Þjóðviljinn - 10.01.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 10.01.1958, Side 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. janúar 1958 10ÐVILIINN Útgeíandi: Sameinínffarfiokkur alþýSu — Sásíailstaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmunttur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeít Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smið.la: Skólavörðustíg 19 Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 & már í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. J Ýtt við tossabekknum Verkamenn hafa orðið að beita ýmsum ráður til að sannfæra þá sem ráðið hafa at- vinnutækjum um að fært væri að láta launþega njóta sæmi- legs kaups og mannréttinda. Hinir svonefndu atvinnurekend- ur og afturhaldssamir stjóm- málamenn hafa verið býsna tomæmir á þau fræði. Svo nefnt sé sígilt dæmi eru ekki nema nokkur ár síðan hinir greindustu menn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, all- vel kunnugir togaraútgerð, sömdu álitsgerð til Alþingis þar sem þeir lýstu þeirri sannfær- ingu sinni og töldu sig leiða að því rök að óhugsandi og ó- framkvæmanlegt væri að taka upp 12 stunda hvíldina á togurunum. Það var hvorki meira né minna en stjóm Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, sem hélt þessu blákalt fram í opinberu þingskjali og lagði við nafn sitt og heiður og þekkingu á togaraútgerð, Kjart- an Thors og öll hersingin. Næstu árin kenndu íslenzkir sjómenn þeim annað. En ár eftir ár höfðu rök þessara „sér- fróðu“ manna verið höfð til að tefja og meira að segja fella frumvörp þingmanna Sósíal- istaflokksins á a^þingi um 12 stunda lágmarkshvíld togara- háseta, og létu Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn hafa sig til þeirr- ar iðju. Loks urðu sjómenn að knýja þessa réttarbót fram í hörðum verkföllum, stig af stigi. Þá ioks. og þó ekki strax, fékkst meirihluti á Alþingi til að skrá réttarbót þessa á lög- bækur þjóðarinnar. etta dæmi er ekki rifjað hér upp vegna þess að það sé einstakt, öðru nær. Langa og harða baráttu þurfti til að koma á atvinnuleysistrygging- imum. Ár eftir ár fluttu þing- menn Sósíalistaflokksins frum- varp um þá gagnmerku réttar- bót að komið yrði úpp atvinnu- leysistryggingum, fyrsta frum- varpið var meira að segja samið og um það barizt — utanþings — grið 1932. En þing- menn annarra flokka lögðust gegn málinu, og verkalýðs- hreyfingin bar það loks til sig- urs í verkfallinu mik’a 1955. Þannig hefur hvert hagsmuna- málið og réttindamálið náð fram að ganga fyrir þrotlausa bar- áttu og með því að verkalýðs- hreyfingín hefur beitt öllu afli sínu, bvar sem hún gat barizt, með iafli verkalýðsfélaganna og með afli trúnaðarmanna sinna á Alþingi, í bæjarstjórnum og öðrum stofnunum. ú má telja víst að eitt slíkt mál verði skráð á lögbækur þjóðarinnar í vetur, mál sem verkalýðshreyfingin tryggði íramgang með samkomulagi sínu við ríkisstjóroina síðast- iiðið haust. Rétt fynr jólin var flutt á Alþingi stjórnarfrum- varp sem ætlað er að tryggja verkafólki, sem vinnur tíma- kaups- og vikukaupsvinnu að staðaldri hjá sama atvinnurek- anda, rétt til mánaðaruppsagn- arfrests og sams konar rétt til launa í veikinda- og slysafor- föllum og föstum starfsmönn- um ber nú. Þetta hefur lengi verið baráttumál verkalýðsfé- laganna, og auðskilið að þær ráðstafanir sem frumvarpið kveður á um, bæta verulega aðstöðu þeirra verkamanna, sem tímakaups- og vikukaups- vinnu stunda. Þess eru allt of mörg dæmi að verkamönnum, sem jafnvel hafa unnið svo árum skiptir hjá sama atvinnu- rekanda, er sagt upp vinnu fyr- irvaralaust. Það hefur einnig verið óeðlilegt, að menn sem vinna að staðaldri hjá sama fyrirtæki, skuli ekki njóta Iaunagreiðslna í slysa- og veik- indaforföllum eins og um fast- ráðna menn væri að ræða. En hvorugt þetta hefur tekizt að fá fram með beinum samning- um við atvinnurekendur. T samningum við verkalýðsfé- lögin hafa atviimurekendur aðeins viðurkennt í orði að ekki sé réttlátt eða mannúð- legt að segja að kvöldi við verkamann, sem unnið hefur árum saman hjá sama fyrir- tæki, að hans sé ekki þörf til vinnu næsta morgun — og þar með sé því vinnusambandi lok- ið. En þeir Kjartan Thórs og öll hersingin hafa bara verið ófáánlegir til að verða við kröfu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, að þetta réttlætis- mál væri samningsbundið, þannig að tímakaups- og viku- kaupsmönnum yrði tryggður nokkur uppsagnarfrestur. Við þeirri kröfu hafa þeir þver- skallazt með óllu, sjálfsagt með álíka haldgóðum rökum og þegar þeir töldu sig „sanna“ fyrir nokkrum árum að 12 stunda hvíldin væri öfram- kvæmanleg á togaraflotanum. Tkagsbrúnarmenn fögnuðu þeirri réttarbót sem felst í stjómarfrumyarpinu á fundi sínum í fyrrakvöld. Þeir vita sem er, að ýmsar aðferðir hefur þurft til iað kenna Kjartani Thórs og saluféiögum hans ein- földustu staðréýndir varðandi hagsmunamál og réttindi al- þyðufólks a Islandi, Ein árang- ursríkasta aðferðin er samspil verkalýðshreyfingar og meiri- hluta á Alþingi og í bæjar- stjórn. Og frumskilyrðið. að forusta sjálfra verkalýðsfélag- anna sé einbeift og heilbrigð og svo var að he.yra á Dags- brúnarfundinum . að reykvísk- um verkamönnum væri sú nauðsyn ljós. Þarf aldrei að endurnýja flug vélar innanlandsflugsins? Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist með flugmálum íslendmga, að flug- félögin hér telja óhjákvæmilegt að fylgjast með framþróuninni og endurnýja flugvélakostinn til þæginda og öryggis fyrir farþega í millilanda-fluginu. Flugfélag fslands keypti 2 millilandavélar nýlega og er á þær lokið lofsorði, og Loftleiðir eiga tvær nýjar og að því er talið er mjög fullkomnar lang- leiðavélar í pöntun. Þetta mun flestum þykja eðlilegt og óhjákvæmilegt og ís- lenzká rikið gengur í miklar á- byrgðir til þess að greiða fyrir þessum flugvélakaupum. en slíkt væri með öllu óþol- andi. Vera má, að Flugfélagið hafi gert einhverjar ráðstafanir til tryggingar eða eflingar flug- þjónustunni við Eyjar, þótt ekki hafi það heyrzt hér, og væri þá vel. En hitt er vert að minna á, að flugþjónustan á innanlandsleiðunum er í engu ómerkari en sá þáttur flugsins,) sem flugfélögin virðast óneitan- lega einbeita sér að, og það verður auðvitað að gera þá kröfu til forráðamanna í flug- málunum, að þeir skilji að farþeginn á innanlandsleiðun- um á kröfu á hliðstæðum fram- förum í öryggi og þægindum og þeim, sem míllilandafar- þegum er séð fyrir. •h—-:-----------------I--:----- Samvinmistofmm Afríku- og Asíuþjóða komið upp Tilboð sovézkra íulltrúa á Kaírófundinum um efnahagsaðstoð vakti mikla athygli Á ráöstefnu Asíu- og Afríkuþ’jóöanna í Kaíró um ára- mótin va.r ákveöiö aö koma upp fastri stofnun sem vtrina á aö aukínni samvinnu þessara þjóöa. Hitt virðist mönnum með miklum ólíkindum, ef allt önn- ur lögmál geta gilt um innan- landsflugið, þannig að flugvéla- kostur þess þurfi einskis með til endurnýjunar um áraraðir og þoli jafnvel að missa skárstu vélarnar, en það er einmitt það, sem nú hefur verið að ske. Vestmannaeyingar kannast allir við, að til farþegaflugsins hér á milli eru eingöngu notað- ar svonefndar Douglas-vélar. Til skamms tíma hefur Flugfé- lagið átt 4 slíkar vélar og þær hafa gefizt vel. Það er þó á allra vitorði að framleiðsla slíkra véla er hætt fyrir mörg- um árum og vélarnar, sem í notkun eru taka nú óðum að eldast. Furðulegast rná það þó telja. að fyrir nokkru tók Flugfélag- ið sig til og seldi burt nýjustu Douglas-vél sína og á nú að- eins 3 gamlar vélar eftir af þeirri gerð, sem Vestmannaey- ingar geta haft not af. Engar fréttir hafa borizt um, að nein endurnýjun sé á döfinni. Öllum má ljóst vera að svo gamlar vélar, sem hér er um að ræða hljóta að þurfa að hverfa lengur og skemur úr umferð vegna eftiriits og við- gerða, og vissulega er reynsla okkar Vestmannaeyinga af þjónustu Flugfélagsins engan- veginn sú, að við höfum nein forgangs-afnot af vélakosti fé- lagsins, og hlýtur því að ó- breyttu fljótt að koma að því að til frekari tafa komi í Vest- mannaeyjafluginu af vélaskorti, Aðalframkvæmdastjóri þess- arar stofnunar verður Egypti, en auk.hans verða skipaðir tíu aðrir framkvæmdastjórar, einn þeirra frá Sovétríkjunum. Aðalbækisböðvar stofnunar- innar verða í Kaíró og er bú- izt við að starf hennar muni hefjast í marz. Tilboð Sovétrikjanna Um 500 fulltrúar frá 49 lönd- um í Afríku og Asíu sátu ráð- stefnuna. Ekkert vakti jafn- mikla athj’gii á ráðstefnunni og tilboð sovézku fulltrúanna um efnahagsaðstoð. Ratsjidoff, for- seti sovétiýðveldisins Úsbekist- ans, sagði í ræðu á ráðstefn- unni: „Við getum byggt fyrir ykk- ur verksmiðjur eða samgöngu- kerfi, rannsóknastöðvar eða há- skóla, sjúkrahús eða menning- arstofnanir. Við getum sent ykkur séi'fræðinga til að kynn- ast vandamálum ykkar og þið getið sent ykkar sérfræðinga í verksmiðjur okkar og rann- sóknastöðvar .... Gerið það sem ykkur finnst hagkvæmast. Segið okkur hvers þið þarfmst og við munum reiðubúnir að veita ykkur hvers konar aðstoð, lán, tæknihjálp o. s. frv. Sov- étríkin krefjast einskis í stað- inn, sagði Ratsjidoff, „hvorki ágóða, né forréttinda, né íhlut- unar í stjórn, né vinnsluleyfa, né hráefna, né þátttöku í hern- aðarkerfi, né stjórnarskipta, né breytinga á stefnu i innanlands- eða utanríkismálum“. „Við erum fúsir til að að- stoða ykkur,“ sagði hann enn- fremur, „eins og bróðir hjálpar bróður af algerðri ósérplægni. Ástæðan er sú ein að við vit- um að ekki er hægt að sækja fram án aðstoðar“. Lisfi frjálstyndra í Sandgerði Listi frjálslyndra í Sand- gerði er skipaður þessum mönnum: Hjörtur B. Helgason. kaup- félagsstjóri Maron Björnsson förmaður verkalýðsfélagsins, Ari Einarsson trésmiðameist- ari, Margeir Sigurðsson ritari verkalýðsfélagsins, Vilhjálmur Ásmunösson véla- maður, Kristinn Guðmundsson sjó- maður, Benedikt Magnússon bóndi, Sigurður Bjamason véla- maður, Óskar Pálsson verkamaður, Sveinn Pálsson sjómaður. Alþýðubandalagið styður lista frjálslyndra í Sandgerði. Mikið aimríki hjá Lioftleiðiim Listar Álþýðubandalagsins og listar sem Alþýðubandalagið styður í kosn- ingunum 26. janáar 1958: Eeykjavík: G listi Kópavogur: II listi Hafnarfjörður: G listi' Keflavík: C listi Akranes: A listi ísafjörður: A listi Sauðárkrókur: H listi Siglufjörður: G listi Ólafsfjörður: H listi Akureyri: G listi Húsavík: G listi Sevðisfjörður: G listi Neskaupstaður: G listí Vestmannaeyjar: G listi Njarðvík: C listi Borgarnes: G listi Hellissandur: A listi Ólafsvík: II listi Stykldshólmur: A listi Bíldudahir: B listi Bolungarvík: H listi Hólmavík: C listi Skagaströnd: G listi Hofsós • A listi Raufarhöfn: B listi Egilsstaðir: B listi Eskifjörður: G listi ÐjúiJÍvogtir: B listi Höfn í Hornafirði: G listi Stokkseyri: G listi Hveragerði: G listi Blönduós: B listi Sandgerði: C listi Selfoss: A listi Nóg he.fur verið að starfa hjá Loftleiðum núna nm hátíð- arnar því að á rúmum hálfum mánuði, eða frá 15. desember til 5. janúar hafa 846 farþeg- ar ferðazt með flugvélum fé- lagsins. Af þeim fóru 607 milli Bandaríkjanna og flugstöðva Loftleiða á meginlandi Evrópu og Bretlandi, en 239 ferðuðust til eða frá Reykjavik. Segja má að á þessu timabili hafi hvert sæti verið skipað í flug- vélum og vörur fluttar að auki eftir því sem unnt i’ar. Áætl- anir stóðust mjög vel, þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Þegar samanburður er gerður á farbeiðnum þeim, er liggja nú fyrir og því, sem tiðkazt hefur á sama árstíma að undanförnu má telja að útlit sé fyrir, að fyrri hluti þessa nýbyrjaða árs numi verða Loftleiðum hinn hagstæðasti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.