Þjóðviljinn - 29.04.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 29.04.1958, Qupperneq 9
Þriðjudagur 29. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 rani Yiiíxn Víking 6:0 í tilþrifalitlum leik Lið Fram: Geir Kristjánsson, Gunnar Leósson, Guðm. Guðmundsson, Birgir Lúðvíksson, Steinn Guð- mundsson, Ragnar Jóhannsson, Dagbjartur Grímsson, Guðm. Óskarsson; Rúnar Guðmanns- son, Grétar Sigurðsson, Skúli Nilsen. Lið Yríldngs: Valur Tryggvason, Hjörleifur Þórðarson, Magnús Thjell, An- drés Bertelsen, Pétur Bjarna- son, Jón Stefánsson, Bragi Guð- mundsson, Villi Andersen, Sig- urður Hermannsson, Bergsteinn Pálsson, Freyr Bjarnason. Dóiuari: Magnús fétursson. Með leik þessum má segja að hin opinbeni knattspyrnumót hafi byrjað því að þetta var fyrsti leikur Reykjavíkurmóts- ins í meistaraflokki. Veður var allgott og völlur- Inn ágætur. I heild var leikur- inn fremur tilþrifalítill og það kom mjög á óvart að leikur Fram var mun lakari en á móti Akranesi. Þrátt fyrir það að lið Víkings væri skipað mörgum nýliðum og margir þeirra sýni- lega ekki í æfingu náði Fram lengi vel ekki þeim tökum á leiknum sem vænta mátti. Liðið var eitthvað sundurlaust og of mikil brögð að ónákvæmni í sendmgum og eins í að stöðva knöttinn. Eigi að siður hafði Fram leikinn í hendi sinni, en hann gekk ekki nógu leikandi milli svo vel æfðra manna sem Framarar eru. Fram var með nokkuð breytt lið frá því um daginn. Nú lék Rúnar Guðmannnsson í stöðu miðherja. Hann er fljótur og hefur sennilega margt í það að verða góður miðherji. Hann var ófeiminn við að skjóta og gerði þó ekki of mikið að því, en skot hans voru yfirleitt of há og verður liann sýnilega að leggja mikla rækt við að breyta því. Hann skoraði mjög fallegt mark með skalla. Grétar Sigurðsson sem lék í staðinn fyrir Karl Bergmann er fljótur, en hann hefur ekki lært þá list að „leggja knöttinn fyr- ir“ næsta mann, byggja upp. Á vörn Fram reyndi ekki mikið eða ekki svo, að um það verði sagt hvort breytingarnar tvær í vöminni hafi styrkt lið- ið eða veikt, en Steinn Guð- mundsson var miðvörður og Birgir hægri framvörður. Vafalaust hefur liðið í heild ekki tekið leik þennan eins al- varlega og leikinn við Akranes, og gæti það verið skýringin á því að hann var ekki eins Vel leikinn. Það sterka við lið Frám er það að þeir eiga hóp af góðum mönnum til að láta leika og keppa, menn sem litlu munar á og tilviljun hver er beztur í það og það skiptið; með því fær liðíð það öryggi sem öll lið verða að hafa eða ,,breidd“ eins og það er kallað. í liði Víkings eru margir ný- liðar og eru þeir í deiglunni. Meðal þeirra eru sýnilega efni- legir menn og má þar nefna Bergstein og Val í rnark-inu. Því miður hafa margir þeirra á sér einkenni hins óæfða manns, og meðan svo er verður allt svo laust og erfitt. viðureignar. Til hjálpar er því ekkert annað en að vinna og aftur æfa og vinna. Pétur Bjarnason var bezti mað- ur liðsins og bjargaði oft bæði með spvrnum og skalla, í fram- línunni var Bergsteinn bezti maðurinn, vann mikið og dró hvergi af sér. Því miður vantar hapn enn mikið leikni sem mundi létta af honum miklu erfiði, ef hann legði áherzlu á það atriði. Fyrsta mark móts þessa skoraði Dagbjartuf á 11. mín. eftir að hafa átt í baráttu við þrjá Víkinga, var hann heppinri með skotið sem fór í horn marksins. Næsta mark kom ekki fyrr en á 25. mínútu, og þá skoraði Guðmundur Óskars- son, en það hefði Valur átt að verja. Þriðja mark Fram kom á næstu mínútu og var aðdrag- andi þess samleikur og skot mjög fallega gert, með snögg- um sendingum t.il manna sem voru á hreyfingu. Þannig end- aði fyrri hálfleikur. Þegar tæpur stundarfjórð- ungur. var af síðari hálfleikn- um skoraði Guðmundur mjög glæsilega með löngu skáskoti sem Valur fékk ekki við ráð- ið. Tíu mínútum síðar skorar Guðmundur aftur, og síðasta markið skoraði Rúnar með mjög góðum skalla, er fram- kvæmdur var eins og á að gera það, sem sagt skallað en ekki „stangað“, en það er tíðast að knattspyrnumenn hér noti ,,stang“-aðferðina sem svo er kallað að skalla, en á þessu tvennu er 'stórmunur. Sem sagt, ekki skemmtilegur leikur. Áhorfendur voru ekki margir, énda svolítið kalt í veðri. Magnús dæmdi yfirleitt vel. SCefJvíkBiigcir oq ísfirðingar eiga að keppa affur Haiifettr Esigil- bertsson fyrstur í dreiigjaliíaupiiiu Drengjahlaup Ármanns var háð s.l. sunnudag og voru þátttakendur mjög margir. Fyrstur að marki varð Haukur Engilbertsson, Umf. Reykdæla, á 5 min. 30.0 sek, en hann sigraði í Víðavangshlaupinu á sumardaginn fyrsta. Kristleifur Guðbjörnsson KR varð annar á 5.32.6 og þriðji Jón Gíslason Ums. Eyjafjarðar á 5.45.6. I sveitakeppni 3ja og 5 manna sigraði ÍR. Eins og áður hefur verið frá sagt og rnikið hefur verið um rætt manna á milli, reis upp deila milli Keflvíkinga og Is- firðinga vegna aukaleiks í ann arri deildinni um réttinn til að leika í fyrstu deild árið 1958. Málið kom fyrir rétt á Isa- firði og áfrýjaði I.B.K. þeim dómi. Nú fyrir nokkru féll dómur í Knattspyrnudómstól KSÍ, og er það lokadómur í málinu og verður ekki áfrýjað. Þar sem mál þetta hefur allt frá því fyrsta vakið mikla at hygli og dómsins beðið með nokkurri eftin'-æntingu meðal þeirra sem fylgjast með knatt- ! spyrnunni, verður dómur Knattspyrnudómstóls KSÍ birt- ! ur hér í heild og fer hann hér á eftir: Árið 1958, mánudaginn 31. marz, kvað knattspymudómstóll Knattspyrnusambands Islands upp í deilumáli Í.B.l. og I.B.K. svoliljóðandi úrskurð: Héraðsdómstóll Iþróttabanda- Iags Isafjarðar hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. 1- þróttabandalag Keflavíkur hef- ur skotið máli þessri til I þróttadómstóls K.S.Í. með bréfi dags. 31/12 1957, og krafizt þess að hinn áfrýjaði úrskurð ur verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir, að úrslitaleik- ur 2. deildar 1957 verði látinn fara fram að nýju og þá á hlutlausum velli. Germanía Sumarfagnaður verður í Þjóðleikhúskjallaranum, miðvikudaginn 30. apríl kl. 8,30 siðdegis. Félagsstjórnin. Stááentafékg leykjavíkur Sumargleði Stúdentafélags Reýkjavíkur verður lialdin að Hótel Borg, miðvikudaginn 30. april kl. 21.00. Skemmtiatriði ? Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 5—7 og á morgun ef eitthvað verður eftir. S ÖS I A LIS TA FÉLAfi EEYKJAVÍKUR HÁTÍÐ félagsins verour i Tjarnarkaffi miðvikudaginn 30. apríl og hefst klukkan 8.30. DAGSKBÁ: 1. Ríeða, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, 2. Einsöngur, Árni Jónsson tenór, 3. Dans. KYNNHB: Jón Múli Ámason. Aðgöng-umiðar eru seldir í skrifstofu félagsins og Æskulýðs- fylkingarinnar simar 17510 og 17513. SKEMMTINEFNDIN. Málavextir eru þeir, að 27. ágúst 1957 Iauk úrslitaleik í 2. deildarkeppninni með jafntefii milli I.B.l. og I.B.K. Þann 12. sept. tilkynnir stjórn K.S.l. I- þróttabandalagi Isafjarðar að þeir eigi að sjá um úrslitaleik 2. deildar, og eigi hanp að fara fram á ísafirði 14. éða 15. september. Í.B.Í. sendi síð- an skeyti til Í.B.K. um, að leikurinn eigi að fara fram 14. sept. kl. 17. Síðdegis 12. sept. barst stjórn I.B.K. þessi tilkynning. Strax daginn eftir mótmælir I.B.K. þessari ráðstöfun við stjórn K.S.I. Á ákveðnum leik- tíma mætti lið Í.B.K. ekki til leiks. Iþróttadómstóll I.B.I. dæmdi leikinn tapaðan fyrir Í.B.K. og jafnframt var Í.B.K. gert.að .gr.eiða I.B.I. 1000 kr. í sekt. I 4. gr. laga K.S.Í. í móta og keppendareglum I.S.I., og 26. gr. I.S.Í. er svo lagt fyrir að sérsambandið skuli leita sam- þykkis eða staðfestingar LS.I. varðandi stað og tíma lands- móta. I þessu sambandi hefur dómstóllmn snúið sér til stjórn- ar íþróttasambands íslands og fengið þetta svar. „Að gefnu tilefni vottast hérmeð að Knatt- spyrnusamhand íslands, sótti eigi um samþykki eða stað- festingu framkvæmdastjórnar ÍSl á landsmótum í knatt- spyrnu s.l.“. Hvort um er" að ræða heiÞ mót eða einstaka leiki sem eru aukaleikir í móti, skiptir ekki máli. Verður ekki séð að um neinn eðlismun sé að ræða. Sérsambandinu er skylt í báðum tilfellum að leita samþykkis eða staðfesttngar Í.S.Í. um stað og tíma. Þetta hefur K.S.Í. ekki gert í um- ræddu tilfelli. Málsúrslit verða því, að úr- slitaleikur 2. deildar 1957 skal leikinn að nýju á hlutlausum velli. Kostnað við leikinn þ.á.m. ferðakostnað heggja liða skal greiðast af K.S.Í. Þá átelur dómstóllinn stjórn K.S.I. fyrir hvað framan- greindur úrslitaleikíír, þegar miðað er við allar aðstæður, var boðaður með stuttum fyr- irvara. Bogi Þorsteinsson Sigurjón Jónsson Brandur Brjuijólfsson Framhald af 12. síðu. félögunum, sem þau eiga heima í. Hversvegna greiðir Innflytj- enda.sanihandid ekki skatt? Hjns vegar mge-tti benda á önnur samtök með mikla veltu em slyppu einkennilega ' vei frá skattgreiðslu. T._ d. greiddi Innflytjendasambandið, samtök kaupmanna, hvorki, tekjuskatt né eignaskatt og heldur ekki út- svar. Vaéri það og fleiri slík dæmi merkilegt rannsóknarefni. Auglýsið í ÞjóSviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.