Þjóðviljinn - 10.01.1958, Qupperneq 1
Mjög glæsilegur fundur Alþýðubandalagsins
boðar stórsókn vinstri manna gegn íhaldinu
Stuðniíigsmenn G-listans heitstrengja að leggja íhaldið að velli í bæjarstjórnarkosiiingiinimi
Stærsta fundarhús bæj-
arins, Austurbæjarbíó,
var troðfullt á fundi Al-
þýðubandalagsins í gær;
stórsókn vinstri manna
gegn íhaldinu í Reykja-
vik er hafin af fullum
þunga. í Alþingiskosning-
unum 1956 gerbreytti
sigur Alþýðubandalagsins
íslenzkum stjórnmálum,
velti íhaldsstjórn úr stóli
og tryggði myndun
vinstri stjórnar. Fundur-
inn í gærkvöidi er glæsi-
leg sönnun þess að viiistri
menn í Reykjavík eru
síaðráðnir í því að halda
sókn sinni áfram, velta
bæjarsíjórn íhaldsins í
Reykjavík úr hriktandi
stólum sínum 26. janúar
og tryggja stjórn alþýð-
unnar á bæ sínum.
Á fundinum í gær fluttu ráð-
herrar Alþýðubandalagsins Lúð-
vík Jósepsson og Hannibal Valdi-
marsson og fjórir efslu menn G-
listans, Guðmundur Vigfússon,
Alfreð Gíslason, Ingi R. Helga-
.son og Guðmundur J. Guðmunds-
son snjallar ræður um ástandið
í Reykjavík, röktu meginatriði
bæjarmálanna eitt af öðru og
sýndu fram á nauðsyn þess að
oki hinnar spilltu óreiðustjórnar
íhaldsins yrði velt af Reykvík-
ingum. Hér eru ekki tök á að
rekja ræður þeirra en þeir fjöll-
uðu m.a. um fjármál, atvinnumál
og húsnæðismál, gatnagerð, raf-
rnagnsmál, innkaupastofnunina,
spi’linguna og sukkið, skólamál
o.s.frv. og sýndu fram á að
hvar sem gripið væri niður
blasti við eitt hneyksbsmálið
öðru verra, ráðleysi og óheiðar-
leiki. Þeir sýndu fram á að að-
eins eitt afl, Alþýðubandalagið,
er þess megnugt að leggja i-
haldið að velli, enginn íhaldsand-
stæðingur notar atkvæði sitt
réttilega án þess að greiða G-
listanum atkvæði. Alþýðubanda-
lagið hefur beitt sér af alefli
fyrir því að sameina vinstri
menn í Reykjavík, aila andstæð-
inga íhaldskiíkunnar, í einni
fylkingu, og það er nú á valdi
kjósenda sjálfra að leiða þá sókn
til sigurs.
Og undirtektir fundarmanna,
um þúsund Reykvíkinga, sýndu
glöggt að alþýða Reykjavíkur er
Hvert sæti var skipað á
fundinum í Austurbæjar-
bíói í gærkvöld, og einn-
ig stóð hópur manna í
andyrinu og við inngang-
inn í þetta stærsta sam-
komuhus í Reykjavik.
<*>
Forsæfisráðherrar í itífjári
ríkjumi komi saman á fynd
staðráðin í því að láta ekki sinn
hlut eftir liggja, heldur einbeila
sér að því fram að kjördegi með
lifandi starfi að gera sígur Al-
þýðubandalagsins sem áhrifa-
mestan og fella íhaldið.
Katrín Thoroddsen setti fund-
inn og skipaði Jón Múla Árna-
son fundarstjóra. Kvaðst Katrín
i
vilj.a bjóða Jón sérstaklega ve’-|
kominn, sér og öðrum hefðí j
hlýnað um hjartarætur við að
sjá nafn hans á íramboðslista j
Alþýðubandalagsins, hans sem
ásamt félögum sínum hefði verið
ranglega sviptur mannrétfindum
sinum þegar la.ndráðamenn og
leppar, loðnir sem snoðnir,
sviku fósturjörð sína. Risu fund-
armenn úr sætum og hyiltu Jón
og félaga hans frá 30. marz með
langvinnu lófataki.
Fuchs komst 50
km í fyrradag
Leiðangur dr. Fuchs á suður-
skautslandinu komst áfram um
50 km í fyrradag og var það
ein lengsta dagleið hans til
þessa. Hann ætlaði að halda
kyrru fyrir í gær.
Nýjar orSsendingar frá Búlganín um fund
lei&foga Atlanz- og Varsjárhandalaga
Moskvaútvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að Búlgan-
ín, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefði skrifað forsætis-
ráðherrum nítján ríkja í Atlanzbandalaginu og Varsjár-
bandalaginu og lagt til að þeir kæmu ásamt sér á fund
til að draga úr viösjám í heiminum.
vopnum, tafarlaus stöðvun tíl-
rauna með þau og tillaga pólsku
stjórnarinnar um myndun svæð-
is í Evrópu sem laust verði
við kjamorkuvopn.
Sendiherrar Sovétríkjanna í
London og Washington afhentu
utanríkisráðhermm Bretlands
og Bandaríkjanna bréfið í gær
og búizt var við að stjómir
a.nnarra ríkja Atianzbandalags-
ins fengju það í hendur í dag.
A næstu 2—3 mánuðum
í bréfinu sem að sögn er
19 vélritaðar síður auk jafn-
langs viðauka er lagt til að
haldinn verði fundur stjómar-
Ieiðtoga aðildarríkja Atlanz-
bandalagsins og Varsjárbanda-
lagsins einhvern tíma á næstu
2—3 mánuðum.
Bann við kjarnorkuvopnum
Á fundinum verði rætt um
leiðir til að draga úr viðsjám
í heiminum og verði þar efst
á dagskrá bann við kjamorku-
Griðasáttmáli og miimkun
hersetuliða
í bréfinu er ítrekað tilboð sov-
étstjórnarinnar um griðasátt-
mála milli Varsjárbandalags-
ins og Atlanzbandalagsins. Mac-
millan, forsætisráðherra Bret-
lands, hefur sem kunnugt er
nýlega lýst yfir að hann telji
að slíkur sáttmáli geti orðið
til góðs.
Þá er einnig ítrekuð tillaga
sovétstjórnarinnar um að fækk-
að verði í erlendum setuliðum
bæði í Austur- og Vestur-
Evrópu.
Sovétstjómin segir í bréfi
Búlganins að hún telji ekki
að þrautreynt hafi verið að ná
samkomulagi um eftirlit með
afvopnun og hún nefnir að til
mála komi að á fundinum sem
hún leggur til að verði haldinn
verði einnig rætt um hvernig
draga megi úr viðsjám fyrir
botni Miðjarðarhafs og minnir
á fyrri tillögu sína um að hlut-
aðeigandi ríki skuldbindi sig
til að beita ekki valdi til lausn-
ar hinuni ýmsu deilumálum þar.
Eklij fund utanríkis-
ráðherra
í bréfinu er tillögunni um
að haldinn verði fundur utan-
ríkisráðherra algerlega vísað á
bug. flins vegar er tekið fram
að sovétstjórnin muni fús að
taka til greina óskir ef fram
komi um að færri ríki eigi
sæti á hinum fyrirhugaða fundi
en hún leggur til í bréfinu.
Að áliti sovétstjórnarinnar
ætti slíkur fundur að vera hald-
Framh. á 11. siðu