Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 42
42) JÓLABLAx) ÞJÓðVI LJANS 1957
Fulltrúinn (talar í sima) :. . . .
Ég skal scgja yður alveg eins
og er, umferðarstjóri, ég skal
trúa yður fyrir því að við hér
í Pílunni erum gjörsamlega
andvígir hámarksökuhraða í
bænum, eiris og nú er komið,
gjörsamlega andvígir .... Já,
við viljum fá ákveðinn lág-
markshraða, ég endurtek:
lágmarkshraða, og' hann ætti
að okkar dómi ekki að vera
öllu minni en 80 kilómetrar á
klukkustund, 80 kílómetrar. .
.. Stendur heima .... Lífið
er hraði, meiri hraði þýðir
vænti ég alla daga það að
komast áfram, bæði í umferð-
inni og lífinu, ha ha .... Al-
veg rétt, mannlífið er i sjálfu
sér ein allsherjar umferðar-
þvaga, það er hverju orði
sannara........Sem sagt: við
hittumst þá á nefndarfundin-
um seinna í dag, eftir hádeg-
ið. Verið þér nú sælir, sælir.
(Barið) Kom inn, kom inn!
Rannveig (inn, ung kona, leið-
ir dreng við hönd sér): Góð-
an dag.
Fulltrúinn: Góðan daginn, frú
góðan daginn. Fáið yður sæti,
gjörið svo vei. Hvað get ég
gert fyrir yður, hvað get ég
gert fyrir yður, kæra frú?
Rannveig: Eg .... ég er kon-
an hans Friðriks Isaksson-
ar. ...
Fulltrúinn: Gott, ágætt, konan
hans Friðriks okkar, verið þér
velkomin, velkomin, þér eruð
vel gift, hann er einn af okk-
ar beztu mönnum, eigið þér
þennan fallega litla dreng?
Rannveig: Það er eldri dreng-
urinn okkar Friðriks —
(feimnislega) hinn er hérna í
vagni fyrir utan .... Mig
langaði að segja við yður fá-
ein orð ....
Fulltrúinn: Gjörið þér svo vel,
gjörið svo vel. Segið það sem
yður liggur á hjarta, ég heyri
og hlýði.
Rannveig: Það er út af þess-
um æfingum, sem maðurinn
minn er í núna — mér ....
mér stendur hálfgerður stugg-
ur af þeim ....
Fulltrúinn: Það eru erfiðar
æfingar, frú, engin ástæða til
að draga fjöður yfir það, erf-
iðar æfingar, en hættulausar,
ég má trúa yður fyrir því.
Hann Friðrik okkar spjarar
sig, honum hefur nú einhvern-
tíma boðizt brattara en þetta,
talsvert brattara, en það hef-
ur aldrei verið til eins mikils
að vinna og núna — frægð,
peningar, myndir og viðtöl í
blöðunum.
Raimveig: (hikandi, er stirt
um mál): Þér fyrirgefið, en
ég skil víst ekki almennilega
hvað hún er, þessi heims-
frægð sem alltaf er verið að
tala um .... En við eigum
nóg fyrir okkur að leggja, ef
þér eigið við það .... og ég
á nokkrar prýðilegar myndir
af honum .... Mér finnst
þetta vera gott eins og það
hefur verið ....
Ii'uIItrúinn: En frægð og pen*
ingar, kæra frú, það er mönd-
ull jarðarinnar, það er það
sem jörðin snýst um.
Rannveig: Eg vii líka gjam-
an láta yður vita að mér
finnst hann hafa verið hálf-
daufur í dálkinn, og bara ó-
kátur, síðan hann byrjaði á
þessu .... og síðast í gær
sagðist hann halda að þetta
væri alls ekki fyrir sig ....
Þetta leggst einhvernveginn
ekki vel í mig, ég get ekki
að því gert .... Mig langaði
sem sagt til að spyrja hvort
ekki væri nokkur leið að hætta
við þetta allt saman.... þér
fyrirgefið.
Fulltrúinn (léttur í máli):
Þér biðjið ekki guð um lítið,
frú mín góð, biðjið ekki um
lítið, en það er því miður
ekki hægt «'i hætta við þetta
alltsaman, ekki hægt.
Atriðið' fer fram í Pílunni,
Rannveig: Sjáið þér enga
leið?
Fulltrúinn (alvarlegri): Mað-
urinn er í okkar þjónustu, við
höfum gert samning um að
hann vinni fyrir okkur ákveð-
ið verk, hann hefur skrifað
undir, og allt er í bezta gengi,
allt er í allra bezta gengi.
Verið þér óhrædd, frú, það er
engu að kvíða.
Rannveig: En það var þó ekki
.... beinlínis þetta sem fyrir
honum vakti, þegar hann setti
sig í samband við Píluna.
Fulltrúinn: Vissulega ekki,
þér hafið hundrað prósent rétt
fyrir yður. En ég skal segja
yður nokkuð, trúa yður fyrir
dálitlu: nú á dögum er það
aðeins einn af þúsundi sem
fær nákvæmlega það sem
hann vill, hinir verða að taka
það sem þeim býðst — og
gera sig ánægða með það. Já,
þannig er þetta, frú, þannig
er þessu háttað.
Rannveig (djarfari): En Píl-
an er vitaskuld öll af vilja
gerð að fá mönnum þau verk-
efni, sem þeim leikur hugur
á!
Fulltrúinn: Yður að segja,
frú, þá lifum við á erfiðum
timum og verðum að hlita
þeim lögmálum sem þeir setja
okkur, hlýðnast lögmálinu
eins og þeir segja í ritning-
unni, ha ha. Það er mjög
æskilegt að hægt sé að taka
fullt tillit til óska og lang-
ana einstaklingsins, í einu
æskilegt og fallegt, en það er
stundum hægar sagt en gert
.... Við höfum kannski þetta
áform í dag, en þá kemur lög-
mál tímans á morgun og
heimtar annað, heimtar
kannski eitthvað allt annað,
og þá verðum við að beygja
okkur, þaö er óhjákvæmilegt.
Rannvetg: Þér fyrirgefið, en
ég skil yður vlst ekki full-
komlega .... og ennþá síður
skil ég þetta .... sem verið
er að gera með hann Frið-
rik ....
Fulltrúinn: Þér eigið við 200
metra hlaupið, þér skiljið það
ekki. Eg skal skýra það alveg
nákvæmlega út fyrir yður,
leggja spilin á borðið, kæra
frú, hvað er þessi litli fallegi
drengur gamall?
Rannveig (undrandi): Hann
.... hann er bráðum þriggji
ára.
Fulltrúinn: Stór eftir aldri,
inyndar drengur og eftirlæti
mömmu sinnar, veit ég. Sem
sagt: heimsmet í 200 metra
hlaupi, hvað það á að þýða?
Ég skal segja yður nokkuð:
kjörorð nútímans, eitt af
mörgum, er hraði, vaxandi
alpjóðlegri hraðaskrifstofzi
hraði á öllum sviðum. Við
getum deilt um hvort þetta
sé heppilegt kjörorð, við get-
um deilt um það alveg enda-
laust, en spumingin er ekki
sú hvað sé heppilegt og hvað
óheppilegt, heldur hitt hvað
sé staðreynd og hvað hugar-
burður. Nútíminn er nefnilega
raunsæistímabil, nútímamað-
urinn er raunsær, við reyn-
um ekki að berja höfðinu við
steininn nú á tímum. Og það
er staðreynd að nútíminn
heimtar aukinn hraða á öllum
sviðum, síaukinn hraða ....
Yður þætti kannski fróðlegt
að frétta það, kæra frú, að
umferðin hér í borginni, ég
endurtek: umferðin hér í
borginni heimtar senn 80
kílómetra lágmarkshraða, og
við vinnum að því að honum
verði komið á — sem sagt:
allt fyrir hraðann. Og ég skal
trúa yður fyrir því að h.vort
sem það heitir hraðflug,
hraðfrysting ellegar hrað-
hlaup — þá er það allt. sama
tóbakið .... já, vel á minnzt,
má ekki bjóða yður að
reykja?
Rannveig: Þakka yður fyrir,
ég reyki ekki.
Fulltrúinn: Það er rétta stefn-
an, tóbak er meinvættur, og
þó reykir maður — það er
lögmálið, lögmálið einu sinni
enn, þótt þér séuð undantekn-
ing, ein af fáum ____En ég
var að tala um hraðann, kjör-
orð nútímans. Þér hafið vita-
skuld heyrt að nú ætla þeir
að fara að fljúga á tveimur
tímum milli Egilsstaða og
Stafangurs, og leiðin milli
Tókíó og Kaupmannahafnar
skal héðan af liggja um stór-
hríðarnar á norðurskautinu,
þar sem allir farast ef eitt-
hvað ber út af .... en það
er skemmri leið en áður var
farin — fyrir þá sem sleppa.
Sterkustu rökin fyrir því að
menn fari að lifa á pillum eru
þau að það tekur engan tíma
að gleypa þær, skiljið þér.
Rannveig: Því miður, þér er-
uð fyrir ofan mig .... ég
hefði bara haldið að við réð-
um þessu að einhverju leyti
sjálf ....
Fulltrúinn: Yður skjátlast,
frú, yður skjátlast hrapallega,
við ráðum engu, við getum
engin áhrif haft á stefnu þró-
unarinnar, lögmál framvind-
unnar, en einstakir menn geta
hinsvegar skarað fram úr
með því að gangast skilyrðis-
laust undir lögmálið og vinna
eftir því — það er sko heila
málið, og þessi sannindi eru
í rauninni skýringin á hinum
frábæru afrekum sem ein-
staklingar vinna nú á tímum,
árangur þeirra byggist á því
að þeir gangi á hönd hinum
ópersónulegu öflum sem eru
að verki í tímanum, uhumm.
Rannveig: Það er .... það er
þetta sem heitir frelsi, eða.. ?
Fulltrúinn: Alveg rétt, alveg
rétt, allir viðurkenna nauðsyn
frelsis, en ég skal trúa yður
fyrir því að til er nokkuð sem
heitir frelsi nauðsynjarinnar,
og það er það eina rétta frelsi
— sem sé að starfa í sam-
ræmi við þróunina, beygja
sig undir lögmál framvind-
unnar.
Rannveig: Eg vona þér fyrir-
gefið, en þetta er of háfleygt
fyrir mig. En mig langaði að
hafa tal af yður út af mann-
inum mínum, af því okkur
hefur oft liðið vel saman, við
eigum tvö lítil börn, snoturt
heimili og höfum nóg fyrir
okkur að leggja .... Við
biðjum ekki um meira, og
hversvegna þarf þá að vera
að þessu? Það er beygur í
mér, ég get ekki að því
gert ....
Fulltrúinn: Eg vil í þessu
sambandi vekja athygli yðar
á því að þér þekkið ekki
manninn yðar til hlítar, liann
býr yfir miklum ónotuðum
möguleikum sem sjálfsagt er
að hagnýta til fulls — hafið
þér nokkumtíma heyrt talað
um gernýtingu?
Rannveig: Er það eitt af kjör-
orðunum ?
Fulltrúinn: Það er nýjasta
kjörorðið, skal ég segja yður,
og það skapar mörg ánægju-
leg viðfangsefni, fær okkur
nóg að hugsa.
Rannveig: Eg er bara að
hugsa um það að manninum
mínum líður ekki vel, og allra
sízt þessa síðustu daga, og
ég hef á tilfinningunni að eitt-
hvað slæmt geti komið fyr-
ir .... Er enginn vegur að
hætta við þetta?
Fulltrúinn: Mér þykir fyrir
því, frú, en Pílan er fyrirtæki
sem verður að standa við
gerða samninga, þessu verður
því miður ekki breytt, því
miður.
Rannveig (fálega): Eg biðst
þá afsökunar á ónæðinu,
herra fulltrúi; en kannski
verður yður einhverntíma ljós-
ara hver ber ábyrgð á hverj-
um: kjörorðin á yður, eða þér
á kjörorðunum.
Fulltrúinn (af elskulegri ó-
svífni): Hvað heitir þessi litli
fallegi drengur?
St jórn
Alþýðusambands Island s
óskar öllum sambandsfélögum
og velunnurum vc Tkalýðssamtakanna
deðile gra jÓlí i!
meira líf, aðalatriðið er þó '
Kafli úr „fanfasíu um hraðadelluna
í fjórum smáatriðum" eftir Vermund frá Varmadal