Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 28
2 8) iGLABLAÐ ÞJÓOVILJANS 1957
eyddi peningum í hótelher-
bergi!
En hún virtist búin að
kveðja fjölskyldulífið í eitt
skipti fyrir öll og komin inn
á nýjar brautir, nú þegar
dagur hennar leið að kvöldi.
Föður mínum, sem hafði
næmt auga fyrir skringileg-
um hlutum, fannst hún
,,býsna skemmtileg“, og
ráðlagði frænda mínum að
láta hana fara sinu fram.
(Og hvdrju fór hún þá
fram?
Næst bárust þau tíðindi,
að hún hefði leigt sér hest-
vagn og lagt leið sína á
lystistað einn utan bæjarins
— og það á ofurhversdags-
legum fimmtudegi. Þetta
var stór vagn á háum hjól-
um, með sæti fyrir heila
fjölskyldu. Stöku sinnum
hér áður fyrr, þegar við
börnin komum í heimsókn,
hafði afi gamli leigt slíkan
vagn handa okkur. En
amma sat alltaf heima. Hún
yppti bara öxlum, þegar afi
bauð henni að slást í förina.
Þessu næst kom ferðalag-
ið til stórborgarinnar Karls-
ruhe, eitthvað um tveggja
stunda járnbrautarferð. Þar
var veðreiðabraut, og amma
mín fór á veðreiðarnar.
Prentaranum féll nú allur
ketill í eld og vildi láta
sækja lækni þegar í stað.
Faðir minn hristi höfuðið er
hann las bréfið, en réð frá
því að læknir væri sóttur.
Amma hafði ekki farið ein
sín liðs til Karlsruhe. Hún
hafði tekið með sér unga
stúlku, hálfgerðan fávita, að
sögn prentarans — elda-
stúlkuna í gistihúsinu, þar
sem hún borðaði annan-
hvern dag.
„Þessi „aumingi" kemur
héðan af nokkuð við sögu.
Amrna mín virtist taka
miklu ástfóstri við þessa
stúlku. Hún bauð henni með
sér í bíó og tók hana með
sér til skósmiðsins, en nú
var komið á daginn að hann
var sósíalisti; og sú saga
gekk, að þær stöllurnar spil-
uðu á spil í eldhúsinu og
Höfundur sögunnar.
drykkju rauðvín með.
„Nú er hún nýbúin að
kaupa „aumingjanum11 rós-
óttan hatt“, skrifaði prent-
arinn örvilnaður, „en hún
Anna mln á ekki einusinni
kjól til að fermast í.“
Bréf frænda míns lýstu æ
meira uppnámi. Þau voru
eingöngu helguð „hinni ó-
sæmilegu hegðtm minnar
kæru móður“, en annars var
ekki mikið á þeim að græða.
Faðir minn sagði mér flest
af því, sem hér greinir.
Gistihúseigandinn hafði
drepið tittlinga framan í
hann og sagt: „Frú B. nýtur
lífsins, að því er maður
heyrir.“
En í raun og sannleika
lifði amma mín alls engu
bílífi þessi síðustu ár. Þeg-
ar hún borðaði ekki á gisti-
húsinu, var aðalfæða henn-
Kaupfélag
Norður-Þingeyinga
Kópaskeri — útibú á Raufarhöfn
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Óskum viðskiptavinum vorum allrar velgengni
Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár!
Kaupfélag Norður-Þingeyinga
ar egg og kaffi, en þó fyrst
og fremst tvíbökurnar góðu.
Ennfremur varð hún sér úti
um ódýra rauðvínstegund,
og drakk eitt glas í hvert
mál. Hún annaðist húsið af
mikilli prýði, og ekki aðeins
eldhúsið og svefnherbergið
sem hún notaði. En hún tók
veðlán út á húseignina, án
vitundar barna sinna. Það
varð aldrei uppvíst hvernig
hún varði þeim peningum.
Svo virðist þó sem hún hafi
látið skósmiðinn fá þá. Eftir
lát hennar settist hann að
í öðrum bæ og kvað hafa
opnað þar talsvert myndar-
lega skóverzlun.
Segja má að hún hafi lifað
tvær ævir, hvora á ef tir ann-
arri. Hina fym sem mær,
kona og móðir, hina síðari
einfaldlega sem frú B., per-
sóna sem lifir sínu eigin lífi
og hefur ekki skyldur að
rækja, með litlar og þó
nægjanlegar tekjur. Fyrri
ævin stóð eitthvað sex ára-
tugi, hin síðari varaði ekki
nema tvö ár.
Faðir minn komst að því
að síðasta misserið, sem hún
lifði, leyfði hún sér vissa
hluti, sem venjulegt fólk
lætur sér ekki til hugar
koma. Um sumarið fór hún
þannig á fætur um óttubil
og rolti fram og aftur um
göturnar, sem hún hafði nú
ein og alveg út af fyrir sig.
Og þegar presturinn heim-
sótti hana, til að dvelja fyrir
henni í einverunni, bauð hún
honum í bíó — að því er
almannarómur sagði.
Hún var alls ekki ein-
mana. Fólkið, sem tíðkaði
komur sínar til skósmiðs-
ins, var kátt og glaðsinna;
og þar bar margt á góma.
Gamla konan hafði þar á-
vallt rauðvínsflösku við
höndina, og dreypti hún
öðru hvoru á víninu meðan
aðrir sögðu tíðindi ellegar
helltu sér yfir hin virðulegu
yfirvöld bæjarins. Þetta
rauðvín var hennar sérstaki
drykkur, en stundum bauð
hún félögum sínum upp á
sterkari drykki.
Jóliii nálgast
Við viljum minna félagsmenn og aðra. á, að lijá
okkur fáið þið flest það, er þarf til jólaraia
Gagnlegar vörur til gjafa
Allt í jólabaksturima
Jólaávextina
Nýlenduvörur allskonar
Hreinlætisvörur
Vefnaðarvöru
Tilbúinn fatna®
Skófatnað
og aðrar fáanlegar nauðsynjar
Gleðíleg jóU
Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptinf
Eflið ykkar eigið verzlunarfélag -með-þw
áð skipta fyrst og fremst við það
Kaupfélag Isfirðinga
Kaupfélag Hrútfirðinga
Hún dó alveg fyrirvara-
laust í svefnherbergi sínu,
éinn h'austdag isíðla. Hún
lá ekki fyrir, heldur sat á
stóli við gluggann. Hún
hafði boðið „aumingjanum“
í bíó um kvöldið, og því var
stúlkan nærstödd er hún
andaðist. Hún var sjötíu og
fjögra ára gömul.
Það var tekin mynd af
henni látinni, og fengu börn-
in hvert sitt eintak. Eg
þekki þessa mynd.
Andlit hennar er smágert
og mjög hrukkótt, munnur-
inn breiður, en varirnar
þunnar. Lítið andlít, en í
engu lítilmótlegt. Eins og
hún þreyði hin löngu ár í
hlekkjunum, svo naut hún
og hins skammvinna frelsis;
og hún borðaði brauð lífs-
ins upp til agna.
Borðeyri
óskar öllum félagsmönnum sínum
og öðrum viðskiptavinum
gleðilegra jóla og nýárs
Þökk fyrir gott samstarf á liöna árimi
Bjarni Benedihtsson
þýddi.