Þjóðviljinn - 13.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.05.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur .13. mai 1938 — ÞJÓÐVILJTNN — (7 Þjóðleikhúsið: Faðirínn eftir AUGUST STRINDBERG Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSOH Það er ýmsra mál að aldrei hafi baráttu kynjanna, einvígi karls og konu, verið lýst með innfjálgári- og snilldarlegri hætti en í „Föðurnum", fræg- ásta sjónleik Strindbergs, þess manns sém var djarfastur, víð- féðmastur og frjóastur allra skáída hins nýja tíma. Þau sem heyja hið geigvænlega og hatri þrungna einvígi eru sænskur riddaraliðsforingi, maður stór- brotinn og gáfaður, en yfir- gangssamur og veiklundaður, og hin grimmlynda, slæga og valdasjúka kona hans með hóp ,kyenna, að. baki sér; og þar er þarizt uoz yfir lýkur. Þau deila um ráðin yfir dóttur sinni, þéssi ögæfiisömu hjón, og kon- áít sigi'ar itriéð djöfullegum ráð- um — bejtir lygum og undir- , ferli,. leikur sér að manni sín- um eins og köttur að mús, skýt- ur p banvænum eiturörvum í hjarta honum, rænir hann vit- inu að lokum. Hann er sviftur sjálfsforræði, fóstran hans gamla færir hann í spenni- stakkinn og hann deyr úr hjartaslagi í örmum hennar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að efni hins máttuga harmleiks er sótt í a&vi skálds- ins sjálfs, og einmitt þann þátt sem dýpst og víðtækust áhrif hafði á skáldskap hans, hjóna- band hans og Siri von Essen. Um margt eru þeir einn og sami maður, hann og riddara- foringinn, sjálfur þjáðist Strindberg af ofsóknarórum og sjúklegri tortryggni, og yfirráð kvenna, nýtt mæðraveldi, óttað- ist hann framar öllu. Hann rit- ar sjónleikinn með eigin blóði, beinir einstæðu og ástríðufullu hatri sínu og fyrirlitningu að konunni, heldur fram óskoruðu einveldi mannsins, lítur jafnvel á riddaraforingjann sem fyrir- mynd og hálfgert ofurmenni. En viðhorfin hafa mikið breytzt á sjötíu árum, alveldi heimilis- föðurins á sér ekki lengur stoð í lögum. í okkar augum er harðstjórnarspeki . og drembi- læti riddarafóringjans ógeðfelt fyrirbrigði og jafnvel hlægilegt, í annan stað þykir okkur ekk- ert eðlilegra en að móðir vilji nokkru ráða um framtíð barna sinna. Öldin ér önnur, en það sakar í engu söguhetjur Strind- bergs, þær hafa ekki fölnað með árunum, heldur orðið hugtækari og mannlegri. Og þó að „Faðirinn" sé raunsætt verk og ritað í anda natúralismans á eðlilegu talmáli og fjalli um erjur sænskra hjóna á ofan- verðri nítjándu öld, . er það i raun ; og veru óháð stefnum, hafið yfir stað og stundu. Kjami þess er sú válega harm- saga sem alstaðar og ætíð gæti gerzt: sálarmorð er framið, saklaus. maður drepinn á eitri smátt og smátt — mikilhæfur maður sem fær ekki hamið skap sitt og heitar ástríður. „Faðirinn" er... algilt verk og mikilfenglegt og hliðstætt „Óþelló" og öðrum sorgáfleikj- um Shakespeares og stórskáld- anna grísku, og mun æ lifa. Svo áhrifamikið er leikritið á hinu íslenzka sviði að segja má að sýningin sé eihh af merkustu atburðum í sögu^ Þjóðleikhússins fram til þessa, og stört spor stigið. í rétta átt. Hér véldur miklu vand- virkni og glöggskyggni stjórn- andans, Lárusar Pálssonar, hann skilur persónur og atvik hárréttum skilningi að mínu vitl, skynjar rétt hrynjandi verksins. Sterkur hugblær er yfir leiknum öllum, samleikur með ágætum og spennan hvergi rofin, á sviðinu ríkir innibyrgt hatur sem bryzt áður en varir út í ljósan loga, og vel nýtur sín hið beizka tvísæja háð skáldsins, bæði í athöfnum og orðsvörum. En mest er um það vert að þeim leikendum eru hlutverkin falin sem fær eru um að befa leikinn fram til sigurs. Valur Gísjlasoii leikur hið stórbrotna hlutverk riddarafor- ingjans afburðavel, er jafn- sannur og traustur í sjón og Lára og riddaraforinginn (Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Valur Gíslasort. raun. Hann ef hermannlegur maður í útliti og allri fram- göngu, myndarlegur og mikil- úðlegur, ósvikinn heimilisfaðir af gamla skólanum; og á mikl- ar gáfur hans er einnig auð- velt að trúa. Og Valur skilur til hlitar og sameinar hin and- stæðu einkenni þessa manns, skapgerðarlýsingin bregzt hvergi. Við skynjum glöggt að þessi mikilláti fyrirmaður er ékki annað en risi á leirfótum, | í aðra röndina er hann eins og ; stört úrræðalaust barn sem ! þarfnast og þráir samúð og móðurlega hlýju. Og rétta stíg- ándi skortir leikinn ekki, við sjáum hvernig tortryggnin læs- ir sig æ fastar um sál hans, unz hann brjálast með öllu að lok- um, í fyrri þáttunum þræðir leikarinn hið Örmjóa bil milli vifurs manns og vitskerts, hann gengur um gólf eins og dýr í búri, þjáður á svip, uppstökkui og viðkvæmur, og fær með erviðismunum stjórnað skapi sínu. Hæst nær túlkun Vals í hinum snílldarlega lokaþættí, ó- hugnanlegur vitfirringsglampi brennur í augum hans, reiði- köstin eru átakanleg og mátt- yana; og verulega hugstæður er leikurinn þegar þessi kröftug- legi maður lætur um stund sefast af fortölum fóstrunnar pg livílir í skauti hennar eins og barn. ;— Valur Gíslason á marga .sigra að baki, en hefur ef tii vill aldrei leikið af dýpra innsæi og sannari þrótti en í þetta sinn. Láru hinni miskunnarlausu eiginkonu er vel borgið í hönd- um Guðbjargar Þorbjarnardótt- ur, og samleikur þeárra Vals með ágætum. Túlkun hénqar er ismeygilega hljóðlát. gædd still- ingu og kaldri ró, hún rr fuH- komin andstæð^ eigi«n-!'ln"sins . í allri framkomu. og (V-'ibrung- in barátta þeirra þeirn mun sterkari og áhrifámem iT.'n er glæsileg kotia oa ffíí( pv'ium sem vera ber. oft hýr flagð undir fögru skinni. Ú- lií'andi og skýrum svipbriaðurr' 'vmai' má mikið le^q. ekki si^nr en orðunum sjálfum — h.o+ur og yfhiæti, lævísi o« hrfPci""' viija- þrek og harðýðgi. Vi'S f;nium ¦^ í ,bvióc'í' ho^carar klll'I^legu, úauiegu konu loea stei'ksr á- sU'íöur o.t* innibyrgt hf'1"". en hún leyfir þei-n ekki að ná á . %éx tökum, hún er slr^^'n og . liðug eins og nað^a. C-"'!:.jörg gerir hlut hinnai- alræmc'u . eig- inkonu sízt verri en venta má, leikur hennar er ri1-!"- að mannlegum skilningi., t^fustur . frá grunni; Lára er me'p' beztu afreka hinnar ágætu leikkonu, og er þá mikið sagt. k . I Strindberg leggur litla rækt^ við aukapersónurnar í leiknum, og er þó fóstran undanskilin. Leikur Arndísar Björnsdótíur er bæði innilegur og ríkur að blæbrigðum, hún er í öllu sönn fóstra og sýnilega rótgróin á . heimilinu, lítil og lotin og hvít fyrir hærum, og lýsir ágæta vel bragðvísi gömlu konunnar og þóttafullri guðstrú. Hún er eðlileg og sönn er húií færir riddaraforingjann í spennistakk- inn, hið mikilsverða atriði varð mjög átakanlegt í meðförum leikendanna. Með örfáum drátt- um dregur Haraldur Björris- Fraaihald á 10. síðu. ' Læknirinn og riddaraforinginn. (Jón Aðils og Vahir GísIa«on). Síðastliðið föstudagskvöld, frumsýndi Leikfélag Akranesa „Kjarnorku og kvenhylli", — gamanleik í fjórum þáttum eftir Agnar Þórðarson. Þor- leifur Bjarnason námsstjór' hefur leikstjórn á hendi of hefur honum hér tekist mjö? vel, enda gamalkunnur leikari og þvi engin viðvaningur. Leiknum er skilað með þeirri prýði, að Leikfélagið hefur eftilvill aldrei boðið upp á jafnfágaðan og heilsteypt- an leik. Efnisval hefur tekizt vel pg leikendur skila hlut- verkum sínum með ágætum. Leiktjöld hefur málað . Lár- us Árnason af mikilli smekk- vísi og glæsilegur blær hvílir yfir allri sýningunöi. Alþdngismanninn leikur Þor- gils Stefánsson. Mjög fágaður leikur, tilgerðarlaus, veit ekki sjálfur, að hann er að leika, framsögn eðlileg og látlaus, hyergi of eða van, minnir á Þorstein Ö. ; Karítas konu hans, leikur Bjarnfríður Leósdóttár. Að- sónsmikil alþingismannskona, heldur fullri spennu gegnum stvkkið og áhorfendur hljóta að veita henni athygli, — miög góð tilþrif, — alltaf fullt að gera. Man of mikið eftir áhorfendum. Sigriinu, dóttur þeirra hióna leikur Siírurbjörg Halldórsdóttir. Er þetta í fyrsta skinti. sem hún kemur fram h.iá Leikfélaginu. Hiklaus og^ prugg:. Sipmund bónda-, leikyr.Þorieifur Bjarna- FÓn af sérst"kum áhuga fyr- ir kynlegum kv'stum, enda tekur hann mikið í nefið — kannske fullmikið. Hættir til að „sólóa". Frá sýningu Leikfélags Akraness á Kjarnorku og kvenhyilu Loikíélag Akraness frumsýiR- ir Kjarnorku og kveuhylli Dr. Alfreð leikur Halldór H. Backmann. Ekki nægilega öruggur af heimsborgara að vera, en ýmislegt vel gert. Valdimar stjórnmálale'ð- toga leikur líans Jörgensson og fatast hvergi níst- andi háð. Eftirminnileg persóna, ¦— öruggur á sviði. Elías sjómann leikur Bjarni AðaJsteinsson. Miög sennileg „týpa". Hefðarfrúna Addí, Kamillu og Gunnu leika þær Helga ívarsdóttir, Þóra Hiart- ar og Þómnn Bjarnadóttir. en vinnukonuna Ragnhildi Theó- dórsdóttur og þekkia vel hlut- verk. Sennilega mjög hógvær saumaklúbbur, — smá lægð í. leiknum. Bóas þingvörð léikur Þorð- ur Hjálmsson. Hefur næman smekk fyrir „kómíkk" og verkar vel á áhorfendur. Prófessorinn leikur Siguð- ur Bjarnason, alveg eins og prófessor, :— en blaðsölu- drenginn Björn Þorleit'sson og vinnur vel fyrir sérj. var að verða búin með blöðin. Leiknum var mjög vel tek- ið og fengu leikendur óspart lof í Iófa. Sýningum hér er að l.iúka. þar sem aðsókn hef- ur verið fremur lítil, en fyrir- hugað er, að sýna leikinn ut- an Akraness fljótlega. Eftil- vill verður ein sýmng enn. Fonuaður Leikfélags Akra- ness er Þórður Hjálmsspn. Akranesi 10. maí 1958, Halldór Þórsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.