Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Föstudag-ur 4. júlí 1958 HJðÐVIUINN ÚtKefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfösson, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. 1 Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Það sera réð úrslitum fslendingum. er Ijóst að út- A gáfa reglugerðarinnar um stækkun landhelginnar í 12 rnílur er atburður sem lengd verður minnzt í íslenzkri sögu. Hann er hliðstæður því er þjóðin endurheimti fullveldi sitt 1918 og er lýðveldið var stofnað 1944, og liann er raunar áframhald á sömu braut: Islendingar eru að end- urheimta hluta af landsrétt- indum sínum, hafsvæði sem áður laut yfirráðum þeirra og er óaðskiljanlegur hluti ís- lands. Þetta er ekki fullnað- arsigur í málinu, en þetta er eflaust stærsta skrefið að markinu; með 12 mílna fisk- veiðilandhelgi hlýtur að draga mjög stórlega úr sókn er- lendra skipa. á Islandsmið og síðari aðgerðir munu því ekki valda eins mikilli erlendri andstöðu og stækkunin í 12 mílur. T'n á sama tíma og þjóðin fagnar öll þessum stórat- burði og heitstrengir að tryggja rétt Islands og hags- muni með óbifanlegri sam- stöðu, heyrist ein hjáróma rödd. Það er hið lánlausa mál- gagn Alþýðuflokksins. Þegar fréttin um útgáfu reglugerð- arinnar var birt hafði blaðið ekkert um atburðinn að segja frá eigin brjósti annað en ó- ánægjunart og skæting. Og í gær birtir blaðið feitletraðan ramma á forsíðu þar sem ráð- izt er með fúkyrðum á Lúðvík Jósepsson, manninn sem liefur haft alla forustu um fram- kvæmd landhelgismálsins og undirritaði reglugerðina um stækkunina fyrir Islands hönd. Ramminn er auðsjáan- lega skrifaður af Guðmundi I. Guðmundssyni utanríkisráð- herra og hann lýsir hugarfari sínu þegar 12 mílna landhelgi hefur verið óafturkallanlega ákveðin með þessum orðum: „Lúðvík fær skömm fyrir . . . hefur Lúðvík ekkert hugsað . , . Eins og vænta má skilja kommúnistar aldrei, að tilver- an sé neitt annað en glamur og stóryrði, en að undirbúa slíkt mál sem þetta á sóma- samlegan hátt, svo að þjóð- inni sé sómi að afgreiðslu þess, það kæra þeir sig sýni- lega ekki um. í fmun vikur virðist Lúðvík ekkert hafa um landhelgismálið hugsað . . . hann hefur einnig skömm af frammistöðu sinni við und- irbúnin.g þess*'. Svona líður utanríkisráðherra og félögum hans sömu dagana og þjóðin fagnar mikilvægum sigri í sjálfstæðisbaráttu sinni. Allir vita af hverju þessi reiði stafar. Öll þjóðin veit að ytanríkisráðherra vildi ekki gð landhelgismálið yrði endanlega ákveðið í maí s.l. Öll þjóðin veit að utan- rí.kismálaráðherra lagði til s.l. laugardag að útgáfu reglu- gerðarinnar yrði frestað í a. m.k. mánuð enn, þvert ofan í fyrri eiginhandarundirskrift sína. Allir vita einnig hvað- an þessi frestunarfýsn ráð- herrans er runnin. En hann kann af eðlilegum ástæðum ekki við að flíka hinum raun- verulegu hvötum sínum. Þess vegna hefur hann taiað um áhuga sinn á grunnlínubreyt- ingum, án þess að hafa feng- izt til að bera fram eina ein- ustu tillögu um það efni þótt gengið væri á hann mánuð eftir mánuð, vi'ku eftir viku og dag eftir dag! Þess vegna talaði hann einnig um óhjá- kvæmilegar reglur um veiðar togaranna innan hinnar nýju línu, án þess að geta borið fram um það efni nokkra minnstu tillögu! F»essi viðbrögð Alþýðublaðs- *■ ins og ráðamanna þess skipta að sjálfsögðu engu ] máli; ólund þeirra gefur að- ! eins ánægju þjóðarinnar fyll- j ingu. Allar þjóðir eiga sína ólánsmenn, sem skerast úr | leik þegar alger samstaða | skiptir öllu máli. En þessi reynsla sýnir á áþreifanleg- asta hátt að það réð einmitt úrslitum í landhelgismálinu að framkvæmd þess var ekki í höndum slíkra manna. Þjóðhœttulegt ofstœki Spáir ekki góðu [iklar vonir eru um allan heim. bundnar við ráð- stefnu kjamorkufræðinganna í Genf um forsendur fyrir samn- ingum um bann við kjarnorku- sprengjutilraunum. Fátt er jafn ömurlegt og andstætt heil- bi'igðri skynsemi og tilraunir þessar; með þeim er verið að eitra fyrir okkur jörðina og andrúmsloftið, kalla sjúkdóma og dauða yfir þá sem nú lifa, auk þess sem erfðafræðingar segja að enginn geti spáð fyrir um það hversu ógnarlegar af- leiðingar tilraunir þessar kunni að hafa á óbornar kynslóðir, afkomendur okkar lið fram af lið. 17'n því miður spáir það ekki góðu um ráðstefnuna, að bandarísk stjómarvöld skuli nota einmitt þessa daga, er hún hefur störf sín, til nýrra tilrauna, sprengja eina hel- sprengjuna annarri öflugri dag eftir dag og halda áfram að eitra fyrir okkur hnöttinn. Auk þess eru tilraunirnar furðu kaldrifjuð ögrun við Sovétríkin, sem hafa fellt niður tilraunir ' sínar með öllu til þess að auðvelda s^m- j • j ■, ■ . h . i-O j komulag. Þegar þannig er áð unnið, er ekki að furða þótt tortryggnin sé mikil og erfitt að festa trúnað á að bandarísk stjórnarvöld vilji í rauninni nokkurt samkomulag í kjam- orkumálum og vígbúnaðarmál- um yfirleitt. Mikill ágreiningur var um það í forustuliði Sjálfstæðis- flokksins hvort flokkurinn ætti ásamt öðrum flokkum að senda þingmenn. til Sovétríkjanna í boði Æðsta ráðsins, en ofstæk- isklíka Bjama Benediktssonar fékk því ráðið að boðinu var hafnað á síðasta degi, enda þótt flokkurinn hefði áður ver- ið búinn að þiggja boðið og annar fulhrúi hans væri búinn að sækja áritun á vegabréf. sitt. Neitunin er rökstudd með því í Morgunblaðinu að með henni sé verið að mótmæla af- tökum í Ungverjalandi. Enginn annar flokkur á Vesturlöndum hefur þó brugðjð þannig við; þannig tilkynnti aðalleiðtogi bandaríska demokrataflokks- ins, Stevenson, sama dag og Sjálfstæðisflokkurnn neitaði, að hann myndi að sjálfsögðu fara til Sovétríkjanna; hins vegar myndi hann segja þar skoðanir sínar hreinskilnislega um aftök- ur í Ungverjalandi og hvað annað sem hann teldi ástæðu til að gagnrýna og áiellast. Ilefði verið ólíkt mannlegra af Sjálfstæðisflokknum að snúast þannig við, og illa þekkir Þjóð- viljinn Pétur Ottesen ef hann er ekki rnaður til að segja meiningu sína hvort sem hann er staddur í Sovétríkjunum eða annarsstaðar. Það sem veldur afstöðu Sjálf- stæðisflokksins er eitt saman ofstækið. Menn muna að þegar Bjarni Benediktsson varð ut- anríkisráðherra 1947 felldi hann þegar niður öll viðskipti íslendinga við Sovétríkin. Af- leiðingin var markaðskreppa hér á landi, framleiðslustöðv- anir og verðfall annarsvegar, og hins vegar betl, gjafakorn Hækkar bærínn Framhald af 12. síðu. Eftir að hafa greitt 141 þús. kr. útborgun þurfa kaupend- urnir að innrétta íbúðirnar og má ætla að það kosti 30—50 þús. kr., svo endanlegt útborg- unarverð komizt í 180 þús. kr. Þá átaldi Ingi að þeir sem fá lán til íbúðakaupa hjá Reykjavíkurbæ eru látnir af- sala til bæjarins rétti sínum til A og B-lána, en margir í- búðakaupendur hafa einmitt treyst því að fá slík lán til þess að geta fullgert íbúðirnar og flutt inní þær. Fulltrúar íhaldsins með borg- arstjórann í broddi fylkingar risu upp hver á fætur öðrum, forðuðust að ræða tillögu Inga málefnalega en ruddu úr sér glamuryrðum, illyrðum og á- sökunum á hendur húsnæðis- málastjórn .núverandi ríkis- stjórn og fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn. Hávaði þeirra var óslitinn vitnisburðahkór um slæma samvizku, enda vita all- ir þessir menn að íhaldið lof- aði ölluni öllu við setningu veðlánakerfisins fræga, tæmdu það fyrir kosningar og skiluðu því ekki aðeins tæmdu heldur og þrotnu að tekjum í hendur núverandi stjórnar. Slikir menn ættu að hafa vit á að þegja og skammast sín. Samþykkt var að fresta af- greiðslu á tillögu Inga R. Helgasonar, og fær bæjarstjórn því mánaðar umhugsunarfrest og hernám til þess að vega upp hina glötuðu markaði. Mun vart nokkur önnur þjóð hafa orðið að leggja annað eins á sig í kalda stríðinu og Islend- ingar urðu að gera fyrir til- stuðlan Bjarna Benediktssonar. En Bjarni virðist alltaf vera jafn reiðubúinn til Þess að taka upp aftur þessa stríðs- stefnu; hann mun vera herská- asti stjórnmálamaður á Vest- urlöndum þótt hann hafi sem betur fer enga vetnissprengju til að veifa; það er sannarlega lán fyrir veröldina að hann skyldi ekki fæðast hjá stór- þjóð, þótt mikið sé á íslend- inga lagt að verða að sitja uppi með hann í staðinn. Það er ekki nema eðlilegt að íslendinga greini á um stjórn- arf.ar Sovétríkjanna og raunar allra annarra þjóða í veröld- inni og að menn ófellist hvað það sem þeir telja ámælisvert í fari annarra. Hitt er ofstæki að láta slík sjónarmið teyma sig svo langt að hafna eðlileg- urn samskiptum og vera reiðu- búinn til að fórna hagsmúnum þjóðar sinnar. En slíkt er of- stæki Bjarna Benediktssonar, eins og nú kemUr dagleg,a íram í Morgunblaðinu, og þá stefnu myndi hann kalla yfir íslend- inga á nýjan leik ef hann fengi aðstöðu til. Einu tillögur Alþýðuflokks- ins í landhelgismálinu voru þær að fresta því! Alþýðublaðið í gær hefur þau kynlegu tíðindi að flytja í stóriun rarnma á forsíðu að stækkun landhelg- innar í 12 nijhir og Iokun þeirra miða fyrir útlending- um sé algert AUKAATRIÐI, aðalatriðið sé það hvernig veiðum íslenzku togaranna verði háttað! Blaðið segir orðrétt; „Hann þarf nú að skipa nefnd til að athuga AÐAL- ATRIÐI þeirrar reglugerðar, sem hann var að gefa út! I stað þess að hafa málið vandlega undirbúið, gefur hann út teglugerð um að síðar skuli gefin úfc reglugerð uin ABALATRIÐI MÁLSINS". Þetta er .glöggt dæmi um skilning Alþýðublaðsins á Iandhelgismálinu, svo að ekkj sé minnzt á skapsmuni Jiess eftir að endanleg ákvörðun hefur verið tekiu og lögbundin. En hver hefur afstaða Alþýðuilokksins sjálfs svo Aerið til þess „aðalatriðis" hvernig liátta skuli veiðuin togaranna ? Afstaða Alþýðubandalagsins hefur alla tíð verið skýr. Lúðvík Jósepsson flúttj um það formlega tillögu 28. aprjl s.I. að íslenzku togurumun skyldj heimilað að veiða á nýja svæðinu eftir sérstökum reglum, sem þó yrðu ekki settar fyrr en sex mánuðum eftir að hin nýja regugerð yrði sett gagnvart útlendingum. Alþýðubanda- Ia,gið hefur alltaf talið það hyggilegt að setja reglur um þetta sérmál íslendinga, óháð því mikla átakamáli sem að útlendingum snýr. Alþýðuflokkurinn kvaðst hins- vegar vilja að reglur um íslenzku togarana yrðu settar strax. En þegar hann hefur verið að því spurður í meira en H'o mánuði Iivernig liann vildi Iiafa reglurnar, hverjar væru tillögur hans, þá hcfur hann engu getað svarað og ekkj flutt eina einxistu tillögu. Seinast á laugardaginn var viðurkeimdi Guðmundur í. Guðmunds- son að hann hefði engar tillögur fram að færa, en Iagði til að útgáfu reglugerðarinnar yrði frestað í a.m.k. mánuð enn! UMTALIÐ UM ISLENZKIJ TOGARANA ÁTTI SEM SAGT AÐ NOTA TIL ÞESS EINS AÐ REYNA AÐ FÁ FRESTAÐ ÍJRSLITUM I UANDHELG- ISMÁLINU SJÁLFU, SAMKVÆMT KRÖFUM ER- LENDRA ADILA. Sama máli gegnir um giumnlínurnar. Lúðvík Jóseps- son fhitti 28. apríl s.l. tillögu um breytingar á gnmn- línum og Iagði fram kort af grunnlínubreytingunum. Alþýðuflokkurinn iekkst ekki til þess að veita þeim tillögum neinn stuðning, og Iiann hefur aldrei — þótt sífellt væri leitað eftir því — flutt eina einustu til- lögu um griinnlínubreyííngu og alltaf lýst yfir þvií að Iiann væri ekki reiðubúinn til að taka afstöðu til íil- Iagna um grunnlínubreytingar. Hann hefur aðeiiis liaft uppi almennt umtal um grunnlínurnar og Iagfc til — seinast á Iaugardaginn — að landhelgismálinu yrði frest- að í a.m.k. einn mánúð enn, þrátt fyrir fyrri Ioforð, skuldbindingar og persónulega undirskrift Guðmundar I. Guðmundssonar. ALLIR VITA AÐ ÁSTÆDAN ER SÚ AÐ GUÐMUNDÚR t GUDMUN D SSON VILL FÁ AÐ HALDA ÁFRAM MAKKI VIÐ ÚTLENDINGA UM ÞETTA MÁL, SEM VARÐAR LÍF EÐA DAUÐA ÍS- LENZKU ÞJÓÐARINNAR, EINS OG FORSÆTISRÁD- HERRA HEFUR KOMIZT AÐ ORÐI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.