Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 6
 6) — Í>JÓÐVILJINN — Fðstudagur 21. marz 1958 Þjóðviliinn Útííefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — RitstJórar M^gnús Kjartansson, Sigurður Ouðmundsson (áb.). — FréttaritstJóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Ouðmundur Viefússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ól&fsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- emlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. íhaldið og efnahagsmálin orgunblaöið fullyrðir í for- ustugrein í gær að stöðv- unarstefnan ieiði til stöðvun- ar og atvinnuleysis og ber fyr- ir sig ummæli Tímans. Hvað sem annars má segja um stað- hæfingu blaðsins er það at- hygiisvert að Tíminn verður biblía Sjálfstæðisflokksins um leið og hann kveður nógu skýrt upp úr með það, að gengislækkunin færi þjóðinni blessun og velgengni og sé hið eina sáluhjálplega í efnahags- málunum. Þótt Morgunblaðinu og Sokki þess hafi reynzt tregt tungu að hræra um eigin úr- ræði í efnahagsmálunum get- ur þetta málgagn auðmann- anna og braskaranna ekki orða bundizt af hrifningu þegar hin leynda hugsjón þeirra hlýtur stuðning úr annarri átt. Rétt er að athuga nánar þessa fullyrðingu Morgun- blaðsins sem það kveðst byggja á kenningu Tímans. Mætti þá Morgunblaðið í fyrsta lagi minnast þess, að við lok stjóm- artímdbils Ólafs Thórs var öll framleiðsla landsmanna á barmi gjaldþrots og algerrar stöðvunar. Margar atvinnu- greinar höfðu stöðvast hvað eftir annað vegna vanrækslu og úrræðaleysis stjórnarvald- anna og miklum verðmætum var varpað á glæ. Þannig var útkoman og viðskjlnaðurinn eftir þá stjórnarstefnu sem hafði veröbólguna og kollsteyp- urnar að leiðarljósi, Stöðvunarstefnan, sem núver- andi ríkisstjóm hefur íylgt í verðlagsmálum, hefur gefizt ólíkt betur en verð- bólgukapphlaup Ólafs Thors og félaga hans. Hún hefur tryggt óslitinn rekstur atvinnutækj- anna og forðað þjóðinni um leið frá stórfelldri gengislækk- un Og kjaraskerðingu sem á- reiðanlega hefði dunið yfir að óbreyttri ríkisstjórn og stjórn- arsíefnu. Gróði milliliðanna hefur verið skertur og víðtæk- ar ráðstafanir gerðar til að halda verðlaginu í skefjum. Árangurinn kemur m. a. fram í því að í stjómartíð núver- andi ríkisstjómar hefur vísi- talan ekki hækkað nema um 5 stig, en hoppaði upp um 25 stig síðustu 15 mánuðina sem Ólafur Thórs hékk úrræðalaus •við stýri þjóðarskútunnar. Staðhæfingar gengislækkunar- manna um að stöðvunar- stefnan hafi í för með sér „stöðvun og atvinnuleysi“ falla ómerkar um sjálfar sig. Stöð- ugar Og vaxandi framkvæmdir og yfirspenntur vinnumarkað- ur eru þvert á móti eitt megin- einkenni þess tíma sem nú- verandi ríkisstjórn hefur setið að vöidum og stöðvunarstefn- unni hefur verið fylgt. Má vafalaust um það deila hvort fjárfestingarspennan hafi ekki ofreynt efnahagskerfið en hún hefur þó haft þann kost í för með sér að mikil atvinna hefur verið í landinu og vinnandi fólk ekkj haft af því ástandi að segja sem yfir dundi skömmu eftir gengislækkun í- haldsstjórnarinnar 1950, þegar mörg hundruð verkamanna og iðnaðarmanna gengu mánuðum saman atvinnulausir í Reykja- vík. Stöðvunarstefnan hefur þvi sizt af öllu unnið sér til ó- helgi. Þvert á móti hefur hún sannað yfirburði sína og gagn- semi. Hitt er svo annað mál að hún er ekki einhlit til fram- búðar, heldur þarf að leggja aðaláherzlu á að auka fram- leiðsluna og skapa meiri gjald- eyristekjpr þjóðarbúinu ; til handa. Það er yfirlýs.t stefna núverandi ríkisstjórnar að vinna þetta verk. Hefur verið ósleitilega að því unnið að auka bátaflotaain og aíkastamögu- leika frystihúsanna, og verið er að hrindá togarákaúpunum í framkvæmd í samræmi við stefnuýfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. Á þessari bráut þarf að halda áfram til þess að tryggja -heilbrigt og þróttmikið efnahagskerfi og halda uppi þeim lífskjörum sem við búum við. að er rétt fyrir almenning að veita því athygli að postular uppgjafarinnar, tals- menn gengislækkuiiarleiðarinn- ar, fást aldrei til að skýra nán- ar hvað fyrir þeim vakir eða hvað boðskapur þeirra hefur að færa þjóðinni í framkvæmd. Þeir sem mæla með s’töðvunar- leiðinni í verðlagsmálum og benda á nauðsyn þess að efla framleiðsluna eru óhræddir að leggja rökin á borðið. Skal því þó sizt haldið fram að stöðv- unarstefnan sé auðveld eða gallalaus, þótt Tíminn reyni að halda því fram að slík sé af- staða Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins. Hitt er auðsætt að þessi leið hefur bjargað frá miklum áföllum og verndað lífskjör fólksins í algerri mót- sögn við reynsluna aí gengis- lækkuninni 1950 og verðbóigu- þróuninni og kollsteypunum á stjórnarárum Ólafs Thórs. að er svo ekki nema til að brosa að þegar íhaldið er að tala um „pólitískt gjaldþrot“ vinstri stjórnarinnar og að hún standi „algerlega ráðþrota". Gæti farið svo að Morgun- blaðið hlakkaði full snemma. En óneitanlega fara slíkar á- sakánir og fullyrðingar illa í múnni þeirra sem engin ráð kunnu sjálfir nema að velta yfir á herðar almennings ýmist DagsbrúnarverkamaSur skrifar: Er ríkisstjórnin feig? Gengislækkun Fyrir nokkrum dögum hitti ég bónda, sem hafði verið á fundi í miðstjóm Framsóknar- flokksins. Bóndi þessi reyndi að sannfæra mig um það, að gengislækkunarleiðin væri mjög æskileg lausn á núver- andi vandamálum í efnahags- lífinu. En það sem bóndi þessi sagði mér um gengislækkunina var í raun og veru ekki annað en bölvuð lygin úr honum Villa Þór, margþvæld og end- urtekin. Auðvaldsöflin í Framsókn eru í samvirmu við íhaldið, að reyna að splundra ríkisstjóm- inni. Það er grundvallarmark- miðið. Hinn hræðilegi ótti En hvers vegna eru íhalds- öflin svona skelfilega hrædd. Orsakir óttans eru augljósar. Vinstri mönnum í vinstri flokkunum hefur tekizt að vinna þrekvirki. Þessari vinstri stjórn hefur tekizt svo vel að bæta fyrir það tjón, sem fyrr- verandi ríkisstjómir höfðu skapað á þeim átta árum, sem þær voru við völd, að nú þeg- ar er hægt að sjá fyrir endann á allri óreiðunni. Svo vel hef- ur tekizt á þessum stutta tíma, sem núverandi ríkisstjóm hef- ur verið við völd, að það ætti að vera tímabært fyrir verka- menn í almennri vinnu að segja upp samningum til þess að fá einhverja lagfæringu á núverandi kaupgjaldi án þess að efnahagskerfið bíði tjón á því. Þvert á móti ætti leiðrétt- ing á kaupgjaldi verkamanna að hafa örfandi áhrif á fram- leiðsluna ef skynsamlega er á haldið. á vonandi eftir að færast í ennþá betra horf. Eg sé ekki eftir því að hafa stutt þessa ríkisstjóm í baráttu hennar á móti dýrtíöinni. Þvert á móti. Eg hef aldrei verið eins bjart- sýnn á nokkra ríkisstjórn eins og þessa sem nú situr við völd. Um stóreignaskatt og íbúðir Morgunblaðið heldur áfram að skapa ótta meðal kjósenda. Ög það gagnrýnir stjórnina án þess að benda á nokkra leið út úr þeim ógöngum sem það þykist sjá. Það lýgur um stór- eignaskatt. Auðtrúa fólk, sem hefur eignazt þak yfir höfuðið trúir því að ríkisstjórnin muni taka eignjrnar af því aftur. Engin ríkisstjóm hefur hins- vegar hjálpað fólki eins mikið til þess að halda sínum eign- um og núverartdi ríkisstjórn. Og áætlanir í húsnæðismálum hafa aldrei verið glæsilegri en nú. Aftur á móti vinnur þessi ríkisstjóm á móti því, að eign- ir og auður safnist fyrir á fáar hendur. Aí þeim ástæðum lýg- ur Mogginn. Lygin í Moggan- um er búin til fyrir hina ríku og spilltu. Hinir ríku og spilltu eru eigendur Moggans. Trúið ekki Mogganum þegar hann ræðir efnahagsmál. Um ótta og íbúðir Það er margt að hræðast nú á dögum. Það er hægt að fá lán erlendis með mjög lágum vöxt- um og án allra pólitiskra skil- yrða, lán, sem má greiðast með fiski. Fyrir þjóð, sem er að leggja grunn að nútíma at- vinnulífl margborgar sig að taka slík lán. Það lét-tir undir og flýtir fyrir viðreisninni. Ef þessi lán yrðu fengin væri hægt að lækka allan byggingar- kosMinað stórlega; hver fjöl- skylda í landmu með venju- legar tekjur gæti reist sér hús eða eignast íbúð án þess- að bíða tjón á sálu sinni eða eyðileggja heilsu sína eins og margir hafa gert, sem eru að brjótast í því að byggja af litlum efnum. Vegna þessará möguleika hefur íhaldið sent Villa Þór út af örkinni til þess að splundra ríkisstjórninni. íhaldið er viti sínu fjær út af þeim miklu möguleikum, sem núverandi ríkisstjórn er að skapa öllu vinnandi fólki í lándinu. íhaldið veit, að þrátt fyrír allt hefur ríkisstjórnin farið vel af stað. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á þessari braut í náinni framtið þýðir það dauðadóm yfir öllum bröskur- um. Bændur í Framsókn ættu að vara sig á pólitískum hræsnur- um á borð við Villa Þór. Sá flokkur, sem svíkur þessa rík- isstjórn tapar flestum atkvæð- um við næstu alþingiskosning- ar. Hvað þýðir gengislækkun? Umræddur bóndi hélt því fram, að það -yrði betra að selja umframframleiðslu land- búnaðarvaranna á erlendum markaði, ef gengið yrði lækk- að. í fyrsta lagi er þetta röng túlkun á eðli gengislækkunar. Og sennilega -hefur ei.nhver pólitískur hræsnari eða ein- Framhald á’ 11. síðu. Aðalfundur Iðju Hlutdeild í ríkisstjórn Áður fyrr, þegar vinnustétt- irnar áttu ekki neina hlutdeild í ríkisstjóminni kom auðvitað ekki til greina að verkamenn gæfu eftir í kaupgjaldsbarátt- unni af þeirri einföldu ástæðu, að þá voru ríkisstjómirnar fyrst og frems't ríkisstjórnir hinna ríku. Hinir ríku voru látnir sleppa, en verkamönnum og millistéttum var látið blæða. Þeim ríku var hlíft. Auk þess var ekkert hugsað um viðrejsn útflutningsframleiðslunnar, en hún er sá grundvöllur sem okkar menningarlíf er reist á. En nú er þetta að breytast og afleiðingum óstjórnar sinnar með gengislækkun, bátagjald- eyri eða síhækkandi álögum. Og ekki hefur íhaldinu farið fram í stjómarandstöðunni því samkvæmt játningu Morgun- blaðsins hefur það ekki annað að bjóða en stuðning við þá lækkun krónunnar sem aftur- haldið í Framsókn hefur gert að trúarjátningu í efnahags- málunum. Morgunblaðið í fyrradag gerir aðalfund Iðju að um- talsefni en er þó ekki margort um hann, sem tæpast var von. Reikningar félagsins afhjúp- uðu vægðarlaust slóðaskap og getuleysi skjólstæðinga Morg- unblaðsins, sem ætluðu að bjarga fjármálum félagsins úr höndum fyrrverandi félags- stjómar. Árangurinn af þessu björgunarstarfi þeirra varð svo sá, að tekjuafgangur fé- lagsins s.l. ár; varð aðeins rúmar 23 þúsundir en var árið áður rúmlega 141 þús- und krónur. Afkoman er lakari, sem nemur á annað hundrað þúsund krónum, verra gat það naumast orðið. Kemur hér tvennt til, léleg innheimta og mikil eyðsla. Ekki er um það að ræða að meðlimum félagsins hafi fækkað á árinu því þeir hafa aldrei verið fleiri en var nú við nýafstaðnar stjómarkosn- ingar. Ekki var gert ráð fyrir neinu framlagi í Fræðslu- og vinnudeilusjóð, því ef svo hefði verið hefði árið komið út með reksturshalla. En fundur- inn samþykkti að leggja 20 þúsundir i sjóðinn, og er það miklum mun minna en vandi hefur verið uHdánfarið." Þá samþykkti fundurinn einnig að árgjald skyldi vera óbreytt, og að 20% af því rynni í Fræðslu og vinnudeilusjóð. Tillaga kom fram á fundin- um um lagabreytingu, ' sem miðaði að því að hindra að félagsmenn fengju kosninga- rétt og kjörgengi til trúnaðar- starfa, fyrr en þeir hefðu greitt að minnsta kosti hálft Nokkrar umræður urðu um kjörskrá félagsins við nýaf- staðnar stjómarkosningar og sætti félagsstjóm híjög liarðri gagnrýni fyrir frágang hennar. Óvenjumargir fundarmenn tóku til máls og fannst flest- um frammislaða stjóraarinp- ar gæti naumast. aumari verið eftir allt þeirra geip um fjár- reiður félagsins á undanföm- um árum. Björn Bjaraason. árgjald, auk skírteinis, til fé- ÞV1 lagsins. Þessari tillögu vár frestað til næsta fundar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.