Þjóðviljinn - 19.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1958, Blaðsíða 6
6) ''j- ÞJÓÐVILJINK — Fimmtudagur 19. juni 1958 blÓÐVIUINN ÚtKefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Maanús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — (Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — -Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Giíðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Friðlýst knd Oamtök rithöfunda og ^ menntamaima, „Friðlýst Iand“ gangast nú fyrir funda- höldum um land allt, til þess að fylkja þjóðinni saman, án uillits til stjómmálaskoðana, um það takmark, er sem allra fyrst þarf að verða veruleiki: að ísland verði aftur hlut- ‘aust land, laust við her- herstöðvar og herbandalög, — friðlýst land. Oamtökin hafa gefið út bæk- ^ ling, er þau nefna „Frið- lýst land“. Þessi bæklingur og það efni, sem i honum er, á erindi til allra Islendinga. Hér er á ferðinni það alvöru- rnál, er gnæfir yfir allt ann- að, sem um er deilt: það mál að hindra að aftur verði háð heimsstyrjöld, — að hindra að haldið verði áfram tilraun- um með kjamorkuvopn, — bað stórmál að knýja fram afvopnun og allsherjarfrið. I” alvöruþrungnum og vel rök- studdum greinum, er sýnt fram á hvílíkt ógnarhætta vofir yfir mannkyninu, hvem- ;g hin banvænu efni strontium 90 og kolefni 14 hafa aukizt svo hættulega, að milljónir rnanna eiga eftir að deyja úr hvitblæði og öðmm sjúkdóm- um vegna þeirra kjarnorku- sprenginga, sem þegar hafa verið gerðar. Það er sýnt fram á hvernig fæðing van- skapaðra bama hefur þrefald- azt á ákveðnu svæði í Vest- ur-Þýzkalandi, síðan þessar tilraunir hófust. Það er rninnzt á allar þær alvarlegu aðvaranir, sem fremstu vis- indamenn og mannvinir hafa sént frá sér hin síðustU ár, "il þess að reyna að komá viti fyrir mannkynið, áður en það vanskapar sjálft sig eða tor- fímir. af því það hefur Öðl- ázt of mikið vald yfir náttúr- ínni og kann ekki með það að fara. Enginn íslendingur, sem snefil /hefur af ábyrgð- artilfinningu gagnvart lífi -ínu og sinna, gagnvart vel- íerð a.fkomendanna, gagn- ';'art tilveru þjóðar vorrar, gagnvart mannlífinu, getur iátið þau rök, sem þessi ekáld og vísindamenn, rithöf- mdar og menntamenn hafa að flytja, fram hjá sér fara. þessi rök sanna og hverj- ” um þeim, er hugsar, að 'herstöðvar á íslandi og þátt- taka Islands í hemaðarbanda- ’.agi getur aldrei orðið íslandi ril annars en ills, máske til tortímingar, — hvaða hug- rnvndir sem meim kunna ann- ars að hafa gert sér um þau rnál, áður en þær afleiðing- ar k jamorkusprenginga og hugsanlegs kjaraorkustriðs blasa við, sem nú ættu að vera öllinn hugsandi mönnum 5000 manna brezkt og bandarískt Ifð reiðubulð ú ráðast inn í Libanon St]órn Chamouns forsetaveifirmiSur i baráffunni viS uppreisnarmenn Ijósar eftir tilkomu eldflauga og hugsanlegra vígahnatta, og eftir ægilegri reynslu eitr- aðs andrúmslofts og truflaðra erfða mannlegra eiginleika. TTverium rennur ekki blóðið til skyldunnar við að lesa það, sem birt er á bls. 16 í bæklingnum úr skýrslu jap- önsku rannsóknarstofnunar í Hiroshima um afleiðingar kjamorkuárásarinnar þar á ófædd böm. íslenzka þjóðin á að varpa af sér sleninu og gerast forgönguþjóð í því að | forða eigi aðeins sjálfri sér, heldur og öðrum þjóð- um frá þeim skelfingum, sem yfir vofa, ef svo er á- fram lialdið sein iiingað til. TT'ylgjendum Sósíalistaflokks- *• ins og lesendum þjóð- vijlans er margt kunnugt af því, sem í þessum bæklingi stendur. — Það hefur fallið í hlut flokks vors og blaðs /hans að vera sá aðili, sem ætíð hefur varað þjóðina við afleiðingum hvers konar þátt- töku i þeim ljóta leik, sem nú er leikinn með líf mannkyns- ins, — af þeim, sem ekki vilja banna þau „leikföng djöfulsins“, svo notuð séu orð Einsteins um vetnis- sprengjuna, — sem tortímt geta mannkyninu. Sósialistaiflokkurinn hefur öll þau ár sem hann hefur starfað, staðið heill og ein- beittur gegn þátttöku íslands í hvers konar hernaðarbanda- lagi eða herstöðvum í landi voru. Stundum hefur Sósíal- istaflokkurinn verið sem rödd hrópandans í eyðimörk, sem erlendur áróður hefur skap- að, — en lengst af átt því lánj að fagna að ábyrgt hugs- andi menn og konur úr öðrum flokkum eða utan allra flokka ■hafa barizt fyrir sama mál- stað. Oósíalistaflokkurinn var í ^ rikisstjórn 1945, en krafa Bandaríkjanna um herstöðvar til 99 ára barst. Með því að hóta stjórnarsprengingu ella, tókst honum þá að knýja það fram að þeirri kröfu var neit- að. Sósialistaflokkurinn gerði samþykkt Keflavikursamn- ingsins 5. okt. 1946 að fráfar- aratriði í ríkisstjóm. Sá samningur var samþykktur með 32 atkv. gegn 19 á Al- þingi, — voru það sósíalist- arnir allir 10, 2 Alþýðuflokks- menn og 7 Framsóknarmenn, er voru á móti. Og á því rofnaði nýsköpunarstjómin.^ Sósíalistaflokkurinn á Alþingi stóð heill gegn inngöngunni í Atlanzhafsbandalagið, en hún var samþykkt með 39 atkv. gegn 13. Tveir Alþýðuflokks- menn; einn Framsóknarmaður og tíu sósíalistar vöruðu þjóð- ina við því Enn einu sinn hefur ófriðar- bliku dregið á loft við aust- anvert Miðjarðarhaf. Innan- landsófriður hefur staðið í sex vikur í Líbanon milli ríkis- stjórnar Chamouns forseta og ríska fréttastofan Associated Press hefur sent út þá fregn frá London, að ríkisstjórn de Gaulle í Frakklandi sé móðguð yfir að bandamenn hennar í London og Washingtón skuli Skriðdrekar og brynviarðir bílar Stjómarhersins á götu í Beimt. stjórnarandstöðunnar. Nú hefur Bandaríkjastjóm lýst yfir að hún sé reiðubúin til að sendá bandarískt herlið á vettvang til liðs við Chamoun og vitað er að ráði Bandaríkjamenn til landgöngu í Líbanon munu Bretar slást í förina. Fréttarit- ari frönsku fréttastofunnar AFP í London skýrði frá því á mánu- Erleitd tídindl daginn að ríkisstjórnir og her- stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands hefðu gengið frá ná- kvæmri áætlun um hernaðar- aðgerðir í Líbanon. Verði á- kveðið að láta til skarar skríða munu Bandaríkjamenn tefla fram í fyrstu lotu 3000 manna landgönguliði sjötta flotans, sem heldur sig að staðaldri á Miðjarðarhafi, en landgöngulið- inu var sendur 1700 manna liðsauki í síðustu viku. Fram- lag Bretlands til íhlutunar í Líbanon verður 2000 menn af 3500 manna fallhlífaliði sem sent hefur verið flugleiðis frá Bretlandi til Kypur undan- farna daga. Nægi ekki þessi herafli til að brjóta Líbanons- menn til hlýðni við Chamoun verður gripið til bandarísks fallhbfaliðs í Vestur-Þýzka- landi. Komi til hernaðarað- gerða af hálfu Vesturveldanna, verður yfirherstjórnin í hönd- um Bandaríkjamanna. Banda- ¥^að er oss fagnaðarefni að * nú skilja æ fleiri og fleiri hvað í húfi er. Og engar fornar væringar mega hindra menn í því að taka nú hönd- xun saman, þegar um sjálft líf þjóðar vorrar er að tefla. ekki hafa hana með í ráðum um hernaðaraðgerðir í Líbanon, en frá lokum heimsstyrjaldar- innar fyrri til 1944 voru Líban- on og Sýrland franskt gæzlu- verndarsvæði. De Gaulle hefur látið sendiherra sinn í London, Jean Chauvel, tilkynna brezku stjórninni að Frakkar ætlist til að þeim sé boðin þátttaka ef kemur til innrásar vesturvelda- herja í Líbanon. Isíðustu viku samþykkti Ör- yggisráðið tillögu frá full- trúa Svía um að senda til Líb- anons eftirlitsmenn frá SÞ til að fylgjast með því hvort um sé að ræða aðstoð erlendis frá við uppreisnarmennina í Líb- anon. Hafði Libanonsstjórn kært fyrir ráðinu að Samein- ingarlýðveldi araba hefði stutt uppreisnarmenn með vopnum og fé. Skömmu eftir að fyrstu eftirlitsmennirnir frá SÞ komu til Líbanons blossuðu upp í höfuðborginni Beirut harðari bardagar en nokkru sinni fyrr. Allan sunnudaginn var barizt á götunum og uppreisnarmenn beittu skriðdrekabyssum gegn skriðdrekum og brynvörðum bílum stjórnarhersins. Frétta- menn í Beirut segja að í þessum átökum hafi komið í ljós að uppreisnarherinn eflist stöðugt. Telja þeir að.stjórn Chamouns fái vart varizt lengur en í tíu daga enn að óbreyttum aðstæð- um. Krafa uppreisnarmanna er að Chamoun forseti fari frá og efnt verði til nýrrá kosninga í landinu. Chamoun hefur hætt við að fá stjórnarskránni breytt svo að hann geti látið endur- kjósa sig forseta, en hann krefst að sitja að völdum út kjörtíma- bilið, sem-lýkur í september, og vill ekki rjúfa þing. Greinilegt er að uppreisnarmenn hafa mikinn hluta þjóðarinnar á sínu bandi. Allsherjarverkfall, sem efnt var til um sama leyti og uppreisnin hófst, stendur enn, og uppreisnarmenn hafa algerlega á sínu valdi tvo all- stóra landshluta, annan nyrzt í landinu umhverfis hafnarborg- ina Tripoli, þar sem Rachid Kerame, fyrrverandi forsætis- ráðherra, er fyrir uppreisnar- mönnum, en drúsar undir for* * ustu Kamal Joumblatt ráða hér- aðinu Shouf um miðbik Líban- ons. Chamoun hefur ekki getað fengið her Líbanons til að beita sér af öllu afli gegn uppreisnar- mönnum og fréttamenn segja að töluvert af vopnunum, sem Bandaríkjastjórn sendi Líban- onsstjórn skömmu eftir að upp- reisnin hófst, sé komið í hend- ur uppreisnarmanna. Asunnudaginn, þegar ljóst varð að uppreisnarmenn eru í sókn, hófust mikil funda- höld í London og Washington um ástandið í Líbanon. Dulles utanrikisráðherra kom í skyndi til Washington og settist á fund með ráðunautum sínum í mál- um landanna við Miðjarðarhafs- botn, fulltrúum bandarískú leyniþjónustunnar og sendifull- trúa Bretlands í Washington, Hood lávarði. Á mánudaginn sat svo John H. Whitney, sendi- herra Bandaríkjanna í London, ráðherrafund sem Macmillan forsætisráðherra kallaði saman, en slikt er næstum einsdæmi. Niðurstöður fundahaldanna voru ákvarðanir þær sem skýrt var frá í upphafi þessa máls. í fyrradag sagði Dulles frétta- mönnum, að Bandaríkin væru reiðubúin til að beita valdi í Líbanon „við sérstakar aðstæð- ur“, en neitaði að skilgreina þær nánar. Stjórn Chamouns í Líbanon hefur verið mjög hlið- holl Vesturveldunum en stjórn- arandstaðan vill taka upp hlut- leysisstefnu. Stjórnir Vestur- veldanna telja að hernaðarað- staða' þeirra við Miðjarðarhafs- botn og yfirráð yfir olíulindum á þeim slóðum séu í voða ef uppreisnarmönnum tekst að hrekja Chamoun frá völdum. Sovétríkin hafa fyrir sitt leyti varað Vesturveldin við að blanda sér í innanlandsátökin í Líbanon. Talsmaður stjórnar Sameiningarlýðveldis araba sagði í Kairó á sunnudaginn: „Búast má við að landganga Camille Chamoun bandarískra hersveita í Líbanon hafi í för með sér stórstyrjöld". H ammarskjöld, framkvæmda- stjóri SÞ, er nú á leiðinni Framhald á 11. siðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.