Þjóðviljinn - 24.12.1957, Síða 27
JCLABUS ÞJOÐVI IJANS 1957 <2T
Amma mín var sjötíu og
tveggja ára gömul, þegar afi
minn dó. Hann átti dálítið
steinprent í smábæ í Baden,
og þar vann hann ásamt
tveimur þremur sveinum
allt fram í andlátið. Amma
mín hafði aldrei vinnukonu
og annaðir.t heimilishfaldið
sjálf, hirti gamla hrörlega
húsið og eldaði ofan í kárl-
mennina og börnin.
Hún var lágvaxin og
grönn; hún hafði smá, fjör-
leg augu, en talaði hægt.
Hún fæddi sjö börn og kom
fimm þehra til manns við
þröng kjör. Af þessum sök-
um gekk hún saman með
aldrínum.
Báðar dætur hennar fóru
til Ameríku, og tveir son-
anna héldu sömuleiðis brott.
Aðeins yngsti sonurinn, sem
var heilsuveill, varð um
kyrrt í bæmun. Hann gerð-
ist prentari og kom sér
bráðlega upp alltof stórri
f jölskyldu.
Þannig bjó amma mín ein
í húsinu eftir lát afa míns.
Börnin skrifuðust á um
það vandamál, hvað ætti að
verða um hana. Einn sonur-
inn vildi bjóða henni til sín,
en prentarinn vildi flytjast
til hennar með fjölskyldu
sína. En gamla konan lét
þessar uppástungur sem
vind um eyru þjóta, og vildi
aðeins þiggja smávægilega
peningahjálp ef einhver
barnanna gætu látið eitt-
hvað af hendi rakna. Stein-
prentið var orðið fornfálegt
og fór fyrir lítið, og það
vonz einnig skuldir.
Börnin skrifuðu henni að
hún gæti þó ekki búið alein;
en þar eð hún fékkst yfir-
leitt ekki til að ræða það
mál, létu þau það niðm' falla
og sendu henni mánaðarlega
dálitla fjárupphæð. Þau
hugsuðu sem svo að prent-
arinn gæti þó alténd verið
henni innan handar.
Prentarinn tókst einnig á
hendur að segja systkinum
sínum annað veifið af móð-
ur þeirra. Bréf hans til föð-
ur míns gefa mér nokkra
hugmynd um það, sem gerð-
ist á þessum ánim; auk þess
varð hann margs vísari er
hann heimsótti gömlu kon-
una eitt sinn, svo og við
jjarðarför hennar tveimur
árum síðar.
Svo virðist sem prentar-
anum hafi frá upphafi verið
það vonbrígði, að amrna mín
neitaði honum að flytja í
húsið til hennar, en það. var
rúmgott og stóð nú næstum
autt. Hann bjó með konu
sinni og fjórum börnum í
þremur herbei’gjum. En
gamla konan hafði yfirleitt
mjög lauslegt samband við
hann. Hún bauð börnunum
til sín í síðdegiskaffi á
sunnudögum. — það var eig-
inlega allt og sumt.
Sjálf heimsótti hún son
sinn einu sinni eða tvisvar
á hverjum ársfjórðungi og
hjálpaði- tengdadóttur sinni
a&.sjóða niður berin. Unga
konán skildi orð’ hénnar svo,
að henni fyndist of þröngt
um sig í íbúð sonar síns. Er
hann skrifaði föður mínum
um þetta, gat hann ekki
stillt sig um að setja upp-
hrópunarmérki við afchuga-
semdina.
Þegar faðir minn spurðist
fyrir um það, hvað gamla
konan hefði að öðru leyti
fyrir stafni, svaraði hann
stuttaralega að hún stund-
aði kvikmyndahús.
Það er öldungis Ijóst, að
slíkt uppátæki var enginn
hversdagsviðburður, að
minnsta kosti ekki í augum
barna hennar. Fyrir þrjátíu
árum voru kvikmyndahús
frábrugðin því, sem nú ger-
ist. Það voru óvistleg húsa-
kynni með slæma loftræst-
ingu, iðulega reist við gaml-
ar keilubrautir; yfir inn-
ganginum æpandi myndir
úr morðsögum og ástar-
harmleikjum. Það voru eink-
um hálfþroskaðir unglingar,
sem vöhdu þangað kornur
sínar, ellegar elskendui' sem
sældust-eftir myrkri. Gömul
kona, ein síns liðs, hlaut að
teljast kynlegur gestur á
slíkum stað.
En það var einnig önnur A
hlið á málinu. Aðganseyrir-
inum var að vísu stillt í hóf;
en þar eð slík skemmtun
taldist í sjálfu sér til óhófs,
þá var litið svo á að þessu
fé værí kastað á glæ. Og það
var engurn til sóma að kasta
fé á glæ.
Enn kom það til, að amma
mín lét ekki aðeins undir
höfuð leggjast að halda uppi
reglulegu sambandi við son
sinn prentarann, heldur
bauð hún yfirleitt engum
kunningjum sínum heim, né
heldur heimsótti hún þá. Og
hún lét aldrei sjá sig í kaffi-
gildum bæjarins. En í stað-
inn vandi hún mjög komur
sínar á skósmíðastofu eina
í fátæklegu og raunar tals-
vert illa þokkuðu götusundi,
þar sem meira og minna
vafasamar persónur: at-;
vinnulausar frammistöðu-
stúlkur og handverkssvein- j
ar, sátu löngum stundum,.
einkum þegar leið á daginn.
Skósmiðurinn, sem var mað-
ur á miðjum aldiá, hafði
flækzt um allan heim á
yngri árum; en það voru
ekki ferðir til fjár. Sagan
sagði, að hann væri drykk-
felldur. Hann gat að
minnsta kosti ekki talizt út-
valinn sálufélagi ömmu
minnar.
Prentarinn gaf í skyn i
einu bréfa sinna, að hann
hefði bent móður sinni á
þetta., en fengið heldur
kuldalegt svar. „Hann hefur
séð margt“, sagði hún; og
þar með var það útkljáð
mál. Það var ekki auðvelt
að ræða við ömmu mina þau
efni, sem hún vildi ekki
ræða sjálf.
Um það bil misseri eftir
lát afa míns skrifaði prent-
arinn föður mínum, að nú
væri móðir hans farin að
CJamlfl kontm
Smásaga eftir Bertolt Brecht
borða á gistihúsinu annan-
hvern dag.
Hugsa séi' þvílíkt og ann-
að eins!
Hún amma, sem alla sína
daga hafði eldað ofan í
f jölda manns og unnið sjálf
upp leifarnar, hún var far-
in að borða á veitingahúsi!
Hvað hafði komið yfir
hana ?
Litlu síðar átti faðir minn
viðskiptaerindi í nágrenni
bæjarins, og notaði hann
tækifærið til að heimsækja
móður sína.
Hún var í þann veginn að
ganga út, þegar hann kom.
Hún tók aftur af sér hatt-
inn og bar gesti sínum rauð-
vínsglas og tvíbökur. Hún
virtist í rnjög rólegu skapi,
hvorki sérlega upprifin né
tiltakanlega hljóðlát. Hún
spurði um okkur börnin, og
þó ekki ýtarlega — henni lá
einkum á hjarta hvort við
fengjum kii-suber. Hún var
að öllu leyti sjálfri sér lík.
Herbergi hennar var sem
vænta mátti þvegið í hólf og
gólf, og sjálf var hún í góðu
útliti.
Hið eina, sem benti til
hins nýja lífernis hennar,
var það að hún viidi ekki
fara með föður mínum upp
í kirkjugarð,, að vitja um
gröf manns síns. ,,Þú ratar'-
þangað einn“, sagði hún á-
herzlulaust, ,,það er þriðja
leiði frá vinstri í elleftu röö.
Eg ætla ekki að fara."
Prentarinn upplýsti síðar,
að hún hefði að öllum lík-
indum verið á leið til skó-
smiðsins. Iiann kvartaði
sáran:
,,Eg sit hér í þessum
hundakofa", sagði hann,
,,með f jölskyldu mína og hef
ekki nema fimm tíma vinnu
á dag, þar að auki illa borg-
aða, og andþrengslin eru að
gera út af við mig, en við
sjálfa aðalgötuna stendur
húsið okkar galtómt".
Faðir minn pantaði her-
bergi í gistihúsinu, en gerði
þó ráð fyrir því að móðir sín
byði sér að gista heima, að
minnsta kosti fyrir siðasak-
ir; en hún minntist ekki á
það einu orði. En áður fyrr,
þegar hús hennar var jafn-
an yfirfullt, hafði hún allt-
af sett sig upp á móti þvi að
hann gisti ekki hjá þeim og
Ferðir út í geiminn
Framhald af síðu 23.
þar sem sól skin á hnöttinn.
Geimfarið 'hefur nú brotizt úr
viðjum jarðþyngdarkraftsins
og fjarlægist jörðina óðfluga.
Nokkrir mánuðir líða. Jörð-
in er löngu orðin að ofurlitlum
íbláum depli, mjög björtum á
að líta. Sólai'hitinn hefur auk-
izt til muna. Framundan er
nýr, ókunnur himinhnöttur,
bláhvitur og skínandi, og nálg-
ast óðum. Þetta er Venus. Plá-
netan fer stækkandi og skyggir
á æ fleiri af stjörnum himins-
ins. Brátt verður nauðsynlegt
að hamla ferð geimfarsins, svo
að það bruni ekki inn í loft-
hjúp plánetunnar eins og helj-
armikill vigahnöttur, þar sem
það myndi á skammri stundu
eimast upp til agna.
Fiugstjórinn afstýrir slíkum
óförum. Hann rennir sér inn i
lofthjúp plánetunnar nokkurn
veginn samsíða yfirborði henn-
ar og læíur loftfyrirstöðuna
draga nokkuð úr hraða tundur-
flaugarinnar. Siðan setur hann
í gang hemilhreyflana framan
á tundurflauginni og stöðvar
hana nærri því að fullu. Ör-
skömmu síðar lendir geimfarið
heilu og' höldnu niðri á jafn-
.sléttu..
Vísindamennirnir munu verða
cnnum kafnir v>ð athuganir,
tilraunir, söfnun nátturumuna
oð aðrar fræðjiðkanir. Loks
kemur að brottfarardegi. Geirn-
farið leggur af stíið heim á
leið með hraða, sem nemur
10,7 km/sek., og flýgur eftir
hálfsporbaugsmyndaðri braut,
sem snertir bæði Venusar-
brautina og jarðbrautina. Það
kcmur inn i lofthjúp jai'ðar
með hraðanum 11,5 krn/sek. Til
þess að draga úr þessum hraða,
svo sem nauðsynlegt er, áður
en unnt sé að lenda, munu
geimfararnir fyrst renna sér
inn i efri lög lofthjúpsins, en
siðan þau laigri og þéttari.
Það mun taka 146 daga að
komast til Venusar ó þennan
hótt, en þann tíma má raunar
stytta í 81 dag, 60 daga eða
jafnvel minna. Ætla mætti, að
til þess að stytta flugtimann
þannig, yrði að auka hraða
geimfarsins, og gilti hér um
sama lögniál og stein. sem
fleygt er af hendi. að þvi
hraðar sem hann fer, þvi fyrr
hæfir hann markið. En í
hnattagejmnum er sliku ekki
alltaf til að dreifa". Ein mynd-
in sýnir hvernig' slíkt má vera.
því minni sem hraði geimfars-
ins cr, því styttri er vega’engd-
in sem það fer og þar með
flugtíminn.