Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.07.1958, Blaðsíða 9
Föstudag-ur 4. júlí 195S — ÞJÓÐVILJINN (9 Fréttabréf frá Frimarmi Helgasyni: Brasília verðugur liermsmeisfarí 1958 - vann Svíþjóð 5:2 í skemmtilegum leik Sjaldan mun hafa verið fylgzt með einum knatt- spyrnuleik, af eins miklum á- huga og jafn víða um heim, og leiknum mijli Brasilíu og Svíþjóðar sem fór fram í dag á Rásundaleikvanginum í Stokkhólmi. Sjálfur leikvangurinn va.r troðfullur osc komust þangað færri en vildu og var verð á aðgöngumiðum á svarta mark- sðinum komið upp í 450 'krónur, þegar verst gekk. Auk hinna 50.000 áhorfenda sem farið höfðu inn um telj- araþliðin, ^gátu á þlaðamanna-' hekkjum nær 1300 blaðamenn frá nær 60 löndum. Auk þeirra voru þarna fjöldamarg- ir sem lýstu leikium og enn aðrir sem sjónvörpuðu hon- nm. Sjónvarpi þessu var endur- varpað um 12 lönd Evrópu, og er gert ráð fyrir að allt að 50 milljón manns hafi séð leikinn á þann hátt og gæti sú tala raunar verið mun hærri. Til Suður-Ameríku var þessu auðvitað útvarnað og munu milljónir hafa hlustað á þá sendingu bví vinna lagð- 5st niður á meðan á leiknum stóð. Sjálfur konungur Svíaríkis kom til leiksins og gekk til lefkmáúna bæði á undan og eftir leikinn til hess að árna þeim heilla og síðan þakka. Brasilía varð meistari £ fvrsin sinn Það kom ekkert á óvart að Brasilía yrði heimsmeist.ari í keppni þessari. Leikir liðsins höfuð vfrleitt begar með þurfti góðir og skemmtilegir. Þet.ta er í fvrsta siv,n sem Brailía rinnur t;til hennan. Tvisvar áður hetúir bðið JJ'cr- 'ið í úrslitvm í heimsmei^t- arakennni. Þevar heimsmeist- arakennnin var heima lriá þeim 1950, var almennt gert ráð fyrir að Brasilía mundi vinna, en það fór svo að Uruguav vann með 2:1 og ■þótti Brasili.u það súrt í broti. Brasilíumenn eru þeir einu sem hafa komizt í lokakeppni í heimsmeistarakeppninni, frá því hún hófst. S'viar byrjuðu vel Það hafði rignt fram að leikbyrjun en stytti þá upp og var gott veður meðan leik- urinn fór fram. Svíar höfðu óskað þess að völlurinn yrði blautur það væri hagkvæm- ara fyrir þá. Þeir höfðu líka óskað þess að skora fyrsta markið í von um að það mundi koma Brasilíumönnum illa og mundi setja þá svo- lítið út af laginu. Þessar von- ir sem sagt rættust. Hvað bleytu vallarins snertir virtist það engin áhrif hafa á Bras- ilíumenn, oft rignir í Rio þó það geri bað ekki sumstaðar annarsstaðar í iöndum Suður- Ameríku, og' mönnum þar illa við að leika knattspyrnu í. regni. Hitt ræítist 'lík’a. Svíar byriuðu vel, héldu uppi sókn ekki síður en Brasilíumennirn- ir fvrst.u 10—12 mínút.urnar. En það einkennilega skeði að eftir það náðu þeir eiginlega aldrei tökum á leiknum. Það virtist sem sagt engin áhrif hafa á Brasilíumenn þótt Liedholm tækist að skora þegar á fjórðu mínútu leik'sins, beir létu sem ekkert væri. Miðframv”rður þeirra og fyrirliði Bellini þjappaði vörn sinni meira saman og reyndi að þétta í. allar smug- ur. Ekki liðu nema 4 mínútur þar tij: töframaðurinn, hægri útheriinn Garrincha lék sér að vörn Svíanna vinstra meg- in og kemst. unpnndir enda- mörk og sendir knöttinn fyrir, og þar er Vava kominn og raunar tveir Svíar en það dugði ekki til, bað varð mark. Nú fóru Brasiliumenn heldur að herða sóknina. á 10. mín- útu á Pele langskot sem fór í stöngina og utá völlinn aftur, og litlu síðar 'á Pele skot aft- ur en það fór beint á mark- enn æ* h^ð Pe'e pem er kominn unnað endamt"rkum hægra mevin og 'skant fram- hiá, mannlansu markimi og knötturinn fcr út fvrir hh'ðar- Imu. Svíar g»ra nú allgóð á- hla.un en hað er augsætt að sendingar þeirra eru ekki eins nákvæmar og hær eru vana.r að vera. Á 27. mínútu eiga Sv’.ar hættulegt skot á. mark Barsilíumanna en Bellini er kominn bar og t°kst að skalla frá márkinu. Á 32 mínútu endnrtekur sig aftur bað sem skeði á 8. mínútu að Garr- ineha undirbvr m.eð bví að leika í gegnum vörn Svíanna vinstra megin og gefa fvrir og Vam skorar enn. Þetta Framhald á 10. síðu. |j • • , Fremri röð frá vinstri: Garrincha, Didi, Pele, Vava, Zag- liCllllSIllClStai ai mi allo, pjálfari. — Aftari röð frá vinstri: Fararstjórinn Feola., D. Santos, Zido, Bellini fyrirliöi, N. Santor, Orlando, Gilmar. Frakkland náði 3. sæfi með 6:3 sigri yfir V-Þýzkalandi Gautaborg 28. júní. Frakklantl tryggði sér þriðja sætið með 6:3, sigri yfir Vestur-Þýzkalandi. Fontaine skoraði 4 mörk Það sýndi sig í leik þessum að það er engum ofsögum af því sagt að landslið Frakka leiki góða knatlspyrnu. Allt liðið er mjög gott en það er þó fyrst og fremst miðherjinn Kopa serfi þar ber af, í öllum samleik og uppbyggingu, og svo kemur og þar ekki lang't á eftir Fontaine sem er undra hittinn á markið og ótrúlega næmur á það að finna á sér hvar hann á að vera. Leikurinn í heild var mun jafnari en mörkin benda til, en leikur Frakkanna var meira lifandi og þeir drógu vörn Þjóðverjanna svo í sund- ur að list var að, og opnuðu með. því tækifærin. Þjóðverj- arnir byrjuðu vel og .áttu til að byrja með sókn sem manni fannst að mundi gefa mark þá Mopa hefur leikið á tvo og opnað fyrir Fontaine, í úrslitaleiJc Frakka og V-Þjóðverja og þegar. Það var eins og skot- in væru ekki nógu ákveðin og að þeir væru heldur seinir þeg- ar upp að markinu kom, Frakk- ar höfðu alltaf komið vörn við. Markmaðurinn Abbes varði lika mjög vel. Það átti þó ekki fyrir Þjóðverjum að liggja að skora fyrsta markið, það var Fonta- ine sem það gerði á 15 min. eftir að Kopa hafði farið út á hægri jaðar vallarins og kom- izt inn á vítateiginn og óeigin- gjarnt gefið Fontaine knöttinn sem er þar fyrir opnu marki og hefur ekkert annað að gera en leggja hann í netið. Þjóðverjar höfðu þó skorað áður en það var ekki dæmt mark vegna þess að Þjóðverji hafði sparkað í knöttinn sem markmaður hélt undir sér liggj- andi á jörðinni og í markmann- inn um leið. Þjóðverjar jafna Það liðu ekki nema 2 mín. þar til Þjóðverjar höfðu jafnað, og var það útherjinn Cieslarczyk sem það gerði úr mjög góðu skoti. Svo það leit út fyrir að það ætlaði að verða nokkurt fjör í leiknum, og enda var leikurinn það jafn og' tækifæri á báða bóga að slíkt var ekki fjarri. Auk þess var völlurinn blautur og flugháll og gátu þá tilvilj- anjr nokkru ráðið líka. Á 27. mín er dæmd víta- spyrna á Þjóðverja fyrir bragð, lóg • skoráði Kepa aiiðveldlega úr því. Þjóðverjar gera mjög gott upphlaup á 30. min. sem endar með skoti en það fór rétt fyrir ofan slá. Enn er það Fontaine sem skorar 9 mín. fyrir leikhlé. Frakkar auka bili'ð Leikurinn er ekki nema 5 min. gamall þegar hægri inn- herjinn Douis skorar fjórða mark Frakklands. Aðdragand- inn að rriarki þessu var alveg frábær. Áhlaupið byrjaði við markteig Frakkanna og knött- urinn gekk frá manni til manns með leifturhraða og ótrúlegum skiptingum sem Þjóðverjarnir fengu ekkert við ráðið. Höfðu margir lagt þar fót að, og var það Fontaine sem gaf Douis knöttinn áður en hann skaut. Aðeins 2 mín síðar eru það Þjóðverjar sem skora og var Rahn þar að verki. Var hann kominn alveg upp að línu, og allir gera ráð fyrir að hann muni gefa knöttinn út en þá skaut hann heldur og það heppnaðist. Næstu 25 minúturnar er sótt og varizt af miklum móð og tekst hvorugum að skora. Þjóð- verjar eru komnir í tvö skipti innfyrir en í bæði skiptin er skotið beint á markmann og í eitt skipti ver hann naumlega i horn. Svipað kom einnig fyrir er Frakki er kominn innfyrir en skaut beint í markmann. Enn er það Fontaine sem skorar fyrir Frakka, eftir að þeir höfðu leikið saman nokk- uð fram á völlinn, en þá er það hann sem einleikur inn fyrir alla og átti ekki eftir nema markmanninn, og þá skaut hann eins og hálfu feti innan við stöng! Þrem min. síðar á Schnelling- er hörkuskot rétt yfir þverslá Frakkanna og litlu siðar er Abbes enn Vð verja meistara- lega, en á 40. mín. fær Scháfer knöttinn inn á markteig eftir aukaspyrnu og skorar þaðan ó- verjandi fyrir Abbes. Á 44. mín. hefur vinstri bak- vörður Þjóðverja farið framar- lega, hægri bakvörður Frakka Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.