Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hannibal Taldimarssoii: Björt framtíð bíður einhuga þjóðar í auðugu landi Vér lifum á landnámstíð mikilla möguleika. — Samstarfsþrá og félagsandi alþýðufólks til sjávar og sveita mun efla oss að þrótti til að fullnýta auðlindir Islands og leggja traustan grunn að blómlegu menningarlífi byggðu á auði hafs og moldar, orku jarðhitans og hrynjandi fossa. — Haldist friður í heimi, þurfa Islendingar engu að kvíða. Friðarhorfur og friðarþiá Á síðari hluta ársins 1957 hafa margir ieiðtogar heims- stjórnmálanna látið í 1 jós bjart- sýni í friðarmálunum. Talið friðarhorfur í heiminum góðar. •— Og um þessi jól er þá lika friður að kalla um alia heims- byggðína. Allar þjóðir þrá vissulega frið. Almenningsálit þjóðanna um gjörvallan heiminn leggst nú æ þyngra gegn tilhugsun- inni um atómstríð, sem allir vita að yrði gereyðingarstríð. Það er aðeins hugsanlegt, finnst manni — að vitfirrtir valdhafar leggðu út í slíkan dauðadans. En hlytu þá ekki þjóðir heimsins að rísa gegn slíkum valdhöfum og velta þeim af stóli? — Það er að minnsta kosti von mannkyns- ins ef allt um þrýtur. Hlutlaust ísland Islendingar hafa lengi gert sér það Ijóst, að þeir valda ekki vopnuiu nútimans. Og í xökréttu samræmi við þá stað- reynd, hafa þeir valið sér þá sérstöðu meðai þjóða að vera vopniaus þjóð, Og lengi vel var það eimúg yfirlýst stjórn- arstefna íslendinga gagnvart uimheiminum, að íslenzka þjóð- in væri hlutlaus í öllum hern- aðarátökum milli þjóða. — Það var góð og viturleg stefna frið- samrar, smáþjóðar. Hvað á líka vopnlaus smá- þjóð annað að gera? Hún verð- ur þó alarei þátttakandi í vopna þingi. Og hví skyldi hún þá blanda sér í þann leik með því að lýsa yfir samúð sinni með vopnum eins vopnaaðilans fremur en ann- ars. Slíkt virðist- augljós fá- sinna, sem aðeins geti leitt háska og jafnvel tortímingu yfir hana, en aldrei orðið henni til gagns eða b'.essunar. — Slíkt væri háttur óvita, sem bland- aði sér í iilindi og átök full- •orðinna, er hann þó gæti eng- in áhrif haft á. I samræmi við þetta er það yfirlýst stefna Alþýðubanda- lagsins, að stefna beri að því að gera ísland aftur hlutlaust land, án herstöðva og utan liernaðarbaudalaga er ástundi vináttu við alíar þjóðir nær og f.iær, og leggi ávallt fram sinn. litla skerf, lil þess að varð- veita frið og boða sættir, hve- mær sem tækifæri gefst og full- trúar íslands komít fram á al- þjtiðavettvaiigi, Og mundi þessi stefna í raun- inni ekki standa hjarta næst meginþorna alira íslendinga? Breytt viðhorf á kjarnorkuöld Síðan kjamorkuvísindin urðu burðarásinn í vígbúnaði stór- veldanna, hafa viðhorf ein- stakra þjóða til vígbúnaðar gerbreytzt. Miklu stærri og fjölmennari þjóðir en íslend- ingar, vita nú vel, að þær eru nú hvorki vopnfærar né víg- færar í kjarnorkustyrjöld. Og þær vita meira. — Þær vita fulIveJ að taki þær við kjarn- orkuvopmun stórveldis að gjöf — eða leggi aðeins til geymslu- stöðvar fyrir slík ógnarvopn í löndum sínum — þá skapar slíkt ekki aukið öryggi, lieldur þvert á móti beinir eyðingar- ógnum yfir slík lönd og þjóðir, ef til kjarr.orkustyrjaldar kæmi. — Gerir viðkomandi land að skotmarki og annað ekki. Friðarsókn undir forustu smáþjóð- anna Hvað gerðist í París á dög- unum? Var það ekki eimitt þetta, að smáþjóðir Vestur-Evr- ópu risu upp undir forustu Ein- ars Gerhardsens og H. C. Han- sens, forsætisráðherra Noregs og Danmerkur og afþökkuðu með öllu gott boð um flug- skeytastöðvar í löndum þeirra. — Jú, það var hreinlega það, sem gerðist. — Þeir Gerhard- sen og Hansen snerust líka ein- arðlega gegn þeirri kenningu Dullesar, að viðræður æðstu manna stórveldanna væru ekki tímabærar, fyrr en Bandaríkin hefðu rétt hlut sinn gagnvart Rússum, hert á hervæðingar- kapphlaupinu í kjarnorku- vopna- og flugskeytatækni og væru komnir fram úr þeim á þessum sviðum. Þeir vitru menn sáu auðvitað, að svo fremi Bandaríkjamönnum tæk- ist þetta, þá yrðu Rússar sennilega ekki fúsir til við- •ræðna, er þeir stæðu höllum fæti gagnvart Bandaríkjamönn- um á sviði hernaðarlegra kjarnorkuvísinda. Þessi stefna hlyti því að leiða til æðis- gengnara vígbúnaðarkapp- hlaups en nokkru sinni fyrr, og vandséð að það tæki nokk- urn tíma enda, nema þá e.t.v. í beitingu þess vopnavalds, sem vígbúnaðarkapphlaupið hefði skapað. Leiðtogar Vestur-Evrópu- þjóða á Parísarfundinum, neit- uðu sem sé flugskeytastöðvum í löndum sínum, lögðust ein- dregið gegn vigbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna og lögðu þunga áherzlu á, >að bréfum Búlganins forsætisráðherra Sovétríkjanna yrði svarað með tilboði um viðræðufund æðstu manna stórveldanna um af- vopnunar- og friðarmálin. Á þann hátt einan væri hægt að sannprófa friðarvilja Rússa í verki, er þeir nú standa sterk- ast allra þjóða heims á sviði kjarnorkuvísinda og fiugskeyta- tækni. Þetta firinst mér vera tíma- mótaatburður í sögu heims- stjórnmálanna. — Atburður, sem veki bjartar vonir um þessi áramót. Auðvitað eru það smá- þjóðirnar, sem verða að taka forustuna í friðarmálunum. Geri þær það ekki, og þjódarinnar byggir, verði gerð- ur að skotmarki langdrægra flugskeyta, ef til styrjaldar drægi. — Mundu ekki Banda- ríkjamenn taka þau rök gild, ef þau væru borin fram í nafni alþjóðar, án alls flokkadráttar? Slíkt er vissuiega ekkert fjand- skaparmál við Bandaríki Norð- ur-Ameríku. — Það er aðeins þetta, að líf litillar og frið- samrar menningarþjóðar, sem engum stafar ófriðarhætta af, liggur við, meðan þmmuský kjamorkustyrjaldar vofa yfir mannheimi. — Eru það ekki ætli það hlutverk stórveldunum einum, verður varla stefnt í friðarátt að sinni í veröldinni. Hvað þá um her- stöð í voru landi En leiða þessara hugleiðing- ar ekki hugann að erlendri herstöð í landi voru? Frændur vorir Norðmenn og Danir, hafa sem sé afdráttarlaust neitað um herstöðvar og flugskeytastöðv- ar í sínum löndum. Telja þær sér ekki til varnar, heldur hættulegar. Vilja ekki gera sín lönd að skotmarki í hugs- anlegri kjarnorkustyrjöld. Og lái þeim það hver sem vill. Hljótum við þá ekki að spyrja: Er Keflavíkurherstöðin nú, á tímum kjarnorku, vetn- isvopna og flugskeyta orðin nokkurs virði sem hlekkur í varnarkerfi Bandaríkjanna? — Hefur þessi herstöð, eins og nú standa sakir, nokkurt varnar- gildi fyrir íslendinga? Og ef báðum þessum spurningum, sv70 sem augljóst virðist, ber að svara neitandi: Óví sitjum við þá með erlent herlið í landi voru? Hefur oss ekki verið heitið því, að hér skuli ekki vera her á friðartimum. Vill ekki öll íslenzka þjóðin sýna þá djörfung að ganga hæversk- lega en einarðlega eftir fullum efndum þeirra loforða? — Vér viljuni einfaldlega ekki bjóða þeirri liættu heim að sá hluti lands voi'S, sem helmingur fullgild rök fyrir því, að öll íslenzka þjóðin sameinist um það á árinu 1958, að lierinn liverfi úr landi, og þjóð vor fái að losna við tekjur og þjóð- lífstruflun alla af erlendri lier- stöð, en megi eiga þess kost að lifa Iifi sínu einvörðungn af auði liafs og moldar og al- íslenzkra atvinnuvega. Eru til menn sem efast? Ef til vill eru þeir menn til, sem vantreysta því, að vér get- um lifað góðu lífi í landi voru, án tekna af erlendri herstöð og einvörðungu af verðmætum íslenzkra auðlinda. — Sérstak- lega skýtur þessari spurningu oft upp meðal útlendinga, sem soyrjast fyrir um íslenzk mál: Eruð þið vissir um að þið getið verið án þeirra tekna, sem her- stöðin Keflavík gefur ykkur í aðra hönd? Eg hef aldrei. verið í vafa 'um svarið, og ég voriá fastlega, að þeir íslendingar séu fáir, —- helzt engir,— sem eru þar í nokkrum vafa. —• . Þetta land á ærinn auð“. — os það er full- víst að nú skortir íslendinga hvorki vilja, þrótt né þekkingu til að nota hann. Vér eigum ógrynni vinnuafls, sem á ýmsum tímum árs hef- ur vérið ónotað á Norðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum. Það er réttur allra islonzkra þegna að fá að vinna. Og það er skylda þjóðfélagsins að sjá öllum virnufúsum höndum fyr- ir verkefnum. Vér byggjum fyrir framtíðina 'Að þessu er nú líka mark- visst unnið. Vér höfum tekið í notkun í lok þessa árs mörg afkastamikil fiskiðjuver. Þau verða starfandi í þjónustu framleiðslunnar al’.t næsta ár og síðan framvegis. Vér höf- um þegar aukið vélskipaflota íslendinga allverulega. Og á næsta ári eykst hann enn, svo um munar. Og á síðari hiuta næsta árs bætast í f’oíann a. m.k. 12 ný togskip, 250—270 rúmlestir, og auk þess nokkrir stórir togarar. Með dreifingu þessara framleiðslutækia út um landið, þangað sem iðjulausar hendur bíða fullra verkefna, munu framleiðslutekjur þjóðar- innar strax aukast til rriuna. Enn munum vér treysta og efla efnahagsgrundvöll vorn með tilkomu þeirra 15 stóru togara, sem nú er verið að semja um smíði á í Vestur-Evr- ópu. Og þannig mun verða fram haldið, unz allar vinnu- fúsar hendur íslenzkra þegna hafa verkefni að vinna árið um kring. Á árinu 1958 munum vér færa út friðunarlínuna við strendur íslands, og er það ein liinna þýðingarmestu ráðstaf- ana, sem gera verður til að treysta þann grunn, sem is- lenzkt efnahagslíf hvílir á. Jarðhiti og fossa- afl bjóða stór- iðju heim Á árinu 1958 mun líka ís« lenzk sementsverksmiðja taka til starfa, en með henni stíg- um vér fyrstu skrefin til stór- iðju hér á landi. Raforkuverin á Austfjörðum og Vestfjörð- um verða fullgerð á næsta ári og munu treysta grundvöll iðju og iðnaðar í þeim lands- hlutum. Sogsvirkjunin nýja verður að vísu ekki fullgerð fyrr en í árslok 1959, en vist mun það orkuver reynast lvfti- stöng til atvinnuframfara í höf- uðborginni og nágrenni hennar Og þegar svo að því kemur. að ráðast i virkjun jarðhitans og fossaaflsins í stórum stíl, nmn ekki verða liikað við að leiía erlends lánsfjár, því að þá er verið að hyggja fyriv langa framtíð, og í stærra ráðizt, ejsj íslenzkt fjármagn ræður við í einu. Þannig er það hafið yfir all- an efa, að íslendingar geta lif- að í iandi sínu góðu menningar- lífi án nokkurra annarlegra aukatskna frá erlendri her- stöð. Kynslóðirnar sem bvggja ís- land á 20'. öld, lifa á landnáms- tíð mikilla möguleika, sem þær aðeins þurfa að fá að notfæra sér í fullum friði. Bölsýni ástæðulaus Einn af bölsýnisklerkum Morgunblaðsins skrifaði í fyrra- dag áramótahugleiðingu um atvinnulíf í rústuni og öng- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.