Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 6
6) — I*JÓÐVILj INN — Sunjiudagur 9. febrúar 1958 ÐUIUIN Úticefandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sóslallstaílokkurinn. — RitstJórar Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður GuSmundsson. — Fréttarit3tjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- icga8tjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- c.mlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 & míd, i Reykjavík o« nágrennl; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr- 1.50. Prentsmiðja Þjóðvlljana. ----------------------------------------------------------------------------------- Einkabréf Hermanns T Termann Jónasson forsætis- ■* ráðherra íslands hefur nú svarað bréfum Búlganíns forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, og var svar hans birt hér í blað- inu í gær. Er þar skemmst af hS segja að bréf Hermanns er ákaflega neikvætt og þarflaust piagg; það einkennist af því i einu og öllu að það er ekki hugsað af íslenzkum sjónar- hóli, ekki miðað við hagsmuni eg viðhorf fsiendinga, heldur jþræðir það algerlega viðhorf tandariskra valdamanna og fer meira að segja aldrei út fyrir s'tefnu Dullesar hins alræmda. Bréf Hermanns gæti eins ver- ið samið af Guðmundi í. Guð- rnupidssyn i ut anríkisráðherra, nema hvað það er yfirleitt Irurteislegra í tóninum en ræð- ur hans. 4 stæðulaust er að ræða ýt- - *■ arlega sjónarmið þau sem Kermann Jónasson ber fram í bréfi sínu; þau eru gamal- kunn og margþvæld. Hann leyfir sér að hafna hlutleysis- ; stefnu með yfirlæti, enda þótt genei hlutlausu ríkjanna hafi stöðugt farið vaxandi á undan- ; förnum árum og friðarhorfur séu ekki sízt bundnar við fram- íak þeirra; hann minnist ekki orði á það fordæmi, sem fs- 1 ndingum er þó í fersku minni, er Austurríkismenn los- r;ðu sig við erlent hernám með feví að stórveldin fjögur, Bandaríkin, Bretland, Frakk- ’and og Sovétríkin tóku ábyrgð i. hlutleysi þess. Hermann syng- ur Atlanzhafsbandalaginu lof, -enda þótt jafnvel upphafs- rnönnum þess eins og Kennan beri nú saman um að stefna þess leiði til ófarnaðar og þörf sé gagngerra breytinga á henni eí ekkí ejgi i!ia að fara. (Hins vegar minnist Hermann ekki á huoarfarsbreytingu sína í hina áítina; hann var sem kunnugt er andvígur aðild íslands að At’anzhafsbandaiaginu 1949 o.g 's.&t hjá við .atkvæðagreiðsl- t;na!) Og Hermann treystir sér í..ð halda áfram þeim siðlausa írðaleik að segja .að það sé nefna íslendinga að hér skuli ékki vera erlendur her á frið- f.rtímum, á sama tíma og hann beldur sem fastast í eriendan her á friðartímum; þá er hrein- légra að vera ákveðinn her- námssinni og seg.ia það, en að íela botniaus óheilindi bak við erðagjálfur. TJkkert af þessu kemur þó á ■“-^ óv.art; þessi sjónarmið eru samræmi við þjónshlutverk þau sem ýmsir forustumenn Tramsóknar og Alþýðuflokks báfa tekið sér að undanfömu, í.ð þvi er virðist af frjálsum viija. En það kemur á óv.art rversu langt Hermann Jónas- r tn virðist reiðubúinn að sanga. Eidflaúgastöðvar eru sem kunnugt er á dagskrá um þessar mundir, og leggja Bandaríkjamenn ofurkapp á að tryggja sér slíkar stöðvar í sem flestum löndum. Danir og Norðmenn hafa þegar neit- iað að heimila slíkar stöðvar í löndum sínum, á sama hátt og þær þjóðir höfðu áður hafn- að bandarískum herstöðvum, og í síðara bréfi sínu spurðist Búlganín forsætisráðherra fyr- ir um .afstöðu íslands til eld- flaugastöðva. Sannarlega hefði mátt ætla Iíermanni Jónas- syni þann manndóm að hann dyrfðist að feta í fótspor Dana og Norðmanna, en því fer fjarri að svo sé gert í bréfinu. I*ar er ekki að finna neina yf- irlýsingu um það að eldflauga- stöðvar verði ekki lieimilaðar á íslandi. Kaflinn um það efni er aðeins marklaust orðahjóm þess efnis að hernám íslands sé aðeins til vamar landinu og því verði þær einar herfram- kvæmdir heimilaðar sem flokka megi til varnaraðgerða. Það er alkunna að því er alstaðar haldið fram að eldflaugastöðv- ar eigi að vera „vamarráð- stöfun“. að er mjög alvarleg stað- reynd að forsætisráðherra íslands skuli ekki birta neina afdráttarlausa yfirlýsingu um eldftaugastöðvar, og það er siðiaust athæfi að ráðherrann skuli leyfa sér að afgreið.a með marklausu orðahjómi mál, sem er í nánustu tengslum við sjálfa tilveru þjóðarinnar ef illa fer. Um það má svo ef- laust deila hvort hér er að verki þekkingarleysi á alþjóða- málum eða eitthvað enn lak- ara. 17103 og skýrt var frá í blað- "inu í gær bar Hermann Jónas- son ekki bréf sitt undir ríkis- stjórnina. Varla hefur Her- mann þó þvílíkt álit á sjálfum sér að hann haldi að sovét- stjórnin hafi skrifað honum einkabréf og bíði þess síðan í ofvæni að heyra hvað ein- staklingurinn Iíermann Jónas- son hafi að segja um alþjóða- mál. Bréfið var auðvitað sent íslenzku ríkisstjórninni og stíl- að á Hermann af þeirri ástæðu einní að svo hittist á að hann er forsætisráðherra um þessar mundir. Enginn gat samið formlegt svar nema ríkisstjórn íslands, og því er einkabréf Hermanns af þeirrl ástæðu einni hlálegt og marklaust plagg. Þetta hlýtur Hermann að skiJja, en hverjar eru þá hvatir hans? Sízt eru þessi vinnubrögð í samræmi við hvatningarorðin sem sézt hafa í málgagni forsætisráðherrans að undanförnu um nauðsyn þess að vinstri flokkarnir vinni nú saman af einlægni og drengskap. SAGA Lárusar é Klausfri Lárus á Klaustri þótti flest- um svipmestur bóndi sunnan- lands um sína daga. Hann bjó miklu búi á sagnfrægu höfuðbóli og bætti það á marga vegu. Hann var for- ustumaður um hagnýtar framkvæmdir í verzlunar- og samgöngumálum héraðs síns — þeim efnum þar sem skór- inn kreppti harðast að sýsl- ungum hans. Hann gegndi langa hríð eða skamma flest- um þeim trúnaðarstörfum, sem verða í sveit á Islandi; og mörg ár var hann fulltrúi sýslubúa sinna á löggjafar- þingi þjóðarinnar. Hann var glaður ferðamaður á hættum leiðum og örlátur gestgjafi á fjölsóttum höfuðstað. Ýmsir samferðamenn hans töldust honum gáfaðri, en enginn framkvæmdameiri né röskvari að öllu. Honum var ennfrem- ur léð þesskonar skaplyndi, sem jafnan hefur þótt vel hlýða: að treysta sjálfum sér og standa við samvizku sína. Að lokum gekk hann að yfir- lögðu ráði undir þung högg fyrri samherja og vina, og þoldi mikið andstreymi án þess að blikna — því það yar eðli hans að standa eins og foldgnátt fjall. Sýslungi Lárusar á Klaustri: Þórarinn Helgason bóndi á Þykkvabæ í Landbroti, hefur nú ritað ævisögu hans. Kom hún út skömmu fyrir jól og er mikil bók, nær 400 blaðsíður í vænu broti, prýdd 160 mynd- um af fólki og stöðum. Saga slíks manns á að geta orðið kynslóðinni örvun til dáða, og því er ritun hennar í sjálfri sér góðra gjalda verð. Ég hef aldrei komið í Skaftafellssýslur, nema í draumi; ég þekki fáa Skaft- fellinga, og skaftfellsk mál- efni eru mér að mestu lokuð bók. Ég er því lítt dómbær á sannfræði þessarar sögu; en hitt er deginum ljósara, að höfundur virðist leggja sig alian í framkróka að segja sannleikann, fara með rétt mál. Hann greinir einatt heimildir sínar, jafnóðum og hann hagnýtir þær; og hann er sömuleiðis einkar hæversk- ur í lofi sínu og dregur enga f jöður yfir það sem verr hlýð- ir í fari manna eða fram- kvæmd málefna, Bókin er ekki áróðursrit fyrir mannkostum söguhetjunnar, þótt þokki höfundar á þeim leynist eigi. Hún er frásögn af fram- kvæmdum hans og baráttu fyrir góðum málum -—- og sýnist sannfróð í alla staði, vandlega unnin og nákvæm í flestum greinum. Það er mik- ill kostur á frás"gninni, Iivað hún er gersneydd allri mærð. Ýmsum kann að þykja hún nokkuð langdregin á köflum; og það má með sanni segja, að sum efni rekur höfundur geiT en persónusaga Lárusar á Klaustri þarf á að halda. En þegar þess er gætt að margur sá froðleikur hefur hvergi átt stað nema í minni nokkurra ma.nna, þá hugnast manni vel að sjá hann kom- inn á prent; bókstafurinn blíf- ur. Hitt vildi ég fremur segja, að stundum sé farið of fljótt yfir sögu. Ég hefði viljað sjá útdrátt úr yfirlýsingu Lárus- ar á flokksþingi Framsóknar 1933; og sjálfsagt var að lýsa tildrögum qð stofnun Bænda- flokksins af fyllri sanni en hér er gert. Djúpsæjari sagn- fræðingur hefði líka skoðað skyggnari augum stjórnmála- baráttu Lárusar Helgasonar á efstu árum, þegar nornir spunnu honum garnið svart. Framsetning Þórarins Helga- sonar er löngum skýr og greinargóð; lesandinn þarf sjaldan að geta sér til um merkinguna í orðum hans. Þvl verr lætur setning eins og þessi í eyrum: „Hinsvegar má segja, að á hans ágætu gáfur félli skuggi yfirgnæfandi dugnaðar. ..— eða þessi: „Þá hafði Lárus Bændaflokk- inn sem hugsjón meginmáttar bændastéttarinnar í flestu til- liti“. I heild er stíllinn á þessu mikla verki klár, en dýrðar- laus. Skaftfellingafélagið í Rvík gefur bókina út, en Bókaút- gáfa Guðjóns Ö. Guðjónsson- ar annast dreifingu. Ber að þakka félaginu þessa útgáfu, því saga Lárusar á Klaustri rekur á trúverðugan hátt hvernig dugandi forustumað- ur og liðsmenn hans unnu bug á stórum örðugleikum í háskafullu mannlífi í böndum hafs.og jökla. — B. B. Skáldaþáttur Beinteinsson. Hvergi á íslandi hefur þró- ast rammari og skáldlegri þjóðtrú en á Snæfellsnesi og hefur svo verið síðan menn festu byggð þar í fyrstu og fram til þessa. Hlíf hestageldir ól Vála hin- um sterka þrjá sonu er allir fóru til Islands. Atli hét einn og nam land á sunnanverðu Snæfellsnesi milli Furu og Lýsu. Ásmundur var sonur Atla,og hét kona hans Þóra; þau bjuggu að Langaholti. Eitthvað hefur þeim hjónum borið á milli er þau eltust og flutti þá Ásmundur að Öxl en Þóra bjó í Langaholti — og lét gera skála um þjóð- braut þvera, og lét þar jafnan standa borð, en sat úti fyr- ir sjálf og laðaði gesti, hvern er mat vildi eta. Hún var köll- uð Langaholts-Þóra. Þess má geta til að Ásmundi hafi leiðst gestanauð heima í Langaholti og kosið fremur fámenni og forsælu að Öxl. Ásmundur var heygður á Ásmundarleiði og lagður í slkip og þræll hans hjá hon- um, Kona gekk hjá haugi Ás- mundar og heyrði kveðna vísu í haugnum: Einn byggi ég, sfcoð steina, Stafnrúm Atals hrafni; Skalat of þegn á þiljum þröngbýlt á mar ranga. Búm er böðvitrum betra brimdýris kná stýri, lifa man það með lofðurn lengur, en ilit af gengi. Vísan er auðskilin á aðal- atriðum. Haugbúi segir kon- unni að hann vilji vera einn á skipi sínu og betra sé hreystimanni að hafa rúmt um sig en eiga illa fylgd. Þá var þrællinn tekinn úr skipinu. Þessi stutta frásaga ásamt vísunni gefur glögga hugmynd um skaplyndi þeirra hjóna Ásmundar og Þóru; mannblendni hennar og ein- þykkni hans. Slíkar þjóðsög- ur eru ómetanlegar heimildir um lundarfar og lífsviðhorf liðinna kynslóða. Váli stérki afi Ásmundar vá víg í véum í Noregi og var slíkt mikill of- stopi. Viðurnefni Hlífar bendir til þess að hún hafi eklci ver- ið nein hégómakona. Um Atla er fátt vitað. Fáorð sagan um Ásmund bendir til þess að hann hafi verið mikill fyrir sér en ekki samþýðst alþýðu manna, Má vera að hann hafi ekki notið sín sem skyldi, hvort sem valdið hefur at- burðaleysi þar á Nesinu eða konuríki hefur sorfið að hon- um. Þau koma ákaflega ljóst fyrir sjónir bæði og skörulega þessi sundurleitu hjón', hún ör og sköru'eg en hann harð- lyndur 0g fáskiptinn. Þóra er svo fús til fjöl- mennis að hún horfir í engan kostnað ef þá mætti f.jölga gestum hennar. Skap slíkrar konu er ekki líklegt til sam- þykkis við mann sem svo er einrænn að hann ann engum rúms á skipi með sér dauð- um. SkáldskaTuir sögunnar bygg- ist á andstæðum og öfgum þeirra hjóna eins og sagan um Njörð og Skaði í Snorra- Eddu, og er það reyndar al- geng saga um allar jarðir. IBárður Snæfellsás er fræg- astur allra' Snæfellinga fyrr og síðar og sá íslendingur sem hefur komist næst því að vera tekinn í guðatölu. Hefði heiðin trú fengið að þróast í friði hér á landi væri Bárð- ur sennilega einn af guðum Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.