Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 31. desember 1957 ÞlÚÐVILllNN Útscefftndi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórár Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fróttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmunóur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á máu. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöiuverð kr- 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. Einingin Ráðstefna A-bandalagsins hefur torveldað samninga Hugarbtirður að árásarhætta stafi af Sovétríkjunura, segir fyrrv. sendiherra Eaiidaríkjanna í Moskva Fundur æöstu manna A-bandalagsríkjanna í París hef- ur torveldaö samninga við Sovétrikin um lausn heirns- vandamálanna, segir George F. Kennan, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, Fyrirlestraflokkur, sem Kenn- an hefur undanfarið flutt í Tveir forvígismenn íslenzkra alþýðusamtaka Einar Ol- geirsson, formaður Sósíalista- flokksins, og Hannibal Valdi- marsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, rifja upp í ára- mótagreinum sínum hér í blað- inu hvar íslenzkri þjóðfélags- þróun er komið, hvernig sú þróun hefur orðið undanfarna áratugi, hvað áunnizt hefur og verkefnin framundan. Greinar þeirra Einars og Hannibals bera glöggt vitni þeirri samstöðu al- þýðuaflanna í landinu sem tek- izt hefur með samvinnunni í Alþýðubandalaginu. Þar er þó einungis verið að leggja grunn þeirrar einingar alþýðunnar, sem hlýtur að verða veruleiki í lífi íslenzku þjóðarinnar á næstu árum og áratugum, eigi henni að auðnast að vernda þau lífskjör, sem þegar hafa feng- izt vegna baráttu alþýðusam- takanna, og sækja stöðugt fram til aulrinna réttinda og bættra lífskjara, til aiþýðuvalda. Sókn íslenzkrar alþýðu til þeirra áhrifa og valda sem henni ber á íslandi hefur verið tafin um áratugi með ranglátri kjördæmaskipun, er gert hefur hvern þegn í þéttbýlinu marg- falt áhrifaminni á skipun Al- þingis og stjórn landsins en þá landsmenn sem í strjálbýlinu búa. Af því misrétti hefur skap- azt margskonar óheilbrigði í íslenzku stjórnmálalífi. Þetta sést glöggt ef hafðar eru í huga niðurstöður síðustu alþingis- kosninga, en þar varð Alþýðu- bandalagið annar stærsti flokk- ur landsins. Þó draga megi frá fylgi Alþýðuflokksins nokkur þúsund framsóknaratkvæði, er Ijóst af úrslitum kosninganna 1956 að á Alþingi ættu Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- bandalagið að vera álíka stór- ir og áhrifamiklir flokkar, en nú eiga þar sæti 17 Framsókn- arþingmenn en einungis 8 þing- menn Alþýðubandalagsins. Mcð svo augljósu ranglæti og mis- rétti þegnanna hafa áhrif al- þýðunnar á löggjöf landsins og stjórn verið stórlega rýrð. Nú þegar er alþýðuhreyfing lands- ins orðin það sterk, að ekki er hugsanlegt að hún láti til fram- búðar svipta sig þannig þeim rétti sem henni ber að fyllstu lýðræðis- og þingræðisreglum, enda er endurskoðun stjórnar- skrár og kosningalaga eitt nf stefnumálum núverandi ^ikis- stjórnar. etta er þó einungis einn þátt- ur þess vanda að alþýðu- hrevfing íslendinga hefur verið haldið niðri og hindrað að hún fengi notið sín til þeirra áhrifa á þjóðfélagsþróunina sem henni ber. Annar. aðalþáttur þess vanda er sundrungin í röðum alþýðunnar sjálfrar. Þeirri sundrungu í röðum sínum verður alþýðan að sigrast á, eigi hún að geta sótt fram til stórra sigra á íslandi í náinni fram- tíð. Skyldi ekki mörgum al- býðumanni sýnast að fyrir löngu sé kominn tími til að taka höndum saman til sameig- inlegrar baráttu að sameigin- legu markmiði? Það mun sönnu nær, að enga ósk á íslenzk al- þýða heitari en þá, að hér á landi sæki allt alþýðufólk fram í einni fylkingu. Hvenær sem tekst að koma þeirri einingu á, hvenær sem núverandi fylgj- endur Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins taka höndum saman til skipulagðrar, sameig- inlegrar baráttu fyrir alþýðu- málstaðnum, er alþýðuhreyf- ingin á íslandi á góðum vegi að verða ráðandi afl í íslenzkum þjóðfélagsmálum. Samfylking Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins hlyti að sópa til fylgis við alþýðumálstaðinn fjölda fólks, sem staðið hefur tvírátt og jafnvel hallast að andstöðu- flokkum. Öll barátta alþýðunn- ar á íslandi yrði auðveldari, og árangursríkari. Afturhald landsins, sem reynt hefur að hagnýta sér sundrungina í röðum alþýðunnar, yrði knúið til undanhalds, yrði að skila í hendur alþýðunni rangfengnum völdum. En er þetta fær leið? Kýs ekki nokkur hluti ráða- manna Alþýðuflokksins fremur sámvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn en Alþýðubandalagið, og það í sjálfri verkalýðshreyf- ingunni? Eru ekki skoðanaleg- ar andstæður milli manna í þessum flokkum of djúpar til þess að þeir geti unnið saman að málstað íslenzkrar alþýðu? Er ekki tortryggnin á báða bóga of mikil til þess að menn Alþýðubandalagsins og Alþýðu- fiokksins geti unnið saman af heilum hug? Þó mönnum kunni að virðast svo í fljótu bragði, að einhverri þessara spurninga eða öllum saman hljóti að verða svarað á þa lund, að útiloki samstarf, er það áreiðanlega skökk ályktun. Eining íslenzkr- ar alþýðu til baráttu, til sóknar og varnar íslenzkum alþýðu- málstað er ekki einungis hugs- anlegur möguleiki, heldur brýnasta nauðsyn hvers ís- lenzks alþýðuheimilis, brýnasta söguleg nauðsyn þess tíma sem við lifum, svo alþýðan geti orðið þess megnug að vinna í náinni framtíð stórsigra á braut sinni til þjóðfélags jafn- réttis og réttlætis, mannúðar og bræðralags, þess þjóðfélags er vakað hefur sem hugsjón al- þýðusamtakanna allt frá fyrstu hræringum þeirra. Hvernig bregðast menn al- þýðusamtakanna, jafnt í verkalýðsfélögunum og í al- þýðuflokkunum, við þessari brýnu nauðsyn? Eiga þeir víð- sýni og kjark til að taka hönd- um saman í þágu alþýðumál- staðarins á íslandi? Um það mun spurt, á nýja árinu og löngu siðar, og eftir svörunum fer dómur sögunnar, um það sem unnið var eða ógert látið. brezka útvarpið, hefur vakið rnikla athygli. Hernaðarmáttur ekki aukinn Eftir Parisarfundinn var Kenn- an fenginn til að koma fram í George F. Kennan ’***■***•' ■ j brezku sjónvarpi og láta í Ijós álit sitt á starfi fundarmanna. Hann kvað upp þann dóm að ákvarðanir fundarins hefðu torveldað nauðsynlegar samn- ingaviðræður við Sovétríkin, án þess að efla að nokkru ráði hern- aðarmátt Vesturveldanna. „Ekkert sem ákveðið var á fundinum er tll Þess fallið að glæða vonir liins frjálsa heims“, sagði Kennan. „Hann jók á erf- iðleikana. Vegna samþykkis A- bandalagsins í grundvallaratrið- um við því að koma upp stöðv- um fyrir eldflaugar á megin- landi Evrópu, er nú útilokað að Bandaríkin og Bretland semji um málið við Rússland. Eftir þennan fund er ekki hægt að gera neinn samning um eldflaugar við Sovétríkin, nema nýr A-bandalagsfundur leyfi“. Hafa aldrei gert innrás Kennan kvaðst álíta það hrein- an hugarburð, að árásarhætta stafaði af Sovétríkjunum. Kommúnistahættan er ekki fyrst og íremst hernaðarleg, sagði hann. í kenningakerfi marxismans er ekkert, sem rétt- lætt getur að reynt sé að breiða kommúnismann út um heiminn með vopnavaldi. Sovétríkin hafa aldrei ráðist með vopnavaldi inn i neitt ríki í því skyni að leggja það undir sig, sagði Kennan ennfremur. Til Finnlandsstríðsins lágu sér- stakar ástæður og valdbeitingin í Ungverjalandi í fyrra átti sér stað í iandi, þar sem sovézkar hersveitir höfðu dvalið áður en til tíðindanna dró. Vígbúnaður í varnarskyni Kommúnistahættan er fyrst og fremst pólitisk en ekki hernaðar- leg, sagði Kennan. Þess vegna eru hinir öflugu kommúnista- fiokkar í Frakklandi og á Ítalíu langtum hættulegri öryggl hins frjáisa heims en allur herafli Sovétríkjanna, Kennan taldi hinn mikla her- styrtc Sovétníkjanna srtafa af þeirri skoðun, sem rikt hefði síð- an á byltingarárunum, að þörf væri á miklum viðbúnaði í varn- arskyni. Þessi sannfæring kæmi sovétstjóminni til að álíta A- bandalagið árásarsinnað. Hlutlaust Þýzkaland Kann kvaðst álíta sjálfsagt fyrir Vesturveldin að halda fast í kjamorkuvopn sín, meðan ver- ið væri að ná samkomulagi við Sovétríkin um brottför erlendra herja úr Mið-Evrópu og myndun svæðis, þar sem enginn kjarn- orkuvígbúnaður ætti sér stað Fyrsta skrefið til að koma þessu í framkvæmd yrði að vera brott- för Vestur-Þýzkalands úr A- bandalaginu. Það myndi ekki þýða iað Vestur-Þýzkaland glat- aðist hinum vestræna heimi, það yrði áfram á bandi Vesturveld- anna, en laust frá lagalegum skuldbindingum við þau, meðan það réði yfir her, búnum venju- legum vopnum, sem nægði til að gæta landamæranna og tryggja öryggi heimafyrir. Það yrðí ekki erfitt að fá Þjóðverja til að faliast á þesskonar hömlur, því að Vesturveldin hefðu fengið þá til að hervæðast nauðuga. Menn mega vara sig á því að gera of mikið úr þýzku hætt- unni, sagði Kennan, nazisminn í Þýzkalandi er rækilegar dauð- ur en bónapartisminn í Frakk- landi. Kaup kaups Kennan hafnaði algerlega því sjónarmiði, að hernaðarstaða Vesturveldanna myndi versna, ef A-bandalagsherirnir yfirgæfu stöðvar sínar í Þýzkalandi. Hann kvaðst vilja benda á að sovét- herinn myndi hörfa samtímis, sem þýddi að raunveruleg landa- mæri Sovétríkjanna jtöu færð til baka. Jafnframt brottför er- lendu herjanna ættu þjóðir Vest- ur-Evrópu að koma upp hjá sér borgaraher að svissneskri fyrir- mynd, sem gera myndi fært að halda uppi áhrifaríkri andspyrnu í hernumdu landi. Eina leiðin í sjónvarpsviðtalinu eins og í útvarpsfyrirlestrunum lagði Kennan megináherzlu á þá skoð- un, að kjarnorkustyrjöld hlvti fyrr eða síðar að hljótast af skefjalausu vigbúnaðarkapp- hlaupi. Brýnasta verkefnið væri nú að girða fyrir að árekstrar á markalínum milli áhrifasvæð- anna yrði til þess að hleypa öllu í bál, frekar af slysni en ásetn- ingi. Eina leiðin sem ég sé til að lægja viðsjámar með austurveld- unum og vesturveldunuin er að aðilar fjarlægist hvor annan í Evrópu og síðar í Austur-Asíu, Um þ&ssar mundir er verið að sldnna upp Brandenburger Tor, hið .fræga súlnalilið í lijarta Berlínar, sem varð fyrir miklu Jmjaski í lieiinsstyrjöldiuni siðari. Myndin sýnir súinaraðirnar umlnktar vinnupöflum. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.