Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 4. júlí 1958 I Brasilía — Svíþjóð ? Framhald af 9. síðu. gekk nákvæmlega til eins og í fyrra sinnið. Eftir þetta þótti vissara þegar Garrincha fékk knöttinn hættulega nærri að tveir tækju að sér að gæta hans. Þó segja megi að eiðasti hálftíminn af fyrri hálfleik hafi verið sýning af hálfu Brasilíu áttu Sví.ar áhlaup við og við og á 44. mí.nútu var Börjeson kominn fram í stöðu miðherja og fékk tækifæri en hikaði og var of seinn að skjóta og markmaður fékk varið, út við stöng. Nokkru áður áttu Sviar þó gullið tæki- færi, er Liedholm skaut úr slæmri stöðu, en þá stendur Hamrin frír rétt til hliðar, en Liedholm tók ekki eftir því. Hraði Brasilíumanna vex Strax í síðari hálfleik auka Brasilíumenn hraðann og Sví- ar hafa minna og minna að eegja. Þeir reyna að leika á Hamrin, næstum í tíma og ó- tíma en Santos gætir hans eins og sjáaldurs auga sins og Hamrin kemst ekkert. Það einkennilega er líka að Sví- arnir reyna ekki að leika á Nagga Skoglund sem er mjrg lítið með í þessum hálfleik, sendingar þær sem þeir fengu voru líka mjög elæmar og kom lítið útúr þeim. Á 51. mínútu er Pele kom- inn fram, fær knöttinn og skorar óverjandi fyrir Karls- son, eftir að hafa leikið lag- lega á Julle Gustafsson. Á 64. minútu er það vinstri útheriinn Zagallo sem skorar, Var Kalle of seinn niður og fór knötturinn undir hann, forleikur að marki þessu voru mistök í vörn Svíanna. Annað mark Sv'anna kom á 80. mín. og skoraði Simons- son það eftir að Liedholm hafði sent knöttinn laglega í gegnum varnarvegg Brasilíu- manna. Á síðustu mínútunni skoraði Pele með skalla, og hefði Kalle ef til vill átt að grípa inní áður og bjarga. Ekki of stór sigur Eins og leikur Brasilíu- manna gekk til var sigurinn ekki of stór. Þeir hefðu átt að geta skorað nokkur mörk í viðbót, þó Kalle Svensson og aftasta V/örnin hefði ef til vill átt að geta varið eitt- hvað af þeim mörkum sem komu. Eftir að leið á leikinn voru þeir betri á öllum svið- um. Það hafði verið búizt við því að hin sterka vörn Sví- anna mundi bíta frá sér, en það brá svo við að þeir töpuðu nærri hverju einasta einvígi hvort sem það var um knött á jörðu niðri eða það var bar- izt um hann með skalla. í betta sinn sameinuðu þeir einstaklingsafrekin og á því sviði höfðu þeir oft sýningu fvrir áhorfendur á Rásunda, og felldu það m jög fallega inn í samleik sem líka var full- komin sýning, og sýnir að þeir hafa full tök á flokks- leiknum þegar þeir telja að þess þurfi verulega við. Það mynduðust aldrei eyð- ur milli sóknar og varnar og sá Didi mést fyrir því en hann er einn mesti snillingur sem hér hefur leikið á þeesu móti því hann er snillingurinn í öllu sem hann tekur sér fyr- ir hendur. Framvarðalínan Zido, Bellini og Orlando, höfðu fullkomið vald á miðju vall- arins. Það má segja að i hverju sæti sé listamaður sem sé eiginlega fullkominn til að taka því sem að höndum ber í knattspyrnu, og það meira að segja hinn 17 ára Pele. Framlí.na Svíanna náði aldr- ei saman eftir að fyrstu 10— 12 mín. sóknarlotunni lauk, og það var eins og þeir fyndu sig litla. Sendingar sem þeir venjulega fara nákvæmt með, fóru út og suður. Innherjarnir lágu of aftarlega og ekkert eamband var við hina þrjá frammi. Julle Gustafsson virt- ist ekki vita hvernig hann ætti að taka Vava, og átti ekki góðan dag, og sama er að segja um Svensson í mark- inu. Það er líka enginn hægð- arleikur að átta sig á þessum sikviku Brasilíumönnum sem ráða yfir ægihraða og leikni sem gæti verið sýning útaf fvrir sig. Sviarnir léku líka allir nema Gunnar Gren, Ber- mark og Simonsson, nokkuð lakar en þeir eru vanir, en ekki verður annað sagt en að eænska liðið hafi staðið sig vel í keppni þessari, þó jafn- framt megi segja að þeir hafi verið heppnir á ýmsan hátt. Franski dómarinn M. Guigue var miög gcður og myndugur, og hafði leikinn í hendi sinni allan tímann. Grétu hoppuðu og hlógu Það þarf ekki að taka það fram að eftir hvert mark mátti í já tvo til fimm sex í faðmlögum á vellinum, en allt keyrði um þverbak þegar dómarinn hafði gefið merki um að leikurinn væri búinn, þá hófust faðmlögin aftur og nú með hálfu meiri ákafa en áður. Þeir hoppuðu og veif- uðu, föðmuðust margir í. senn og ýmist hágrétu eða hlógu, og við hópinn bættust svo varamenn, blaðamenn frá Brasilíu, og aðrir vinir sem tóku þátt í þessum fagnaði. Þegar heldur fór að sljákka í þeim tóku leikmenn allir geysistóran sænskan fána og héldu í jaðra hans og hlupu einn hring um völlinn sem tákn þakklætis og virðingar við sænsku áhorfendurna og þjóðina í heild fyrir vinsemd, því þeir urðu allra þjóða vin- sælastir hér. Þegar konungurinn kom til að heilsa uppá hina nýbökuðu meistara, sáust þeir vart fyr- ir, og einn leiðtoginn tók um hálsinn á kóngi í gleði sinni, leikmenn sýndu hendur sín- ar á eftir og sögðu: Þessar hendur hafa heilsað konungi. Arthur Drewery form. FIFA afhendir heiðurslaun og þakkar Á eftir leikinn ávarpaði for- seti alþjóðasambandsins, Art- hur Drewery leikmenn og á- horfendur og hélt því fram m.a. að úrslitaleikurinn sýndi hvernig leika ætti knattspyrnu og hvernig hæg^t væri að leika hana. Hann árnaði sigurveg- urunum heilla, og þakkaði fyrir hönd FIFA hina ágætu framkvæmd mótsins. Síðan afhenti hann fyrirliða Brasilíumanna, gripinn, sem er stytta, heldur litil að ‘ fyrirferð en þeim mun meira verðmæti því hún er úr gulli, kostaði þegar hún var gefin 30.000 sænskar krónur! Styttan vegur 1.8 kg. og var gefin af Frakkanum Jules sem var forseti FIFA frá 1919 til 1954. Þá fengu leikmenn verð- laun: gull, Brasilía; silfur, Svíþjóð, og brons, Frakkland. Heimsmeistararnir Hér fer á eftir stutt yfirlit um hvern einstakan leikmann Brasilíu. Nöfnin í svigum eru skírnarnöfn þeirra, en marg- ir eru oftast nefndir gælunöfn- um. Gilmar (Gilmar dos Santos Neves) verður 28 ára í ágúst, og liefur leikið fyrir Corinthi- ans frá Sau Paulo síðan 1951. Síðan 1953 hefur hann leikið í landsliðinu. Hann hefur grætt offjár á knattspyrnunni og er talinn milljónari í knatt- epyrnunni. Dejakna Santos (Dejalma dos Sandos) er öruggur varn- arleikmaður sem hefur sýnt góða leiki í móti þessu, Hann var með í keppninni 1954. Leikur í félaginu Portuguesa í iSau Paulo. Nilton Santos (Nilton dos Sandos) fær eftir þetta mót þann titil að vera bezti bak- vörður vinstra megin, af þeim sem fram kom, og var álika góður á mótinu í Sviss. Spark- öryggi, leiknj og hraði fékk aðdáun og ekki var hann síðri með skalla. Zido (Jose EIi Miranda leikur sem atvinnumaður í Santos. Kom fyrst verulega fram í meistarakeppninni í Suður-Ameríku í fyrra í Lima. Er 25 ára en hafði aðeins 2 landsleiki áður en þessi HM keppni byrjaði. Bellini (Hidraldo Luiz Bell- ini) var þekktur áður en þessi HM képpni hófst, sem mjög öruggur varnarmaður, í Bras- ilíu, en þar leikur hann fyrir Vasco da Gama. Orlando (Orlando Francisko Santos) er að kalla byrjandi, er aðeins 22 ára gamall og leikur fyrir Vasco da Gama. Garrinclia (Manoel Franc- isko Santos) Stanley Matth- ews Suður-Ameríku. Hann hefur sýnt mikla leikni í því að leika á menn með skrokk- hreyfingum og hafa þær verið nokkuð einhliða, en samt sjá bakverðir ekki við honum. Sterkasta vopn hans er ótrú- legur viðbragðsflýtir. Didi (Waldir Pereira) er innherji Bodofogo. Maður sem kann allt og hefur af þeim sökum verið maðurinn sem hefur verið stjórnandi liðs- ins í leik. Hann vakti þegar athygli á sér 1954. Vava (Evaldo Izidio Neto) Frakkland — Framhald af 9. síðu. er með knöttinn, Fontaine æðir út til hægri þar sem mannlaust er og öskrar á knöttinn og bakvörðurinn var ekki í vand- ræðum með að senda lianp háp nákvæmt til Fontaine sem nú getur hlaupið óhindraður beint i áttina til marksins. Markmað- ur ætlar að loka með því að fara út en Fontaine læðir knettinum fast útvið stöngina og i netið, óverjandi fyrir mark- mann. Góður Ieikur, of mikill munur Leikur þessi var mjög vel leikinn og sýndu áhorfendur hvað eftir annað að þeir kunnu að meta þá list sem þar var á borð borin, með því að klappa ákaft fyrir liðunum á víxl, og þó meir fyrir leik Frakka, sem var mun tilbreytingaríkari. Þjóðverjarnir voru nokkuð harðir og sérstaklega voru rennihindranir þeirra hættuleg- ar og tók hinn brasilíski dóm- ari, Brozzi, mjög hart á þessu. Hafa gagnrýnendur tekið hart á þessu hér og telja þetta hættu- legan leik, sem Þjóðverjar ein- ir, að kalla, nota mjög mikið. Fékk einn leikmaður Þjóðverj- anna aðvörun fyrir slíkan leik margendurtekinn. Slíkar hindr- anir eru aðeins framkvæman- legar á grasi. Þýzka liðið var nokkuð breytt frá því í leiknum við Svia, og munaði þar mestu um að aldursforsetinn Fritz Walther var ekki með og mátti sjá að það vantaði skipuleggjar- ann í framlínuna til þess að reka rembihnútinn á sóknar- aðgerðir. Þjóðverjarnir eru mjög leiknir og harðir og sam- leikur þeirra oft með ágætum, en það vantaði þetta sem fyrst og fremst Kopa gat gert fyrir franska liðið. Sókn Frakkanna létt og leikandi Leikur Frakkanna minnti oft á leik Brasilíumanna, hvað leik- gleði og tilbreytni snerti. Þeir gerðu þrjár breytingar á liði sínu, en það virtist sem það hefði engin áhrif á leik þeirra því þetta mun hafa verið bezti leikur þeirra í mótinu. Fram- lína þeirra er ein sú besta sem hér hefur leikið, og er Kopa þar aðalmaðurinn. Fullu nafni heitir hann Raymound Kopa- sewski. Hann hefué sérstakt er 23 ára, miðherji í Vasko da Gama. Lék með áhuga- mannaliði því sem lék í Hels- ingfors 1952, þá aðeins 17 ára gamall. Péle (Evaldo Alves Santa- rosa) er talinn að vera „fund- ur“ ársins meðal knattspyrnu- manna í Brasilíu, er aðeins 17 ára gamall og leikur sem inn- herji í Santos. Zagallo (Mario Jorgo Lobo Zagallo). Hann kom í fyrsta. sinn í landsliðið i maí í vor, gegn Paraguay. Hann leikur fyrir Flamingo. , V-Þýzkaland lag á því að hræra í vörn mót- herjanna og afvegaleiða þá og og um leið opna samherjum sín- um leiðina. Og þar er Fontaine meistarinn að finna staðinn þar sem hann á að vera, eins og sást í þessum leik er hann skorar 4 mörk og á hlut að því fimmta. Vörnin var líka góð en hún var ekki eins góð og framlínan. Fontaine setur heimsmet Fontaine hefur skorað 13 mörk í keppni þessari og er það heimsmet. Aldrei hefur leikmaður á heimsmeistara- keppni skorað eins mörg mörk, á sama móti. Sá sem kemur næst honum er Ungverjinn Sandor Kocsis í keppninni í Sviss 1954. Þriðji maðurinn er Brasilíumaðurinn Ademir sem skoraði 8 sinnum á mótinu sem fór fram í Brasiliu 1950. Fontaine þessi er 24 ára, og jeikur vejijulega miðhérja í liði sínu, Reims, en hér hefur hann leikið sem innherji ýmist hægri eða vinstri. í blaðaviðtali hér var hann spurður um hvernig hann færi að því að skora svona mörg mörk? Ég hef enga sérstaka formúlu aðra en þá að reyna að vera alltaf á þeim stað sem ég held að knötturinn komi helzt og hér hef ég verið hepp- inn. Frakkar aldrei komizt svona langt Með leik þessum tryggðu Frakkar sér þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni 1958. Frakkar hafa aldrei komizt svo langt fyrr í HM-keppni áður. Kom þetta á óvart og höfðu þeir eða aðrir ekki búizt við þessu. Þessi árangur Frakka talar mjög fyrir hinum létta og leik- andi leik, sem ekki á yfirleitt upp á pallborðið þegar um meiriháttar keppni er að ræða. En það sýnir sig að það getur verið sigursælt í viðureign við hina þungu og hörðu knatt- spyrnu eins og Þjóðverjar sýndu nokkuð. Áhorfendur voru um 32 þús. sem var mun meira en gert var ráð fyrir en knattspyrnu- áhugi hér í Gautaborg er mikill. Dómarinn Brazzi dæmdi mjög vel og hafði leikinn al- gjörlega í hendi sinni og var hann þó engan veginn auð- dæmdur. VORUHAPPDRÆTTIÐ I Vz milljén Dregið á morgun. — 350 vinningar að fjárhæð alls 860 þusund krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.