Þjóðviljinn - 24.12.1957, Síða 24
4) JOLAfiLAÐ MðDVIUANS 19S7
Inga var elzt leiksystkina
minna þriggja, en sú áttunda í
röðinni af 10 systkinum, sem
ég ólst upp með á æskuheimili
mínu í Reykjadal. Ög vegna
þess, að hún var elzt þeirra
þriggja, er ég kalla leiksystkin,
var hún sjálfkjörinn foringi
okkar er við vorum að leikum.
En Inga gekk ekki heil til skóg-
ar. Á þriðja aldursári hafði hún
fengið lungnabólgu og kíghósta
og náði ekki fullri heilsu eftir
það, þau 24 ár, sem hún lifði.
Og margs varð hún að fara á
mis, og gerði ég mér það
snemma lióst, að líf hennar var
ekki rósum stráð.
Þó dalur okkar leiksystkina
væri gróðursæll og hlýr og
kvikur af fugli, þegar sumar-
sólin sendi geisla sína yfir bse
og byggð, gat hann líka orðið
svo fullur af snjó og ís, að
hvergi sæist á dökkan díl. Voru
því leikir okkar háðir árstíðum.
Eitt af því fyrsta, sem ég
man, var að við tifuðum á
milli sóleyja og fífl'a í hlaðvarp-
anum, og fannst mér mjólk fíf-
ilsins svo römrn á brágðið. að
ég fór að tárfella,. tók því á rás
þvert yfir bæjarhlaðið alla leið
inn í eldhús til fóstru ninnar,
því hjá henni fékk ég allra
meina bót.
Fyrir ofan túnfótinn áttum .
við okkur hús, sem við gátum
staðið nær upprétt í. Þó voru
máttarviðir þess ekki sterkari
en svo, að þeir þoldu ekki snjó-
þunga vetrarins, og urðum við
því að reisa það hvert vor. í
kofa þessum höfðum við „gull-
in“ okkar, sem voru kindar-
horn og leggir, að ógleymdum
fallegu kuðungunum, sem hún
„frænka“ okkar saumakonan á
bænum gaf okkur. En hún. fór
oft í sláttarbyrjun á fæðingar-
stað' sinn.'útv við..sjóinn til að
sauma fyrir ættfólk sitt. Og þó'
hún væri hlaðin störfum, brást
ekki að hún gengi á fjöru æsku-
stöðva sinna til að tina skeljar
handa litlu frændsystkinunum
inni i dalnum. Og eitt er vist,
að eftir komu hennar var hald-
in hátíð í kofanum við 'túngarðr
inn, þar sem gersemarnar úr
fjörunni voru vegnar og metn-
ar.
Þegai' haustaði .höfðum við
það fyrir sið að taka það falleg-
asta af skeljunum og öðru því,
sém okkur var'Mýrmætast, og
settum það í lágan aflangan
kassa, on einn slíkan átti hver.t
okkar fyrir sig. Síðan bárum
við þá heim í bæ til geymslu, og
mér er næst að halda að okkur
hafi ekki þótt minna varið í.
leikföngin okkar eh auðkóngum.
demanta sina.
Þó við værum eirin við tún-
garðínn, fór þó ekki svo að vió
hyggðum ekki á feröalag lengra
en heiðarbrúnin náði. og var
það ekki iítill viðburður fyr.ir
mig, yngsta ferðalanginn. A
heiðina lögðum við árla dags-
raeð nestl og nýja skó — eins
og segir í sögunum — og ekki
var veðrið til baga, sólskin á
vangann og gróðurangan í vit-
in. Við klufum hvefn hjallann
af öðrum, einstaka rjúpa flögr-
aði fyrir fótum okkar, sem hún
væri vængbrotin, en með því
var hún að beina athygli okkar
að sér og frá ungum sínum. sem
enn voru litt fleygir.
Þegar við komum í fyrsta
áningarstað, að dómi farar-
stjórnar, en hana skipuðu með
mér þau Inga, Ásá, og Bragi,
he!d ég að við höfum verið orð
in þreytt, að minnsta kosti sett-
um við okkur niður. Við vorum
stödd í holti, og á því stóð hálí-
hi'unin varða. Staður þessi var
kallaður Ytravörðutippi, og var
sagt að varðan væri leiðar-
merki. Eg sá einnig aðra vörðu,
allmiklu ofar, en mun reisu-
legri, og bjóst ég við, að um
hana gilti hið sama. Og þess má um við eftir veginum sem áður
geta, að nokkrum árum síðar, er getið, og áreiðanlega var
er ég varð smali fóstra míns, hann sléttari undir fæti en holt-
skildi ég tilgang þeirra betur, in og móarnir báðumegin. Hér
því þær voru um miðja veg'u og þar höfðu þó myndazt í
milli ássins, þar sem kjarrið óx, hann skörð af völdum vatns-
og sauðfénaður sótti í, og bæj- elgs, er runnið hafði úr fönnum
arhólsins beint upp af bænum. fellsins í vorleysingum og ræs-
Þarna á milli varðánna uxu in undir honum ekki nógu mörg
bláklukkur, en ekki fannst mér til að anna vatnsmagninu. —
eins mikið til um fegurð þeirra Vegurinn sagði vissulega sína
og ég hafði búizt við. sögu, og gerði ég mér það betur
Enn var haldið upp heiða- ljóst síðar. Sögu hugsjóna-
landið, og var nú stefnt á suð- manna, sem einhverntíma
urenda Hvítafells. Þó átti elcki höfðu ætlað að leggja hann
að ganga það sjálft að sinni. þarna yfir til að létta á ein-
enda ekki fengið leyfi til þess. angrun þess fólks, sem bjó hinu-
En ekki vantaði löngunina til að megin heiðar.
klifa þessa „drottningu'* fella En þó að hallaði undan fæti,
og hæða, sem stundum bar áðum við tvisvar sinnum á
hvíta kórónu langt fram á vor. heimleiðinni. í fyrra skiptið hjá
Þegar kom að fellinu, varð svokölluðu Helgatóttarbroti,
fyrir okkur vegur, er lá skáhallt þar sem einhver Helgi, sem bú-
við, eins og hann næði fyrir ið hafði á bænum okkar endur
enda þess, en svo var þó ekki fyrir löngu, hafði heyjað og
þegar betur var að gáð, því endi sett saman, og var brotið menj-
hans var nær sokkinn í litla ar þess. Að lokum stóðum við
'kviksyndisjnýri. sem , mörg.um á brúninni fyrir ofan bæinn.
tférðamönnúm hé'fur vérið. Degi var-þá tekið að halla, og
Gísli Guðmundsson:
nokkur farártálmi, að minnsta
kosti þeim sem fremur velja
kelduna en krókinn. Við völd-
um hið síðarnefnda og námum
staðar í gróinni brekku við ræt-
ur fellsins. Lengra átti ekki að
halda, enda Inga farin að finna,
til verksins undir síðunni eins
og oft er hún lagði á sig langa
göngu. Nú köstuðum við mæð-
inni, eins og; það var orðað, og
tókum siðan ' upp nestið okkar.
Að rríáltíð lokinni var stung-
■ið upp á því að við tækjum
lagið, og tók Inga að sér að ■
slá taktinn með stafprikinu
sínu. Og við sungum: „Hafið,
bláa hafið hugann dregúr“. síð-
an ,,Á vængjum vildi ég ber-
ast“, og að endingu:
„O. levf mér þig að leiða
til landsins fjallaheiða
með sælusumrin löng.
Þar angar biómabreiða
við blíðan fuglasöng'1.
Hvernig söngurinn tókstj skal
ég ekki um dæma, enda þá
ungur að árum, en röddina mun
okkur ekki hafa vantað í þann
tíð. Og engir áheyrendur voru,
nema við sjálf — og svo eitt-
hvað af fuglum himinsins, að
minnsta kosti spóinn, gaukur-
inn og lóan.
Eftir sönginn varð mér litið
suður yfir öræfin. En sú víð-
átta! Og einhversstaðar fyrir
sunnan öll þessi fjöll stóð höf-
uðborg landsins, Reykjavík.
Þar voru vist há hús og háir
turnar, en ekki kom ég auga
á þá, en þar átti móðir mín
heima, sem sent hafði mér
dönsku skóna og örkina hans-.
Nóa um síðu.stu jól, og hana átti
ég að fá að heimsækja þegar ég
yrði stór, að fóstra sagði.
Heimferðin gekk vel, enda
brattinn í bakið — og nú fór-
höl'ðum við gaman af að horfa
út yfir dalinn á býli-pg gróin
tún. En viðdvöl okkar þar lauk
með því,.að öðru sinni hóf Inga
stafprikið á loft og við sung-
um: „Man ég grænar grundir,/
glitrar silungsá, / blómabökk-
um undir / brunar fram að sjá.“
En undir þann söng' tók Vigi
gamli heima á túnjaðrinurn. og
boðaði um leið heimilisfólki
komú ferðalanganna.
Það kom lika fyrir að við fór-
um í minni ferðalög, einkum
meðfram ánni er rann. eftit
dalnum. Urðu þá á vegi okkar
litlir hvammar, þaktir blágresi
og hvönn inn á milli klettanna.
Og oft áðum við-hjá bjarginu,
er skagaði fram i ána miðja
vegu milli laxahyljanna. En
bjarg þetta var dálítið áþekkt
kirkju, einkum þó sú hliðin,
sem að- ánni vissi. Eg var líka
viss um það þá, að þetta væri
kirkja þeirra' álfa, sem áttu
heima í björgunum viö ána. ■
Og ég minnist þess, ef ég kom
cinn að þessari kletta-kirkju að
það greip mig einhver annar-
legur kvíði eða tilfinning. Það
komu líka upp í huga mínum
ljóðlínur úr kvæðinu „Kirkju-
hvoll“, sem fóstra mín söng
fyrir mig löngu áður en ég
varð læs:
„Hún amma mín það sagði
mér: Urn sólarlagsbil / á sunnu-
dögum gakk þú ei Kirkjuhvols
til. / Þú mátt ei trufla aftan-
, söng álfanna á kvöldin.“
Það var líka rnargt annað,
sem átti huga okkar við ána,
eins og fallega eyrarrósin og
sandlóan, sem verpti á Beina-
teigseyrinni.
a
Þegar vetur gelck í garð, voru
það einkum sleða og skauta-
Höfundur greinarinnar.
ferðir, sem hugann tóku. Fyrst
i stað hafði ég hrossleggi i stað
skauta, en fljótt var bætt úr
því. Og ein skiði voru á bænum,
sem við höfðum aðgang að, en
takmarkaðan, enda létum við
'okkur r.ægja fjalir og tunnu-
stafi, einkum ef hjarnfenni
var.
Á stjörnubjörturn skammdeg-
iskvö'lduirí áttúm við bað til að
hlaupa út á bæiarhlað og stara
upp í himinhvolfið. Vorum við
þá að r.annsaka gang himin-
tungla og voru-m .tundum
nckkuð lengi. Að minnsta kosti
kom það fyrir, er yið komum
■inn til baðstofu að „rpkkar“ og
„kambar" voru þagnaðir, en
það merkíi að stúlkur voru
farnar tii mjalta og fóstra að
undirbúa kvoldverð. En sjaldn-
ast var saumavélin þögnuð. því
„frænka", sem áður er getið.
lauk ekki starfsdegi sínum
fyrr en kl. 10 á kvöídin, eink-
um þó fyrir .jólin .En ef hún
haétti fvrr, átti hún það til að
lofa okkur að h.eyra þulur og
húsganga,. sem hún kunni ó-
grynni af — og svo ættfróð var
hún, að ef allt það, sem hún
vissi, hefði verið skráð, hefði
það cröið stór bók.
Einn af stærstu dögum árs-
ins hjá okkúr leiksystkinunum
var hinn svokallaði baðdagur.
slikum dögum var löngum
mannmargt, sem kom til af því.
að fóstri hafði látið steypa bað-
kar og jötu í einu fjárhúsa
sinna, með betri aðstæðum en
Sigurjón Friðjónsson.
áður höfðu tíðkazt þar í grennd.
Þetta varð lika til þess, að
faændur af næstu bæjum fengu
að koma með fé sitt til böðunar,
svo nærri má geta að nóg var
að starfa fyrir unga og aldna.
Þo er einn slíkur dagur rrjér
fasvari í rninni en aðrir, einkum
þó fyrir það, sem á eftir kotn.
Við leiksystkinin vorum úti
fram á harðakvöld og tókum
varla eftir því, að við vorum
bla.ut í fætur, því blotað hafði
á nýfallinn snjó, rétt fyrir téð-
an dag. En fóstra hafði frá
fyrstu tíð, að ég man, lagt mjög
að okkur að koma inn, ef við
yrðum vot í fætur, því hún ótt-
aðist lungnabólguna, sem á
þeim dögum var talin drep-
sótt. (Hún hafði líka nóg af
sokkum handa okkur til skipta,
enda stígvél ekki tiltæk í þá
daga). Það má líka segja, að
við vorum yfirleitt hlýðin, þé
útaf því gæti brugðið, eins og
umræddan dag. Það fór líka
svo, að við fengum kvef, og '
Inga, sem var okkar veilust,
fékk lungnabólgu öðru sinnt
og lá milli heims og helju næstu
dægur. Og meðan Inga var t
hættu, lagði „frænka“ sauma-
vélina til hliðar eins og hún
liafði áður gert, ef veikindi bar
að höndum.
Inga var rúmliggjandi nær
allan veturinn. Að minnsta
kosti man ég', að hún steig ekki
í fæturna fyrr en skógarþrest-
irnir sungu í liminu sunnan við
baðstofuna, en það gerðu þeir
ekki fyrr en vorsólin var það
kröftug, að hún hit.aði baðstofu
þilið svo að stafaði af því hlýju
Eg minnist þess einnig, að
þennan vetur tóku leikar okk-
ar allmiklum breytingum, sem j
von var, því nú vorum við
foringjalaus, og samhe'dnin því.
ekki söm og áður. Þetta varð lil
þess, er líða tók á veturinn, að
ég sat löngum á „skammeli'
við rúm Ingu, og sagði hún mér
margt, sem ég hafði ekki áður
vitað um sjálfan mig, og meðal i
annars það, hvernig á því stóð,
að ég kom á heimili hennar — !
og. hvernig í því lá, að ég var
ekki bróðir leiksystkina minna i
og foreldrar þeirra ekki mínir
En ég hafði litið þau seni slík,
og gerði það raunar áfram,
eftir að ég vissi sannieikann ura
tilveru mina. Og enda þótt ég -i
hefði áður vitað um móður þá,
sem ég átti fyrir sunrían, hafðx
hún verið í viturid minni meira ■
sveipuð ævintýrahjúpi en veru
leika.
Það, sem ég ætla nú að drepa
á, hef ég ekki orðrétt eftir
Ingu. Bæði hef ég ekki minni til
slíksj- eftir svo mörg ár, og held-
ur eklci héimild, að ég tel, því
það eru. fuli 25 ár síðan þessi
litla ljóshærða stúlka. eins og
ég man hana fyrst, sigldi yfir
hafið mikla.
Eg kvað vera fæddur í
Reykjavík í marzmánuði 1915.
Móðir mín varð mjög veik, er
ég kom í þennan heim, og' gat
ekki um mig séð, og faðirinn
vildi ekkert með mig hafa. Því.
var ég hjá vandalausum fyrstu
vikurnar í fæðingarborg minni,
þar til ég var sendur til Akur-
eyrar. Á Akureyri var ég hjá
móðursystur minni og manni
hennar um þriggja mánaða
skeið. Þau lijón áttu 5 börn, og
það yngsta var stúlkubarri
jafngamalt mér. Að sögn gátum
við jafnaldrarnir stillt söng
okkar furðuvel saman, þó örlög-
in. sköpuðu okkúr brátt annað,
því leið mín lá austur í sveitir.
En þess skal getið, að heimili
þcirra hjóná og jáfnöldrunnar
var mér æ síðan opið.
Næsta h'éimili rnitt var í Að-
aldal í Suður-Þingeyjarsýslu, á
bæ er Saltvík heitir, um 5
kílómetra inn af Húsavík, en
urn 37 kílómetra frá heimili
mínu, er síðar varð. Eg veit
ekki með hvaða skilmálum þau
Saltvíkurhjónin hafa tekið mig
— né í lrvaða tilgangi — því
á.fyrstu lraustdögum lífs míns
barst það fram um sveitina til
frænda minna. að þau vildu
vera laus við strákinn. Því var
það, að móðurbróðir minn er
búsettur var i Reykjadal, og sá
er varð fóstri minn —- lagði á
hest sinn Grana og fór sem
leið lá að Saltvík. Og þó á móti
haustgiólu væri farið út Aðal-
dalinn, beint í fang Skjálfanda-
flóa, varð Grana gamia ekki
mikið urrí að grípa skeiðið að
sögn, enda viðurkenndur góð-
hestur.
Þegar frá Saltvík var haldið