Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.02.1958, Blaðsíða 7
Stmnudagur 9. febj-úár 1958 — ÞJÓÐVI'LJINN — (7 • 1 heimsstríðinu síðasta myrtu nazistarnir þýzku sex milljónir evrópskra Gyðinge að minnsta kosti, þau ofboðs legu níðingsverk eiga fáa sína líka, eru einn svívirðilegastur blettur á sögu alls mannkyns. Þjáningar og dauði þessa sak- lausa fólks, karla og kvenna og baraa, eru ekki aðeins hróplegar og hræðilegar, þær eru framar öllu meiningar- lausar og óskiljanlegar; hverr vegna varð allt þetta fólk að kveljast og deyja, ti1 hvers? Dauði þess hrópar til himins, og örlög eins þessara fórnardýra hinnar nazísku villimennsku eru orðin tákn- ræn og alkunn öllum heimi. barnsins og unglingsins Önnu Frank, óvenjulega gáfaðrar og bráðþroska stúlku sem trúði dagbókinni sinni fyrir vonum sínum og ótta, sorg- um og kæti, örvæntingu og ást í þau tvö ár sem hún dvaldi í felum uppi á hrörlegu háalofti í vöruskemmu í Amsterdam ásamt foreldrum sínum, systur og fjórum Gyð- ingum öðrum; loks komst upp nm felustaðinn, böðlarnir ruddust inn í húsið og leiddu fólkið ' burt til slátrunar og Anna Frank, Kristbjörg Kjeld; Otto Frank, Valur Gíslason. — Nei, pabbi — dagbók! Höf.: F. Goodrich og A. Hackett Leikstjóri: Baldvin Haldórsson Dagbók Önnu Frank Prýðileg leiksýning — — Leiksigur ungrar stúlku kvala. Saga hennar verður ekki rifjuð upp að sinni, enda orðin kunn öllum landslýðn- um. Það er ærið vandaverk að snúa skálds"gu í sjónleik eins og dæmin sanna, en dagbók hálfu meira og getur virzt ógerningur í fljótu bragði. Hjónin bandarísku, Frances Goodrich og Albert Hackctt, eiga mikinn heiður skilinn fyrir verk sitt, og mun allra mál að það sé unnið af hug- kvæmni og snilli, nær- færni og sannleiksást. Svo látlaust og þelþýtt er leikritið og hispurslaust og raunsætt um Ieið að okkur gleymist að um skáldverk sé að ræða: þetta er veruleiki, lífið sjálft. Og lýsingin á sálarlífi og þroskaferli unglingsins Önnu Frank er gerð af ríkum mann- legum skilningi, í brjcsti hennar berjast óstýrilæti, ó- tamið fjör og innileg góð- semi, hún er gædd hugarflugi, skarpskyggn á aðra menn, býr yfir ríkri kímni; hún er Ijósið sem skin í myrkrinu. „Dagbók Önnu Frank“ orkar tæpast eins sterkt á hugi ís- lendinga og flestra annarra þjóða, við höfum sem betur fer hvorki kynnzt kynþátta- ofsóknum né morðæði nazista af eigin raun og lítum á at- burðina úr nokkrum fjarska; í annan stað munu þeir Gyð- ingar til sem ekki þola að sjá leikinn, minningarnar eru of nálægar, hryllilegar og sárar. Þvi ríkari ástæða er til að sýná dagbókiná hér á landi — það er æðsta hlut- verk allrar listar að vikka sjónhring þeirra sem njóta, opna augu þeirra, færa þeim nýja og dýra reynslu. Skóla- æskan reykviska á greiðan að- gang að leikhúsinu sem verð- ugt og sjálfsagt er, og það er heilög skylda framhalds- skólanna að sjá um að nem- endur þeirra sjái þennan leik, helzt allir með tölu. Það mun sízt ofmælt að sýn- ingin hafi hrifið leikgesti, hrært þá til htáturs og tára. Hún er minnisvert afrek Bald- vins Halldórssonar, hins unga og efnilega leikstjóra, og ber margt til. Sviðsetning hans er nákvæm og smekkvís í bezta lagi og þó vissulega ekkert áhlaupaverk: persónurnar eru allar samtímis inni á sviðinu og geta ekki flúið áhorfendur fremur en hvorar aðra; leik- stjórinn verður að hafa vak- andi auga á hverjum kima sviðsins, á athöfnum átta til tíu manns í einu. Ekki er minna vert um ágæta hlut- verkaskipan og næman skiln- ing á atburðum og innsta eðli leiksins, í meðförum leikenda eru persónumar eðlilegar og raunsannar, venjulegt lifandi fólk með kostum og g"llum. Leikstjórinn lætur gamanið njóta sín til hlítar og gerir heildarblæinn sízt þungbúna.ri en efni standa til, enda var oft og hjartanlega hlegið í salnum þrátt fyrir allt. í ann- an stað forðast hann æsing og ýkjur, leggur áherzlu á hljóðlátan og hðgværan leik; stundum hefði mátt stilla strengina hærra. -Sulturinn og skorturinn sem fólkið verður að þola undir lokin hefði mátt koma skýrar í ljós, og fyrir kemur að ekki heyrist nógu vel til sumra leikenda, en hér má ekki af neinu orði missa. Á milli atriða heyrist Anna lesa kafla úr dagbók- inni af segulbandi; lestur Kristbjargar Kjeld er skýr og viðfeldinn, en hljómar óþægi- lega í salnum og er ófullkom- inni tækni um að kenna. En þótt eitthvað megi að öllu finna er eitt víst: sýningin er leikhúsinu til mikils sóma og mun höfð í minnum. Betri samleikur og sniðfastari og Anna, K. Iíjeld; Pétur, Erlingur Gíslason. — Stjarna Davíðs rifin burt — fallegri hópsýning en Muster- isvígsluhátíðin er sjaldgæf á íslenzku sviði, þar birtist á innilegan og átakanlegan hátt hryggð og gleði þessa hund- elta fólks, von þess og kvíði, ofboð og ótti. Hið vandasama og við- kvæma hlutverk Önnu Frank, hetjunnar í leiknum, hefur oft og víða verið falið kornung- um og óþekktum leikkonum og hafa margar unnið fræga sigra. Við megum vera þakk- lát fyrir túlkun Kristbjargar Kjeld, á mælikvarða íslenzkr- ar leiklistar skipar hún rúm sitt með ótvíræðum heiðri. Við gleymum því að vísu sjaldn- ast að hún sé að leika, en hún leikur af skilningi, fjöri og einlægni, vinnur hugi allra sem á hlýða. Þótt hún sé fremur hávaxin og andlitið ekki barnslegt er hún eðlileg og sannfærandi í gervi þrettán ára stúlku, vöxturinn hæfilega gelgjulegur og látbragðið krakkalegt — hún berst um eins og fugl í búri, ærslafeng- in og stríðin, gáfuleg og bráðþroska, glaðlynd og góð eins og Anna á að vera, rödd- in skýr og bljómmikil, en ekki nógu sveigjanleg og þjálfuð enn sem komið er. Og íát- laust og innilega lýsir hún vaknandi ást og undrun hinnar fimmtán ára stúlku, óróa hennar og eftirvæntingu ; sá leikur gefur mikil fyrirheit. Kristbj 'rgu Kjeld verður at- hygli veitt eftir þetta, og gott til þess að vita er sviðinu bætist ung og efnileg leik- kona. Af öðrum leikendum kveður mest að Val Gíslasyni sem leikur valmennið Otto Frank föður Önnu af ríkum skiln- ingi, sannur og traustur í hverri raun. Hann er mildur og góðmannlegur, hógvær og látlaus í framgöngu, og þó myndugur eins og sæmir ætt- föður meðal Gyðinga, mikill mannasættir, talar trú og kjark í hjörð sína; og ágæta vel lýsir Valur þeim sífellda kvíða sem býr að baki hóg- værðar hans og stillingu. 1 lokaatriðinu er framsögn leik- arans ekki nógu greinileg, enda grípur þá klökkvi fyrir kverkar honum. Regína Þórð- ardóttir er einnig á réttum stað sem hin áhyggjufulla og hjartagóða móðir Önnu, leikur jafnan af hófsemi og miklum innileik, einföld og sönn mannlýsing. Margréti eldri systur Önnu leikur Bryndís Pétursdóttir og tekst vel að lýsa hlédrægni og ósérplægni hinnar laglegu, góðu og geð- þekku stúlku; skemmtilega ólík flestum þeim hlutverkum sem hún hefur áður túlkað. Vaan Daan og kona hans eru lítt geðfeld hjón og eiga þó líka meðaumkvun skilda, bæði eru í góðum höndum. Túlkun Ævars Kvarans er mjög greinargóð og skýr og á gervi og látbragð vel v:ð hæfi þessa sérgóða og sjálf- birgingslega, heimtufreka og ergilega manns, einhver bezti skapgerðarleikur Ævars fram til þessa. Leikur Ingu Þórðar- dóttur er dálítið misgóður og framsögnin ekki alltaf nógu skýr, en hún dregur upp hnittilega og litsterka mvnd hinnar hégómlegu og sjálf- hverfu konu, og lýsingin á erjum og illri sambúð þeirra hjóna er ljós og lifandi. Pétur son þeirra leikur nýliðinn Er- lingur Gíslason, og er í raun og veru fyrstu hlutverk hans, IJtlit og framkoma eru vel við hæfi, hann er vandræðalegur og feiminn, klaufalegur og málstirður eins óg þessi ungi piltur á að vera, og góður er samleikur þeirra Önnu. Fram- sögn Erlings er nokkuð í mol- | um sem vonlegt er, og afv\ þessum viðfelldna leik verður engu spáð um framtíð hins unga leikara. Jón Aðils er Dussel, hinn aldraði og taugasjúki tann- læknir, maður sérlundaður og mjög erfiður í sambúð, og lýsir ljóst og skemmtilega stöðugum barlómi hans, ergi og ótta, skýr mynd beizk- lyndis, innhverfs og bugaðs manns. Herdísi Þorvaldsdótt- ur og Guðmundi Pálssyni virð- ist auðvelt að lýsa góð- mennsku og mildi þeirra Miep og Kralers, vina og hjálpar- hellna hins ofsótta fólks. Sviðsmyndin er verk Loth- ars Grunds, traust, nákvæmt og vandað í alla staði, raun- sæ og trú lýsing hins ömur- lega umhverfis. Þýðing séra Sveins Víkings er rituð á vönduðu og viðfelldnu máli. Mjög innilegar og hlýjar voru viðtökur leikgesta, og óspart klappað fyrir hverju atriði. „Dagbók Önnu Frank“ er átakanlegur sjónleikur, þrung- inn djúpri mannlegri hlýju. Endir hans er hörmulegri en Framhald á 10. síðu. LciktjaHasýning í Sýningarsaliium Leiktjaldamálun hefur til- gang. Hún verður að taka allt í þjónustu sína og sameinar svo margt, að höfundar henn- ar þurfa að vera þúsundþjala- smiðir sem ekkert mega láta afskipalaust. Leiktjaldamálar- inn verður að kunna skil á fomöld og ný-öld, siðum og híbýlum, stúndum verður hann að sstyðjast við hugar- flug eitt saman, stundum vera algjörlega raunsær. Hann verður auk þess að hafa auga fyrir þeirri úð sem hver rit- höfundur skapar. Þar er margt sem leikur jöfnum þræði. I sýningarsalnum við Hver- isgötu fáum við að sjá frum- drög leiktjalda og búninga og er það ekki óskemmtileg sýn- ing. Enda þótt vér höfum séð margt í leikhúsi um dagana þá vitum við aldrei um það verk sem að baki liggur. 1 leikhúsi leggur svo margur maður hönd á verkið. Þeir Sigfús Halldórsson og Magnús Pálsson sýna verk sín í þetta sinn. Sigfús velur sér skrautleg viðfangsefni, sýnir hallir, tjöld á steppu, borg í báli, kastala. Merkasta Verk hans er líkan að kastala. Sigfús ætti að gefa sig meira að þessu starfi en verið hef- ur, hann fær margar góðar hugdettur. Mesta verk sýningarinnar er vafalaust líkanið að ,Come- dy of Errors', eftir Shake- speare, en það líkan hefur gert Magnús Pálsson. Þetta verk er létt og leikandi það mætti kalla tímalaust og allra tíma. Búningar hans eru gæddir einkennum persón- anna. Eins er magnaður Tenn- esee Williams-bragur að svið- inu að Glerdýrunum. Þessi listgrein er í ætt við félagslega list eins og allt sem að leikhúsi snýr. Þetta er fróðleg sýning og að mestu leyti fróðlegri leiklistarunn- endum en myndlistarunnend- um. D.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.