Þjóðviljinn - 13.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.05.1958, Blaðsíða 3
b r Þriðjudagur 13. mai 1958 — ÞJÓDVILJINN — (3 119 nemendur í Vélskólamim á s.L vetri Haíin var kennsla í olíugreiningu í skólartum í Vélskólanum. í Reykjavík í vetur voru alls 119 nem- endur; 46 í 1. bekk, 29 12. bekk, 29 í rafmagnsdeild vél- stjóra og' 15 í rafmagnsdeild rafvirkja. Yngri deild raf- virkja starfaði ekki á þessum vetri vegna þess að aöeins 4 gáfu sig fram til náms í þeirri deild. Gunnar Bjarnason, skóla- stjóri Vélskólans skýrði frá pessu í skólaslitaræðu sinni á 3augardaginn var. í upphafi ræðunnar minntist hann Stein- gríms heitins Pálssonar kenn- ara, er lézt í janúar s.l. og vottuðu kennarar og nemendur virðingu sína með því að rísa úr sætum. Skólastj. gat þess að á s.l. vetri hafði verið hafizt handa um nýjung í skólastarfinu: kennslu í olíugreiningu. Kennsla þessi er á algeru byrjunarstigi hjá okkur, sagði hann, en ég er þess fullviss að við erum þar á réttri braut og geri mér von- ir um að hún verði þegar á næsta vetri komin í öruggar skorður. I þessu sambandi gat skólastjóri þess að von væri á tækjum til viðbótar í rannsókn- ars'tofu skólans, sem Skeljung- ur h.f. ætlaði að gefa, en olíu- ranhsoknartækr'pau Sem skól- inn hefur nú eru frá Olíufélag- inu h.f. í ræðu sinni saarði Gunnar B.iarnason skólastjórí ennfrem- ur: Kennsla í meðferð ketilsvatns er nú komin í fastar skorður <og sama er að segja um reyk- greiningu. Árangur af þessari kennslu er nú fprinn að sýna sig í praksís. Efnafræði var iekin upp í vetur í rafmagns- deild vélstjcra. Það voru að vísu aðeins 2 stundir vikulega. Vatnshemillinn var tekinn í nötkun í vetur og var það stórt spor í rétta átt. Því miður er útlit fyrir að bygging vélasals- viðbótarinnar tefjist svo, að ekki verði hægt að koma henni i gagnið næsta haust .Þetta er okkur stórbagalegt, því bæði fyrir frystikerfi. Ekki er hægt að undirbúa það neitt að ráði, fyrr en séð verður nokkurn veginn hvenær það gæti orðið. Þessi bráðabirgðabúskapur okk- ar verður okkur auk óhagræðis, talsvert kcjístnaðarsamari. Aðaltældð sem ætlunin er að kaupa í sumar, er til að prófa eldsneytisdælur og eldsneytis- loka og lagfæra. Þetta er all- mikið tæki og dýrt. Það kostar um 900 sterlingspund. Okkur kemur saman um að tæki þetta mundi verða okkur mjög þýð- ingarmikið við kennsluna. Nemendur sem brautskráðust 1937 færftu skólanum í vetur indikatortæki mjög vandað og fnllkomnara en hér faefur áður þekkzt. Svona tæki kostar um 10—15 þúsund krónur. Ég heyri stundum menn segja: „Ríkið á að kosta þetta, prívat- menn eiga ekki að vera að gera svona, ríkið á að kosta þetta". Sem betur fer eru þeir margir, sem hafa á því skilning að tæki og áhöld, sem henta svona skóla, eru yfirleitt svo dýr, að byggja verður starfsemina upp smám saman. Ég sé ástæðu til að taka það skýrt fram, að óskir okkar um fjárframlög hafa mætt mjög góðum skiln- ingi hjá ríkisvaldinu. Mér er ljúft að þakka tað og viður- kenna. En við verðum að gera okkur það Ijóst að þessu eru takmörk sett. Það er ákveðin upphæð hverju sinni, sem á- kveða verður á f járlögum. Fyr- ir þessa upphæð megum við' vélstjóri kaupa. Öðruvísi er ekki hægt að hafa það. Þá er okkar vand- inn að skera úr um, hvað okk- ur vanhagar mest um, hvað eigum við að afla okkur fyrst. Þess vegna er það ánægiulegt að taka við g.i"fum frá þeim, «r nú orðið svo þröngt í véla salnum^að þar er engu hægt sem ÞekkJa skólann og' meta að koma fyrir til viðbótar og ekki hægt að ganga frá neinu til frambúðar — allt verður að vera þar til bráðabirgða. f þvi rúmisem losnar, þegar nýi vélasalurinn kemst á lagg- iírnar er m.a. ætlunin að koma > ¦...... Eru við Svartala störf hans, g.iöfum sem köma í góðar þarfir. Við þökkum þessum heiðursmönnum inni- lega giöfina. Uhdir próf gengu að þessu sinni 73 nemendur: 15 rafvirkj- ar, 29 vélst.iórar í rafmagns- deild og 29 vélstjórar undir vél- stjórapróf. Eins og Þjóðviljinn hefur áð- iir skýrt frá dvelst nefnd frá Alþýðusambandi Islands nú í Sovétríkjunum í boði þarlendra verklýðssamtaka, og eru nefnd- armenn Lárus . Bjarnfreðsson málari í Reyk.iavík, Jón Bjarna- son frá Selfossi og Sigríkur Sigríksson Akranesi. Alþýðu- sambandinu hefur borizt bréf frá þeim félögum og láta þeir rJiið bezta af f^r sinni. Þeir tóku þátt í 1. maí hátíðahöld- •anum á Rauða torginu í Moskvu, fóru til Leningrad 3. maí, og dvö.ldust þar í fjóra daga en héldu siðan suður að SvarÆhafi. Til Moskvu eru þeirj ur Ó. Jónsson (7.29) og Jó- væntanlegir aftur 15. þ.m. og, hannes G. Jóhannesson (7.00). fljúga 'heimleiðis þann 18. Þeír, 1. einkunn hlutu 7. Ég óska Jiafa beðið fyrir beztu kveðjur ykkur öllum til hamingju með tíl vina og vandamanna. þennan ágæta árangur. Rafvirkjar Af rafvirkjum hlutu 3 1. ágætiseinkunn, þeir Jón Sturla Ásmundsson (7.30), Ólafur S. Björnsson (7.13) og Baldur Geirsson (7.00), en 8 er gefið hæst. 7 rafvirkjar hlutu 1. einkunn. Þetta er mj"g góður árangur og óska ég ykkur öll- um, rafvirkjar góðir og nem- endur til hamingju. Vélstjórar í rafnuignsdeild Af þeim 29 vélstjórum, sem undir próf þetta gengu hlutu 5 1. ágætiseinkunn þeir: Arín- björn Kristjánsson (7.48), Sveinn Scheving (7.45), Har- aldur Ágústsson (7.43), Sigurð Vélstjórar með vélstjórapróf Af 29 nemendum, sem undir þetta próf gengu, hlutu 10 1. ágætiseinkunn, þeir: Eiríkur J. Kristjánsson (7.59), Gunnar Ólason (7.59), Leifur K. Guð- mundsson (7.59), Gústav F. Nilsson (7.54), Aage Petersen (7.30), Gunnlaugur Helgason (7.25), Guðmundur V. Sigur- jónsson (7.13), Hjörleifur B. Guðmundsson (7.11), Erlingur Björnsson (7.00) og Hlynur Jóh. Ingimarsson (7.00) 13 nemendur hlutu 1. einkunn. Ég hygg að þetta muni vera með glæsilegustu prófum sem tekin hafa verið í skólanum. Ég óska ykkur öllum til hamingju. Að lokum þakkaði skólastjóri nemendum fyrir prúðmennsku, og kvaðst vona að hún mætti alltaf yerða einkenni Vélskólans og sagði: Ég vildi einnig óska ykkur þess að þessir eiginleikar f ylgdu ykkur allt til grafar. Hvort sem þið verðið undirmenn eða yfir- menn, þá reynið alltaf að halda fast við þetta. Þið verðið á- nægðir og ykkur líður betur ef það tekst. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn sagði Skugga- sveinn, en hann var líka óláns- maður. Að íokum gat skólastjóri þess að nú væri í fyrsta skipti út- hlutað úr tveim verðlaunasjóð- um, þeim er Gísli Jónsson, handhafi vélstjóraskírteinis nr. 1 gaf á 60 ára afmæli Jessens fyrrv. skólastjóra og sjóði þeim er bekkjarbræður Guðmundar S. Guðmundssonar og Einars Eiríkssonar gáfu á 25 ára vél- st.ióraafmælinu. Þessir fengu verðlaun: Jón Sturla Ásmunds- son rafvirki, Sveinn Scheving úr . rafmagnsdeild, Leifur K. Guðmundsson vél- stióri. — M. E. Jessen fyrrv. skólastjórí var viðstaddur skólaslit og ávarpaði Gunnar skólastjóri hann sérstaklega. Ákvæði um skattlagningu hjóna 1 stæðum fólks. Einna greinileg- Framhald af 1. síðu. „Nefndin telur augljóst, að mikið ósamræmi er hér á landi milli skattgreiðslu hjona og einr staklinga og ennfremur milíi skattgreiðslu hjóna, sem bæði afla skattskyldra tekna, þar serh vinna konunnar gengur öll til heimilishalds og er því skatt- frjáls, þótt hún jafngildi oft til búdrýginda mifciíji tekjuöflu,n. I erlendri löggjöf virðist enga fullkomna fyrirmynd til úrbóta vera að finna. Ósamræmi þetta er vitanlega á mörgum stigum og misjafnlega tilfinnaniegt eftir margskonar á- ast er misræmið, ef borin er saman annars vegar skattlagn- ing hjóna, sem bæði afla skatt- skyldra tekna, og hins vegar skattlagningu svonefnds sam- búðarfólks, þ.e. manns og konu, sem búa ógift saman og tel.ia því tekjur sínar fram sem tveir einstaklingar. „Samtök hjóna" létu nefndinni í té skýrslu, sem þau höfðu á sl. vetri fengið hjá skattstofunni, um mun á skattgreiðslum hjóna og tveggja einstaldinga jafn- tekjuhárra og hjónin. -Er hér. út- dráttur úr skýrslunni: I. Hjón 2 einstakl. Hreinar Tsk. Tsk. Munur tekjur kr. kr. kr.. " 1. 2. 3. "i' 5. 160000.00 140000.00 120000.00 ÍÓ'ÖOOO.OO 80000.00 33440.00 25760.00 18760.00 12530.00 6750.00 17620.00 12490.00 8360.00 5230.00 3000.00 15820.00 13270.00 10400.00 7300.00 3750.00 II. Flokkar launa hjá ríki Laun samt. kr. Hjón Tsk. kr. einstakl. Tsk. kr. Munur kr. 1. V + V 153300.00 30760.00 15814.00 14946.00 2. VI + IX 128100.00 21595.00 . 1ÓÍ09.00 ÍÍ486'.b0 3. VII X 120225.00 18830.00 8632.00 10198.00 4. VIII + XII 107625.00 14810.00 6640.00 8170.00 5. IX + XIII 99225.00 12290.00 5422.00 6868.00 Óréttlætanleírur munur Eins og útdráttur þessi ber með sér, er munurinn á hjónum, sem þar um ræðir, og tveim ein- staklingum með jafnháar tekjur verulegar fjárhæðir. Þessi munur er með engu móti réttlætanlegur. Frumvarpið er miðað við að koma í veg fyrir þennan mikla mun á skattlagningu hjóna og einstaklinga með því: 1. Að hækka persónufrádrátt allra hjóna, svo að hann verði jafnhár persónufrádrætti tveggja einstaklinga. 2. Að heimila að fi'á skattskyld- um tekjum, sem kona vinnur Hoppdrœtti Háskóla íslands 1000 kr. vinningarí 5. ílokki 9 25 77 142 228 295 366 388 482 490 493 612 730 738 888 971 993 1109 1174 1198 1245 1278 1328 1329 1400 1455 1563 1579 1651 1690 1796 1878 1903 1972 2140 2345 2367 2404 2434 2457 2459 2551 2617 2627 2651 2710 2742 2784 2877 2895 3086 3105 3173 3176 3203 3249 3304 3347 3450 3499 3522 3617 3711 3722 3752 3792 3841 3896 3912 3930 4009 4046 4069 4098 4107 4121 4122 4179 4216 4223 4247 4281 4308 4385 4400 4450 4455 4525 4529 4599 4615 4637 4786 4827 4853 4877 5058 5078 5100 5144 5197 5301 5337 5436 5456 5467 5482 5504 5550 5589 5601 5606 5645 5710 58Ö6 5808 5881 5950 6072 6117 6336 6343 6349 6473 6532 6539 6555 6691 6706 6716 6726 6798 6824 6829 6944 7120 7123 7266 7390 7400 7410 7421 7423 7425 7441 7455 7466 7468 7493 7511 7623 7651 7702 7845 7870 7941 7964 8087 8093 8225 8312 8378 8475 8513 8562 8568 8587 8652 8656 8658 8662 8673 8727 8739 8829 9039 9133 9192 9213 9300 9380 9434 9538 9677 9587 9605 9676 9696 9908 10031 10085 10147 10194 10281 10284 10285 10329 10371 10670 10944 11060 11081 11091 11095 11418 11479 11487 11622 11693 11729 11879 11935 12003 12011 12148 12151 12187 12227 12242 12289 12295 12557 12637 12690 12767 12816 12865 13055 13176 13224 13229 13268 13344 13356 13402 13452 13749 13761 13793 14962 14010 14016 14064 14139 14202 14256 14311 14344 14423 14457 14611 14706 14779 14812 14822 14857 14885 15037 15050 15175 15190 15219 15266 15439 15445 15481 15494 15542 15551 15596 15618 15653 15685 15696 16703 15763 15872 15909 15914 15995 15998 16022 16063 16100 16114 16123 16165 16186 16238 16253 16321 16338 16349 16353 16419 16443 16472 16552 16568 16766 16783 16802 16858 17048 17169 17268 17296 17434 17438 17450 17514 17551 17564 17585 17841 Framhald á 10. síðu. fyrir utan heimilis síns, megi draga 50%, áður en skattur er á lagður; eða henti það h.iónunum betur, megi konan telj.a slíkar tekjur sérstaklegs fram til skattgjalds. 3. Að heimila að meta út úr hreinum tekjum hjóna hlut konu, er vinnur með manni sinum að öflun óaðgreindra. skattskyldra tekna, og draga 50% frá þeim hlut, áður en skattur er lagður á tekjur hjónanna. Vegna örðugleika á öruggri framkvæmd matsint, er þo hámark hlutar sett. enda um tekjur að ræða, sem kostnaðarliðir hafa verið frá dregnir og sjaldan verða eins tæmandi f ram taldar og t.c . launatekjur. Um leið og framangreind á- kvæði eru lögleidd, jafnast lika allverulega aðstaða hinna ýmsu hjóna til skattgreiðslu, en bað er samkvæmt áður sögðu önnu.- meginlagfæringin, sem mes: kallar að i skattamálum hjóna. Áhrif annmarkanna, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni í stuttu máli og nefndin leggur til að bót verði á ráðin á þani. hátt, sem frumvarpið fe'ur í séi. hafa stórlega færzt í aukana L seinni árum, af því að atvinnu- hættir hafa breytzt á þá leið, að konum hafa, svo að segja mef hverju ári, sem liðið hefur, boð- izt fleiri og meiri tækifæri ti- tekjuöflunar en áður, og kom- ið hafa jafnframt til sögunnar heimílistæki, sem gera heimilis- störfin fljótunnari, svo að ko'n- ur eisa þess vegna betur heiman- gengt en ella". OtbreiSiB ÞjóSviliann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.