Þjóðviljinn - 26.03.1958, Qupperneq 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26. marz 1958
Þegar ítalski kvikmyndaleikstjórinn
Federico Fel ini vann að kvikmynd-
inni La Strada á árinu 1954 — kvik-
mynd, sem átti eftir að hljóta geysi-
mikla frægð og hina margvíslegustu
viðurkenningu víðsvegar um heim —
var hann nær óþekktur meðal alls
almennings, svo í heimalandi sínu
sem utan þess. Nú er nafn hans á
vörum allra þeirra, sem eitthvað
fylgjast með í kvikmyndaheiminum.
Segja má að Fellini sé hvortveggja
í senn, einn af yngstu kvikmynda-
gerðarmönnum ítala, og jafnframt
einn meðal hinna elztu. Áður en hann
hóf sjálfur að stjórna töku og ann-
arri gerð kvikmynda hafði hann sem
sé unnið lengi við samning kvik-
myndahandrita.
Hann fæddist árið 1920 og hóf ung-
ur störf sem blaðamaður og útvarps-
*
Federico Fellini
starfsmaður, og um tvítugsaldur-komst-
hann fyrst í kynni við kvikmyndagerð
sem höfundur tökurita. Á fyrstu ár-
unum eftir lok síðari heimsstyrjald-
arinnar samdi hann handrit að nokkr-
um hinna svokölluðu nýraunsæju —
neorealistísku — kvikmynda fyrir þá
Roberto Rossellini og Alberto Lattu-
ada. Nægir aðeins að minna í þessu
sambandi á myndirnar Róm, óvarin
borg og Félagar (Paisa) eftir Rossel-
iini, og II delitto di Giovanni Episcope
Heima~
eyjarmenn
og Negrinn og götustelpan eftir Lattu-
■ada.
Um skeið vann Fellini að kvik-
myndagerð í samvinnu við Tullio
Pinelli, en síðustu átta árin hefur
hann starfað sjálfstætt sem leikstjóri.
Hér fara á eftir (á ítölsku) nöfn nokk-
urra helztu kvikmynda hans: Luci del
varietá (1950), Lo sceicco bianco (51),
I vitelioni (53), Amore in cittá (53),
La Strada (54), Le notti di Cabiria
(57) og Le libere donne di Magliano
Federico Fellini er ekki einn þeirra
mörgu leikstjóra, sem taka við öbum
hugmyndum sem að þeim er skotið
til þess eins að geta fulllokið sem
allra fyrst við nýja kvikmynd og
komið nafni sínu með stóru letri í
kynningu hennar. Hann er vandvirkur
listamaður, sem ber virðingu fyrir
starfi sínu. í starfi sínu sem leik-
stjóri hefur Fellini notið góðs af sam-
starfinu við Rossellini og Lattuada,
tileinkað sér hið raunsæja þjóðfélags-
viðhorf þess fyrrnefnda og tæknilega
kunnáttu hins síðarnefnda.
Frægustu og jafnframt snjöllustu
verk Fe’linis eru kvikmyndirnar
I Vitelloni og La Strada. Með fyrr-
töldu myndinni kom hann í raun og.
veru fram á sjónarsviðið sem fulL
mótaður leikstjóri, en síðari kvik-
myndin er grundvöllur að núverandi
frægð hans, eins og fyrr var sagt.
Ein af síðustu kvikmyndum Federico
Fel’inis Le notti di Cabiria, Nætur
Cabriu, hefur einnig vakið mikla at-
hygli, en í henni leikur kona leikstjór-
ans Giulietta Masina, sú sem fór með
aðalhlutverkið í La Strada af mestri
snilld, titilhlutverkið, vændiskonuna
Cabiriu.
Afne Máttsson
Sænskar kvikmyndir eru svo sjald-
,an teknar til sýninga hér á landi,
að það ætti beinlínis að vera skylda
að geta þeirra fáu sem hingað konqa
í þætti . sem þessum, ekki hvað sízt
þegar um er að ræða eina af meiri-
háttar myndunum, sem gerðar hafa
verið í Svíþjóð á síðustu árum, og
eina hinna kunnari, það er að segja
Heimaeyjarmenn sem sýnd hefur ver-
ið í Hafnarbíói undanfarna daga.
. Þessarar kvikmyndar var eitt sinn
fyrir löngu stuttlega getið hér í kvik-
myndaþætti Þjóðviljans. Hún er byggð
á samnefndri, frægri skáidsögu eftir
August Strindberg, fuilgerð 1955 og
muh vera ein af fyrstu ef ekki fyrsta
litkvikmyndin sem Svíar framleiða.
Slcáldsaga Strindbergs um Heima-
pyjármenn, var lesjn í íslenzka út-t'"
.(viirpið: fýtíjf. hokkrum árum og er því
efni sögunnar mörgum kunnugt. Yfir
myndinni, eins og sögunni, er sér-
"kenhilegur sænskur blær; sum atrið-
i.n myndu sennilega hvergi geta sézt
nema í sænskri kvikmynd. Ytri bún-
ingur myndarinnar er yfirleitt mjög
góður og leikurinn sterkur, stundum
kannski helzti yfirdrifinn eins og
brenna viil við í sænskum kvikmynd-
um. Nöfn þeirra, sem unnu að gerð
myndarinnar, eru hér garnalkunn
flest. Leikstjórinn er Arne Mattsson,
sá sem stjórnaði gerð Sölku Völku,
en aðalhlutverkin leika Erik Strand-
mark (lék Steindór í fyrrnefndri
mynd), Hjördis Pettersson, Nils Hall- Cabiria og vinkona hennar Wanda v; ð guðsþjónustu — Giulietta Masina og
berg og John Norrman. Franca Margi. — Atriði úr mynd F ellinis Nætur Cabiriu.
Fimmtíu leikja kappskák — Krakkarnir að leika
sér — Starísíræðsludagur.
EF ÞIÐ HAFIÐ einhvern tíma
teflt kappskák, barizt fremur
vonlítilli baráttu í einn og
hálfan klukkutíma, leikið eina
50 leiki og át.t þá kost á
jafntefli, en misst af því og
gefið skákina í 56. leik; — já
ef þið hafið teflt slíka skák,
þá getið þið líka gert ykkur
nokkurn vegínn i hugarlund
hvernig sájarástand Póstsins
muni vera, þegar hann párar
þessar línur. nýkominn frá
því að tana kapnskák, sem
varð mílli 50 og 60 leikir. Og
ekki bret'r það úr kkák, að
utan við gluggann eru krakk-
ar að ærslast og hafa svo
hátt. f'ð Pósturinn hefur eng-
a,n frið ti! r.ð hugsa; og ekki
nóg með það. heldur eru þetta
svo bjánalegir leikir, sem
krakkarnir eru i, að þnð fer
í taui'arnar á Póstinum að
horfa á bvi’íka vitleysu. (Ó-
skön finnst mér krakkarnir
hérna kunna litið að leika sér
af viti.) Krnkkrr segi ég, en
reyndnr eru þarna líka hálf-
fullorðnir karlmenn, 15—16
ára strákar, sem arga og
garga í kapp við litlu krakk-
ana. Það hlýtur að vera mik-
il plága fyrir heimilin, þegar
ekkert er hægt að gera, og
þeir verða að vera aðgerða-
lausir heima alla daga. Auk
þess er slíkt áreiðanlega miög
óhollt fyrir unglingana.; iðju-
leysið er undirrót fleiri sál-
rænna meinsemda en flesta
grunar. Nú var starfsfræðslu-
dagur á sunnudaginn, og
margii unglingar munu hafa
komið þar og spurzt fyrir
um ýmsar starfsgreinir, sem
þeim leikur hugur á að
stunda í framtíðinni. Þessi
starfsfræðsla er vafalítið
þörf, ég held meira að segja,
að í barnaskólunum þurfi að
láta börnunum í té upplýs-
ingar og leiðbeiningar um hinS>
ýmsu störf, sém um er að
velja i þjóðfélaginu, og jafn-
vel strax í barnaskóla þyrftu
börnin að geta kyunt sér
ýmis undirstöðuatriði í þeirri
starfsgrein, sem áhugi þeirra
beinist helzt að. Þess eru allt
of mörg dæmi, að fólk velji
sér ævistarf af handahófi og
sé á „rangri hillu“ í lífinu
mikinn hluta ævi sinnar,
þannig að þjóðfélaginu verða
ekki eins mikil not af starfs-
kröftum þess eins og ef það
hefði valið ævistarf, sem væri
í sem beztu samræmi við
hæfileika þess og áhuga. Svo
eru vitanlega líka nóg dæmi
þess, að fólki er blátt áfram
troðið í ýmsar stöður, ann-
aðhvort af pólitískum eða
kunningsskaparlegum ástæð-
um, án þess að nokkurt tillit
sé tekið til þess, hvort líkur
eru til að það geti gegnt
starfinu sómasamlega. Áreið-
anlega mætti ýmislegt gera
til þess, að þjóðfél.aginu not-
aðist sem bezt að starfskröft-
um hvers einstaklings; starfs-
fræðslan er eitt spor í þá átt,
jafnframt því, sem hún auð-
veldar unglingunum að velja
sér ævistarf. — En nú eru
krakkarnir hættir að leika
sér utan við gluggann minn,
svo að nu hef ég ekki ónæði
af þeim lengur. Og þar sem
ég hef ekki lengur neina
frambænlega afsökun fyrir
því að geta ekki hugsað neitt
af viti, þá ætla ég að hætta
þessu pári.
synmgar a vegum
Arts Exhibition Corporation
Vélhremgerning
Vanir menn.
Vönduð vinna.
Sími 14013,
SKÚLI HELGASON.
Auglýsið
í Þioðvilianum
Tvær sýningar eru þessa
dagana haldnar á vegum Arts
Exhibition Corporation, önnur
í bogasal Þjóðminjasafnsins og
er sú stærri og hefur upp á
fleiri „málara“ að bjóða, hin
einsmannssýning eftir Nat
Greene og er sá hinn sami val-
inn sérstaklega úr hópnum svo
að hann fái notið sín betur.
Eg hefði kosið að'hann hefði
fengið að vera innan um hina
til þess að geta ljómað, hann
ljómar ekki á einsmannssýn-
ingu. Þarna eru augsýr.ilega
menn að verki sem mála með
einskonar gróðavon fyrir aug-
um, treystandi á illan smekk
kaupandans eða þekkingarleysi
j hans og væmni. En ég veit að
jafnvel í allri kaupmennsku og
sölumennsku eru gerðar vissar
kröfur, til dæmis hefur Verzl-
unarskólinn í Reykjavík stund-
um sýní nemendum sínum sér-
stakan búðargJugga hér í bæ
til marks um það hvernig ekki
skuli raða í glugga. Það er líkt
á komið með þessa farandsýn-
ingu sem sögð er eiga að
flakka land úr landi til þess að
kynna ameríska málaralist,
hún er dæmi um það hvernig
myndir eiga ekki að vera. Það
ef lítt skiljanlegt hvað hefur
hvatt menn til að senda svona
myndir úr landi, sýningin er
út i bláinn frá þeirra hendi
sem senda og svo Htilsvirðandi
fyrir okkur sem erum álitin
vera á því stigi að vilja taka
við þessu. Slíkar myndir sjá-
um við eingöngu í lélegunr
rammaverztunum þar sem allt
hið ósmekklega og niðrandi
sem „myndlistin“ getur fram-
leitt er haft til'sýnis í gluggum
þegar hún er ætluð til sölu.
Mættum við minna Arts Ex-
hibition Corporation á það að
við höfum átt hámenningu i
myndlist og að myndlist vor í
dag hefur sótt frjómagn sitt i
tærustu lindir málaralistarinn-
ar.
D.
Myndasynincti í kvöld
(íslandsmyndir)
Ferðaskrifstofa
Páls Arasonar,
Hafnarstræti 8.
Sími 11641.