Þjóðviljinn - 24.12.1957, Page 25
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1957 (2 5
með mig í gæruskinnspoka,
mun fóstra ekki hafa þótt ég
líklegur til langferða, því hann
gisti með mig tvisvar sinnum á
heimleiðinni. Viðtökur þær, er
ég fékk á heimili þvi, er var
hið fjórða á mínu fyrsta aldurs-
ári, voru þær, að ég var um-
kringdur af fólki er fyllti vel
einn tug. í hópi þessum undi
ég vel að sögn, þar til ein
heimasætan gaf mér olnboga-
skot, er olli því að ég lét í mér
heyra svo að undir tók í bað-
stofunni. Kom þá húsmöðirin
og barg mér úr hringnum — og
þannig lauk hrakningum mín-
um milli fólks og staða.
Næstu 2 ár, er nú fóru í hönd,
eftir hina þung'u legu Ingu,
voru henni allerfið sökum þess,
að hún virtist ekki ná sömu
heilsu og áður. Þó var hún um
skeið á sjúkrahúsi, en það virt-
ist ekki bera mikinn árangur.
Og vorið sem Inga var nær 16
ára kom í ljós að hún var með
tæringu, en var þó á fótum
fram eftii' sumri. En um haust-
ið, í þann mund, er hélan lagð-
ist á engi og tún og farfuglarnir
ilognir til heitari landa, var
Inga send að Vífilsstöðum. Og
enn í dag stendur mér það lif-
andi fyrir hugskotssjónum, er
við leiksystkinin þrjú, meðal
annarra, stóðum á hlaðstéttinni
og horfðum á eftir Ingu og
fylgdarmönnum, unz þau hurfu
við sjónbaug.
Þegar Inga var farin, virtist
mér tímarnir breytast, og ég
saknaði hennar mikið. En brátt
fóru að berast bréf frá henni að
sunnan, og létti mér mjög, þeg-
ar hún sagðist vera farin að
hafa fótaferð.
Svo bar það til, um 4 árum
eftir að Inga fór á hælið, að
fóstra varð skyndilega mikið
veik, en henni varð sjaldan
misdægurt. En , þegar þetta
gerðist, sló mig mikill kvíði,
heldur ekki að ástæðulausu, því
hún steig ekki úr rúminu eftir
það. Hvítidauði hafði öðru
sinni herjað á heimili okkar, og
í nokkra mánuði lá fóstra mín
heima, áður en hún var flutt að
Kristneshæli, sem þá var nýlega
tekið til starfa. Um sama leyti
og þetta gerðist fékk Inga sig
lausa af Vífilsstöðum og fór nð
Kristnesi, til að vera hjá móður
sinni.
Kveðjustund mín við fóstru
mína var mér þung. Það greip
mig einmanakennd. Þó var ekki
fámennt á heimilinu, en ég
fann, að nú hafði ég misst þann,
sem ég hafði farið til með mín
hugðarmál, og verið mér ó-
skeikull ráðgjafi og öruggt
skjól.
Vart voru liðin tvö ár, er
fóstra mín lézt að Kristnesi.
Kom þá Inga heim eftir nær
6 ára fjarveru. Og þetta haust,
1928, stóðum við leiksystkinin,
ásamt mörgum öðrum, yfir gröf
fóstru minnar.
Skömmu eftir jarðarförina
fór Inga aftur að Kristnesi, því
enn var hún ekki brautskráð
þaðan.
Vetur sá, sem nú fór í hönd,
var nokkuð erfiður bæði vegna
snjóa og svo mislinga, sem
komu á heimilið. En þó fór svo,
að voraði á ný — og þrestirnir
tóku að syngja í trjánum, og
sunnanáttin varð meir að segja
svo ör og heit, að áin varð lík-
ust stórfljóti þar sem hún velt-
ist fram kolmórauð og hlífði
cngu, því hún senti ísjokunum,
sem áður höfðu verið skauta-
svell, langt upp á bakka og á
stöku stað hlóðust þeir upp eins
og veggur. Og eftir því sem
fannirnar eyddust úr brekkum
og giljum, tók áin aftur sinn
tæra lit. Svo eftir allar þessar
hamfarir náttúrunnar komu
vorannirnar að venju, og í þann
mund, sem þeim var að ljúka,
bárust okkur þær fréttir, að
Inga væri að koma heim — til
dvalar yfir sumartímann.
Eg þarf ekki að fara mörgum
orðum um viðtökur þær, sem
Inga fékk á bernskuheimili
sínu. Fóstri lét hana hafa
skemmtilegasta herbergið, á
rishæð hins nýbyggða stein-
húss.
Inga var heima tvö sumur.
Síðara sumarið var árið 1930, er
Alþingi íslendinga varð þúsund
ára, og hin mikla þjóðhátíð fór
fram á Þingvöllum. Afmælis-
ins var víðar minnzt á lands
byggðinni, meðal annars í okk-
ar sýslu, á vegum ungmennafé-
laganna. Hátíðin fór fram á
leikvangi samtakanna hinn 12.
júlí, við Héraðsskólann að
Laugum, og var þar hið mesta
fjölmenni,' sem ég hefi séð þar
um slóðir. Hátíðina setti Júlíus
Havsteen sýslumaður, sem og
stjórnaði henni af skörungs-
skaþ. Því næst var fjöldasöng-
ur, sungin voru ættjarðarljóð,
og' endaði sá þáttur með því að
karlakór Mývetninga söng
„Blessuð sértu, sveitin mín“,
hið kunna kvæði Sigurðar á
Arnarvatni. Þá hófst upplestur
og ræðuhöld, og meðal þeirra,
er fram komu, voru Guðmund-
ur á Sandi og Unnur Bene-
diktsdóttir, er nefndi sig
,,Huldu“ og síðar varð fræg
fyrir lýðveldisljóð sitt á Þing-
völlum árið 1944:
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli* ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra
land,
er duna jarðarstríð.
Sá síðasti er steig í ræðustól-
inn var fóstri minn, Sigurjón
á Laugum, og flutti kvæði dags-
ins eins og sýslumaður orðaði
Handverkfæri
Rafmagnsverkfæri
Rafmótorar
Beztu jóla- og nýársóskir til viðskiptamanna.
K. Þorsteiíisson & Co.
Umbo'ös- og heildverzlun
Vesturgötu 5, sími 19 3 40
það. Hann var elztur þeirra er
þarna komu fram — og hafði
alskegg allmjög hæruskotið, en
þrátt fyrir það virtist hann sá
eini, sem hafði það í huga, að
það væri æskan, sem ætti að
erfa landið —•„ og í svip hans
var sérkennileg birta, er hann
ltallaði ýfir mannfjöldann:
Oft var gerð saga um sigra
sérdrægra konunga og jarla,
er með ránshendi vinna sér völd
og við veizlur af annarra fé.
En í dag skal minnzt athafnn
Úlfljóts,
ættingja Þorleifs hins spaka,
Þorkels er signdi sig sól,
S'ðu-Halls, Þorgeii’s og Njáls.
Minnzt þeii'ra er umbótum
unnu,
ójafnað felldu í skorður;
veittu hinu gróandi vernd;
vöxtuðu kynslóða arf.
I Síðu-Halls samúðaranda,
sigrandi metnað og hefndir,
við kristninnar bláhimin ber
Baldur hins norræna kyns. —■
Til sigurs var barizt um
byggðir;
barizt.þar löngum til auðnar.
Samhjálp er gróðrarlífs sól,
sundrungin stefnir á hel.
Svo var um árdaga áður,
og enn mun svo verða til
lengdar.
Styðjast skal fótur við fót;
fram tekið spor eftir spor.
Stíg þú nú, heilaga stjarna
af straumæstum tímanna
bylgjum.
Leiftraðu langt út á sæ;
langt út á framtíðarhaf.
Kallaðu á æskunnar krafta;
kallaðu á æskunnar vini.
í ljósi af liðinni tíð
legðu til framtíðar brú.
ásamt fóstra að koma heim frá
að marka lömb úti í haganum,
þegar kom í veg fyrir okkur
hraðboði frá símstöðinni, með
skeyti þess efnis, að Inga lægi
fyrir dauðanum. Fóstri hafði
ekki mörg orð um það, en bað
okkur að sækja tvo hesta, sem
hann tiltók og treysta járn-
ingu þeirra. Þvínæst strauk
hann yfir skegg sitt, og hvarf
inn í bæ sinn. Einni stundu
síðar fóru tvö af eldri systkin-
um Ingu vestur yfir heiðar, til
að vera við dánarbeð hennar.
Hálfum mánuði síðar, á ann-
an í hvítasunnu, var fjölmenni
samankomið á æskuheimili
okkar, því öðru sinni var jarð-
arför gerð, af völdum hvíta-
dauða, og öðru sinni stóð fóstri
minn, þessi liæruskotni búhöld-
ur, á varinhellunni og tók í
hönd þeim er komu í hlað. En
yfir dalinn barst hægur and-
vari úr suðri, og niður lækja
og ár, sem með honum kom,
hljómaði í eyrum mínum eins
og sorgarlag, því þennan dag
fylgdum við Ingu siðasta spöl-
inn.
■
Þau ár, sem ég átti eftir að
dveljast á æskustöðvum mín-
um, voru ár venjulegra bú-
starfa. Einnig tók ég nokkurn
þátt í félagsmálum, og væri
margs að minnast úr þeim fé-
lagsskap, en verður ekki gert
hér.
En svo var það eitt sinn
snemma vors, að ég var staddur
á Vaðlaheiðarbrún, eftir 25 ára
dvöl í fóstursveit minni. Það
var um hádegisbil, en mér var
fylgt á tveimur reiðskjótum um
morguninn að heiðinni. Sól
skein í heiði, svo ekki gaf illa
fyrir ferðalang. Eg var allheit-
ur eftir gönguna upp brek.k-
una, sem er talsvert löng. að
mér fannst, enda bar ég far-
angur minn á öxlinni. Það var
snjóbreiða uppi á heiðinni
sjálfri, svo margur gæti haldið
er að henni kom, að ég hefði
orðið feginn að halla mér á
bakið og hvíla lúin bein. En
svo var ekki. Eg lét farangur
minn í snjóinn, sneri mér við,
og starði í austurátt — og þó ég
sæi ekki sjálf smalalöndin mín,
eygði ég samt tinda, sem ætíð'
höfðu staðið eins og verðir yfir
æskubyggðinni. Það leiftruðu
svo ört í gegnum mig myndir
bernskunnar, að líkja mátti við
óstöðvandi straum. Ekki veit
ég hve langri stund ég eyddi á
tindana mína. En þegar ég vatt
mér við og lyfti farangrinum á
herðar mér, tók ég stefnuna
beint í vestur, á Súlur, fjöllin
vestan höfuðstaðar Norður-
lands. Og nú var mér það eiris
ljóst, eins og sólin slcein yfir
höfði mér, að ég steig fyrsta
áfangann til þeirrar borgar,
sem forðum undir Hvítafelli
hafði orðið mér borg mikilla
turna — og til þeirrar móður,
sem fóstra mín sagði eitt sinn,
að ég fengi að heimsækja, þegar
ég yrði stór.
Barátta um skáldalaun
Að loknum ræðuhöldum,
söng og upplestri fóru fram
íþróttir eins og sund, hlaup og
köst, að ógleymdri þjóðaríþrótt-
inni, glímunni. Um kvöldið var
stiginn dans, og þar létum við
leiksyskinin ekki íá okkúr
standa, því við sungum og
dönsuðum með hinni uppvax-
andi kynslóð — undir hljóm-
falli harmonikkunnar og þáver-
andi danslagatextum — eins og
,,Æ manstu ekki sumarkvöldin
sælu, / við sátum tvö við
dalsins tæru lind“.
B
Þetta sumar, 1930, var mér á
margan hátt eitt hið hugljúfastá
á æskustöðvum mínum, því
Inga var hress og svo hitt að ein
af mörgum fóstursystrum mín-
um, sem nýlega var komin frá
4 ára námi í Svíþjóð, var líka
heima um sumarið, og fannst
mér eins og nýr andi svifi yfir
öllu. Svo gekk heyskapurinn að
óskum, og ég orðinn þátttak-
andi í öllum störfum. En þetta
sumar leið sem önnur, og hefði
mátt vera lengra. Þó mun eng-
an hafa grunað, að ég held, —
að þetta væri síðasta sumar
Ingu.
Það var komið fram yfir vet-
urnætur þegar Inga kvaddi
heimili sitt í síðasta sinn. Það
voru dálítil snjóél þann dag, en
þó ekki svo, að veðrahamur
neinn væri í nánd, og ekki
minnist ég þess, að hafa séð
Ingu tígulegri en þá. Hira
kvaddi fólkið, og siðast föður
sinn, á hlaðinu, af miklum inni-
leik. Og þó fannst mér í svip
hennar einhver geislandi birta,
þó þetta væri kveðjustund. Síð-
an steig hún öruggum skrefum
upp í bílinn, sem hún fór með
til Húsavíkur, í veg fyrir strand-
ferðaskipið.
Vorið eftir lierjaði faraldur
héruð Norðanlands. Var veiki
þessi allskæð, einkum á þeim
sem veikir voru, og þótt reynt
væri að hefta útbreiðslu henn-
ar og verja Kristneshæli tókst
það ekki.
Þetta var í lok sauðburðar.
Vorum við leikbræður tveir,
Framhald af 20. síðu.
á heldur margar aldir eftir að
hún er dáin .... Það kalla ég
hart, ef þessi skáld, sem ég á
yið hér, ekki mega halda þeirri
iiþphæð, sem þau hafa haft .að
undafrförnu. Styrkurinn er
veittur þeim ekki eingöngu
sem viðurkenning og til upp-
örfunar, heldur einnig til þess
að gera hinar daglegu áhyggjur,
sem koma fyrir í lífinu, létt-
bærari, og eru þessir menn
efnalitlir og hafa lítið sem elck-
ert upp úr skáldskap sínum, af
þvi að þeir yrkja fyrir fámenna
þjóð. Það er ekki ofmikið, þetta
sem þeir hafa haft ....
Sigurður Stefánsson kvaðst
styðja fyrstu og þriðju tillög-
una, um þá Einar Hjörleifsson
og Guðmund Magnússon ....
„.... En ég verð að segja,
að þetta horfir nokkuð öðru
vísi við méð aðra breytingartil-
löguna. Að vísu hefur Þorsteinn
Erlingsson ort allmörg falleg'
lýrisk kvæði. En það virðist svo
sem hann hafi misst málið við
að komast á landssjóðinn: hann
hefur að minnsta kosti að
mestu þagað síðan. Hann hefur
að vísu nú gefið út dálítinn
ljóðabálk, sem hann hefur mjög
lengi haft í smíðum, og mörg
kvæðin þar eru löngu ort. Auk
þess verð ég að segja það, þó
að mér þyki það leiðinlegt, að
ef ég ætti börn á þeim aldri,
að forða ætti þeim frá áhrifum,
er hnekkt gæti siðferðistilfinn-
ingum þeirra, þá mundi ég fela
sum þessi ljóð fyrir þeim. Ég
hef lesið síðasta kvæði Þor-
steins, eftirmælin eftir skáldið
okkar nýlátna, og það verð ég
að segja, að ef það kvæði væri
ekki ort af- Þorsteini Erlings-
syni, þá væri það talinn leir ..“
Jósef Björnsson kennári á
Hólum, annar þingmaður Skag-
firðinga, fékk nú ekki orða
bundizt:
„Ég hafði ekki ætlað mér að
taka til máls við þessa um-
ræðu fjárlaganna. En ég get
ekki á mér setið sökum þeirra
orða, sem formaðui' fjárlaga-
nefndarinnar lét falla, þegar
hann var að
tala um
skáldin. Ég
lít svo á, að
ummæli hans
um eitt af
skáldunum,
skáldið Þor-
stein Erlings-
son, hafi ver-
ið óverðug,
og ég get
ekki skrifað
undir, að það sem háttvirtur
þingmaður sagði um hann sem
skáld, hafi verið á rökum
byggt. Ég skal játa, að það væri
æskilegt, að meira lægi eftir
þetta góðskáld okkar, því að
ég get ekki verið þeirrar skoð-
unar, að það þurfi að fela kvæði
hans fyrir æskulýðnum ....
Þótt það sé að vísu ekki mikil
kirkjutrú í öllum kvæðum
hans, þá er þar þó önnur t’rá
sem ég álít að hver maður hafi
gott af, en það er trú mann-
kærleikans og miskunnsem-
ar, og ég get ekki séð, að það
sé illt fyrir æskulýðinn, þótt
hann taki þátt í kjörum þeirra,
sem bágt eiga. Á þá strengi
hefur Þorsteinn Erlingsson sleg-
ið mest allra manna, og orð
hans munu lifa lengi eftir að
við, ég og háttvirturjþingmaður
ísafjarðarsýslu, erum komnir
undir græna torfu.“
Efrideild samþykkti lubkkun-
artillögu JúlíusarHavsteens um
Guðmund Magnússon, svo og að
skáldastyrkur yrði greiddur í
tvennulagi sem áður; en felldi
að hækka laun þeirra Einars
Hjörleifssonar og Þorsteins Er-
lingssonar. Neðrideild sam-
þykkti aftur hið nýja fyrir-
komulag, en gerði um. leið þá
bragarbót að hækka þá Einar
og Þorstein upp í 2400 krónur,
til samræmis við Guðmund
Magnússon. Efrideild lét kyrrt
liggja, og var þar með lokið um-
ræðum á Alþingi íslendinga um
skáldalaun Þorsteins Erlings-
ar. Hann andaðist réttu ári síð-
ar.
Tekið saman eftir
Alþingistiðindum. \