Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1957, Blaðsíða 12
Hvenœr lœkkaói olia i valdatíB íhaldsins? Skömmu fyrir jól lækkaði gasolía enn í verði, og kost- ar lítrinn til húsakyndingar nú 79 aura, en var 86 aurar áður; til báta er verðið þremur aurum lægra en verðlækk- unin sú sama. Verð á gasolíu hefur verið lækkað jafnt og þétt að undan- förnu. I febrúarlok í ár var það komið upp í kr. 1.07 á lítra, og var það verð'ag bein afleiðing af , árás Breta og Frakka á Egyptaland og lokun Súez- skurðar. Lækkunin síðan þá nemur hvorld meira né minna en 28 aurum á lítra eða rúm- lega 26%. Eins og menn muna fór ekki Gaiilard er hlynntur fundi a stórveldanna Telur þó nauðsynlegt að utanríkisráðherrar þeirra komi íyrst saman á íund Felix Gaillard, forsætisráðherra Frakklands, hefur lýst yfir í viðtali við bandarískan blaðamann, að hann sé hlynntur því að haldin verði ráðstefna æðstu manna stórveldanna, að því tilskyldu að utanríkisráðherrar þeirra komi fyrst saman til undirbúnings henni. Gaillard sagði í viðtalinu við hina bandarísku blaðamenn, að liann teldi rétt að utanrikis- ráðherrar stórveldanna kæmu saman á fund sem allra fyrst og fjölluðu þar um öll þau mál sem snerta sambúð austurs og vesturs, en þó fyrst og fremst um afvopnunarmálið. Brýna nauðsyn bæri til þess að vest- urveldín sýndu að þau væru ekki ófúsari að afvopnast en Sovétríkin. Gengið skrefi lengra Sovétstjórnin hefur hvað eftir annað, síðast í bréfum J ÞJÓÐVILJANN vantar • J röskan ungling til blað- • 2 burðar í 2 2 HÖFÐAHVERFI, • 2 HRINGBRAUT o.g 2 KAMP-KNOX 2 Afgreiðsla Þjóðviljans. • ÞJÓÐVILJANN vantar röskan sendisvein nú þegar. Vinnutími fyrir hádegi Afgreiðsla Þjóðviljans. Sími 17-500. Búlganíns forsætisráðherra nú í þessum mánuði til stjórnar- leiðtoga á vesturlöndum, lagt til að haldinn yrði fundur æðstu manna stórveldanna. Bandaríkjastjórn hefur beitt sér gegn slíkum fundi og á ráðstefnu Atlanzhafsbandaiags- ins í París varð aðeins sam- komulag um að æskilegt gæti verið að utanríkisráðherrar stórveldanna kæmu saman. Gaillard hefur því gengið skrefi lengra en þar var á- kveðið. Bamlaríkin hafa ekki ráð Mörg bandarísk blöð gagn- rýna þá afstöðu bandarísku stjórnarinnar að forðast eftir þvi sem hægt er allar viðræður og samninga við sovétstjónina. San Francisco Chronicle sagði þannig á sunnudaginn, að Bandaríkin hefðu ekki ráð á að hafna viðræðum við Sovét- ríkin og þau ættu ekki að hika stundinni lengur vð að gefa til kynna að þau væru fús að ræða og semja um afvopnun á þeim grundvelii sem lagður var í ályktun Æðstaráðs Sovétríkj- anna á fundi þess skömmu fyr- ir jól. Gleðilegt nýár! Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn Sósíalistaíélag Reykjavíkur Æskulýðsíylkingin — samband ungra sósíalista Kvenfélag sósíalista Prentsmiðja Þjóðviljans I Hillary nálgast nu . Suðurpólinn , Nýsjálenzka ie-íðangrinum, sem sir Edmund Híllary stjórnár, miðar vel áleiðis yfir suður- skautslandið til Suðurpólsins. í gær fréttist að leiðangurinn væri þá 250 km frá pólnum og hafðb farið 70 km í fyrrinótt. Engar fréttir bárust af brezká leiðangrinum undir stjórn dr. Vivians Fuchs sem er á leið tíl mikið fyrir því að söluvörur olíufélaganna lækkuðu í verði meðan íhaldið fór með stjórn; þegar verðlækkanir urðu er- | lendis eða farmgjöld lækkuðu, stungu olíufélögin og hluthafar þeirra venjulega mismuninum í eigin vasa. En nú hafa olíu- félögin verið knúin til þess að skerða gróða sinn til mikilla muna, en lækknn á innkaups- verði kemur fram í lækkuðu verði til kaupenda. Sú mikla lækkun sem orðin er á olíu- verði er t. d. mjög veruleg hags- bót fyrir þá sem hafa olíu- kyndingu í húsum sínum. Bók um hnattf erðir komin fit hjá Máli og menningu ■ Nýtt hefti af tímaritinu með ameríkugrein eftir Kiljan Mál og merming hefur sent frá sér félagsbókina Hnatt- ferðir eftir rússneska vísindamanninn Sternfeld; jafn- framt er komið út nýtt hefti af Tímariti Máls og menn- ingar. Bókin Hnattferðir fjallar um um þau efni sem f’estum eru nú hugleikin eftir að gervitunglin komust á loft. Hefur hún verið þýdd víða um lönd og vakið mikla athygli. íslenzku þýðing- una gerði Björn Franzson. Bókin er 78 síður, prentuð í Hólum. Önnur stærsta áramótabrenn- an mun verða í Laugardaht- um, sunnan leikvangsins, milli hans og Þvottalaugavegar. Hér sjáið þið undirbúnings- \innu þegar byrjað var að hlaða bálköstiiui. Sjá frétt á 4. síðu. í tímaritshefiinu er nú grein eftir Halldór Kiljan Laxness: Amerískir endurfundir. Þar er birt. ávarp hernámsandstæðinga og ræða sú'sem Jónas Arnasorx flutti á fundi hernámsandstæð- inga fyrr í mánuðinum. Birt eru tvö áður óprentuð bréf frá Jónasi Hal'grímssyni, ræða eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, flutt til heiðurs dr. Jakobi Benedikts- syni, Þórbergur Þórðarson á greinina Nýr heimur í sköpun, Thor Vilhjálmsson skrifar Hug- leiðingu um geómetríska ab- straktsýn, Sigfús Daðason skrif- ar greinina Tilraun um mann- inn, birt er saga eftir Heimi Steinsson og kvæði eftir Bjöm Ólaf Pálsson. Einnig er í heft-' inu mikið þýtt efni, ritstjórnar- greinar, bókaumsagnir o. fl. Stjórn Möltu hefur í hótunum um að segja skilið við Breta Telur þá hafa svikið geíin loforð um að forða eyjarskeggjum frá atvinnuleysi Mintoff, forsætisráðherra brezku nýlendunnar Möltu lýsti yfir í gær, aö eyjarskeggjar myndu segja sig úr lög- um viö Breta, ef brezka stjórnin standi ekki við' gefin lofor'ö um að foröa þeim frá atvinnuleysi. Hann gerði þetta i ræðu sem; hann hélt á fjöldafundi verka- manna í skipasmíðastöð brezka flotans á eynni. Um 12.000 verkamenn voru á fundinum. Brezka stjórnin hefur ákveð- ið að leggja niður þessa skipa- smíðastöð í sparnaðarskyni vegna breytinga sem verið er að gera á landvörnum Breta. Þegar stjórn Möltu var til- kynnt um þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum, krafðist hún þess að Bretar ábyrgðust að þeim mikla fjölda sem vinn- ur við skipasmíðastöðina yrðu jfengin önnur störf. Svikið loforð Mintoff og ráðlierrar hans segja að yfirlýsing sem brezka stjórnin gaf s.l. sumar varð- andi þetta mál hafi falið í sér bindandi loforð um að svo yrði gert, en telja nú að þetta lof- orð hafi verið svikið. Mintoff sagði í ræðu sinni að kominn væri timi til að gefa Bretum verðskuldaða ráðningu Framhald á 9. síðu. pólsins úr annarri átt. Hann var. í fyrradag um 650 km frá póln-> um. Ben Gnrion biðst lausnar í dag Tilkynnt var i Jerúsalem í gær að Ben Gurion i'orsætisráðherra myndi afhenda Ben-Zvi forseta. lausnarbeiðni sina í dag. Ástæð- an fyrir því er ágreiningur sem risið hefur innan ríkisstjómar- innar, sem fimm flokkar standa að, vegna fyrirhugaðra vopna- kaupa ísraels í Vestur-Þýzka»- landi. Spútnik fyrsti á leið niður eftir rúmar 1300 umferðir Tassfréttastofan sovézka skýrði frá [n í í gær að við því mætti búast innan skamms að fyrstt spútnikinn myndi hætta hríngrás sinni mn jörðina. Hann hafði í gær farið rúntlega 1300 umferðir um jörðlna og um 60 milljón kílómetra vegalengd síðan haim var sendur á lofí 4. oktcber s.l. Braut hans liefur nálgazt jörðina smátt og smátt og senn líður að því að hann berist inn í efri lög gufuhvolfsins og mun þá brátt verða fyrir svo mikilli loftmótstöðu að hann mun stej’past til jarð- ar og sennilega brenna upp á leiðinni. Spútnik annar hafði í ,gær farið rúmlega 800 untferðir um jörðina og mun haldast á lofti enn xmt skeið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.