Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1958, Blaðsíða 9
ÞJÓRVILJINN — Föstudagur 21. marz 1958 — (9 % ÍÞRÓTTIR HrrSTjóRl; FRlMANN HELCASON Landsf lobkaglíman: en ekki slæm glíma maður. Þór.arinn Öíjörð sýndi einnig : íjölbreytni og tölúverða kunnáttu. :Jón Helgason seni vár þriðji' í þessúm' drengjaflókki varð langvinsælásti glímurnáður glímunnar. Hann var langminnst- ur og hafði þó tvo fellda er glímu lauk. Hann var ekki smeikur við að losa sig frá gólf- inu í glírnum sínum, og var stundum fulimikið' að gert, því jafnvægi þarf" ííka að vera i vörn og sókn. Dómarar sluppu nokkuð vel i glímu þessari, enda mun þetta 1 einhver auðdæmdasta glíma sem í MATÍNN^j^Jg^.. Glímumenn héldu uppteknum , hætti á mótinu að koma of seint 'til glímunnar. Voru liðnar 17 mín. framyfir auglýstan tíma og máttu áhorfendur bíða möglun- arlaust. Ekki er það samt til þess að örfa þá til að korna og horfa ó glímur, og ekki ber þetta vott um mikinn áhuga fyr- ir glímunni. Bað forseti íþrótta- sambands íslands afsökunar á þessari framkomu glímumanna er hann setti glímumótið. Ben G. Waage gat þess m. a. í ræðu sinni að árið 1958 væri merkisár í sögu glímunnar. Á þessu ári ætti íþróttaskóli Sig- urðar Greipssonar 30 ára af- mæli, en sá skóli hefði ætíð lagt mikla rækt við íslenzku glírn- una. Skjaldarglíman varð 50 ára í vetur og á þessu óri er Glímu- félagið Ármann 70 ára. Margir láta sig iitlu skipta framgang glímunnar, sagði for- setinn, menn eru ekki sammála um það hvað gera skuli, en það er þó ekki sízt að gefa út Glímu- bókina endurskoðaða til þess að ungir menn geti kynnzt glím- unni. Ekki verður sagt að flokka- glíma þessi hafi verið tilþrifa- mikil og glæsileiki , hafi oft komið fram. Samt ber því að fagna að glíma var ekki ljót og níð kom várla fyrir í keppninni, og er það skemmtilegt að sjá og ætti að lofa göðu. Það gefur hka fyrirheit um betri framtíð glímunnar að óvenjumargir stóðu betur að glímum sínum en mað- ur hefur átt að venjast. Og enn eitt sem gleður þá sem glímu unna að það voru sérstaklega yngri mennirnir, drengirnir, sem stóðu vel að glímunni, og reyndu að misþyrma henni ekki með boli og „reiptogi". Marga dreng- ina vantaði meiri kunnáttu i glímuíþróttinni, brögð og varnir, en það ætti að koma með tíni- anum. Því miður voru þeir ekki í nógu góðri æfingu og það þótt tekið sé tillit til þess að þeir eru ungir, og því ekki um harð- þjálfun að ræða. Manni virtist sem það væri einlægur ásetningur næstum allra glimumanna að standa vel að glímum sínum, og það vai sama á livaða hæfnisstigi menn voru það var ráðandi í öllum fimm flokkunum. Það voru aðeins tveir menn í glímunni sem sýndu henni ekki fulla virðingu sína og stóðu illa að fangbrögðum sínum en það voru þeir sigurvegararnir í öðr- um og þriðja flokki: Hilmar Bjarnason og Reynir Bjarnason. Hilmar kíínn svo mikið í glímuíþróttinni og hefur svo mikla reynslu að hann þarf ekki að sýna þessa hlið, og svo ógæt- ur glímumaður hefði ekki þurft að grípa til þessara ráða til að ná sigri í flokknum, en það er líka hans eina afsökun. Hann felldi menn yfirleitt á hreinum brögðum en sjálf glímustaðan var móðgun við hina íslenzku glímu, en þó raunar ekkert verri en fjöldi manna hafa sýnt á undanförnum glímumótum. Reynir afiur á móti sýnir svo nikinn bægslagang að það tekur allan glímusvip af og staðan minnir fremur á sviftingar en eolilegan stíganda og leit. að brögöum. Ekki verður annað sagt en að þátttakan hafi verið mjög lítil, i þrem flokkunum voru aðeins 3 menn í hverjum og í tveim voru 5 í hvorum. Miðað við að hér -er um að ræða landsglímu er þetta ákaf- lega fámennt, það eru aðeins til þrír menn í þrjá flokka, eða að- eins í verðlaunasætin. Það er ekki efnilegt. Af þeim 21 sem glímdu í öll- um flokkum átti U. M. F. R. 11, 5, voru frá Ármanni, 2 frá Sam- hyggð og einn frá Umf. Eyfell- ingi. í þyngsta' flokki yar það Ár- mann J. Lárusson sem vann og veittist honum það létt. Ármann er orðinn einn allra bez'ti glímumaður sem við liöfum átt í fjölda ára, og í þessum glímum sýndi hann léttleik og bragða- leikni mikla. í öðrum flokki ghmdi Sigmundur Ámundason bezt, hann er í framför og er að þroskast og vaxa að orku. Ólaf- ur Eyjólfsson frá Eyjafjöllum var tiltölulega ekki eins sigur- sæll og í Skjaldarglímunni, en hann stóð betur að glímunni nú. í drengjaflokki 16—19 ára sýndi Sigurður G. Bogason bez't tilþrif og er efni í glímumann sem getur látið að sér kveða ef hann æfir og þjálfar sig. í yngri drengjaflokknum voru það drengirnir tveir frá Sam- hygð sem glímdu bezt og voru í beztri þjálfun. Sigurður Stein- dórsson er vafalaust gott glimu- mannsefni ef hann æfir, enda hér hefur farið fram í fjölda ára, því eins og fyrr sagði stóðu menn betur að glímum en mað- ur á að venjast. Fyrst maður er farinn tala um dómarana þá er bezt að vekja enn éinu sinni máls ó því hvenær þeir ætla að fara að setja meiri svip á starf sitt með því að fara úr svörtu grjóthörðu skónum sem lamið er í trégólfið, og láta á sig t. d. ljósa leikfimisskó. Og hvenær fara þeir úr véizlufötunum og klæðast búningi sem er í sam- ræmi við það sem er að fara fram. Hvergi í víðri veröld munu dómarar koma svona fil leiks eins og dómarar á glímu- mótum gera, þeir eru sannarlega ekki til að „punta“ upp á, hvað snertir ytra form þessa þjóðlega og skenmitilega leiks. Forseti ÍSÍ Ben G. Waage af- henti verðlaun að lokinni glím- unni. Þakkaði áhorfendum kom- una og einnig þeim 6 þingmönn- um sem höfðu tíma til að vera viðstaddir, en meðal þeirra var Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra. Og svo mætti að lokum taka \mdir orð forseta 'ÍSÍ um út- gáfu Glímubókarinnar, og spyrja: Hvenær skyldi Glímu- bókarnefndin skila af sér? Fyrirspurn íþróttamaður hefur komið til Iþróttasíðunnar og spurzt fyj-ir um það hvaða reglur gildi um met í maraþonhlaupi, og hvort met séu staðfest á sama hátt og önnur met í frjálsum iþróttum, og hann spyr ennfremur hvort árangur Hafsteins Sveinssonar er hann hljóp af Kambabrún hafi verið staðfest sem met. Er fyrirspurnum þessum komið hér með á framfæri við stjórn Frjálsiþróttaspmbands íslands sem hins rétta aðila að svara þessum spurningum, og væntir tMELGARINNÁR,sÍííi Nýtt dilkakjöt, Hangikjöt, Nautakjöt í buff og gúllash, Niðurskorið álegg. Kjötbúðir Skólavörðustíg 12, — Sími 1-12-45, Barmahlíð 4, — Sími 1-57-50, Langholtsvegi 136, — Sími 3-27-15, Borgarholtsbraut, — Sími 1-92-12, Vesturgötu 15, — Sími 1-47-69, Þverveg 2, — Sími 1-12-46, Vegamótum, — Sími 1-56-64, Fálkagötu, — Sími 1-48-61. ’ gliman í blóð borin, en faðir ! Iþróttasíðan að fá svar við tæki- | hans var landskunnur glimu- færi. SgieiinaBidi keppni á Islaiids- itiéÉiitit i körfukiiaÉtleik Nú standa leikar svo, að 3 fé- lög eru jöfn og efst, ÍS, ÍKF og KFR(a) með 6 stig. Næst kemur ÍR með 4 stig en einum leik færra. Þannig að 4 félög hafa möguleika á að vinna íslands- meistarátitilinn og aðeins 3 leik- ir eru eftir. Þessi félög hafa öll tapað einum leik, ÍR vann ÍKF en tapaði fyrir KFR(a); ÍS vann KFR(a) en tapaði fyrir ÍKF. Af þessum liðum eiga IKF og KFR(a) eftir að mætast og svo ÍR og ÍS og ennfremur á 1R eftir að keppa við KFR(b). Verði 2 eða fleiri félög jöfn að stigum vinnur það sem hefur bezt hlutfall milli settra og fenginna karfa og stendur IKF bezt nú. í kvöld (föstud.) kl. 8.00 held- ur keppnin áfram að Háloga- landi og leika þá fyrst ÍKF óg KFR(a) og má búast við mjög spennandi leik, enda getur hann ráðið úrslitum eins og að fram- an getur. Seinni leikurinn verð- ur á milli ÍR og KFR(b) og má vænta þess að ÍR-ingar sæki -þann leik fast til þess að reyna að bæta körfuhlutfall sitt, en b-lið KFR hefur hins vegar sýnt mikla framför í mótinu eins og hinn ágæti sigur yfir KR ber vitni um. fSE3m\ Hlíðarvegi 19, Kópavogi. ALLT I MATINN Gjörið svo vel að líta inn SS Kjötbuð Vesturbæjar Bræðraborgarstíg 43 Sími 14-879 TRIPPAKJÖT, reykt — saltað og nýtt Svið — Bjúgu Létt saltað kjöt Verzlunin Hamraborg Hafnarfirði Sími 5-07-10. Nýreykt hangikjöt, Alikálfasteik, snittur, nautakjöt í buff, gúllasch og hakk. Búrfell, Skjaldborg við Skúlagötu Sími 1-97-50. IIÚSMÆÐLR gerið matarinnkaupin hjá okkur Kaupféiag Kúpavogs Álfhólsvegi 32 Sími 1-96-45 Borðið ódýran hádegisverð og kvöldverð í fallegu umhverfi Miðgarðiir, Þórsgötu 1. NIÐURSUÐU VÖRUR Sími 15300 Ægisgötu 4 Gluggahengsli Stormjárn Bréíalokur Fatasnagar Klæðaskáparör krómuð M.s Gullfoss fer frá Hafnai’firði föstudag- inn 21. þ.m. kl. 21.00 til Hamborgar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips eigi síðar en klukkan 20.30. Hi. Eimskipafélag íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.