Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 7
-. .^p .^'östudaguiv 23,.I mai^.1958 r-„ (7 Bygging íbúðarhúsa hefur óneitanleg tekið . miklum fraínförum hin síðustu ár. Þó skortir enn mjög á það að einangrun, eða skjólgerð húsanna fullnægi þeim kröf- um, sem hér á okkar kalda landi ætti að gera. Veggi ætti að gera tvöfalt skjól- betri en nú tíðkazt. Á Norð- urlandi hafa tvöfaldir gluggar tíðkazt almennt í tvo áratugi. Hér í Reykjavík er þessi þró- un á byrjunarstigi. Mestur hluti gamla bæjarins mun vera með einföldum gluggum, sá 'hlutinn sem hitaður er með vatni hitaveitunnar. Menn gera sér enn ekki fulla grein fyrir þýðingu þess að glugg- ar séu tvöfaldir, og þó sér í lagi, þýðingu þess, þar sem hús eru hituð með hitaveitu. Talið er, að við tvöföldun glugga minnki hitaþörf húsa um 20-25%. Þar sem jarðhiti er notaður kemur auk þess til viðbótar stóraukin nýting vatnshitans. Þegar hægt er að komast af með lægra hitastig ofna verður hiti afrennslis- vatnsins þar af leiðandi lægri. Þá nýtast fleiri hitaeiningar úr hverri rúmeiningu vatnsins. Árangurinn getur svo orðið sá, að þrem húsum mundi nægja það vatnsmagn, sem tvö hús nota hegar gluggarn- ir eru einfaldir. Með öðrum orðum: Með tvöföldun glugga mætti auka nýtingu heita vatnsins um ca. 50%. Vatnsmagn hað, sem hita- veita Revkjavíkur hefur þeg- ar virkiað mun vera milli 350-400 1/sek. Er þá með tal- ið það vatn sem nú síðast hefur fengizt með borunum í bæjarlandinu. Þegar Höfða- veitan og Hlíðarveitan hafa verið teknar í notkun mun allt að 40 þúsund manns hafa fengið afnot hitaveitu 1 lok þessa árs mun íbúatala Re.vkjavíkur nálgast 70 þús- undir og verða þá um 30 þúsund manns, sem enn hafa ekki afnot hitaveitunnar. Þrjár leiðir koma til greina þegar um er að ræða fram- haldsvirkjun hitaveitunnar, svo að hún geti fullnægt hit- unarþ^rf Reykiavíkurbyggðar. 1. Áframhaldandi boranir í bæjarlandinu. Má eflaust vænta mikils árangurs af þeim og um þessa leið verður enginn, ágreiningur. Þó þvrfti að bæta borakost hitaveitunn- ar. hvi allir lvennar borar eru orðuir gamlir og eru sein- virkir. 2. Virkjun jarðhitans í Krisuvík. Sú virkjun liefur meðal annars þann kost að þá skapast möguleikar tít hita.veituiirk.junar fyrir Hafn- art jörð og Kópavog um leið. En aðeins virkjun á staðnuni, (Krísu\*ík) svo og leiðslur og cnnur mannvirki til ]>ess að leiða vatnið að innanbæjar- <1 reifingarkerfum, mun verða mjög kostnaðarsöm, skiptír sjálfsagt mörgum tugum milljóna. Þar af verður veru- legur hlntí g.ialdeyriskostimð- nr. Miðað við þau miklu verð- mæti sem sparast í eldsneytís- kaupum, mundi þetta ]>ó ef- laust >*erða allgott fjárhags- fyrirtæki, bæði fyrir einstak- linga og þjóðfélagið í heild. 3. Fnllkomnari nvting þess vetnshita, sem þegar er virkiaðnr. Kjörorð nútíma- tækni «r, sem fullkomnust Halldór Kaildórs^on, arkitekt: Tvöíöldun glugga og Hitaveita Reykjavíkur nýtíng allra möguleáka, Hér getur verið um fleiri atriði að ræða. EStt þeirra er vara- kynding til að mæta aukinni hitaþörf köldustu dagana. Þessi leið stuðlar að aukinni nýtingu sumarvatnsins, sem leiðir af því að fleiri geta orðið aðnjótandi hitaveitu. Þessi leið hefnr verið farin hér að litlu leyti undaníar- in ár og með Hlíðarveitunni og stækkun gufukatlanna í EUiðaárstiðinni, verður geng- ið lengra inn á þessa braut varakjTidingar. Annað er að setja „termostat'* (hitastílli) á útreimslisvatnið frá hitnnar- kerfum húsanna. Það mundi draga mjög úr reksturstrufl- unum hitaveitunnar sem menn þekkja tilfinnanlega af reynslu, og spara vatn henn- ar. Þriðja atriðið, og það sem er tilefni þessa greinarkoms, er það að gluggar húsanna yrðu tvöfaldir, auðvitað í þeim hluta þeirra, þar sem hitun- ar er þörf. Eftirtalin atriði mætti telja þessari virkjunar- leið til gildis: a) Tvöföldun glugganna samsvarar nýrri virkjun hitaveitunnar nrn allt að Hér eru verkainenn að grafa fyrir nýrri leiðslu á mörkum Skúlagötu og Hátúns, en þar eru hai'nar tálsverðar fram- kvæmdir, m.a. borun eftir heitu vatiii, — (Ljósm. Þjóðviljinn). Halldór Halldórsson 175-200 l'/sek. b) Aðferðin eykur gildi varakyndingar, þar sem meðalhitastíg ofna lækkar þá. verulega, bilið breikk- ar frá hitastigi ofnanna. að efstu hitamörkum sem vatnið getur borið. c) Með þessari virkjunarleið næst ca, 50% aukin nýt- ing þess fjármagns sem bundið er í kostnaði af jarðborunum og öðruin mannvirkjum, sem leiðn. vatnið að dreifmgarkeríi bæjarins. d) Tvöiföldun glugganna. sparar þriðjung hitaveitu- vatnsins og lækkar þar með sjálfan hitunarkostn- aCmnn. Binnip* sparast á viðhaídi s.iáifra glugg- anna, Alger tvöföldnn giugganna í Kevkjavik oonar mögnleika til þess að allt að 20 búsund manna bvggð til viðbótar fengí afnot ]>ess wtns- að. Áætia má að við heð magns, sem þegar er virkj- sparist í eldsneytiskaup- imi 12-15 milljónir króna á ári, af því næmi gjald- eyrissparnaður 6,6-8,2 milljónir króna. Mætti þó á það minna að gjaldeyr- issparnaður er meira virði en samsvarandi gjaldeyr- isöflun. Hversu mikið fé mundi alls- herjar tvöföldun glugga í Reykjavik kosta? Það er nú þegar fengin^ nokkur reynsla fyrir því að með góðum árangri má gera glugga tvöfalda með því að setja hlífðargler utan yfir það gler, sem fyrir er í glugg- unum. Glerfalsið er yfirleitt 1“ djúpt. Á milli glerjanna er settur ca. 6 mm trélisti og svo utan á ytra glerið grannur fals- listi. Að neðan og ofan eru gerðar loftraufir undir fals- listann, þannig að útiloftið nái til að endurnýjast á milli rúðanna. Þetta heldur rúðun- um móðufríum. Þessi aðferð kostar mikla vinnu og þó mis- munandi eftir stærð rúðanna. Smárúðuglugginn er alltaf mun dýrari en sá sem er með stærri rúðum. Sennilega mun mega áætla að þessi aðferð kosti að meðaltali ca. 300 kr. á m’, þar af eru efniskaup, gler, kítti og trélistar vart meira en 25%, eða sem svar- aði 75 kr/m!. Af efniskaupum er svo gjaldeyriskostnaður vart meiri en ca, 20 kr/ms. Hin síðari árin hefur nokk- uð verið að því pert að byggja hús me.ð tv"földum gluggum. Hefur þá oftast verið keypt tvöfalt gler erlendis frá og mun það með ísetninfrti várt kosta minna að meðaltali en 800 kr/m2. Þar af mun hluti gjaldevriskaupa nema marsr- faldri þeirri upnhæð sem áð- ur var nefnd. Nú mun fjö'di íbúða í Revkíavík nokkuð \’fir 15 þúsund. Gerum ráð fyrir að þar af séu 3000 íbúðir þeg- ar með tvöföldum gluggum. Meðalstærð glugga í íbúðum mætti áætla ca. 10 m3. Sam- kvæmt því mundi kosta ca. 3.000,— kr. á ibúð að tvö- falda gluggana, eða alls 12.000 x 3.000 = 36 milljónir króna að franakvæma þessa virkjun. Gjaldeyriskostnaður- inn væri hins vegar ekki nema ca. 2,4 milljónir króna. Hinn hlutinn er vinnukostnað- ur, verzlunarálagning og toll- ar af efniskaupum. Þessa vinnu gætu margir húseigend- ur framkvæmt sér að kostn- aðarlitlu. Gjaldeyriskostnaður- inn er þannig aðeins ca. þriðjungur þess, sem spara mætti á ári í eldneytiskaúpum með betri nýtingu vatnsins. Eins hefur mér verið bent á, að unnt væri að ná líkum árangri á mun ódýrari hátt, en hér hefur verið rætt um, með því að setja plastþynnur innan á gluggana, þannig að !’w.*vn væ~’- m!1li þynnunnar og giurrgaglersins. Væri það vissulega þess vert að þetta væri athugað og gerðar með' það tilraunir. Ef þessi aðferð gæfi góða raun verður kostn- aðurinn aðeins lítið brot af því sem hér var nef.nt um tvöföldun glugganna með gleri. ‘ ' Það hefur lengi verið skoð- un mín að með betri hagnýt- ingu vatnshitans séu m"gu- leikar á að fullnægja hitunar- þörf Reykjavíkurbyggðar með því vatni sem þegar er til- tækt og að það sé hagkvæm- asta og ódýrasta virkjunarað- ferðin. Það má segja að tvÖ- földun glugganna vinnist á ör- fáum árum í lægri hitunar- kostnaði og sé þá að vissu leyti ekki stofnkostnaður hitaveitunnar. Hinn hlutinn, stækkun innanbæjarkerfisins, eykur stórlega afnot þess vatns, sem nú er ónotað að sumrinu. Auk þess er hita- veitan nú rekin með mjög góð- um hagnaði, sem að sjálf- sögðu á að notást til fram- haldsvirkjunar, í þessu tilfelli til stækkunar innanbæjarkerf- isins. Halldór Halldórsson arkitekt. Kveðjuorð Guðrun Magnúsdóttir Sverrir Sverrisson Þann 18. marz voru til grafar borin hjónin Guðrún Magnúsdóttir og Sverrir Sverrisson húsasmiðameistari að Ránargötu 44 liér í bæ. Sverrir andaðist eftir stutta legu á Landakotsspít- ala 7. marz, en hafði legið rúmfastur heima um mánað- ar skeið. Guðrún varð bráð- kvödd á heimili sínn 12. sama mánaðar. Degi áður er jarð- arför eiginmánnsins átti að fara fram. Það mun hafa verið í des- embermánuði árið 1931, sem leið mín lá í fýrsta skipti að Ránargötu 44 til hjónanna þar. Sú hjartahlýja sem ó- framfæmum námspiltinum var sýnd, er ennþá greipt mér fast í minni. Síðan átti leið mín og fjöl- skyldu minnar eftir að liggja þangað á hverju ári, og nú síðast í október s.l. Vart datt mér þá í hug að það væri í síðasta skiptið, sem ég hitti hina góðu vini mína að máli og nyti ánægju- stunda með þeim sem svo oft áður. Þegar andlátsfrétt Sverris barst á heimili mitt 7'. marz og Guðrúnar fimm dögum síð- ar, var söknuðurinn sár. Við áttum bágt með að trúa þvi að þau væru horfin svo skyndilega. Sárastur er harm- ur kveðinn börnunum þrem- ur, sem missa ástríka foreldra skyndilega. En örugg trúar- vissa mun veita þeim styi’k til að horfast í augu við hinn dapra veruleika. Sverrir Sverrisson var, fædd- ur að Sólheimum í Mýrdal 7. nóv. 1884, sonur hjónanna Elsu Einarsdóttur og ; Sverris Magnússonar bónda þar. Dvaldi hann heima í fööur- garði fram yfir tvítugsaldur, en fluttist þá til Vestmanna- eyja. Stundaði þar sjó- mennsku og trésmíðar og átti einnig í útgerð, sem var hátt- ur atgerfismanna í þann tíð í Eyjum, þótt þeir stunduðu önnur störf sem aðalatvinnu. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.