Þjóðviljinn - 24.12.1957, Side 18

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Side 18
inu. sem rétt er aö' frásögn frú Kollontay sjálfrar varpi sann- leiksljósi yfir, en það er hjú- skapui- hennar. Þó að hún með vaxandi þroska yrði æ glæsilegri og séiðmagnaðri hefur hún eftir mvndum að dæma allt frá barn- æsku verið einkar fríð og aðlað- andi, enda átti hún slíkt að sækia til foreldra si’nna beggja. Frískleg var hún, fjörmikil og tilfinningarík, næm fyrir storm- um sínnar tíðar, þegar á barns- aidri. Móðir hennar mun ekki hafa verið dul í máli, faðir hennar aftur á móti gætnari. Kénnslukona að nafni María Strakhova, mjög róttæk í skoð- unum kenndi Schúru og systr- um hennar árum saman og bjó Schúru undir próf, er veitti henni réttindi til kennslu. Á uppvaxtarárum Schúru vóru uppi ýmsir aí mestu skáldjöfr- um heimsins og opnuðu augu þeirra, er vildu sjá, sáðu í jarð- veg, er hafoi taeðið búinn til sáningar, frelsisöld fór í hönd. Fráleitt mun það hafa verið af fastheldni við fornar venjur uni að ráða gjaforði dætranna, sem gerði það að verkum, að foreldrar Schúru voru því mjög andvíg að hún gengi að eiga náfrænda sinni Vladimir Koll- ontay. Þar mun hafa ráðið það sjónarmið, fyrst og fremst, að þeim hefur þótt ráðahagurinn óefnilegur, pilturinn enn við nám, hann var að nema verk- fræði, allt óráðið með framtíð hans og ekki átti hann eyris- virði, svo að ekki horfði væn- lega með heimilisstofnun og heimilisafkomu. Faðir hans, sem hafði fengið útlegðardóm, sakaður um þátttöku í upp- reisn, var dáinn, móðir Vladi- mirs hafði séð fjölskyldu sinni farborða með kertnsiu, en við betta bættist og var áreiðnnlega ekki veiganTinnsta ástæðan, að þau : áu aö pilturinn var ekki andlegur jafnoki Schúru þeirra, og hún rnundi vaxa frá honum. Móðlr Schúru reyndi að tala um fyrir dóttur sinni út frá hag- sýnissjónarmiði. Þau gætu ef til vill í byrjun komizt af með þann fjárstyrk, er þeim yrði veittur heiman frá henni, en setjum svo að faðir hennar dæi og þau þar með misstu styrkinn og þau eignuðust sjö til átta börn. Af hverju ætluðu þau þá að lifa? Hin hugrakka en óreynda unga stúlka hélt því fram að margir yrðu að komast af með lág laun, sjálf gæti hún unnið. Faðir Sehúru tók málið frá ann- arri hlið. Þau hjónaefnin mundu eiga heldur litla andlega sam- leið, pilturinn væri að vísu vænn, en hánn væri ekki bók- hneigður á borð við hana og hirti ekki um þau efni. sem henni væru hugleikin, fylgdist ekki með þvi, sem væri að ger" ast, liti naumast í dagblað.'Eftir skamma sambúð mundi hún vera orðin sárleið á honum. En Schúra lét ekki teljá sér hughvarf, hún hótaðí að strjúka áð heirnan og hafði sitt fram éftír tveggja ára þóf. Hún var á tuttugasta og fyrsta ári, þeg- ar hún gekk að eiga Vladimir Kollontay. — Hún fluttist sann- arlega ekki í neina Kollontay- höll til að lifa þar í glansi og herlegheitum, umkringd af hverskonar stórménni eins og stendur í bókarkaflanum sem vitnáð ve.r' tih Hún eignaðist lítið og látláust h.eimiii og hafði eina þjónustusí-úi-ku, -sem fylgdi henni frá heimiii for-eldra henn- ar. Það fékk ekki á Schúru þó að á skorti um efni og ytri glæsi- brag, en hin samfellda keðja af heimilisskyldum varð henni sannkölluð áþján. Hún hafði vænt sér meira frelsis sem húsmóðir, en henni fannst hún hafa haft sem heimasæta, áreið- anlega ætla'ð sér að sannprófa orðin: Sæll hver sem eignast annan, en á sig s.iálfan þó. Hugsað gott til að velja sér störf, að því viðbættu að búa með ungum og elskulegum eig- inmanni og hafa yndi af synin- um, Mischa, sem þau munu hafa eignazt á öðru hjúskapar- árinu. En það reyndist heldur en ekki skekkja í útreikningum hennar, skyldur búskapar og hjúskapar tóku megnið af hugs- unum hennar, tíma og starfs- kröftum. Jafn opinská og ör- ljnid og hún var fór hún ekki dult með óánægju sína. Eigin- maðurinn ungi reyndist harla skilníngssljór, heimilisvinurinn, bezti vinur húsbóndans og síðar allnáinn vinur frúarinnar, fór nær um upplag hennar og óskir. Þá var á heimili hennar trún- aðarvina hennar, allt frá bernskudögum, Zoja, sem að eigin sögn var frjáls eins og fuglinn, óð í skemmtilegum viðfangsefnum, hafði þýðingar sér til framfærslu, en stundaði söngnám, sótti fyrirlestra í listasögu, átti þátt í fræðslu- starfsemi fyrir verksmiðjufólk. Á eftir Zoju var sífelldur straumur stúdenta, sem komu til að ræða við hana um sam- eiginieg hugðarefni, fylgjast með henni á bókmenntakynn- ingar, hljómleika og fleira menntandi og upplyftandi, en unga frúin sat eftir í litla,- mjúka hreiðrinu sínu, það hefði þótt mjög óviðeigandi, stappað nærri broti á hjúskap- arskyldum að hún sækti skemmtanir án manns síns. Zoja- var henni góð vinstúlka og vildi örva hana til afreka, en gerði sér ekki ljóst, hve henni var þröngur stakkur skorinn, að hún hafði ekkert af- drep á heimili sínu, þar sem hún. gæti etnangrað sig við skriftir, sem hún hneigðist mjög að. Aldrei gat hún vitað fyrir fram, livaða tima hún gæti haft til einkaumráða, jafnvel þó að ekki væri þvottadagur eða önn- ur stærri heimilisverk, sem stúlkan gat ekki annað með gæzlu baVnsins. SífelH máiti búazt við óvæntum truflunum. Zoja kom með sama ráðið og gefið er enn við slikar aðstæð- ur: bara læsa að sér, ofur ein- falt mál að taka þannig- með valdi þann vinnufrið, sem ekki var annars kostur á. Þvílíkur þá vinnufriður með köll og klapp á dyrnar! Barnið vill komast til mömmu, bóndinn kemur ó- vænt heim og vi 11 sjá konu sína, gestir koma án þess að við þeim hafi verið búizt, vinnu- stúlkan á ýmis erindi við hús- móður sína. Enginn lás gagnar gegn slíku árásarliði, jafnvel þó að því hefði ekki verið hleypt inn hefði það haft á brott með sér friðinn, einbeilinguna, sem þarf til andlegrar vinnu, andlegu skorðurnar liðast sund- ur undan slíkum átökum. Eigi að síður tókst Schúru að semja skáldsögu, djarfa og ný- stárlega, árás á gamla hleypi- dóma og hefðir, sem þrykkja konunum niður, sömu siðferðis- kröfur gerðar til karla sem kvenna og svo framvegis. Sag- an var lesin og gagnrýnd af rithöfundi, sem Schúra bar mikið traust til. Hann taldi efni hennar frumlegt, en efnismeð- ferð í grófasta lagi, mundu hæíileikar höfundar njóta sín betur við samningu flugrita en skáldsagna. Schúra , tók þetta ákaflega nærri sér og hét því að fást ekki framar við samningu fag- urfræð'ilegra bókmennta. Fyrsta ritgerð hennar hirtist í tímariti, sertí helgað var uppeldismálum og fjallaði greinin um áhrif umhverfis á mótun skapgerðar barna og þá einkum með tilliti til þess, hvernig þjóðfélagið sjálft slíapar umhverfið. Schúra var bæði sæl og stolt yfir því að sjá ritgerð eftir sig á prenti. Á þeim fimm árum, sem hún var búin að vera gift hafði hún sannfærzt æ betur og belur um að heimilið væri henni lang- samlega of þröngur starfsvett- vangur. Hún hafði sífellt á- stundað að lesa sér til gagns og vita og skilja æ meir og meir. Allt frá bernsku hafði hún haft ríka samúð með þeim, sem búa við skort og hverskonar áþján og vildi vera með í því lausnar- og uppbyggingarstarfi, sem var hafið um gjörvallt Rússland, bó að flest af því færi dult. Rétt- sýnt, gáfað og kænt fólk vann að því unnvörpum að grafa undan rotnum stoðum hins rússneska keisaraveldis og koma á réttlátara þjóðskipu- lagi. Margt af þessu fólki hafði ekki sjálft til neinna hagsmuna að vinna, en lagði líf og frelsi í sölurnar vegna hugsjónaeld- móðs og réttlætiskenndar, sem gerir lífið óbærilegt, ef rang- lætið skipar öndvegi. Þessir duldu straumar náðu til Alexöndru Kollontay ungr- ar. Kennslukona hennar, María Strakhova tók öflugan þátt í viðreisnarstarfinu, hún beitti gáfum sinum og þekkingu á kennslu til þess að komið væri á betra- fræðslufyrirkomulagi í skólum og stofnað skólasafn. Hálfsystir Schúru varð fræg ó- perusöngkona undir nafninu Evgenía Mravína, hún studdi framfaraviðleitni Maríu Strak- hova og gaf gott fordæmi með því að syngja á skemmtunum, sem haldnar voru í fjáröflunar- skyni fyrir skólasafnið og fleira, sem leyndara fór. María Strakhova skildi, að hin unga frú Kollontay var of stórbrotin hugsjóna- og athafna- kona til þess -að geta unað þeim kjörum, er hún bjó við. Arn- fleygur andi hennar heimtaðí ótæmandi viðáttur. María Strakhova féklc henni verk til að vinna og á vegum hennar tók Alexandra Kollontay fyrst þátt í rússneskri framfara- og frelsisbaráttu. Sama haust og Schúra fékk birta fvrstu grein sina fór mað- ur hennar í viðskiptaerindum til Suður-Rússlands, á meðan framkvæmdi Schúra einkabylt- ingu sína. Henni tókst, þó að erfiðlega gengi að vinna föður sinn á sitt mál og fá hann til að heita sér námsstyrk. Barni sínu og þjónuStustúlku kom hún fyrir lijá foreldrum sínum, en siálf lagði hún af stað áleiðis til Zúrich þar sem hún ætlaði að stunda háskólanám, sækja fyrirlestra hjá þýzka hagfræð- ingnum Heinrich Herkner og jafnframt kynna sér fræðikerfi sósíalismans. Ferðin að heiman var hinni ungú konu mikil þolraun, hún hafði ailtaf haldið því fram að hún elskaði mann sinn en hat- aði hjónabandið, hún gekk ekki að því gruflandi að brolthlaup hennar að heiman mundi verða þeim báðum örlagaríkt, að það mundi leiða til hjúskaparsJita. Hún gat ekki vænzt þess að Vladimir biði hennar lengi, ungur, glæsilegur og eftirsókn- arverður maður. Hún þráði mann sinn og fannst Jiún ein- mana og yfirgefin þar sem hún var ein á ferð, það var ekki víðs.fjarri henni að skipta ura lest og aka til Suður-Rússlands á funcl maijns síns. En hún harkaði af sér þrá sína og veik- leika og.. skrifaði tvp, Jöng kveðjubréf annað til eigin- manns síns, hitt til Zoju. I bréf- inu til manns síns bað hún hann að sýna þolinmæði og bíða með- an h.ún tæki sér tftna til að fræðast um kcnningar Marx. f bréfinú til Zoju drð hún engar dulur á að hún gerði ráð fyrir að hjónabandi hennar væri lok- ið. Hún ætlaði aldrei að gefast upp, þó að henni fyndist hjarta sitt vera að bresta. — Það fór eins og hún sá fyrir, að leiðir þeirra hjóna skildu, en ættar- nafn rnanns síns bar hún til ævúloka. Með ferðinni til Zúrich var teningunum kastað, Alexandra Kollontay hafði valið sér veg í lífinu, oft liáskalegan og tor- færan en Jiennar vegur var það. Oft var skammt milli lreims og helju, en ofsólínir og fangelsis- vistir reyndust lienni ekki of- raun, henni var visað á burt úr einu landinu eftir annað, einn- ig Svíþjóð, þar sem lrún síðar bjó við svo mikla frægð og vinsældir. Lif hennar var sig- sælt tafl lieimsmeistara. Hún var fyrsta kona, sem átti sæti í ríkisstjórn, fyrsta kona, sem var sendiherra og sendiráð- herra. Hún var fulltrúi í Þjóða- bandalaginu. Á Jangri ævi hennar náði starfssvið hennar víða um heim og skrif hennar um hugsjónir hennar, sósíal- isma, kvenréttindi og hverslíon- ar framþróun birtust á mörg- um þjóðtungum. Vegur hennar fór vaxandi meðan henni entist heilsa til starfa. Á frægð henn- ar liefur ekki fallið skuggi. Ritað í ársbyrjun 1957. Gleðileg jól! Þokkum noröfirzkum verkaJýð viðskiptin. Pöntunarfélag alþýðii. NeskaupstaS Hvers vegna? Hvers vegna kemur það svo oft fyrir, að menn hafa innbú sitt of lágt tryggt eða alveg ótryggt? Enginn er svo ríkur, að hann hafi efni á því að hafa eignir sínar óvátryggðar. Vér bjóöum yður örugga og góða þjónustu. Umboösmenn vorir, sem eru í öllum kaupstööum, kauptúnum og hreppum landsins, veita yður upplýsingar og leiðheina yður, og síöast en ekki sízt: hjá oss fáið þér ávaiit hagkvæmustu kjörin. Skammdegið er tími ljósanna, — farið varlega með þau. Gleöileg jól! Brunabotaféiag f slanás Hverfisgötu 8—10, Reykjavík Símar: 1.4915 - 14916 - 14917

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.