Þjóðviljinn - 10.01.1958, Blaðsíða 7
Fösttidagur 10. jam'iar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Til stöðvunar á útgen
kom hvergi um áramótin
Greinargerð sjávarútvegsmálaráðherra um
samkomulag ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka
cjómanna og útvegsmanna
1 fréttaauka ríldsótvarps-
ins á þriðjudagskvöldið
ftutti Lúðvík Jósefssom
sjávarútvegsmálaráðherra
greinargerð þá um samit-
tagana við útvegsmenn og
sjómenn, sem hér fer á
eftir:
Um nokkurra ára skeið hef-
ur um hver áramót þótt nauð-
synlegt að ríkið tæki upp
foeina samninga við foátaút-
vegsmenn um rekstur báta-
flotans á komandi ári. Samn-
ingar þessir hafa gengið mis-
jafnlega. Æði oft hefur svo
farið að dráttur hefur orðið
á samkomulagi og hefur þá
foátaflotinn ekki hafið rekstur
á eðlilegum tíma. Þannig lá
t. d. allur bátafloinn í rekstr-
arstöðvun nær allan janúar-
mánuð 1956.
Oft. hefur farið svo, að eft-
ir að samningar tókust milli
ríkisvafdsins og útvegsmanna,
urðu síðan árekstrar milli út-
gerðarmanna og sjcmanna
um kjör þeirra, því ríkisvaid-
ið hafði ekki átt neinn þátt
í samningum þeirra á milli. í
fyrra var hafizt tímanlega
handa um samninga við út-
vegsmenn og þá var tekin
upp sá háttur að hafa full-
trúa sjómanna með í samn-
ingunum og reyna þannig að
líoma í veg fyrir deilur milli
útgerðarmanna og sjómanna.
Þá tókst að koma á fullu
samkomulagi við útgerðar-
menn og sjómenn í tæka tíð
og vertíð gat alls staðar liafizt
strax upp úr áramótum.
Að þessu sinni var unnið að
samningum við útgerðarmenn
og sjómenn á sama hátt og
í fyrra. Fulltrúar ríkisstjórn-
arinnar l"gðu enn megin á-
herzlu á að fá öllum samn-
ingum lokið fyrir áramót og
tryggja þannig rekstur út-
gerðarinnar strax frá ára-
mótum. Eins og áður, var nú
leitað eftir samkomulagi við
heildai'samtök sjómanna og
við heildarsamtök útvegs-
manna.
Samkomulag náðist við
þessa aðila fyrir áramót eins
og áður hefur verið skýrt frá
og kom því hvergi til stöðv-
unar á útgerð um áramótin.
Eg vil nú skýra hér nokkra
nánar frá gangi þessara samn-
inga og frá því, sem sam-
komulag varð um.
Samningar þessir hafa raun-
verulega verið við sex mis-
munandi aðila, eða:
1. Við fulltrúa bátasjó-
sjómanna.
2. Við fulltrúa togarasjó-
manna.
3. Við fuUtrúa yfirmanna á
bátaflotanum.
4. Við fulltrúa LÍÚ og báta-
útvegsmanna.
5. Við fulltrúa fiskkaup-
enda.
6. Við fulltrúa togaraeig-
enda.
Samningaviðræðurnar stóðu
yfir mikinn hluta desember-
mánaðar. Fundir með aðilum
voru mai'gir og oft nótt eftir
nótt.
Þann desember kom
saman í Reykjavík á vegum
Alþýðusambands íslands sjó-
mannaráðstefna. Sú mðstefna
kaus sjö manna nefnd, sem
síðan hafði á hendi samning-
ana f. h. sjómanna innan Al-
þýðusambandsins við fulltrúa
ríkisstjórnarinnar.
Fullt samkomulag varð við
þessa fulltrúa sjómanna, eftir
Lúðvík Jósefsson
að þeir höfðu samræmt sjón-
armið sín, en þau voru í upp-
hafi mjög mismunandi.
Aðalatriði samkomulagsins
var þetta:
1. Fiskverð, sem aflahlutur
sjómanna á fiskveiðum er mið-
aður við, hækkar um 10 aura
á kg., eða úr kr. 1.38 í kr.
1.48 miðað við þorsk. Verð á
öðrum fisktegundmn breytist
hlutfallslega.
2. Lágmarkskauptrygging^.
á fiskibátum skal á vetrai*ver-
tiðartímabilinu frá 1. janúar
til 15. maí verða kr. 2530 —
í grunn á mánuði í stað 2145
— sem víðast hvar var áður.
Trygging þessi skal vera al-
menn á svæðinu frá og með
Breiðafirði suður um land til
Djúpavogs, en á svæðinu vest-
ur og norður um land sam-
kvæmt nánara samkomulagi.
3. Heimilt er sjómannafé-
lögum að skipta tryggingar-
timabili þannig að trygging sé
sérstaklega gerð upp fyrir
linuútgerð og sérstaklega fyr-
ir netaútgerð.
4. Skattfríðindi sjómanna
skulu hækka úr kr. 1000 á
mánuði í kr. 1350.—
Samkomulag þetta var síð-
an af fulltrúum ríkisstjórn-
arinnar lagt til grundvallar
í samningunum yið útvegs-
menn og samningarnir við þá
gerðir þannig, að skilyrði var
sett um það að útvegsmenn
tryggðu sjómönnum þau at-
riði sem hér hafa verið rak-
in.
Þá áttu fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar samningafundi
með fulltrúum Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands
varðandi kjör yfirmanna á
fiskibátaflotanum, en félög
skipstjóra, stýrimanna og vél-
stjóra höfðu einnig sagt upp
samningum sínum við litvegs-
menn.
Samkomulag varð við full-
trúa þessara samtaka um
nokkra samræmingu á kjörum
þessara félaga og breytingu á
lágmarkskauptryggingu stýri-
manna og skipstjóra.
Fulltrúar útvegsmanna sam-
þykktu síðan fyrir sitt leyti'
samkomulag þetta.
Á aðfangadag jóla tókst í
meginatriðum samkomulag
milli fulltriia ríkisstjómarinn-
ar og fulltrúa Landssambands
ísl. útvegsmanna um reksturs-
grundvöll bátaflotans.
Endanlega var síðan gengið
frá samkomulaginu á gamlárs-
dag.
Aðalatriði samkomulagsins
eru þessi:
1. Fiskverð bátanna hækkar
úr kr. 1.15 í kr. 1.21 eða um
6 aura á kg. miðað við þorsk
og hlutfallslega á aðrar teg-
undir. Hækkun þessi einvörð-
ungu til þess að mæta 10
aura skiptaverðshækkuninni
til sjómanna.
2. Þá hækka útflutnings-
uppbætur bátanna nokkuð og
er það til þess að mæta hækk-
un lágmarkskauptryggingar
umfram fiskverðshækkun,
hækkun sém gerð var á vá-
tryggingargreiðslum og svo til
þess að mæta að nokkru kröf-
um útvegsmanna um bættan
rekstursgrundvöll.
3. Ákveðið var að veita út-
vegsmönnum áfram ýmis fríð-
indi sem þeir hafa notið, en
auk þess nokkur ný; inark-
verðust eru:
a. Eins árs afborgun af
stofnlánum fiskiskipa verður
frestað.
b. Lögunum um hlutatrygg-
Framhald á 10.
IYIinnixblað fyrir verkamenn. 3.
r
Ihaldið bannar 1942 baráttu
verklf ðsfélaganna með gerð-
ardómslögunuin alræmdu
Verkalýðurinn brýtur þau á bak aftur
með skæruhernaðinum.
1939 og 1940 héldu enn „þrælalög" þ.ióðstiórnar-
innav kaupgjaldi verkalýðsins niðri, meðan dýrtíðin óx.
Kaupmáttur tímakaups samkvæmt vísitölu hafði minnk-
að um 10% frá 1939 til des. 1940. Og rnmrinvs svarf
atvinnuleysið að. Á árinu 1940 voru t.d. aðeins bvgsrðar
25 íbúðir í Reykjavík (1936—’39 vora 'árle^a frá 218—
279 nýjar íbúðir byggðar). Það sumar fór" múrarar
upp ? Kjós til að taka upp mó, til þess að draga fram
lífið.
1941 hreyfði verkalýðurinn sig á ný o" bar sem
hann hafði sósíalistíska forustu, svo sem á Sig'nfirði —
sigraði hann. En í Reykjavík braut brezke hnrnáms-
liðið og íhaidsstjórnin, sem þá var í Dagsbrán. baráttu
Dagsbrúnarverkamanna á bak aftur, brezka hernáms-
liðið með ofbeldi og fangelsunum forustumpona verk-
fallsins, íhaldsstjórain í Dagsbrún með svikum og
ræfilsskap.
í órsbyrjun 1942 skapar verkalýðurinn sér einhuga,
róttæka forustu í Dagsbrún og víðar.
Ríkisstjórnin, sem íhaldið nú sat í bannar með gerð-
ardómslögunuin í janúar 1942 öll verkföll að viðlögðum
fangelsunum forystumanna verklýðsfélaganna og upp-
töku félagssjóðanna. Nú skyldi gengið milli bols og
höfuðs verklýðssamtakanna.
Þá er það að einliuga Dagsbrúnarmenu og aðrir
verkamenn skipuleggja undir forustu sósíalista „skæru-
hemaðinn“ svonefnda. Gerðardómslögin eru brotin á
bak aftur með ólöglegum verkfölhim, ríkisstjárnin fell-
ur og Alþingi neyddist um sumarið til að afncma gerðar-
dómsiögin.
En verkamenn hækka grunnkaupið um 40% <'/>; knýja
samtímis fram 8 tíma vinnudag og liitt að full vísitala
sé greidd á kaup, en eftirvinna borguð með 50% álagi
og næturvúmia með 100% álagi.
Með þessum sigri 1942 gérðust verklýðssamíökin, af
því þau voru einhuga undir forystu Sósíalista, það
vald I Ianðinu, sem íhaldið enn liræðist og liatast við
(sbr. þegar Rjarni Ben. liamast gegu ,,öflum utan Al-
þingis").
Nú er íhaldið að reyna að hnekkja þessu valdi verka-
lýðsins með lymskulegri árás innan frá í verklýðs-
samtökunum.
Vcrið á verði, verkamenn! Látið hinum fornn fjanda
verklýðshreyfingarinnar ekki takast vélabrögð sín, held-
ur ekki þótt hann breiði Alþýðuflokksgrímu yfir snjáldr-
ið.
Regl
a
— og óregla
★ Morgunblaðið segir í
gær í stórri fyrirsögn: —r
„Reykjavikurbær hefur þá
reglu að bjóða framkvæmdir
út“.
★ Samkvæmt því ber að
flokka biðskýlin sem Björg-
vin Frederiksen græddi mest
á undir óreglu.
Við
skulum vona það
★ 1 siðustu kosningum
lauk Þjóðvarnarflokkurinn
sem kunnugt er ferli sínum í
íslenzkum stjórnmálum. Ekki
aðeins féll hann út af þingi,
heldur sýndu atkvæðatölur að
hann hafði hvergi á landinu
bolmagn til að koma manni í
bæjarstjórn. Flokkurinn hef-
ur hvarvetna dregið af þessu
hinar augljósu ályktanir nema
í Reykjavík, en framboðið
hér er greinilega tilraun til
]>ess að reyna að tryggja það
að íhaldið hreppi bæjarfull-
trúann sem Þjóðvörn hefur
misst. Fyn-vei'andi Þjóðvarn-
armaður komst svo að orði
nýlega að þetta væri ekki
nema rökrétt; Bárður Daníels-
son hefði hvort sem væri yf-
irleitt fylgt íhaldinu að mál-
um meðan hann var í bæjar-
stjóm.
★ 1 samræmi við þetta
birtist svohljóðandi kjörorð
feitletrað á forsíðu Frjálsrar
þjóðar í fyrradag: „Nú kjós-
um við öll Þjóðvarnarflokk-
inn. — Alþýðubandalagið fær
ekkert atkvæði“.
★ Síðan hélt Þjóðvarnar-
flokkurimi fund í Aðalstræti
12 í gærkvöldi og tilkynnti í
útvarpinu að „allt Þjóðvarnar-
fólk í Reykjavík" væri vel-
komið á fundinn, en salurinn
tekur 30—40 manns. Væntan-
lega hefur „ allt Þjóðvarnar-
fólk“ mætt og tryggt hús-
fylli.
Það er von
þeir séu Kissa
★ Morgunblaðið hefur um
það mörg orð í gær að innan
stjórnarflokkanna sé mikill á-
greiningur um gengislækkun,
þar sé hver höndin upp á móti
annarri. Lýsir blaðið þvi
hversu hættulegt slíkt ástand
sé fyrir þjóðina, ekki sé von
að vel fari þegar þannig sé
í pottinn búið.
★ I forustuliði Sinlfstæðis-
flokksins er sem kunnugt er
enginn ágreiningur um geng-
islækkun.
Sundraðir
stöndum vér
★ Fr.iáls þjóð er mjög
hneyksluð á því í fvrradag að
í áramótagrein sinni skvldi
Hannibal Valdimarsson skora
á alþjóð að berjast aegn her-
setimni „án alls flokkadrátt-
ar“.
★ Nei. flokkadrætti slcui-
um við hafa.