Þjóðviljinn - 24.12.1957, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Síða 12
£ 2) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1957 En bak við leika eldtungur, — forsmekkur vítis —, og heimsk- an dansar þar léttstíg í líki þriggja asna. j En það var fleira en klerka- stéttin, sem varð fyrir hvössum fleinum hans. Hann lagði leið sína í fátækrahverfin, vitfiri’- i ingahælin og fangelsin, og fyllt- ist ógn af þeim kjörum sem þessu hamingjusnauða fólki voru búin. Því var fleygt inn í ’dýflissurnar, í nafni guðs og ■ réttlætis,_ og látið rolna þar lifandi. í einni fangelsismynd-* inni horfum við út eftir lágum/ hvelfdum jarðgöngum. Innst er kolamyrkur, en á móti streymir ofbirta hádegisins. Fangarnir sitja hlekkjaðir við tréblakkir, svo að mynd þeirra skerst dökk á móti Ijosinu. Hér er engin hvika, engin hreyfing. Fangarn- ir híma, grafnir í sjálfa sig, — það er ekki verið að bíða mín- utur, jafnvel ekki ár. Stund- laus eilífðin er andinn í þessari ; Sröf. Hið eina sem gerist er flóð og fjara birtunnar: glæta af aftureldingu, morgunn, • brennandi sól hádegis, sem er svo sterk, að hún þrengir sér allt niður í þetta grafhýsi gleymskunnar. Svo fjarar aftur, smátt og smátt, unz myrkrið og hægt dropahljóðið úr rökum steininum ríkir eitt. ! I þessari mynd, svo sem fleir- um, er það ekki fyrst og fremst teikningin sem hann beitir til að ná sterkustum áhrifum, held- ur mótsetningar Ijóss og skugga, bjartra forma og myrkra. í þessu er hann sannur læri- sveinn Rembrandts. Sjálfur seg- ir Goya á einum stað: Allt snýst um línur. Æ og ævinlega tala þeir um línur! En hvar sjáið þið línur í náttúrunni? Ég sé aðeins Ijósa hluti og dökka, aðeins rísandi fleti og fallandi, fyllingar og göp. Auga mitt finnur aldrei nein strik í náttúriunni, aldrei nein, smá- atriði. Ég tel ekki skegghárin á manni sem ég mætti eða festi augun á treyjuhnöppum hans, — og pensill minn má ekki sjá ' meira en ég sjálfur. Ólga Napóleonstyrjaldanna kveikti einnig bál sín á Spáni. í ársbyrjun 1808 neyddist Karl IV. til að afsala sér völdum í hendur Ferdinands sonar síns. En Napoleon treysti ekki um of á hollustu hans, og undir vorið sendi hann óvígan her til Spánar, sem tókst, eftir harða mótspyrnu, að ná Madrid á sitt vald. Ferdinand er flæmdur frá völdum, en í hans stað er Jo- seph Bonaparte, Napoleons- bróðir, settur til konungs. Hon- um er þó heldur ekki boðið til langrar setu á hásætisstóli Spánar. Heiftin gegn innrásinni og hinum erlenda gervikóngi fer eins og eldur um landið, og aðfahakvöld hins þriðja maí sýður upp úr. íbúar Madrid Úr Ógnnm styrjaldarinnar rísa upp og ráðast gegn franska setuliðinu með þeim vopnum er tiltæk eru; þeir berjast eins og ljón út alla nóttina, unz þeir bíða algjöran ósigur. í morguns- árinu hefjast einhverjar geig- vænlegustu aftökur allra Napo- leonstyrjaldanna, blóðdagurinn 3. mai 1808. Mönnum er smalað í hópa og reknir út fyrir borgar- hliðin, án þess spurt sé um nafn eða sakir, leiddir í röðum fram fyrir byssuhlaupin og skotnir. Þótt Goya sé talinn einn af frumkvöðlum uppreisn- arinnar og fyrirliði í götubar- dögunum um nóttina, tókst honum að komast undan. En hann kom við þeirri hefnd, sem blóðhefndum er meiri; líkt og morðin í Guernica munu aldrei fyrnast á spjöldum sög- unnar vegna snilldarverks Pi- casso, þannig mun blóðdagur- inn 3. maí 1808 standa þar letraður um aldirnar vegna málverks Goya. í myndinni hvelfist stirndur morgunhimininn yfir Madrid- borg, turnar halla markast móti himninum eins og þögular vættir, áhorfendur þessara ógnlegu atburða. Hermennirnir standa í röð, í dökkbláum frökkunum, fyrir Iframan þá stendur Ijóákör, sem varpar breiðum geisla á hópinn sem á að skjóta. Maðurinn, sem er fremstur í hópnum, baðar út liöndunum og horfir trylltum augum í byssuhlaupin; aðrir byrgja andlit sín þessa andrá, meðan skotin ríða af. Maðurinn sem fórnar upp höndunum er þungamiðja myndarinnar. Vit- firrtur ofsinn í látbragði hans, þrjózkan og stoltið, er skerandi mótsögn við jarðfasta ró bak- grunnsins; hvít, flegin skyrtan og gular buxurnar eru hámark litanna, hrópandi og óvægilegt í þessu húmi aftureldingarinn- ar. Hér eru leiddar saman á snilldarlegan hátt andstæður hins vélra?na miskunnarleysis og mannlegrar örvæntingar. Því er þetta ekki aðeins mynd blóðbaðsins mikla í Madrid, heldur allra slíkra hörmunga í nútíð og fortíð. Svo sem í öðrum myndum Goya, sjáum við hér hraðann og hinn ómótstæðilega kraft í vinnubrögðum hans. Um þetta leyti var Goya orðinn nær al- gjörlega heyrnarlaus, og hefur verið á það bent, að fyrir það hafi hann veitt hreyfingum manna og svipbrigðum enn ná- kvæmari athygli. Goya sezt þó ekki enn í helg- an stein. Hann fylgir mynd þessari eftir með röð af kopar- stungum, Los desastres de la guerra (Ógnir styrjaldarinnar), sem kemnr út árið 1810, og annarri I<os disparates ( Úr- hrök' sem hann lauk 1815, en kr -i þó ekki út fyrr en árið 1850 undir heitinu Los prover- bios. Og ekki stilltist hið heita skap hans að heldur. Hann ræðst miskunnarlaust á þá menn, sem meta listina sem tízkuvarning eða stofuprýði eina, — í augum hans er hún biturt og göfugt vopn, en um leið spegill sannleika og fegurð- ar. Það er til smá saga, sem sýnir hve laus honum gat orðið höndin, þegar honum hitnaði í hamsi. Enski hershöfðinginn Wellington hafði* lent her sín- um á Spáni til að hrekja burtu gervikónginn, Napóleonsbróð- ur, og þegar hann hafði lokið erindinu, kvaddi hann Goya til að mála mynd sína. Svo var það einn dag meðan á verkinu stóð; Wellington hafði setið fyrir allan morgun- inn, en stóð loks á fætur til að hyggja að myndinni, og lét þá einhver orð falla. um að sér þætti hún ekki sem glæsilegust. Goya spratt þegar upp af stól sínum, greip hlaðna skamm- byssu og réðist á hershöfðingj- ann. Ekki er víst hvort honum hefði auðnazt að standa sigur- vegari yfir Napoleon við Waterloo, ef Xavier, sonur Goya, er túlkaði milli þeirra með fingramáli, hefði ekki ver- ið nógu snar til að grípa vopnið úr hendi föður síns. Að því kom, að hirðin hætti að sækjast eftir penslum Goya, og hann, sem var fyrrum hrók- ur alls fagnaðar, sat nú eftir vinafár, heyrnarlaus og ein- mana. Hann settist að í þorpi einu fyrir utan Madrid, — hús hans var nefnt La quinta del sordo, landsetur hins heyrnar- lausa, — og hér er það, sem síðasta bál hans brennur. Hann málar veggina hátt og lágt með undarlegustu og hryllilegustu myndum, — það er líkt og öll martröð^ians og veraldarkvíði brjótist þar fram úr fylgsnum sálarinnar. Satúrnus étur börn sín, Salóme dansar tryllingslega með blóðugt höfuð Jóhannesar, geigvænlegar ófreskjur þekja veggina, — á einum langveggn- um var endalaus sjávarströnd, jöfn og óslitin, en á einum stað hefur þar rekið haus af svörtum hundi. Sumarið 1824 fer Goya til Frakklands og kemur til París- ar um haustið. Þá stendur þar einmitt yfir sýning sú, sem geymir brum hins nýja tíma í franskri og enskri list, — þar er Turner og Constable; Geri- cault og Delacroix. Þótt hann sé orðinn gamall og vonsvikinn, verður þetta honum dýrmæt hamingjustund. Eftir ævilanga baráttu í andspyrnu og einangr- un hittir hann hér loks fyrir hóp ungra listamanna, sem eru að fullu vaknaðir af blóma- draumum rókokkóaldar, sem hafa neitað að ganga undir jarð- armen klassiskrar eftirhermu, sem þá var mest í móð. í list sinni rista þeir í kviku hlutanna og hefðu heils hugar tekið und- ir með honum þegar hann segir: Túlkum lifandi tilfinningar! Fari öll hlutfallslögmál og klassisk fegurð til fjandans.! Nokkru síðar sezt hann að á landsetri nálægt Bordeaux. Hann er veikur, heyrnarleysið algjört og sjónin tekin að dapr- ast. í einu síðasta bréfi sínu skrifar hann: Mig vantar allt, — sjónina, blóðið, penna minn og blekhús; það eina sem eklti skortir á er viljinn. Og hér deyr Francisco Goya, í aprílmánuði 1828, 82 ára gamall. Þótt margt hafi drifið á daga veraldar síðan,/ hefur list hans ekki fyrnzt. Hann er jafn ná- lægur okkur í dag og hann var fátækum munki í þorpinu Fuendetodos fyrir tvö hundruð árum, — ef ekki miklu nær. Utan og innanhússplötur Þakhellur, Asbestpípur, iSOPLAT-þilplötur EINIÍAUMBOÐ: ars Trading Company Klapparstíg 20. — Sími 7373. czechoslovak ceramics ^ y Praha — TékkóaSévakíu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.