Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 17
JÓLABLAO þJÓBVIUANS 1957 (17 . Kvöld annars jóladags óg langt fram eftir nóttu (1956) las ég nýútkomna minningabók eftir einn af mætustu framá- mönnum íslenzkrar utanríkis' þjónustu og varð það til þess að ég setti saman þennan_frá- söguþátt. Bók þessi: Enn á heimleið eftir Vilhjálm Finsen, fjallar um Svíþjóðardvöl höf- undar meðan seinni heimsstyrj- öldin stóð og nokkru lengur. Beinist frásögnin allmjög að hinu svokallaða diplomatíi. Seg- ir höfundur frá ýmsum stéttar- bræðrum sínum, er það vin- samleg og stundum spaugsöm frásögn, en engum gerir hann jafnmikil skil og stéttarsystur sinni, fyrstu konu heims, sem varð sendiherra og siðar sendi- ráðherra, frú Alexöndru Mika- ilovnu Kollontay. Enda mun hún hafa verið frægust og sér- stæðust þeirra diplómata, er bókin greinir frá. Átti að baki sér stórviðburðaríka, ævintýra- lega og háskalega ævi, var glæsilegur persónuieiki, svo að af bar, gædd kvenlegum yndis- þokka til hárrar elli, áleitnum persónutöfrum, sem erfitt var að standast og þvi áróður henn- ar og málafylgja jafnan sigur- sæl. í bók V. F. standa eftirfar- andi ummæli um frú Kollontay, höfð eftir Isabel de Palencia, er var sendiherra spænska lýð- veldisins í Stokkhólmi, meðan börgarastyrjöldin geysaði á Spáni: „Einhver svipmesti , kvenskörungur, sem nokkurt land hefur alið, var þessi unga, gáfaða rússneska kona. Fögur eins og ástargyðjan og brenn- andi af áhuga fyrir hugsjóna* stefnu sinni. Vissulega hefur hún skrifað undarlega hluti um konur, ástina og hjónabandið, nokkuð frjálslega, en grunn- tónninn er móralskur.“ Ég vil bæta við þessi orð, að Alexandra Kollontay hlýtur að hafa fæðst undir heillastjörnu fyrst henni var stætt á því, hve djarft hún tefldi með líf sitt og mannorð, ekki sízt með skrif- um sínum um jafnrétti kvenna, því að hún barðist hispurslaust og óvægilega gegn hefðbundnu helsi kvenna og rangsnúnu lífsviðhorfi, sem dregur þær allar í sama dilkinn, án tillits til persónulegra hæfileika og margbreytilegra starfshneigða. Þegar hún hóf skrif sín voru skoðanir um frjálsar ástir, frjálst móðerni og yfirleitt frelsi kyenna til sjálfsákvörð- unar, á hvaða sviði, sem var, stórum nýstárlegri og djarfari og mættu öflugri mótspyrnu en nú, þegar búið er að klifa á kvenréttindum í meira en öld, ef miðað er við fundinn í Sen- eca Falls í Bandaríkjunum árið 184S, sem grundvallaði alþjóð- lega kvenréttindahreyfingu. En konurnar í Seneca Falls höfðu öðrum hnöppum að hneppa en gera ályktanir um ástamál, slíkt beið seinni tíma, og þar kom frú Kollontay að lítt plægðum akri og vart mun henni hafa verið kunn sú barátta, sem Camilla Collett hóf fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti kvenna í hjú skaparmálum með skáldsögu sinni: Dætur amtmannsins, sem út kom árið 1855. En á þeim tíma áttu konur ekki vald á því hverjum þær gæfu hönd sina. Hinn íslenzki stéttarbróðir Alexöndru Kollontay lýsir henni í bók sinni af velvild og einlægri virðingu, enda hlaut jafn stórbrotin og sérstæð hæfi- leikakona, í mikilli virðingar- stöðu fyrir stórveldi, að hafa margt til síns ágætis og vera mikils metin. Er ekki ofmælt að augu heimsins hafi hvílt á henni. Þó að á tímabili bærust að henni böndin fyrir áróður. jafnvel njósnir fyrir Rússa i Sviþjóð, og að henni stafaði hætta að heiman sakir tor- tryggni Stalíns, en hún hafði um eitt skeið átt rvána sam- vinnu við Trotsky, tókst henni með skörpum gáfum sínum og undraverðu lagi að greiða úr öllum flækjum, sigla með glæsi- brag framhjá hverju skeri. Frú Kollontay hefur með per- sónutöfrum sínum verkað á fólk eins og segull á stáL Veizlur hennar voru víðfrægar, allar dyr stóðu henni opnar, hún var umsetin gestum og eftirsóttur gestur sjálf. Hún var svo óhjá- kvæm'ilega bundin tímafreku samkvæmislifi, hverskonar móttökum og einkaviðtölum að hún varð að lengja starfstima sinn fram á nætur, til þess að geta annað umsvifamiklum sendiráðherrastörfum, sem voru þvi margbrotnari og annasam- ari, sem hún var greiðviknari og fúsari til að leysa hvers manns vanda, en venjulegt má teljast, og auk þess skarpskygn og skjót til úrræða. Frú Kollontay var af finnsku bergi' brotin í móðurætt, nánar tiltekið var móðurafi 'hennar fá- tækur, íinnskur bóndasonur, sem komst í efni og álit. Móðir Alexöndru Kollontay erfði finnskan búgarð eftir foreldra sína og þar dvaldist fjölskyldan á sumrum. Þar var gott að vera. Alexandra Kollontay taldi þennan stað sína æskuparadís, og þó að hún teldist rússnesk hafði hún sterkar taugar til Finnlands og Finna. Vafalaust hefur þetta tvennt, ættemi hennar og yndisrík sumardvöl í Finnlandi átt veigamikinn þátt í því, hve finnska þjóðin var henni hugfólgin. Hún Höfundur grcinarinrtar. reyndi að verða Finnpm til hjálpar, er þeir áttu í ófriði við Rússa, og sendi að sögn Síalin skeyti og bað þeim griða, er vetrarstyrjöldin 1939—40 stóð sem hæst og harðast svarf að Finnum. Forseti Finnlands, Paasikivi, leitaði aðstoðar frú Kollontay til þess að binda enda á styrjöldina, og er talið að frú Kollontay hafi átt mikinn ©g göðan hlut’ að þvi áð friður var saminn með þá, eftir atvik- um, viðhlítandi kjörum fyrir Finna. Frá finnsku stjórninni bárust tilmæli um það, að fi'ú KoHontay yrðí veitt friðarverð- laim Nóbels, þau fyrstu er veitt voru eftir ófriðarlokin, og var þaö mjög útbreidd skoðun, að hún hefði meira til þeirra unn- ið en þeir tveir Bandaríkja- menn: E. G. Balch og J. R. Mott er hrepptu þau. Geta má þess að uppástunga kom fram um það, að friðarverðlaununum yrði skipt milH þeirra frú Alex- öndru KoUontay og frú Elean- or Roosevelt. Erú Kollontay var sæmd heiðursmerkjum margra ríkja og átti að fagna vaxandi virð- ingu og viðurkenningu, hún stóð raunverulega á hátindi frægðar og vinsælda er hún haustið 1945 fékk aðkenningu af slagi og lamaðist vinstra megin, tók þó á móti gestum, sitjandi í sjúkrastól á afmælis- degi byltingarinnar 7. nóvem- ber 1945. Skömmu síðar lét hún af störfum og fluttist al- farin til Rússlands. ■ Svo sem vænta mátti varð frú Kollontay þegar í lifanda lífi mikil þjóðsagnahetja og frá- sagnir um uppruna hennar og upphaflega hefðarstöðu allmik- ið ýktar. Var ef til vill nokkurt vorkunnarmál, þó að menn gleyptu við hverskonar ævin- týralegum sögnum um hana, unz hún sjálf opinberaði heim- inum sannleikann með endur- minningum sínum, er út komu árið 1947. Var bersýnilegt, að þar mundi vera um fyrra eða fyrsta bindi að ræða, enda hét það Fyrsti áfanginn. Ekki er mér kunnugt um að framhald hafi komið af sjálfsævisögu hennar, og er mér nær að halda að svo hafi ekki verið, enda mun hún ekki hafa borið sitt barr eftir að hún fékk slagið, sem getið hefur verið um, þó að henni treindist ævi á sjö- unda ár eftir það, en hún lézt í marz 1952. í bók íslenzka diplómatsins segir svo: „Madame Kollontay var af mjög tignum ættum hins gamla rússneska keisaradæmis. Faðir hennar hét Domontovitch og var einn af hershöfðingjum Rússakeisara við hirðina í Pét- ursborg. Alexandra hafði þann- ig alizt upp í umhverfi, sem vel gat gefið tilefni til að snúa við blaðinu og gerast verndari þeirra, sem bágast áttu. Hún var ung, gáfuð og fríð og eftir- sótt af háttsettum karlmönnum, hvar sem hún sýndi sig í sam- kvæmislífinu í Pétursborg. Því var þá haldið fram, að engin stúlka í höfuðborginni hafi orð- ið að vísu á bug jafnmörgum biðlum sem hún. Hún gat valið um eiginmenn. Hlutskarpastur varð verk- fræðingurinn -og stóreignamað- urinn Kollontay, mesti lóða- og fasteignaeigandi í Pétursborg. Það var sagt, að hann ætti tí- unda hluta allra verðmætustu húsa og lóða í höfuðstaðnum. Lifðu þau hjónin nokkur ár rík- mannlega og liklega hamingju- sömu lífi og þau eignuðust einn sbn, Það fór orð af veizlunum i höll Kollontayhjónanna, sem var samkomustaður alls þess fólks, sem háttsettast var í höf- uðborg Rússlands, auk lista- manna, vísindamanna og ríkra iðjuleysingja. — Alexandra var þá þegar snortin af hinni leynilegu bylt- ingaröldu, sem tekin var að rísa allstaðar í hinu víðáttumikla ríki, en lét þó Htið á sér bera í fyrstú. En þegar maður henn- ar dó skyndilega af hjartaslagi og hún var þannig frjáls ferða sinna þá kastaði hún grímunni og gerðist opinberlega fylgjandi byltingarhreyfingunni.“ — Margt af því, sem sagt er í þessari tilvitnun kemur mjög í bág við frásögn frú KoHontay sjálfrar, og er því furðulegra, sem höfundi er kunnugt um ævisögu hennar og vitnar til hennar. Það eru einkum tvö atriði er hér skulu tekin til samanburðar samkvæmt reglunni, hafa skal það, er sannara reynist: ætt- erni frú Kollontay og hjúskap- ur hennar, og verður síðan vik- ið að sigursæUi baráttu henn- ar fyrir eigin þroska og sjálf- stæði, og dáðríkri þátttöku hennar í viðleitni til að reisa réttlátt alþýðuveldi á rústum hins rangláta keisaraveldis. Það ei\ þá fyrst til að taka er segir: „Frú Kollontay var af mjög tignum ættum hins gamla keisaradæmis.“ Víst var um það, að hún hefur verið af góðu og traustu bergi brotin, konan sú, en kannski dugði henni ekki síður til þols og þoranraunar hið finnska alþýðublóð en hið rússneska aðalsblóð. Móðurafi frú KoUontay var eins og áður hefur verið getið bláfátækur, en framgjarn og stórhuga bóndasonur frá Ny- slott í Finnlandi, Alexander Massalín að nafni. Átján vetra að aldri fór hann fótgangandi, og meira að segja berfættur, til höfuðborgar hins mikla Rússa- veldis. Ekki er þess getið, að hann hafi haft meðferðis hiS fræga veganesti geitarost, en vel dugði honum fótaskinnið, því að heill komst hann leiðar sinnar og hóf timburverzlun. Er ekki að orðlengja það, að fátæki bóndasonurinn frá Ny- slott varð mikill mektarmaður,- kvæntist rússneskri stúlku sem var menntuð, fín og stórlát, keypti handa henni víðlenda jörð í Finnlandi og húsaði stór- mannlega, svo að þau gætu samið sig að háttum rússnesks sveitaaðals. Móðir frú Kollontay hét Alexandra. Þegar hún var upjD- komin stúlka felldi ungur, rúss- neskur liðsforingi Mikail Dom- ontovitch hug til hennar, en fékk hennar eigi, faðir hennar kaus að gefa hana öðrum manni og fyrir því valdi varð hún að beygja sig, svo voru tímarnir þá. En ástin lætur ekki að sér hæða, seinna skildi Alex- andra við mann sinn, sem hún átti þó tvær dætur með, og fékk að lokum þann, sem hún unni, Mikail Domontovitch, Þeim fæddist dóttir 1. apríl 1872, var hún skýrð Alexandra Mikailovna, en kölluð gælu- nafninu Schúra. Ástarsaga foreldra Schúru var sannarlega rómantísk eftir beztu foi-skrift, en hafði það fram yfir margar slíkar að hún fór vel. Þau unnust vel og lengi, má segja um foreldra Schúru, en þarna hafði hún nærtækt dæmi, er hún hóf á loft merki frjálsra ásta og gérði skorin- orða kröfu til sjálfsákvörðunar- réttar kvenna í hjúskaparmál- um. Hlutskipti móður hennar hafði nefnilega orðið fágætlega auðnurikt, dirfska hennar og viljafesta mjög óvenjuleg. Alexandra, dóttir bóndason- arins frá Nyslott og rússnesku hefðarkonunnar, verður í frá- sögn dótturinnar einkar hríf- andi persónuleiki, afburða frið, ágætlega menntuð, unnandi skáldskap og fögrum listum og þó dugnaðarforkur í búsýslu sinni og heimiHsistjórn. Hún endurreisti búskapinn á föður- leifð sinni með mikilli atorku og útsjónarsemi og bjó þar fjöl- skyldu sinni það ánægjulega sumarheimili, er Schúra dóttir hennar minnist sem sinnar æskuparadísar. Mikail Domontovich, faðir Schúru, átti ekki til ríkra að telja, en var af ukrainskri að- alsætt. Hann varð með tímanum háttsettur við rússneska herinn, virðist þó hafa orðið að því tálmi, að hann var frjálshuga og góðviljaður, vafalaust hefur honum verið það Ijóst, að margt var rotið í ríki Rússa. Þegar Mravinsky, fyrri maður konu hans, var ákærður um þátttöku í tilraun til að ráða keisarann af dögum, gerði hann, samkvæmt beiðni konu sinnar, allt sem í hans valdi stóð til að bjarga lífi mannsins, það tókst, en frá hörðum kostum gat hann þó ekki forðað honum. SHkur atburður, sem þessi, háskalegur og djarfur, er sýnir mannlund og kjark þeirra hjóna, var ekk- ert einsdæmi. Schúra óx upp við velmegun, þó að ekki væri um ríkidæmi að ræða hjá foreldrum hennar, til dæmis voru þau leigjendur I Pétursborg. Hálfsystir Schúru, Adela Mravinsky geklc að eiga húseigandann, sem var stór- eignamaður, fjörutíu árum eldri en hún. Er þar kominn hinn ríki fasteigna- og lóðaeig- andi en sá er bara munurinn, að hann var mágur frú Kollontay en ekki maki hennar. Er nú komið að öðru atrið- Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Alexandra Kollonlay

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.