að leit- ast við að bæta siðgæði þjóð- félagsins sem hann lifir í? — Siðgæðishugmyndir manna eru sífelidum breyt- ingum undirorpnar, og eng- inn fær gert við því. Það er eins og Shaw sagði: „Sér- hver maður hefur sitt saana siðgæði, en ekki er sama siðgæðið öllum mönnum jafnsatt“. Höfundur skyldi taka sinn þátt í viðleitni manna til að gera sér jörð- ina æ tryggari dvalarstað. Höfundurinn er félagsleg vera á borð við aðra rnenn. -— Hvernig vilduð þér lýsa þeirri gerð leikrita, sem þér hafið einkum ritað? — Ég hef ekki hugmynd um, hvernig ég ætti að lýsa henni. — Ilvert teljið þér bezta leikrit yð,ar, og hvert er efni þess? — Ég veit ekki hvert er bez’ta -leikrit mitt; en cftir- lætisleikur minn er Cocka- doodle Dandy. Ef þér viljið fræðast eitthvað um efni hans, þá mælist ég til að þér lesið hann. — Hvað er að segja um 'ástand í leikhúsmálum Ir- lands um þessar mundir? — Núverandi ástand í leikhúsmálum írlands (og Englands) er mjög slæmt. Svo er þó guði fyrir þakk- andi að þau leikhús, sem eru starfrækt eins og ihver önnur viðskiptalyrirtæki, eru á undanhaldi. Ég hygg að í stað þeirra komi að lok- um ný teguiid leikhúsa — listrænni, ódýrari og lífs- glaðari leikhús. — Fara áhrif bókmennta minnkandi nú á, dögum? • — Nei, þvert á móti. Hinir stóru höfundar gerast fólki nákomnari en áður — hin- um ungu í skólunum, hinum fuiiorðnu í bókasöfnunum. — Hver er nauðsynleg- asta eigind rithöfundar? — Ömótstæðileg ástríoa til ao skrifa. —- Ei'uð þér svartsýnn á f ramtíðina ? — Nei, ég hef aldrei glat- að trú minni á manninn. .— Iivað getmn við gert við núverandi aðslæður, andspænis gereyðingaroíl- unum ? — Andspænis hvaða ger- .eyöójig^iþflum?. . þér yiþ iíjarnoi'kuna J Ef sv.o er, þájeri sú • orka þess samiar- leg'd'sámltomi'n að fýllá lífið Ijó'sí,' %leði ó£ð%g£ jFólkið í heimimun .hefyiyfíýst yfir friðarviija, sínuna,, ,,bvo að þegsi orka me'gi hagnýtast öllum til bléssunar. Hver gengur gegn þeim vilja? Ef einhver gerir svo, þá er það sannfæring mín að heims- bylting gangi yfú- okkur öll; og þeim, seití tíú halda fast við auð og forréítindi, verð- ur þá sópað burt dálítið fyrr en ef þeir hefðu beðið liins óumflýjanlega. Maðurinn hefur ekki í hyggju að eyða sjálfum sér; og allir, eða hérumbil allir, hafa sagt sitt orð. Eigum við ekki öll að sameinast og blanda rödd- um.okkar í eitt allsherjar hróp um frið og vináttu með þjóðum heirnsins? B.B. Reykjavík — Akureyri ísaíirði — Sigluíirði — Seyðisfirði . V estmannaeyj um ■ <?> Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan Tekur á móti fé í hlaupareikning og til ávöxtunar með sparisjóðs- kjörum með eða án uppsagnarfrests Vextir lagðir viö höfuðstól tvisvar á ári Ríkisábyrgö er á öllu sparisjóðsfé í bankanum -<s> Útibú er í Reykjavík á Laugavegi 105

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.