Þjóðviljinn - 10.01.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.01.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓ.ÐVILJINN — Föstudagur 10. janúar 1858 Samningarnir um útgerðina Frarnhald af 7. síðu. ingarsjóð verður breytt þann- ig að síldveiði í reknet sé einnig bótaskyld og athugað sé með bætur handa þeim bátum, sem verst hafa farið út úr reknetaveiðum á þessu ári. e. Þá náðist samkomulag við fulltrúa fiskkaupenda, (þ. e. hraðfrystihús, skreiðarverk- endur og saltfiskverkendur) um útflutningsupppbætur þeim til handa. í aðalatriðum var samið við fiskkaupendur um sömu kjör og gilt hafa s. 1. ár, þeir fá þó auknar útflutningsuppbæt- ur sem nema þeirri hækkun á fiskverði til báta og togara, sem þeir taka að sér að greiða. Samkomulag hefur tekizt við fulltrúa stærstu sjómanna- félaga togarasjómanna mn breytingar á kjörum þeirra. Aðalatriði þeirra samninga er: að verð á karfa og þorski við útreikning á aflahlut liækkar um 7 aura á kg. og um 12 aura á ufsa. Premíja á saltfiski hækkar úr kr. 10/— á tonn í kr. 11,50. Þá verða togarasjómenn aðnjót- andi sömu skattfríðinda og bátasjómenn. Samkomulag hefur ekki tek- izt við togaraeigendur um rekstursstuðning við togarana. En ríkisstjórnin hefur til- kynnt togaraeigendum að bæt- ur til togaranna breytist frá áramótum þannig í aðalatrið- um: 1. Dagstyrkur skipanna hækkar á saltfiskveiðum um 700,— kr. 2. Dagstyrkur á ísfiskveið- um fyrir innanlandsmarkað hækkar um 400.— krónur. 3. Fiskverð hækkar um 3 aura á kg. á þorski og karfa. 4. Vei’ð á brennsluolíu til togara verði eigi liærra en kr. 530.— tonnið. 5. Eins árs afborgun á stofnlánum skipanna verður frestað. Bætur þessar eru veittar að því tilskyldu að togarasjó- mönnum verði goldið kaup samkvæmt framangreindu samkomulagi við fulltrúa þeirra. Hér hefur þá verið greint frá aðalatriðum þeirra samn- inga sem gerðir hafa verið fyrir milligöngu ríkisstjórnar- innar í þeim tilgangi að trvggja sem bezt rekstur út- gerðarinnar á árinu. Flest félög útgerðarmanna og sjómanna hafa þegar stað- fest samkomulag það sem gert var milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og samninga- fulltrúa þeirra. Nokkur félög hafa enn ekki tekið afstöðu og 3 félög eða félagsdeildir sjómamnna hafa ekki getað fallizt að öllu leyti á það samkomulag, sem full- trúar þeirra þó höfðu gert í félagi við önnur sjómanna- félög. Að sjálfsögðu geta samn- ingar ríkisins aldrei verið við einstök félög, heldur við heildarsamtök félaganna. Slíkt samkomulag var nú gert með fullu samþykki allra aðila. Einstök félög útgerðarmanna og sjómanna hafa auðvitað frjálsar hendur um afstöðu sína og taka því upp samn- inga um sín sérmál við sína samningaaðila eftir því sem henta þykir. Útgerð er nú hafin í flest- um eða öllum verstöðvum. Vonandi lieppnast vertíðin vel. Ég vil svo að endingu óska öllum sjómönnum og útvegs- mönnum heppni og hamingju á komandi vertíð og öllum landsmönnum óska' ég góðs gengis á nýja árinu. „Gesturvarég...“ Óliáði söfiiuðurinn færir Aðventkirkjunni Guðbrandar- bíblíu að gjöf Stjórn Óháða safnaðarins var viðstödd áramótaguðsþjónustu Aðventsafnaðarins laugardag- inn 4. jan., kl. 11 f.h., og í lok hennar afhenti Andrés Andrés- son, formaður Óháða safnað- arins, kirkjunni eintak af Guð- brandarbíblíu í forkunnarfögru bandi að gjöf. Kvað hann orð hinnar helgu bókar veita inn- blástur, uppörvun og huggun þeim, er hana læsu. En slíkt hefði söfnuður hans einnig hlotið í ríkum mæli innan veggja Aðventkirkjunnar þau ár, sem hún hefði verið and- legt heimili beirra. Kvað hann það ósk safnaðarins, að liún mætti stöðugt minna Aðvent- söfnuðinn á þakklæti Óháða safnaðarins og vináttu — en á fremstu blaðsíðu bíblíunnar eru rituð ritnine-arorðin: ,,Gest- ur vor eg bér hýstuð mig“, Prestur Öháða safnaðarins, sr. Emil Björnsson, tók einnig til máls, og lofaði þau góðu kynni, er hann hefði haft af Aðvent-söfnuðinum. Sagði hann, að hverjum þeim, er hefði lent í hrakningum, væri ógleymanlegt að vera boðinn í húsaskjól. Svo sem kunnugt er heldur Öháði söfnuðurinn nú guðs- þjónustur sínar í hinu nýja félagsheimili safnaðarins, Kirkiubæ. Með liinni ágætu sambúð bessara tveggia safnaða hefur það komið í ljós, að góð sam- vinna getur vel tekizt með fólkt með ólíkar skoðanir, ef það stjórnast af umburðarlyndi — fremur en dómsýki. Frá Aðventsöfnuðinum t þróttir Framhald af 9. síðu. hátt afli TBR leiðeinenda. Þegar Jörgen Back var hér 1951 æfði hann hina íslenzku leik- menn. —• Ungfrú Hansen sagðist sleppa vinnu sinni í þennan mánuð með mikilji ánægju, því að svona tilboði getur maður ekki hugsað sér að sleppa. KI. 4 í dag verður dreglð í 1. ílokki, um vinninga að íjárhæð samtals 740 þúsund krónur. Hæsti vinn- ingur 1/2 milljón krónur. — Öllum hagnaði er varið til nýbygginga í Reykjalundi, víð- kunnasta vinnuheimilis, sem reist heíir verið á Norðurlöndum, og þó víðar væri leitað, íyrir öiyrkja aí öllum stéttum þjóðíélagsins. Styðjum Reykjalund, óskaharn okkar íslendinga. Happdrœtti Hóskóia ísiands Yinningar eru 11250 samtals 15.120.000 krónur í dag er síðasti dagurinn, sem við- skiptamenn haía íorgangsrétt að núm- erum sínum. Á morgun má selja þá öðrum. Nýju númerin eru á þrotum. Þeir, sem óska að fá raðir, ættu ekki að fresta því. Endurnýið sirax i dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.