Þjóðviljinn - 24.12.1957, Page 20
2 0) JOLABLAO ÞJÓÐVILJANS 1957
styrk til fátæks manns, sem
mennvildu bjarga úr hálfgerðri
neyð. Þá þykir mér fara skörin
upp í bekkinn, þegar menn eru
að bera það fram þessum manni
til meðmæla, að hann hafi ný-
lega gefið út ljóðasafn. Hann
hefur tínt saman kvæði sín,
prentuð og óprentuð, og svo
selt öðrum manni handritið,
sjálfsagt fyrir fulla borgun;
það er allt og sumt. Hann hefur
ekki einu sinni gefið samtín-
inginn út sjálfur. Hvaða skáld-
verðleikar er þá þessi útgáfa?
.... Ég hef farið nákvæmlega
yfir þessi kvæði, og reynt eftir
megni að meta gildi þeirra, og
sú niðurstaða, sem ég hef kom-
izt að, er þessi: Formið, bún-
ingur hugsana, er sumstaðar
prýðisfagurt, og víðast hvar
fagurt, óvíða stórgallað, þó þar
finnist gallar á. Málið er mjög
fagurt og smellið bundið mál.
Þessir eru höfuðkostirnir. Aftur
á móti er efnið í kvæðunum
sumum sáralítið og ekki all-
fáum lélegt. Hvaða efni er t. d.
í kvæðinu Árgalinn? Það er
sannarlega léttmeti, það kvæði;
en það segir ekki mikið. Hitt
er verra, að efnið er sums-
staðar Ijótt og spillandi bæði
andlega og siðferðislega. Ég
man t. d. ekki að ég hafi séð
eða heyrt hrottalegra níð um
kristindóminn en í kvæðinu
Örlög guðanna. Maðurinn er
auðvitað í sínum rétti að ráð-
ast á ki'istindóminn, úr því
•hann hefur yndi af því og finn- ’
ur hjá sér styrk til að vera án
hans, og köllun til að vera i
fjandskap við hann, en það er
mikill raunur á því, hvernig
slíkt er gert. Þegar það er gert
með fyrirlitning fyrir slíkri
andlegri stærð, sem kristindóm-
urinn er, þá hlýtur manni að
blöskra hrottaskapur og dramb
mannsins .... Ég s&gi þetta
ekki til að álasa þessum manni,
sem pr svo óheppinn að hafa
gagntekizt af lífsskoðun, er
skaðvæn er bæði fyrir sjálfan
hann og þjóðina, en ég geng út
frá því, að hann haldi áfram að
haía þessa lifsskoðun, og þykir
mér ótilhlýðilegt að hið opin-
bera styðji að því að breiða
hana út; ég veit líka, að mikiil
meiri hluti þjóðarinnar aðhyll-
ist hana ekki, né vill að hún
breiðist út.“
Ræða Jens Pálssonar hafði
meiri áhrif á þingheim en varn-
aðarorð Skúla Thoroddsens um
eftirmæli þingsins: tillaga Val-
týs Guðmundssonar um skálda-
styrk til Þorsteins Erlingssonar
var felld eftir aðra umrærðu í
Neðrideild með tólf atkvæðum
gegn átta. Halldór Daníelsson
bóndi í Langholti, þingmaður
Mýrama.nna, gerði síðar á þing-
inu tilraun til að koma Þor-
steini inn á fjárlögin — en
tókst ekki. Valtýr Guðmunds-
son tók þá upp þráðinn enn að
nýju, en það fór á sömu leið:
Þorsteinn Erlingsson skyldi
ekki fá skáldastyrk að þessu
sinni. Og þar við sat.
Þorsteinn Erlingsson var ekki
nefndur á nafn á þinginu 1899;
en á þingi 1901 flutti fjárlaga-
nefnd Neðrideildar tillögu um
500 króna styrk til hans hvort
fjárlagaárið, sem í hönd fór. .
Tillagan var samþykkt í deild-
inni: en þegar fjárlagafrum-
varpið kom fyrir Efrideild,
lagði fjárlaganefnd hennar til
að styrkurinn til Þorsteins yrði
felldur. En séra Ólafur Ólafs-
son síðar fríkirkjuprestur, þing-
maður Austurskaftfellinga,
lagðist gegn þeirri* tillögu og
i sagði:
„Þegar styrkur þessi var
j samþykktur í Neðrideild var
[ það sagt bæði innan þings og
utan, lað hann mundi verða
felldur í Efrideild, af því að
þar væru svó
margir kirkj-
unnar menn.
Ég veit ekki
hvaða skoðun
aðrir kirkj-
unnar menn
hafa á þessu,
en ég segi
fyrir mig, að
þó ég sé
kirkjunnar
maður, þá
ætla ég að greiða atkvæði með
því að þessi fjárveiting standí.
í kirkjunni vildi ég hafa lært
og kennt að vera vægur í dóm-
um og umburðarlyndur við þá,
sem hafa aðra skoðun en kirkj-
an, sem ég er í .... því hefur
verið kastað fram í háttvirtri
deild, að vér hefðum ekki efni
á að styrkja marga menn. Þetta
er auðvitað satt, en enn þá síður
höfum vér efni á því, að láta
efnilega gáfaða menn verða að
engu. Vér verðum að hafa þaö
hugfast, að byrja öldina með
því, að nota alla krafta þjóð-
arinnar, og mesli skaðinn er
ekki það, að veita 4—500 króna
styrk á fjárlögunum, en hitt er
meiri skaði, að rétta þeim ekki
hjálparhönd, sem geta gert
þjóðinni hið mesta gagn.“
Tillaga fjárlaganefndarinnar
var þó samþykkt; en fjárlaga-
nefnd Neðri deildar tók sína til-
lögu aftur upp og fékk hana
samþykkta. Þorsteinn Erlings-
son hlaut skáldastyrk i annað
sinn. — Á næsta þingi, 1903,
ílutti Skúli Thoroddsen tillögu
um 600 króna styrk til Þorsteins
og mælti þannig með henni:
„Sumir hafa fundið það að
Þorsteini Erlingssyni, að skáld-
skapur huns hafi gengið í eina
of ákveðna stefnu; en þingið á
í þessum efnum eigi að dæma
milli mismunandi líísskoðana,
ekki að gá að því hvort mað-
urinn aðhyllist þá trúarstefnu,
sem ríkið hefur sett stimpil sinn
á, heldur líta á hitt, hvort mað-
urinn er skáld, sem bókmennt-
um þjóðar vorrar er sómi að.“
Enginn hirti að andmæla þess-
um rökum, og var tillagan sam-
þykkt umræðulaust'.
Þegar stjórnin lagði fram
fjárlagafrumvarp sitt á þing-
inu 1905, ætlaði hún Þorsteini
Erlingssyni 800 króna styrk
hvort fjárlagaárið; 1906 og 1907.
Fjárveitingin var samþykkt
umræðulaust, og sömu sögu er
að segja frá þinginu 1907. Og
enn ætlaði stjórnin Þorsteiní
Erlingssyni 800 krónur á fjár-
lögum, sem hún lagði fram á
þingi 1909. En þá lagði Jón Sig-
urðsson bóndi á Haukagili,
þingmaður Mýramanna, til að
styrkurinn yrði hækkaður í
1200 krónur. En Bjarna frá
Vogi, þingmanni Dalamanna,
þótti ekki nóg að gert og bar
fram tillögu um 1500 króna
styrk. Jón Magnússon síðar for-
sætisráðherra, þingmaður Vest-
mannaeyinga, andmælti hækk-
unartillögu Jóns á Haukagili
og sagði:
„Aftur get ég eigi séð neina
ástæðu til að færa styrkinn til
Þorsteins Erlingssonar úr 800
krónum upp í 1200 krónur ....
ég hef satt að segja ekki -orðið
þess var, að Þorsteinn Erlings-
son hafi á síðari árum auðgað
bókmenntir vorar að mun með
nýjum skáldverkum. Þegar á
að fara að hækka styrk hans,
þá er í rauninni verið að hækka
eftirlaun hans, því að það verð-
ur ekki betur séð, en að hann
hafi að mestu hætt starfi sínu
— sem skáld.“
Bjarni frá Vogi tók til máls
og sagði:
„Svo hef ég lagt til um fjár-
veitinguna til Þorsteins Er-
lingssonar, að í stað 800 króna
komi 1500 krónur. Vitna ég til
háttvirts þingmanns Vestmann-
eyinga að miklu er réttara að
veita 1500 króna heldur en 800
króna sultarstyrk, sem hvorki
er unnt að lifa né deyja fyrir
sómasamlega .... Flestir emb-
ættismenn munu mér sammála
um að, 2000 krónur séu engin
höfðingjalaun. Biskupum og
dómurum þætti það eigi. Þeir
hafa fylgzt að gegnum skóla og
aðrar menntastofnanir, vanir
þar hinu sama lífi, en nú skilur
embættið á milli. Þessir menn,
landsins mestu höfðingjar, fórn-
færa sjálfa sig hugsjónum sín-
um, breyta göfuglegast, en lifa
við sult og seyru. Þetta ætti að
leggjast níður, að vanda-
minnstu verkin væru bezt borg-
uð. Annað var það í ræðu hátt-
virts þingmanns Vestmanney-
inga viðvíkj-
• andi Þorsteini
Erlingssyni,
er mér líkaði
stórilla. Það
var að hann
áleit Þor-
stein Erlings-
JH| son kominn á
jámH gi'aí'arbakk-
.ajépjjpjKj ann og taldi
þetta eftir-
laun en eigi
styrk. Þetta er alrangt. Mín til-
laga byggist á því, að þetta sé
styrkveiting til þess hann geti
starfað, en ekki heiðurslaun fyr-
ir aflokið starf. Ég veit hann
hefur verk með höndum, sem
hann vinnur kappsamlega að.
Hann hefur í smíðum sögukvæði
mikið um Fjalla-Eyvind. En
auk þess .... hefur hann ann-
að í smíðum, Ragnheiði eða Eið-
inn, sem fullur helmingur er
eftir af, búnar hér um bil fimm
arkir. Það get ég fullvissað
menn um, að er þessi tvö verk
eru búin, munu þau meira en
borga þennan styrk, þau munu
tvöfalda hann eða margfalda;
svo dýr munu þau vera i ís-
,lenzkum • bókmgnntum. Þettá
segi ég án allrar hlutdrægni.
Veit ég að vísu, að varasámt
getur verið að hæla óútkomn-
um bókum, en ég ætla að eiga
það á hættu að þessu sinni.
Enn fremur starfar hann að
sögukvæði um Jón Arason, sem
er langt komið. Enn fremur
fjórar arkir í óprentuðum
smærri kvæðum. Enn vill hann
ef honum auðnast aldur til,
kveða nokkuð Iiangt heimsá-
deilukvæði í líkingu við Don
Juan, en hann er ekki byrjaður
á því enn; hefur þó þegar sam-
ið þráðinn í huga sér, og mun
þvi eigi langt að bíða að kvæði
þetta birtist, ekki sízt, ef hann
þarf eigi að dauðþreyta sig á
að troða málfræðiklausum í ein-
hverja fyrir sjötíú aura til eina
krónu _á tímann.“
Neðri deild samþykkti tillögu
Bjarna frá Vogi með sextán at-
kvæðum gegn sjö, en Efrideild
reyndist þyngri i skauti sem
fyrr. Fjárlaganefnd deildarinn-
ar lagði til að styrkurinn yrði
lækkaðuf í þúsund krónur; og
sú tillaga var samþykkt eftir
að, framsögumaður nefndarinn-
ar séra Sigurður í Vigur, hafði
mælt fyrir henni á þessa leið:
„Þá kem ég að allri rununni
til blessaðra skáldanna. Nefndin
hefur hér eins og annarsstaðar
haft sparnaðinn fyrir augum,
þó hún virði mikils hvað skáldin
yrkja rnikið
og gott. Eins
og tekið var
fram í Neðri-
deild má telja
sumar af þess-
um fjárveit-
ingum frem-
ur eftirlaun
en skálda-
laun. Vér vit-
um til dæmis
allir um eitt
þeirra skálda, sem skáldstyrk
hefur haft um mörg ár undan-
farið, að hann er gjörsamlega
hættur að yrkja og hefur svo
gengið í mörg ár; það lítur með
öðrum orðum út fyrir, að skáld-
skapargáfa þessa manns sé að
ganga til þurrðar, svo ég álít
að hann mætti þykjast góðu
bættur, ef hann héldi þeim
styrk, sem hann hefur haft, þó
ekki væri hækkað við hann ..“
Þegar fjárlagafrumvarpið
kom aftur til Nerðrideildar end-
urfluttu þeir Jón á Haukagili
og Bjarni frá Vogi livor um
sig sína tillögu; og hafði Bjarni
fengið I-Iannes Hafstein til að
gerast meðflytjandi sinn. Til-
laga þeirra var þó felld, en til-
laga Jórts á Haukagili sam-
þykkt. Skáldastyrkur Þorsteins
Erlingssonar var kominn í 1200
krónur.
m
Á næstu fjárlögum, sem lögð
voru fram á þingi 1911, voru
Þorsleini ætlaðar 1200 krónur
áfram hvort fjárlagaárið; og
náði það fram að ganga. En
Einar Jónsson bóndi á Geld-
ingalæk, 2. þingmaður Rangæ-
inga, ílutti nokkrar breytingar-
tillögur við frumvarpið, meðal
annars þó ....
„. ... að styrkurinn til Þor-
steins Erlingssonar verði færð-
ur niður um helming. Ég véit,
að Þorsteinn Erlingsson hefur
aðeins einu sinni gefið út eina
ljóðabók, sem
flestum mun
að vísu þykja
góð. En á
þingið alltaf
að halda á-
fram aðlauna
hann fyrir
það? Éghygg,
að hann sé
búinn að fá
bókina nógu
vel borgaða.
Ilann hefur ekki, að undan1
teknum nokkrum, tækifæris-
kvæðu'm, er hóílúm' mun oftast
'hafa: Vqrið' goldið fyrir, ort '
neitt annað en þessa einu bók.
Annað liggur ekki eftir hann.
Mér finnst það ekki rétt, að
landssjóður sé að halda áfram
að launa hann fyrir að ganga
með hendurnar í vösunum, og
vildi mega vænta þess, að hon-
um væri sjálfum þyrnir í aug-
um að taka meiri peninga úr
landssjóði fyrir Þyrna sína ....
Mig langaði til að koma fram
með tillögu um, að styrkurinn
til Þorsteins Erlingssonar, og
helzt allra skálda yfirhöfuð,
yi'ði strikaður út af fjárlögum •
.... Að því er styrkveitingu
skáldanna snertir .... skal ég
til samanburðar geta þess, að
bændur fá aðeins einu sinni
styrk úr þeím sjóðum, sem ann-
ars veita þeim nokkuð .... fyr-
ir framúrskarandi dugnað í
jarðabótum; þessi styrkur er
mjög lítill, svo sem 50—-60
krónur, og þetta á bændunum
að nægja. En á þá Þorsteinn
Erlingsson og fleiri skáld að
liggja alltaf upp á landssjóði,
enda þó verkið sé aðeins að
lrafa einu sinni gefið út kvæða-
bók? Það ætti helzt að slá
svörtu striki yfir allar þessar
styrkveitingar til skáldanna“.
„Séra Björn Þorláksson á
Dvergasteini, þingmaður Seyð-
firðinga, tók undir þessi orð og
sagði:
..... skal ég lýsa yfir því,
að ég mun verða á móti öllum
nýjum gjöfum til skálda. All-
ir skáldastyrkir eru óvinsælir
hjá þjóðinni, og ég ímynda mér,
að hún kunni fulltrúum sínum
litlar þakkir fyrir að ausa út
fé sínu til einskis, þegar fjöldi
gagnlegra fyrirtækja verður að
sitja á hakanum sökum fjár-
skorts".
Þegar tillaga kom fram um
það í Eírideild, að skáldastyrk-
ur Þorsteins Erlingssonar yrði
lækkaður í þúsund krónur á
þessu þingi, kvaddi sér hljóðs
Ari Jónsson, þingmaður Standa-
manna:
„Mér finnst furðu einkenni-
legt, að slík breytingartillaga
skuli hafa komið fram. Mér
finnst vegur okkar þingmanna
að minni, ef við færum nú að
sneiða af
þessari óstóru
upphæð, sem.
hann hefur
haft. Þörfin
til styrksins
er sú sama
hjá honum,
og að leggjast
hér ó mótt
sjúkum
manni finnst
mér ærið óað-
gengilegt. En það er þó ekki að-
alatriðið, heldur hitt, að þessi
maður er einn sá bezti og pópú-
lerasti lýriker sem nú er upp
hér á landi. Hann hefur sýnt
svo mikla snilld í ljóðum sín-
um, að sumir söngvarnir hans
mega teljast meðal fegurstu
gimsteina í ljóðasafni vor ís-
iendinga. Enda er margur ís-
lendingur svo hugfanginn af
Ijóðum Þorsteins, að það mundi
verða talin ósæmd hin mesta,
að leggja tálmanir í veginn fyr-
h' framhald á ljóðagerð hans.
Eg veit að þjóðin mundi mis-
virða við okkur ef við færum
illa með liann nú, færum að
sneiða af styrknum til hans.
Hann hefur fengið svo fast á-
ht hjá þjóðinni, að það er
gagnslaust að vera að hnjóða í
hann, þótt einhverja óvini hans
langi til þess .... Það er von
á nýrri bók, sem ekki mun
síðri en Þyrnar. Mér finnst það
óhæfilegt að lækka slyrkinn til
lians, þegar að því er komið að
gefa bókina út; mér finnst það
væri eins og að reyta af söng-
fuglinum fjaðrirnar, þegar
hann ætlar að fara' .að syngjai
vórrtáeturkvæðið'' s'itt' í annað
Við erum komin að síðasta
þinginu, sem Þorsteinn Erlings-
son lifði, Alþingi 1913. Á þessu
þingi tók fjárlaganefnd Neðri-
deildar það upp hjá sjálfri sér
að gera tillögur um nýtt fyrir-
komulag á greiðslu skálda-
launa, þannig að þau yrðu að
eins greidd fyrra fjárlagaárið.
Til þess að Þorsteinn Erlingsson
héldi sínum hlut, hefði nefndin
þurft að ætla honum 2400 krón-
ur; en tillaga hennar hljóðáði
aðeins um 2000 krónur. Deildin
samþykkti þessa tillögu. Þegar
frumvarpið kom fyrir Efrideild,
flutti Júlíus Havsteen, fyrrum
amtmaður, konungkjörinn þing-
maður, tillögu um að haldið
yrði hinni gömlu tilhögun á
greiðslu skáldastyrks. Jafn-
framt skyldu skáldalaun þeirra
Einars Hjörleifssonar, Þorsteins
Erlingssonar og Guðmundar
Magnússonar verða 1200 krónur
hvort órið, í stað 2000 króna í
eftt ár eins og Neðrideild hafði
samþykkt. Júlíus Havsteen
sagði:
„Ég vildi, að ég gæti mælt
eins vel með þessari breyting-
artillögu, eins og hún á skilið.
Ég álít, að þingið eigi að
hlynna að fögrum listum, eins
og það hefur
gert. Skáld-
skapurinn er
fegurstur list-
anna. Högg-
myndir og
málaramynd-
ir eru for-
gengilegar,
en skáldskap-
urinn lifir
ekki ein-
göngu með-
an tungan er töluð, sem ritað er
Framhald á 25. síðu.