Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 8
m JÓLAÐLAÐ ÞJÓÐVILiANS ^SST
Y3VGSTU
LESEND-
URIVIR
Það var fyrir mörgum ár-
tim, sagði Óli Lárusson úr
Landbroti, að ég vann með
skógarhöggsmönnum vest-
ur í Kanada. Við vomm
margir í flokknum, og hann
Jói frá Nesi var verkstjóri.
Um haustið, þegar matar-
forði var sóttur til vetrar-
ins, var honum ekið á sleð-
um; og á einum stað lá leið-
in yfir nokkuð stóra tjörn.
Einn daginn, þegar verið var
.að aka baunahlassi yfir
tjörnina, bilaði .ísinn — og
allt fór á bólakaf. Ökumað-
urinn bjargaði þó sjálfum
sér og hestinum, en baunirn-
ar fóru til botns.
En Jói frá Nesi dó ekki
ráðalaus, enda voru baun-
irnar dýrar og langt að
sækja þær. Þessvegna lét
hann nokkra af körlunum
grafa göng undir vatnið; og
þegar það var búið, lét hann
kynda bál í göngunum. Þá
liitnaði tjörnin, svo að brátt
fór að sjóða og vella í henni;
x)g eftir tvo daga höfðum
við næga baunasúpu fyrir
veturinn.
□
„Bráðum koma blessuð jólin‘‘,
bráðum fer að hækka sólin.
Mesta gleði gefur því
gott og(mikið jólafrí.
Skól.'nn er svo skammarleiður.
Skal ég verða mikið gleiður,
"þegar jóiafríið fæ —
fjörið vex í þessum bæ.
Vil ég frí mér fyigja megi
fram að næsta sumardegi.
Helzt ég vildi hafa sól, -
.heiðskírt ioft og brandajól.
Jólasve'nar óðir æða
út um land á mil’i hæða,
yfir hóla, yfir fjöll,
yíir sand og lausamjöll.
Hlaypa síðan heim á bæi,
hafa sitt af hverju hagi,
stórum pokum einatt í.
Oft er gaman mjög að því.
Enginn má þá augum loka,
ef í jólasveins’ns poka
takast mætti að mega ná —
margt er fallegt þar að sjá.
Spil og kerti, bangsar, bílar,
byssur, dúkkur, krókódílar,
hundar, kettir, hestar, svin,
hunang, mait og appelsín.
Nú um dimman næturtíma
nenni ég ei við stíl að glíma.
Eg í bólið bregð mér fijótt,
"býð svo öllum góða nótt.
Sveinn Sveinsson, Seifossi.
Jæja, börnin góð, nú skul-
um við prófa okkur í landa-
fræði íslands. Við skulum
reyna hvort við getum
nefnt:
1) Eina af upptakaám
Jökulsár á Dal;
2) vötn norðaustur af
Landmannalaugum;
3) fjörð á Norðurlandi;
4) höfn á Snæfellsnesi;
5) víkur á Ströndum;
6) hrepp í Skagafirði;
7) vatnsfall á Kili;
8) bæ við Isafjarðardjúp;
9) nes á Norðausturlandi;
10) fjall í Skaftafellssýslu.
Ef við getum nú þetta allt
saman, þá má taka fyrsta
staf hvers orðs, ofan frá og
niður úr, og vita hvort við
fáum ekki út nafn á háirni
fjöllum norðan í Vatnajökli.
Lausn.er á 40. síðu.
Sköpunarsaga Eskimóa
I gamla daga, fyrir langa-
löngu, þegar jörðin átti að
verða til, þá datt allt sam-
an niður af himni: moldin,
grjótið og fjöllin. Þannig
varð jörðin til.
Svo þegar jörðin var orð-
in til, þá komu mennirnir.
Það er sagt, að þeir hafi
komið úr jörðinni. En engin
smáböm komu upp úr jörð-
inní. Þau komu út úr víði-
runnunum, sem voruállaufg-
aðir. Og svo lágu þau þama
á jörðinni og sprikluðu, því
að þau kunnu ekki einu sinni
að skriða, og þau nærðust
af jörðinni.
Nú kom maður og kona til
sögunnar. En hvernig? Það
er ekki gott að segja. Hve-
nær höfðu þau orðið stór, og
hvenær höfðu þau gifzt?
Það veit enginn. En konan
saumaði barnsföt og gekk
út. Hún fann smábörn,
klæddi þau og fór heim með
þau. Svona fjölgaði fólkinu.
En þegar það var orðið
margt, vildi það eignast
hunda. Þá fór maður nokkur
út og hélt á hundamúl. Hann
stappaði niður fótunum og
kallaði: Hokk! Hokk!
Hokk! Þá stökk hundur
upp úr hverri þúfu. Þair
hristu sig og skóku, því að
lubbinn á þeim var fullur af
sandi. Svona fengu mennirn-
ir hunda.
Og svo fjölgaði fólkinu, og
það varð alltaf fleii’a og
fleira. Þetta var fyrir langa-
iöngu, þegar dauðinn var
ekki til, Loks gat fólkið ekki
gengið. Það varð blint og
varð að liggia.
Þá var sólin ekki til, aldrei
rann dagur, og alltaf var
myrkur. Aðeins inni í hús-
unum var ljós, og það var
brennt vatni á lömpunum.
Þetta var í þá daga, þegar
vatnið gat logað.
Og fólksf jöldinn varð
mikill, af því að mennirnir
kunnu ekki að de;7ja. Þeir
offylltu jörðina, en þá kom
ögurlegt flóð. Þaið sópaði
f jölda. manna í burt, og þá
fækkaði fólkinu. Hátt uppi
í fjöllum sjást enn menjar
um þetta flóð; þar finnast
oft skeljar og kuðungar.
Þegar fólkinu hafði fækk-
að, tóku tvær kerlingar tii
orða:
,,Það gerir ekkert til þó að
aldrei komi dagur, úr því að
við erum laus vð dauðaim,“
sagði önnur. Hún var víst
hrædd við að deyja.
„Jú,“ sagði hin; „það værl
betra að hafa bæði birtuna
og dauðann." Og um leið og
hún sagði þetta, varð henni
að ósk sinni. Birtan og daað-
inn komu í heimina.
Nú þegar menn höfðu
fengið birtmia, gátu þeir
farið í veiðiferðir og þurftu
ekki lengur að nærast af
jörðinni. Með dauðlanum kom
sólin, tunglið og stjörnurn-
ar, því að þegar einhver
maður deyr, fer hann upp til
himna og verður lýsandi
stjarna.
Svona sögðu forfeður okk-
ar frá; og þeir vissu hvað
þeir sungu, gömlu memurn-
ir.
Þetta er nú hann Villi víð-Jíka gert það í þessari íerð:
förli, nýkominn heim úr langri og nú skuluð þið athuga fötin
ferð tíl.útlanda. Hann hefur hans og farangurinn og finna
gaman .af að safna sér rninja- þannig nokkur þeirra landa,
gripum í þeim löndum, sem sem hann heimsóti. Svo skuluð
hann ferðast til, hvort heldur þið bera lausnjr ykkar undir
það er fáni eða hattur eða fullorðna fólkið,
merki á töskunnj. Hann hefur
Hvaða.dýr eru vifrusf?
Athyglisverð svör
Dýrafræðingar hafa stund-
urn verið að boilaleggja um
það, hvaða dýr væru vitrust.
Þeir hafa víst lengi verið á
einu máli um það, að apar
væru allra dýra vitrastir og
af öpum væri simpansateg-
undin gáfuðust. Simpansar
geta lært að sauma, klæða
sig og snyrta og matast með
áhöldum við borð eins og
„annao fólk“. Margir segja
fíllinn sé næstvitrasta dýrið.
Þegar honum finnst kalt,
lokar hann sjálfur kofanum
sínum og opnar hann þegar
honum þykir of heitt. Þá
hafa margir sagt, að hund-
urinn sé þriðja dýrið í vits-
munaröðinni. Hann kvað
geta lært fleira en nokkurt
annao dýr, en er ekki eins
bráðskarpur og apamir.
Bjórinn er f jórða vitrasta
dýrið; en við skulum ekki
f jölyrða um hann, af því að
hann er ekki hér á landi.
Fimmta vitrasta dýrið er
vist hesturinn, sæljónið hið
sjötta, bjöminn það sjö-
unda. En áttunda í röðinni
— og síðasta dýrið sem nú
verður talið — er kisa. Og
við sem héldum alltaf að
hún væri dýra vitrast, næst
á eftir honum Blesa og hon-
um Snata! Eigum við nokk-
uð að taka mark á dýra-
fræðingunum? Eigum við
ekki að taka mest mai'k á
dýravinunum ?
m
Mamma: Kennarinn þinn
segir, að þú hafir fengið
lægsta einkunn í bekknum
þínum á prófinu. Öttalegur
ræfill geturðu verið!
Keli: Það var ekki mér
að kenna. Hann Siggi er
vanur að vera neðstui- í
bekknum, en hann var veik-
ur núna og tók ekki prófið.
H3
Hænur eru fallegir fuglar.
Þær em búnar þannig til, að
aðrar hænur liggja á þeim
og unga þeim út.
Kennarar hafa stundum
fengið undarleg svör við
spurningum, sem þeir hafa
lagt fyrir nemendur sína á
prófum. Hér em nokkur
dæmi um það:
Hvaða merkur útlending-
ur gekk í lið með Banda-
ríkjamönnum í frelsisstríði
þeirra?
Guð.
B
Bezta ráðið til að mjólk
súrni ekki er að gejnna hana
í kúnni.
SS
Kettirnir em ferfættir, og
venjulega eru fætumir sinn
í hverju horni líkamans.
□
Dagblöð eru nauðsynleg
til þess að flytja fréttir af
slysförum, svo sem bílaá-
rekstrum og giftingum.
B
Einu sinni var meydrottn-
ing í Englandi, sem hét
Elísabet, og hún kvæntist
aldrei. Henni þótti svo vænt
um fötin sín, að hún sást
aldrei öðruvísi en í þeim.
Hún var rauðhærð og f rekn-
ótt og falleg og vitur.
□
Maginn er i flestum dýr-
um rétt sunnan við rifin.
■
Eina ráðið við tannpínu
er að súpa munninn fullan
af köldu vatni, setjast svo
upp á * heitan ofn og bíða
þar þangað til vatnið síður.
□
Öll dýr em ófullkomin
nema maðurinn. Hann einn
er fullkomin skepna.
m
Flestir lilutir þenjast út
við hita og dragast saman
við kulda. Þess vegna eru
dagamir langir á sumriii, en
stuttir á veturna.
Gyðfkora
Lífið er eins og bamaskyrta:
stutt og óhreint.
Augu hennar urðu s'kyndilega
fjórum númerum stæni.
Hatturinn hans 3eit alltaf út
eins og hann hefði nauðlent á
höfði hans.
Hafið var svo bláít, að mann
langaði til að fyha penn-ann
s:nn með því.
Hún þurfti aldrei að sofa
nema fimm mínútur í viðbót.
Hún er yndisleg stúlka,
k!ædd eftir nýjustu tízku. en
því miður horuð eins og reið-
hjól.
Hún reykti ekki; hún bara
skolaði munninn ó sér raeð
bláum í'eyk.
Tennurnar í honum voru allt-
o£ reglulegar. Þegar ,’r.ann
brosti, var munnur h,ans eins
og renniiás.