Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 rpvær ungar manneskjur reika um nótt á götum Moskvu — hamingjusamar og ástfangn- ar — Veronika og Boris. En gæfa þeirra verður skamm- vinn, því Boris verður að halda á vígstöðvamar. Veronika er ein eftir, og hún kvelst af þrá og ótta, og það kemur ekkert bréf. Dag nokkurn farast for- eldrar hennar í loftárás, og hún er að því komin að yfir- bugast af sorg og einmanaleik. En þá kemst hún í kynni við annan mann. Henni er það á móti skapi, en þar sem henni finnst lifið hafa glatað gildi sínu, giftist hún honum. t>að gerir henni lífið aðeins leiðara, þvi hún elskar ekki mann sinn heldur hinn, sem er langt burtu, og henni finnst hún hafi hegðað sér ósæmilega. Brott- flutningur, sorg og söknuður, sjálfsmorðstilraun, skilnaður — allt verður hún að þola. Síðan reka en létu þó líf eða heilsu á vígvöllunum. Hann hefur skrifað um þá sem voru bak við víglínurnar og lifðu beiskju brottflutning- anna, þreytuna, áhyggjurnar út af örlögum ástvina sinna, hina óþolandi bið, hin óbætan- legu tjón, um þá sem bognuðu um stund, um þá sem brotn- uðu að fullu. Það hefur mikið verið skrifað um styrjöldina sem afrek fóiksins, og það er eðiilegt. Verðleikar Rozoffs eru meðal annars þeir, að hann hefur einnig lýst styrjöldinni sem ógæfu, sem limlestir suma líkamlega og aðra siðferðilega, reynslu sem buga þá veiku og herðir þá sterku. Náin samvinna leik- stjóra og mynda- tökumanns Það eru atriði í myndinni Hún tengdist öðruin manni gegn viija sínum, meðan Boris var á vígvellinum. en hamingjuna fann hún eliki. Trönurmr íljúga Sovézka kvikmyndiit, sem fékk íyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. bíður hún eftir Boris á nýjan leik. En Boris er fallinn, og hún fær fréttina frá einum félaga hans. Hún trúir henni þó ekki, og á sigurdaginn bíður hún sem brenna sig inn í hug á- horfandans, atriði sem lengi munu lifa sem listrænir há- tindar. Leikstjórinn, Kalatozoff og myndatökustjórinn, Úros- evski, hafa gert myndir sem Með leik sínum í myndinni ..Trönurnar fljúga“ hefur Tatjana Samojlova bætzt í hóp fremstu leikara kvikmyndaheimsins. Hér er atriði úr myndinni. með blómin sín eftir Boris. Þégár henni verður ljóst, að h'ann var einn þeirra, sem ekki koma aftur, réttir hún þeim, sem komust af, blómin. Mynd um tilgangs- leysi styrjalda Viktor Rozoff hefur skrifað kvikmyndasöguna eftir lejkriti sínu „Þeir eilífu“. Rozoff lætur leikrit sitt og kvikmynd ekki fjalla um hinar ungu hetjur styrjaldarinnar heldur hina nafnlausu hermenn sem einatt unnu hetjudáðir en enginn veitti athygli, eða fengu -ef til vill ekki aðstöðu til af- eru ógleymanlegar i fegurð sinni og spennu. Eitt slíkt atriði er það, þegar Vemnika reýniir að kom.as|t nægilega snemma til að kveðja Boris, sem er að fara á víg- stöðvarnar. Leikstjórinn hefur hlekkjað saman ýmsar tilviij- anir á rökréttan hátt, þannig að úr verða áhrifamikil átök. Geysileg skriðdrekalest fer gegnum Moskvu á leið til vig- stöðvanna og stöðvar Veroniku. Hún hikar andartak, síðan smeygir hún sér út úr áhorf- endahópnum á götunni — ung stúlka í hvítum kjól hleypur inn á milli þriggja raða af risavöxnum skriðdrekum. Úros- evski hefur tekið mjög áhrifa- miklar myndir af þesari snjöllu hugmynd — ung stúlka í skrið- drekastraumnum miðjum. Þegar Veronika kemst á leið- arenda finnur hún mikinn manngrúa sem kominn er til að kveðja. Hvernig á hún að finna Boris sinn? Leikstjórinn beitir þá næsta alkunnri að- ferð — tekur yfirlitsmynd af mannfjöldanum, en hún er þannig gerð að áhorfandinn man eftir hverju andliti, og síðan sést Veronika þröngv.a sér gegnum hópinn, og til- finningar hennar birtast í eft- irminnilegum leik. Enn eitt meistaralegt atriði er dauðastund Borisar. Hann hefur orðið fy/ir kúlu, riðar og fellur. I sömu andránni er einnig sýnt .hvernig blaðlaus trén titra og skjálfa. Áður en Boris missir meðvitund, sér Alexei Bataloff, sem leiltur elsldiuga Veroniku, hermanninn hann trjágreinarnar sveiflast Boris, er eiun hinn kunnasti af yngri kvikmyndaleikurum yfir höfði sínu sem ímynd hins Sovétríkjanna. fjarlæga, friðsamlega lífs og þær minna hann á drauma® 1—“—-----------------------------------—---------------- sem aldrei munu rætast. Síðan hringsnúast greinarnar fyrir augum hans — dauðinn sækir hann heim. Synd víða um lönd Leikkonan unga, Tatjana Samojlova, leikur Veroniku, og með þessari mynd bætist hún í hóp fremstu leikara í heimi. Þetta er fyrsta meiriháttar hlutverk hennar. Hins vegar hefur Alexei Bataloff mörg meh’iháttar „ hlutverk að baki, en hann leikur Boris í mynd- inni. Það eru fyrst og fremst þau tvö sem halda mjmdinni uppi, hvað leikinn snertir, en þó verður ekkert fundið að meðferð annarra hlutverka. Eftir að rnyndin fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes hefur hún verið pönt- uð til sýninga í flestum lönd- um heims. Hvenær kernur hún hingað? Ný tillaga Krústjoffs til að draga úr styrjaldarhættimni í gær var birt nýtt bréf frá Nikita Krústjoff forsætis- ráðherra Sovétríkjanna til Eisenhowers Bandaríkjafor- seta. í bréfinu leggur Krúsjoff til að mjög bráðlega verði hald- inn fundur til að ráðgast um, hvemig hægt verði með samn- ingum að komast hjá óvæntum skyndiárásum ríkja hvert á annað. Þessi ráðstefna ætti síðan að leggja niðurstöður síríar fvrir1' væntanlegan fund æðstu manna. Krústjoff segir í bréfinu, að vegna þess ástands, sem nú ríkir í heiminum, sé nauðsyn- legt, að ráðstafanir verðj gerð- ar í þessum efnum. Allar lík- ur séu til þess að hægt vcrði að komast að samkomulagi um slíkar ráðstafanir. Þá ber.dir Krústjoff á hættuna sem af þvi stafar að bandarískar flug- vélar fljúgi hlaðnar kjarna- vopnum yfir Vestur-Evrónu og norðurskautssvæðið. Stöðugt flugi á þessum slóðum og stefni þær ætíð í áttina að landamærum Sóvétríkjanna. Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að í bréfinu væri margt, sem vcrt væri að athuga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.