Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 3
Föstudag'ur 4. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Þing Sainbands norræna berklasjúk- linga og S.I.B.S. haldið þessa dagana Enníremur minnzf 10 ára afmælis norræna sambandsins og 20 ára afmæds S.Í.B.S. Stjórnarfundur Sambands norrænna berklasjúklinga hófst að Reykjalundi í fyrradag og, lýkur honum í dag. Aö honum loknum, kl. 2 í dag hefst þing SÍBS. Jafnframt er minnzt í Reykjalundi 10 ára afmælis Norræna berklavarnarsambandsins og 20 ára afmælis S.Í.B.S. hér á landi. Fulltrúar á sambandsstjórn arfundinum eru: Oddur Ólafe- son læknir og Kjartan Guðna- son fyrir íslenzku félögin, Börje Nielsen formaður sam- bandsins og Henning Trudslev frá Danmörku, Taune Laes læknir, frá Kalevi Vatanen Jo’rma Patiálás prófessor og magister Veikko Járvinen frá Finnlandi, Terje Hansen og Knut Willoch frá Noregi og Einar Hiller og Alfred Lindahl frá Svíþjóð. Fréttamenn skruppu snöggv- ast að Reykjalundi í gærmorg- un og hlýddu þar m.a. á erindi ér Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hélt um framkvæmd- irnar á Reykjalundi. Alls hefur nú verið byggt á Reykjalundi fvrir 11 millj. 564 þús. kr. Ein síðasta byggingin er ný álma með 20 einsmannsherbergjum fvrir hjúkrunarkonur og starfs- iið heimilisms. Var það tekið i. notkun við komu fulltrúanna á stjórnarfund Norræna eam- bandsins, en að honum loknum mun starfsfólkið flytja þar inn. Allar framkvæmdir á Reykja lundi hafa verið með þeim stór- hug og giftu að athygli hefur - vakið víða um lönd, og létu norrænu fulltrúarnir þess getið í viðtali við blaðamennina að Reykjalundur og starfsemin þar væri hin bezta sinnar tegundar f Evrópu. Samband norrænna berkla- sjúklinga var einmitt stofnað á Reýkjalundi 15. ágúst 1948. Til- gangur sambandsins hefur ver- íð hinn sami og berklavarnafé- laganna hér, að sjá sjúklingum er útskrifazt hafa af berkla- hælunum fyrir störfum við þeirra hæfi og trvggja þeim nauðsynlega aðbúð og kjör til þess að þeir verði ekki veikir aftur. Er lögð á- herzla á að undirbúa þá þegar á berklahælunum undir að geta. hafið stprf á nv, að þjálfa þá til vinnu við þeirra hæfi begar sjúkrahúsvist lýkur og útvega þeim störf v'ð sit.t. hæfi. Séu skýrslur Svía um berkla- veiki lagðar til grundvallar hafa danðsf "11 af völdum lungnaberkla minnkað um 82- 89%; Alls em nú taldir á Norð- urlöndum 171 þús. berklasjúk- lingar. I Fiuulandi eru berklasiúk- lingar 70 bús. eða 16 af þús- undi, í Svíbióð 66 þús. eða 9, af þúsundi. í Noregi 20 þús. 600 eða 6.2 af þúsundi. I Danmörkn 13 þús. eða 3.1 af þúpurdi. Á Islandi eru berklasjúklingar 1 bús. 200. Berklaveikin er bví mest vandamál í Fiuulaudi. eu þar herjaði berklaveikin mjög í síð- asta stríði og eftir það. Ástand- ið í berklamálum mun þó ekki vera verst í Finnlandi, heldur munu hlutfallslega flestir berklasjúklingar vera á Spáni og Portúgal í öllum löndum Evrópu. Blaðamenn ræddu við fulltrú- ana frá hinum Norðurlöndun- íhaldið stofnar nýtt embætti i sem Reykvíkingar eiga að kosta — Mann til að segja verkstjórum Reykjavíkur samninga! íhaldiö samþykkti í gær aÖ stofna nýtt embætti handa einum gæðinga sjnna er Reykvíkingar skyldu borga. Embættistitill hans skal vera „félagsmálafull- trúi“ og hafi hann þaö verkefni að segja verkstjórum þar sem þeir lýstu allítar- úæjarins hvernig samningar viö verkamenn og 'aöra lega ástandinu í þessum málum liver í sínu landi, og því sem berklavarnfél. þar gera fyrir berklasjúklinga og til að vinna bug á berklaveikinni. Kom þar margt fróðlegt fram, en sem of langt yrði upp að telja að sinni. Hinsvegar kom það Ijóst fram að þeir líta aðdáunaraug- um á það sem gert hefur verið á Reykjalundi. Stéreignaskatturinn Framhald af 1. síðu. Auglýsið í Þjoðviljanum götu 3 kr. 509.905 Friðrik Þorsteinsson Túngötu 34 kr. 1.376.041 Geir Hallgrímsson kr. 188.028 Geir Thorsteinss. Ægissiðu 78 kr. 1.005.074 G'éir ‘G'. Z'oOga, Túngötu 20 kr. 717.590 Geir Zoega Öldug. 14 kr. 734.012 Gísli J. Johnsen Túng. 7 kr. 161.195 Guðjón Sæmundsson Tjarnarg. 10C kr. 160.040 Guðmundur Guðmundsson Víði- mel 31 kr. 656.5,05 Guðmundur Jónsson, Öldug. 16 kr. 818.317 Guðmundur Magnússon, Flókag. 21 kr. 172.859 Guðrún Brynjólfsd. Templaras. 5 kr. 232.158 Guðrún J. Einarsd.. kr. 210.974 Guðrún Pálsd. Barmahl. 47 kr. 231.811 Guðrún M. Petersen, Skólastr. 3 kr. 353.518 Guðsteinn Eyjólfsson Laugav. 34 kr. 212.992 Gunnar Guðjónsson, Smárag. 7 kr. 1.083.279 Gunnar Jónsson, Skúlagötu 61 kr. 255.279 Gunnar E. . Kvaran, Smárag. 6 kr. 250.957 Gunnlaugur Brieni, Tjarnarg. 28 kr. 289.213 Hafliði Halldórsson Garnla Bíó kr. 246.853 Hafsteinn Bergþórsson, Mararg. 6 kr. 235.753 I-Ialldór Jónsson Ægissíðu 88 kr. 376.548 Halldór Kjartansson Ásvallag. 77 kr. 747.872' Halldór Þorsteinss. kr. 1.141.817 Harald Faaberg, Laufásveg 66 kr. 600.403 Haraldur Á. Sigurðsson, Barma- hlíð 20 kr. 229.712 Helgi Eyjólfsson, Miklubr. 3 kr. 583.785 Herluf Clausen, Hofteig 8 kr. 203.765 Hjalti Lýðsson, Snorrabr. 67 kr. 671.087 Ilse Blöndal Túng. 51 kr. 475.032 Ingibjörg Bjömsd. Vesturg. 20 kr. 536.187 Ingibjörg Sigurðard. Suðurgötu 37 kr. 173.796 Ingibjörg Steingrímsd. Vesturg. 46A kr. 342.528 Ingibjörg M. Þorláksson Bjark- argötu 8 kr. 1.168.795 Ingigerður Eyjólfsd. Tjamargötu 45 kr. 258.683 Ingimar Brynjólfsson, Baugsv. kr. 224.836 27 13 Ingvar Vilhjálmsson Hagamel 4 kr. 374.510 Jakobína S. Guðmundsd. 221.898 Jóh. Þ. Jósefsson, Bergst.str. 86 kr. 400.032 Jóhann Ólafsson, Öldugötu 18 kr. 255.705 Jóhanna Þorsfeinsd. Ægiss. kr. 593.398 Jóhannes Helgason, Bogahl. kr. 313.913 Jóhannes Jósefsson, Pósthússtr. 11 kr. 2.096.450 Jón Bjarnason, Snorrabraut 63 kr. 170.100 Jón J. Fannberg, Garðastr. 2 kr. 359.911 Jón J. Gunnarsson Hagamel 12 kr. 363.829 Jón Helgason, Skólav.stíg 21 A kr. 243.120 Jón Kjartansson, Ósi v.Snekkju- vog kr. 545.535 Jón Loftsson Hávallagötu 13 kr. 845.000 Jón B. Valfells, Úthlíð 3 kr. 234.745 Jón Þorsteinsson Lindargötu 7 kr. 418.336 Jónas Hvannberg Hólatorgi 8 kr. 322.514 Július Schopka, Shellv. 6 kr. 248.664 launþega séu. Eitt hið allra hlálegasta sem gerzt hefur í bæjarstjórn Reykjavíkur er það þegar Gunn- ar Thoroddsen hélt framsögu- ræðu um nauðsyn nýrrar emb- ættisstofnunar á vegum bæjar- stjórnar: embætti Félagsmála- fulltrúa, og ræddi um það með sakleysislegum alvörusvip(!!) að verkefni hans ætti einkum að vera eftirlit með aðbúnaði á vinnustöðum bjá bænum, . .enn- fremur eldvarnir og slysavarnir, en alveg sérstaklega að koma í veg fyrir árekstra rhilli verka- manna og vinnuveitenda, líta eftir að samningar við verka- menn séu haldnir og hafa sam- band við vinnustöðvarnar og bera hag launþega fyrir brjósti á allan hátt. Þegar íhaldið heldur slíkar ræður um ást sina og umhyggju fyrir verkamönnum minnir það ónotalega á það þegar andskot- inn kvað hafa lesið faðirvorið aftur á bak. Nú er Satan garnli að mestu úr sögunni — en íhald- ið er enn í góðu gengi, og á vafalaust eftir að halda margar ræður enn um umhyggju sína fyrir verkamönnum. — Það sýn- ir hana ævinlega í verki með því að standa i öllurn vinnudeil- um við hlið harðvítugustu at- vinnurekendanna. Magnús Jóhannsson hélt aðra framsöguræðu um nauðsyn emb- ættisstofnunar þessarar, og sínu lengri en borgarstjórinn. Var á honum að skilja að hann hefði fengið þessa flugu á s.l. hausti er einhverjír aðilar buðu honum og Jóhanni Möller á Siglufirði til Bretlands til þess að kynna sér sambúð verkamanna og at- vinnurekenda þar. Meginfagnað- arboðskapur Magnúsar var að tengslin milli verkamanna og atvinnurekenda ættu að verða miklu nánari og legðu Bretar alla áherzlu á að koma í veg fyrir árekstra milli þeirra, m. a. létu þeir trúnaðarmennina á vinnustöðvunum ekki matast með hinum óbreyttu verkamönn- uma beldVU'Á séfpal og héldu þar fundi með þeim. Guðmundur J. Guðmundsson minnti á að starfandi . væri sér- stök öryggismálastjórn á vegum þess opinbera, með nokkrum starfsmönnum, er hefði það verkefni að líta eftir öryggi á vinnustöðum, jafnframt því að á . hverjum vinnustað væri slíkt verkefni Irúnaðarmanna verka- lýðsfélaganna, og myndi félags- málafulltrúi íhaldsins því naum- ast bráðnauðsynlegur til þeirra starfa. Þá kvaðst hann vart skilja að setja þyrfti sérstakan mann til að segja verkstjórum Reykjavíkurbæjar hvernig samn- ingar við verkamenn væru, og tæpast væri mjög brýnt að stofna embætti til að jafna á- greining við verkamenn. Yfirleitt væri ágreiningur milli verka- manna hjá bænum og viðkom- andi yfirmanna lítill og þegar slíkur ágreiningur hefði risið hefði tekizt að jafna hann há- vaðalaust. Það væri því áreiðan- lega eitthvert annað verkefni en framsögumenn íhaldsins létu í veðri vaka, sem honum væri ætlað að vinna, — hvað það Framhald á 6. síðu íslendingar í Göttingen krefjast undanjiágu frá yfirfærslugjaldi fyrir námsmenn Göttingen, 24. júní 1958. Til ríkisstjórnar Islands. Félag íslendinga i Göttingen fer þess á leit við hæstvirta ríkfsstjórn, að reglugerð um skatt af gjaldeyrisyfirfærslum til námsmanna erlendis verði tekin til gaumgæfilegrar endur- skoðunar. Vart þarf að taka fram, hversu hart þessi ráðstöfun kemur niður á námsmönnum. Samkvæmt fréttum að heiman telst okkur til, að verð á helztu nauðsynjavörum hafi hækkað um 10-20% eða minna. Náms- menn verða hinsvegar að bera hækkun, sem nemur 30%. At- hygli skal einnig vakin á því, að fargjöld milli landa hafa hækkað um 55%. Hér gætir greinilega nokkurs misræmis. Við viljum fvlgja málaleitan okkar úr garði með atliuga- semd, sem okkur þykir íhugun- anmrð. Eins árs námsyfirfærsla til Þýzkalands nemur kr. 24,000.00. Þrjátíu hundraðshlutar þess- arar upphæðar eru kr. 7.200.00. Menntamálaráð veitir árlega kr. 5.000.00 sem styrk eða lán úr ríkissjóði til námsmanna í Þýzkalandi. Það er ekki fjarri lagi, að gerður sé samanburður á þessum upphæðum. Allur sá styrkur eða lán, sem við fáum frá menntamálaráði, rennur að viðbættum kr. 2.200.00 aftur til ríkissjóðs. Gæta ber þess, að yfirfærsla til náme er mismunandi til hinna ýmsu landa, allt eftir því, hve dvalarkostnaður er hár á viðkomandi stað. Hlut- fallsleg hækkun er því mest til þeirra landa, þar sem dval- arkostnaður er hæstur. Afleið- ing þessarrar ráðstöfunar yrði því sú, að flestir námsmenn ættu ekki annarra kosta völ, en leita til þeirra landa, þar eem dvalarkostnaður er lægstur, en gætu hinsvegar ekki valið menntastofnanir við sitt hæfi. Væri þá hætta á, að sérfræði- menntun yrði of einhliða, en auðsætt er, að slíkt er þjóðfé- laginu skaðlegt. Fari svo, að endurskoðun um- ræddrar reglugerðar leiði í ljós, að ekki sé hægt að leggja nið- ur 30% skatt á gjaldeyrisyfir- færslur til námsmanna, viljum við mælast til þess, að hæstvirt ríkisstjórn bæti það tjón, sem námsmenn biða við þessar að- gerðir. Óskir okkar eru mjög á- kveðnar: Við förum fram á, að styrk- ur eða lán hækki það mikið, að sambærileg not verði af og fyr. Ennfremur mælumst við til, að ríkisstjórnin beiti áhrif- um sinum til þess, að náms- mönnum sé gefinn kostur á frí- um ferðum landa á milli a.m.k. tvisvar sinnum á síðari hluta námsferils. Alvara þessa máls ætti öllum að vera Ijós, og væntum við því skjótrar, jákvæðrar úr- lausnar. Félag Islendinga í Göttingen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.